Ísafold - 28.06.1890, Síða 2

Ísafold - 28.06.1890, Síða 2
‘20fi er það óneitanlegt. að þegar er farið að brydda á meiri vandlæting um siðferði prestastjettarinnar en áður var. Á þess- um stutta timá er þegar búið að gera meira í þessa átt heldur en gerðist á allri embættistíð fyrirrennara hans. þ>að sem af er síðan í fyrra sumar, að herra Hallgrímur kom á biskupsstól ís- lands. bendir eindregið í þá átt, að hann muni að ýmsu verða nýtur og fram- kvæmdasamur embættismaður. Hann hefir vel byrjað. Mætti honum auðnast að halda áfram að sama skapi; þá er í öllu falli óhætt að segja, að Island græð- ir á sínum síðustu biskupaskiptum“. í síðari greininni, sem er svar til H, P., út af nýjum rógburðar-austri úr honum, segir meðal annars: ,.Að öll hin ísl. þjóð hafi talið síra Heiga sjálfsagðan til biskupsembættisins, — eins og síra H. P. hafði sagt — hef- ir enginn vottur sjezt til á íslandi, og sá úr ritstjórn „Lögbergs“, sem þykist öllu kunnugri almenningsálitinu en síra Haf- steinn, vill fullyrða, að hann hafi engan mann á íslandi heyrt telja síra Helga sjálfsagðan til þess. nema síra Hafstein! einan.------Aila þá stund, sem það er ekki embættisstarf biskups á ísiandi að yrkja sálma og tína saraan kirkjusögu- brot, eða semja barnalærdómsbækur, þá þýðir ekkert fyrir H. P. að vera að tína hjer upp aptur það, sem aðrir hafa áður sagt á undan honum um, að síra Helgi hafi unnið þessi afreksverk. Plann hefir ekki sýnt, að þessir verðleikar sjeu neinn vottur um hæfileika síra H. H. til biskups“. Kjörfundur Eyfirðinga. Akureyri 21. júní: »Hjer hefir verið líflegt þessa, dagana. Fyrst var fjölsóttur kjörfundur, þar sem Skúli Thoroddsen sýsiumaður isfirómga var kosinn þingmaður Eyfirðinga með 205 atkv., en Einar Asmundsson í Nesifjekk ekki nema 105 atkv. Skúli kom eitthvað 10 dögum áð- ur á hvalveiðaskipi norsku og með honum báðir þingmenn Isfirðinga, Sigurður og Gunn- ar. Hjeldu þeir 4 fundi með kjósendum á ýmsum stöðum í kjördæminu og túlkuðu sitt mál sem bezt þeir gátu. En Einar gamli ljet ekkert á sjer kræla, hvorki í ræðu nje riti, fyr en á kjörfundinn kom, og þá munu margir hafa verið búnir að lofa atkvæðum sínum, og það jafnvel sumir, sem voru bún- ir að skora á Einar að gefa sig fram. Á fundinum hjelt Einar ágæta ræðu, og kvaðst hann sjer þess ekki meðvitandi, að hann hefði breytt skoðun sinni, frá því hann var síðast á þingi; en ef kjósendur hefði breytt skoðun sinni, þá bað hann þá að kjósa sig ekki; fyrir því lítur svo út, sem kjósendur hafi breytt skoðun sinni en Einar ekki. Stjórn- arskrármálið var aðalumtalsefnið, en enginn kjósandi lagði nokkra spurningu fyrir Einar til úrlausnar. Erfitt var að gjöra greinarmun á skoðunum Einars og Skúla í því máli, því að Skúli var svo óákveðinn í orðum sínum, nema í því einu, að hann kvaðst vilja alinn- lenda stjórn; en hvorki vildi hann segja, hvernig henni skyldi fyrir komið, nje hverjar Iíkur hann hefði fyrir því, að þessi innlenda stjórn, hvernig sem hann hugsar sjer hana, kæmist nokkurn tíma á. Eigi vildi hann heldur segja, hver munur væri á skoðunum sínum og Einars, þótt hann væri spurður um það. Að öðru leyti þótti Skúli koma stilli- legar fram í ræðu en í riti; en í flæmingi fór hann undan að svara ýmsum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar, svo sem um tolla og fleira. Marga muu furða á því, að Eyfirðingar höfnuðu gömlum og góðreyndum þingmanni, svo sem Einari, en tóku mann alveg óreynd- an. En það mun hafa ráðið mjög úrslitum, að Einar gjörði sjer of lítið far um, að setja sig í persónulegt samband við kjósendur, og hitt annað, er ótrúlegt virðist, að menn vissu, að báðir hinir konungkjörnu þingmenn í Eyja- firði, Júl. amtm. Havsteen og Jón A. Hjalta- lín skólastjóri, voru Einari meðmæltir. Ætti það að vera áminning fyrir þá herra, að skipta sjer ekki af kosningum framvegis«. Minningarhátíð landnáms Eyja- fjarðar byrjaði í gær kl. 11 — er oss skrif- að af Eyjafirði 21. þ. m. — Samkomustaður- inn var á Oddeyri. |>ar voru reist tjöld; eitt langt með tveim örmum, og svo veitingatjöld nokkur; skammt frá var ræðustóll (gamli prje- dikunarstólinn úr Hrafnagilskirkju); þar rjett I hjá var danspallur. Ikringum tjöldin, ræðu- f stólinn og danspallinn voru settar niður laufg- aðar hríslur úr Vaglaskógi í Fnjóskadal. Ætl- að var, að nokkuð á annað þúsund manna væri þar saman kornnir, ekki úr Eyjafirði einum, heldur og úr jpingeyjarsýslu og Skaga- fjarðarsýslu og víðar að. Veður var mjög hæglátt og hlýtt, en sallarigning. Hátíðin byrjaði með andlegri ræðu, er Davlð prófast- astur Guðmundsson hjelt; þá mælti Júlíus amtm. Havsteen fyrir minni kotíungs, þá Jón A. Hjaltalín fyrir minni íslands. Söngvar voru sungnir milli ræðuhaldanna. Síðar um daginn sagði síra Matth. Jochumsson ágrip af sögu Eyjafjarðar, og gat um helztu Ey- firðinga; þótti honum mælast vel, en undar- legt fannst sumum, að hann gleymdi Jónasi Hallgrímssyni og síra Jóni lærða. Skömmu síöar byrjaöi aansinn og hjeit á fram íram á nótt. Tiltölalega fáir voru ölvaðir, ölvaðir, enda voru búðir lokaðar, svo eigi náðist í þriggja pela flöskurnar. Um kveldið var leikinn »Helgi magri«, sem fremur má heita langloka en leikur; en bún- ingar voru góðir og leikendur gjörðu hje/ um bil það sem gjört varð úr svo svæfandi efni. 1 dag er annar dagur hátíðarinnar. Eiga þá enn að verða ræðuhöld, sýning á munum, kappreið, glímur og fimleikar. Þingmálafundurinn, sem halda átti í jpórsnesi, var haldinn þann 10. á Miðhúsum — er skrifað úr N.-Múlasýslu 15. þ. m. — og var þar margt manna saman komið, þar á meðal þingmenn Suður- og Norður-Múla- sýslu. Fundarstjóri var kosinn síraJónpróf- astur í Bjarnanesi og ritari Bjarni Jónsson á jþuríðarstöðum. Var fyrst tekið til umræðu stjórnarskrármálið, og tóku margir til máls í því; voru fleiri á því, að miðlunarmennirnir hefðu gengið of langt á síðasta þingi, en allir vildu þó, að miðlað yrði málum, og aðstjórn- in legði fram á næsta þingi frumvarp til stjórnarskrárbreytingar. • Yms fleiri mál voru rædd, svo sem gufuskipaferðir, skólamál og launalögin. |>ann 13. var kosningaundir- búningsfundur haldinn í J>ingmúla, og þann 14. kjörfundurinn. Norður-Múlasýslu, 15. júní: »Upp úr hvftasunnuhátíðinni gjörði kuldakast og hjelzfc við fram yfir fardaga ; þ. 5.—6. snjóaði svo, að skaflar komu í byggð og kaffenni í fjöll- um; þó hef jeg ekki frjett að tjón hafi orðið á fje. jpetta kast varð til mikils hnekkis fyrir grasvöxt, sem áður leit út fyrir að mundi verða í bezta lagi, en nú lítur út fyrir, að. hann verði ekki meir en í meðallagi. Fiskictfli er nú kominn allmikill í Fjörðum. Allt útlit er fyrir, að verzlun verði hag- stæð í sumar. Valdemar Davíðsson, verzlun- arstjóri á Vopnafirði, hefur kveðið upp 80 a. vérð á ullinni, þrátt fyrir það, að hún hefm fallið rlendis. f>ilskipa-afli. þilskip frá Bfldudal hafa aflað af þorski hjer um bil þetta í vor : »Tjálfi«, skipstjóri Edílon Grímsson, 17000, »Katrín«, skipstj. Gísli Asgeirsson, 16000. »Helga«, skipstj. Mattías Asgeirsson, 16000.. »María«, skipstj. Bjarni Bjarnason, 13000. »Kjartan«, skipstj. Sturla Ólafsson, 14000. Skipin eru öll að mestu eign P. J. Thor-- steinssonar kaupmanns á Bíldudal, nema. »Kjartan«; hann á Einar hreppstjóri Gíslason í Hringsdal o. fl. Skagaíirði, 16. júní: »|>ær 2 vikur, sem. liðnar eru af júni, hefir veðrdttan verið ólík, þannig, að fyrri vikuna var veðrið mjög kalt, optast með mesta kuldastormi á norðan og norðaustan, og snjóaði nokkuð, einkum í fjöll- um og á Fljótum. Sú vika var rnjög erfið. fyrir sjómenn við Drangey. jpeir eigi að eins öfluðu ekkert, heldur misstu mikið af veiði- flekum sínum. Seint í þeirri viku (6. þ. m.?) rak hval, fertugan að sögn, á Keldum í Sljettu- hlíð, sem ekkjan þar, Lilja að nafni, átti, Vætt af spiki hans var seld 4 kr., en rengi 3 kr. fæssi síðari vika hefir aptur verið öll- um hagstæð og arðsamleg á landi og sjó:. hagfelt veður og mikill landburður af fugli, og fiski (300 af allvænum fiski t. d. til hlutar hjá einum í Hofsós yfir vikuna). 31. maí kom fyrst fiskur hjer á land, og er því bjarg- n* Át P Jn + n an J i A A + r Tn n -v-> /,, 7, " 7 J L-L -, 1 ± , • — -y / U/l/no.,uiivl-n.win/ tA'ÖLA_' ° ° utu ociiuu KJCÍ verzlun í góðu horfi : C. Knudsen, sem hjer er mörgum að góðu kunnur, er kominn til Sauðárkróks með nauðsynjavörur, ar hanu selur móti peningum og fyrir hross, sem gefið. er nú töluvert betur fyrir en í fyrra (40—• 85 kr. Sömnleiðis lætur Jón Vídalín, verzla á Sauðárkrók með vörur fyrir peninga og hross. f>orl. Ó. Johnson lætur verzlaþar með kramvöru fyrir peninga og ull. Aldrei munu því eins margir hafa gefið sig við verzl- un á Sauðárkrók sem nú, enda stækkar hann árlega. Sýslumaður Jóh. ólafsson er þegar seztur þar að í fallegu nýju húsi, og præp, hon. síra Jón Hallsson, er þegar búinn að láta reisa sjer þar hús, og verður það einnig. fallegt«. Færeyingar á Austfjörðum. Fjölda margir Færeyingar komnir til Austfjarða — er skrifað af Seyðisfirði 17. þ. m. — á að gizka 5—600, og búizt við enn fleirum; er því hætt við litlum afla hjá sumum innlend- um í ár. Færeyingur, að nafni Martinus Petersen,. hefir í orði keypt Hánefsstaði á Seyðisfirði: fyrir 8000 krónur. Barðastr-sýslu vestanv. 19. júní: »Allt vorið hefir verið hin mesta blíðviðristíð, að> undantekinni vikunni eptir trínitatis eða dag^ ana 1. til 7. júní. f>á var allsnarpur norð- angarður, frost um nætur og festi snjó á fjöll,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.