Ísafold - 02.07.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.07.1890, Blaðsíða 3
211 breidd að ofan og 1 fet í botninn, aHs 1725 teningsfet. c. Grafið lokræsi, 2 fet á dýpt, 1-J fet á hreidd = 318 ten. fet. d. Hlaðinn partur af nátthagagarði fyrir tanga í Eiðavatn, lf áln. á hæð, lf áln. á þykkt að neðan, 15 faðmar á lengd. e. Hækkaðir veggir á hlöðu, er tekur 70 hesta heys, og lagt timburþak á hana. f. Cementeraður grunnur fbúðarhússins og kirkjunnar, — íbúðarhúsið klætt og málað að nokkru, kirkjan máluð utan, fjósið þakið iir sniddustrengjum og 110 hest- burðir teknir upp af sverði. g. Sáð var rótarávöxtum í 150 ferh. faðma. þess mætti geta í sambandi við hinar verklegu framkvæmdir skólans þetta ár, að námssveinar hafa orðið að gegna öll- um vinnumannastörfum, sem tíðkast á bæjum til sveita, svo sem búpenings- geymslu, að svo miklu leyti sem t-ími fjekkst til frá bóklegu námi að vetrinum, vor- og hausthirðingu kvikfjenaðar, tún- vinnu, heyskap, torfskurði, hirðingu eldi- viðar og matvæla, ferðalögum, kaupstaðar- ferðum o, s. frv. Öll þessi störf, hversu nauðsynleg sem þau eru í sjálfu sjer, hafa hnekkt framkvæmdum skólans, hvað jarða- bótum viðvíkur. Vorpróf var haldið 7.—8. maí, útskrif- uðust þá allir lærisveinar skólans 6 að tölu. Prófdómendur voru þeir þorvarður læknir Kjerúlf á Ormastöðum og búfræð- ingur Sigurður Einarsson á Hafursá. Prófið fór fram í 14 sjerskildum náms- greinum, og fengu piltar einkunnir þær, sem nú skal greina : Einar Einarsson ágætiseinkun 112stig Kristján Jónsson I. aðaleinkun 104 — Guðm. Jónsson I. — 96 — Gísli Helgason I. — 93 — Stef. Halldórsson I. — 88 — Guðm. Halldórss. I. — 84 — þannig voru piltar þessir með lofi útskrif- aðir frá skólanum. í skólastjórninni: þiorvarður Kjerúlf. Halldór Magnússon. Eiðum q. maí 1890 Jónas Eiriksson (skólastjóri) Synoilus var haldin í fyrra dag, eins og' til stóð, að oflokinni guðsþjónustu i dómkirkjunni; sjera O. V. Gíslason á Stað í Grindavík stje i stólinn og lagði út af Rómv. 13,11. A fundinum voru, auk stiptsyfirvaldanna, 4 prófastar og 11 prestar. Fundurinn var settur af biskupinum með ræðu og ávarpi til fundarmanna, og svaraði og þakkaði fyrir hönd fundar- manna og prestastjettarinnar prófastur síra J>órarinn Böðvarsson. Skipt var meðal uppgjafapresta og prestaekkna 3000 kr. af fjárlagafje, 500 kr. af rentum prestaekknasjóðsins og 81 kr. 40 a. rentum af sjóði af árgjöldum brauða, alls 3581 kr. 40 a. þ>á skýrði biskup frá hag prestaekkna- sjóðsins. Var eign hans við síðustu árs- lok 18,148 kr. 15 a. Var eptir tillögu biskups samþykkt, að verja næsta ár 500 kr. af vöxtum hans til styrktar, eins og verið hefir. Samþykkt var, að prestaekknasjóðnum væri ráðstafað að mestu eða öllu i Söfn- unarsjóð Islands og biskupi falið að gjöra það með þeim kjörum, sem hagfeldast þætti. Biskupinn bar því næst fram hugvekju um, að prófastar og prestar vildu styðja að því eptir megni, að hjeraðsnefndir og sóknarnefndir gætu orðið að sem mestu gagni og fullnægt sem bezt tilgangi sínum. Urðu talsverðar umræður um, hvernig það gæti bezt orðið. f»vi var og hreift, að eitt af því, sem mikla þýðingu gæti haft i þessu efni, væri, að stofnað væri kirkjulegt tímarit sem fyrst og væri þar meðal annars birt hið markverðasta, er gerist á hjeraðsfundum, og áleit fund- urinn æskilegt, að einhverjir vildu gerast forgöngumenn slíks rits. Var einkum álitið. að kennendur prestaskólans stæðu til þess að mörgu leyti bezt að vígi. Borið var upp frá framkvæmdarstjórn Good-Templar-reglunnar ávarp til syno- dusar og beiðni um, að fundurinn vildi styðja að viðgangi bindindismálsins og efla útbreiðslu albindindisins. Fól fund- urinn biskupi að láta i ljósi af fundarins hálfu hlýlega viðurkenningu fyri.r hið þarfa starf reglunnar og fúsleika sinn til þess að vera henni samtaka í að eyða skaðsemi ofdrykkjunnar. Læknaskólinn. Embættisprófi frá læknaskólanum luku í gær þeir Gísli Pjetursson frá Rvik með I. einkunn (104 st.) og Olafur Stephensen frá Vatnsfirði með III. eink. (58 st.). Prestaskólinn. pessir stúdentar luku prófi í forspjallsvísindum við prestaskól- ann 28. f. m. : Sæmi ndur Eyjólfsson (ágætl. ~); Friðjón Jensson, Jón Pálsson og Sigurður Magnússon, allir með dável -f- ; Magnús Runólfur Jónsson með vel -j- ; og Helgi Skúlason með vel. Enskt skemnitislíip, Minerva, eigandi Mr. Ashton, kom hingað i fyrra dag frá Skotlandi. Auk eigandans eru með skipinu tveir heldri menn enskir, og ferðuðust allir til Geysis i gær. Minerva bíður hjer á meðan. Inflúenza-sóttin mun nú vera komin. um meira hluta lands. A Eyjafirði byrj- aði hún i lok hátíðarinnar þar, 22. f. m., og var þá komin um þingeyjarsýslu víða. Hinn 28. f. m. var hún að byrja á Isafirði. I vikunni sem leið var hún farin að stinga sjer niður í Húnavatnssýslu á nokkrum bæjum, þal sem ferðamenn höfðu komið að sunnan, og eins vestur i Dölum. í Fljótshliðarprestakalli, þar sem sóttin er búin að vera lengst á landi, var hún búin að drepa 10—11 manns, er síðast frjettist, — síðast einn af beztu bændun- um þar, Ara Stefánsson (prests Hansson- ar) á Valstrýtu, er hafði legið 3 vikur í lungnabólgu, afleiðingum kvefsóttarinnar. Hjer í bæ liggja nú æðimargir í lungna- bólgu eða taki, þar á meðal sumir all- þungt. þilskipið „Gylfi'eign G. Z. & Co., skipstjóri Markús F. Bjarnason, lagði af stað hjeðan ig. f. mán. til þorskveiða við Vesturland og átti að vera í burtu að minnsta kosti 5—6 vikur, en kom aptur 30. f m. með alla skipshöfnina meira eða minna sýkta af inflúenza, hafði komizt til Dýrafjarðar og leitað landgönguleyfis en fekk eigi, með því að þar ‘ voru allir heilbrigðir og varð því að hverfa frá aptur og sigla suður til Reykjaviknr. Hinn 28. f. m. kom þilskipið Margrjet, eign hinna sömu, skipstj. Guðm. Kristjáns- son, eptir að eins þriggja daga útivist, með nálega alla skipshöfnina inflúenza- sjúka. Crufnskip Mount Pnrker, þeirra Zöllners Vitnae/óurinn. Viku síðar ljezt Katrín, úr heilabólgu. Fyrst eptir að hún lagðist, var voðalegt óráð á henni, og á meðan var hún allt af eitthvað að hjala um meinsæri og dóm. En síðustu dagana fór óráðið af henni og svo leið hún út af eins og Ijós, án nokkurar sálarangistar, og fullkomlega ánægð með hlutskipti sitt.--------- — — Marteinn gugnaði smámsarnan, eptir að hann frjetti lát konu sinnar, og nokkrum dögum síðar gat bæjarfógetinn stært sig af því, að nú væri hann búinn að láta Martein játa glæp sinn. (Kolf Harboe). (St. +). Hver er efnaðri? (Úr „Senilia“ eptir Turgenjew). þegar jeg heyri honum Eotschild hrósað, auðmanninum nafnfræga, sem gefur peninga þúsundum saman af sfnum feiknamiklu tekj- um til fósturs handa fátækum börnum, til lækningar veikum og hjúkrunar hrumum gamalmennum, þá kemst jeg líka við og jeg fer líka að lofa hann fyrir það. En um leið og jeg lofa hann hrærður í huga, dettur mjer ósjálfrátt í hug fátækur bóndi nokkur og kona hans, er voru kot- og tóku að sjer munaðarlaust barn, er var í ætt við þau og fluttu það með sjer inn í hrörlega hreysið sitt. »Við skulum taka hana Stfnu að okkur« sagði konan; »það fer reyndar með seinasta skildinginn, sem við eigum — og við getum þá ekki einu sinni keypt okkur salt iit í vatnsgrautinn«. »Jæja, við verðum þá að borða hann salt- lau8an«, sagði karlinn, maðurinn hennar. Lítið þið á: — það er ekki hægt að bera hann Rotschild saman við þennan mann ! Smávegis. Tveir íþróttamenn töluðu einu sinni um afreksverk sín. »Ertu góður að stökkva hátt?«, spyr annar þeirra. »/ú, heldur*er jeg það«, svarar hinn; »jeg stekk svo hátt", að mjer fer stundum að leiðast uppi f lopt- inu. Dómarinn: »Hvernig fóruð jþjer að því að komast í peningaskápinn ?« Sakamaðnrinn: »Jeg held það þýði ekki neitt, að jeg segi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.