Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 2
214 kvæmt, að sökin liggi að mestu leyti hjá kaupmönnum; en hitt verður ekki varið, að hún óbeinlínis liggur að nokkru leyti meira eða minna hjá þeim. pað mun líka vera öllu fremur sjald- gæft, að kaupmenn taki „aðfinningarlaust við fiskinum hvernig sem hann er", eða að þeir stundum gefi jafnvel hærra verð fyrir slæman fisk en góðan — nema hvað hlutfallið milli nr. i og 2 vanalega er skakkt —, „ef mikið er í boði eða skuld er borguð", þótt jeg hins vegar þori ekki undantekningarlaust að neita þessum áburði; til þess vantar mig kunnugleika, og hitt vitum við allir, að mennirnir eru misjafnir. En það skal jeg fallast á, að kaupmenn ættu ekki, hvernig sem á stendur, að koma mönnum upp á að taka af þeim illa verkaðan fisk. Hvað dæmið af þeim 3 mönnum snertir, er höfundurinn lætur koma fram, og orð þau, sem hann leggur kaupmanninum í munn, hygg jeg að muni vera skáld- skapur, og þótt einhvern tíma í eitthvert eitt skipti komið hafi fyrir eitthvað þessu líkt, er slíkt of sjerstakt til þess, að færa það sem almennt sönnunar- gagn gegn kaupmönnum yfir höfuð; að minnsta kosti hef jeg aldrei sjálfur heyrt nje aðra hafa eptir neitt sem líkist þessu. „Pokafisks"-verkun og- verzlun er jeg með öllu ókunnugur, hef aldrei neitt við hana fengizt, og get því ekkert um það atriði dæmt, en á hinn bóginn get jeg vel skilið, að ummæli herra H. J. sje þar á góðum rökum byggð. En það verð jeg að taka fram, að víðast hvar, sem jeg þekki til, að örfáum undantekningum undanskildum, er fiskur sá, sem kaup- menn láta verka, yfir höfuð betur verk- aður en almennt gerist annarsstaðar. þ>ótt hinn heiðraði höfundur sje eins °g )eS á^ur ner tekið fram menntaður og skynsamur, og þótt hann sje gætinn, stilltur og sjálfstæður maður, er hann þó eðlilega barn tímans, þ. e. heillaður af aldarandanum, eins og flestum hættir við ; en allir vita þegar um verzlunarmál er að ræða hjer á landi, að þá er það „móðins" r,g álitið sjálfsagt að velta allri sakabyrðinni á verzlunarstjettina. Alda þessi er þó engan veginn nú á dögum runnin frá bændunum sjálfum, heldur frá ýmsum pöntunarfjelagspostulum: það er vatn á þeirra myllu að vekja alla mögu- lega og ómögulega tortryggni, og svo kemur „pjóðólfur", sem varla minnist svo á það mál, að hann ekki lýsi lands- menn heilaga og lýtalausa í þeim efnum, en verzlunarstjettina ('ialandi og óferjandi; en þetta er ekki hin rjetta leið til end- urbóta, og kippir ekki í liðinn því sem laga þarf. Hvað vöruvöndunina áhrærir, þá má með sönnu segja þegar um hana er talað sem eina heild, að báðir partar, kaup- menn ag bændur, sje sekir; bændurnir, eða þeir sem verka vöruna, beinlínis; því þeir eru verksins valdir, verka vöruna sem sje ekki nægilega vel; og kaupmenn óbeinlínis, þar sem þeir taka þessa ó- vönduðu vöru með oflitlum verðmun; en það eru fleiri atvik en lánsverzlunin, þótt hún líka eigi sinn þátt í því, sem valda þessu ; en hverjar sem ástæðurnar eru verður að rýma þeim burtu; að hlutað- eigendur beri hvor af sjer en áfelli hinn þokar málinu ekkert áfram; beinasti veg- urínn er, úr því sem korr.ið er, að kaup- menn og bændur taki í bróðerni höndum saman; því hjer er um sameiginlegt vel- ferðarmál að ræða; og vinni svo með eindreginni elju og atorku að endurbót- unum, að hvorir um sig gerir þær end- urbætur sem í þeirra valdi stendur, alveg án tillits til þess, hvor meira sje sekur, en aðalaðferðin er þessi : að kaupmenn og bændur ræði mál þetta ýtarlega og komi sjer saman um reglubundna verk- unaraðferð og alla meðferð á vörunni, og svo hins vegar, að kaupmenn inn- byrðis bindist föstum samtökum um, að taka alls ekki illa verkaða og óvandaða vöru, nema þá ef vera skyldi með afar- miklum verðmun, og að sama nákvæmni sje viðhöfð, þegar meta skal gæði vör- unnar úr höndum þeirra sem leggja hana inn til kaupmannsins, sem þá hún aptur er metin úr þeirra höndum til markaóar- ins. Að endingu lýsi jeg opinberlega yfir því, að í máli þessu er jeg alveg áháður stöðu minni, en hef fylgt minni persónu- legu reynslu og sannfæringu. Jón Gunnarsson. Gufuskipið Magnetic (Slimons) kom hingað í fyrri nótt frá Leith og fer aptur í kvöld, með hrossafarm til Skotlands. Auk 14 ferðamann komu með því frá Englandi kaupmaður G. Thordahl, og frá Khöfn stór- kaupm. E. Fischer og verzlunarmaður D. Petersen. Ennfremur Sigurður Jónsson, kaupmaður af Akranesi, er sigldi með Magne- tic um daginn. Enskir ferðamenn. Af ferðamönnun- um, sem komu með Magnetic, eru 9 í erind- um tyrir fjelag það, er hr. Thordahl hefir komið á stofn á Englandi til að halda uppi skemmtiferðum hingað þaðan og hjer um land. það komst ekki svo langt í þetta sinn, að neitt gæti orðið af ferðalagi hingað í sum- ar á sjerstöku skipi, eins og til stóð og aug- lýst hafði verið, og er áform þessara manna að kynna sjer landið til þess að geta lýst því og hvernig hjer er að ferðast, þegar heim kemur aptur, í þeirri von, að það beri þann ávöxt, ef vel er að verið, að áminnzt fyrir- tæki geti komizt almennilega á legg að ári. þeir ætla meðal annars að taka ljósmyndir af merkilegum stöðum m. m., gefa át bók um landið, halda fyrirlestra hingað og þang- að í stórbæjum á Englandi, til þess að reyna að bæta úr hinni miklu vanþekkingu almenn- ings þar á þessu landi og laða menn til að ferðast hingað eigi síður en til Noregs t. a. m. Formaður fararinnar er Paul Lange, frá Liverpool; hinir heita H. B. Marsden (eig andi Denby Castle, nálægt Liverpool); J. G. Gladstone (í ætt við W. E. Gladstone gamla); E. Talbot Kelly, frægur málari, send- ur af hinu mikla myndablaði «Graphic» í Lundúnum til þess að taka hjer myndir handa því; dr. I. Eeynolds frá Lundúnum; dr. Irvine; B. Williams kapteinn; Ernest Browne ; Andrew Mein, kaupmaður frá Liver- pool. Ætla deir allir að ferðast til Krísu- víkur, Heklu og Geysis, þingvalla, og þaðan, norður í land, og þeir G. Thordahl og þor- grímur Guðmundsson með þeim; en síðan heimleiðis með næstu ferð Magnetic frá Sauð- arkrók. Hinir 5 ætla upp í Borgarfjörð, til lax- veiða. þar á meðal er Hill hershöfðingi. ' Gufubát dálítinn hafa þeir keypt á Skot- landi, Sigfús Eymundsson agent og Sigurður Jónsson kaupmaður, fyrir nokkur hundruð pund sterling, og hefir hann áður verið hafð- ur til fólksflutninga yfir fjörðinn Firth of Forth á Skotlandi, áður en brúin komst þar á í vetur. Mun eiga að reyna að notahann til ferðalaga og flutninga hjer um Faxaflóa innanverðan, einkum milli Beykjavíkur og Akraness. Var nú verið að gera við hann og breyta honum eitthvað í því skyni, og ætlar- Magnetic að hafa hann á eptir hingað næst, í miðjum þessum mánuði. — það er fyrsti vísir gufubátsferða hjer innfjarða, og ætti að geta orðið til þess að koma mönnum í stöf- un um að nota slíkar samgöngur. Rangárvallasýsla var veitt 25. f. m. yfirrjettarmálaflutningsmanni Páli Briem. Frá íslendingum í Ameríku- íbúar í Manitóbafylki eru 120,000. þar af um 10,000 íslendingar, — að Lögb. fullyrðir. Jón Olafsson ritstjóri er kosmn stórritari í stórstúku Good-Templara fyrir Manitóba og Norðvesturland. Pjórir aðrir Islendingar, karlar og konur, hafa embætti í stórstúk- unui (framkvæmdarnemdinni). Dálítið var farið að safnast af samskotum vestra til «gufu3kipsfjelags Faxaflóa« — má sjá í Lögb. 11. f. m. Stranilf'erðaskipið Laura fór hjeðan 3, þ. m. að morgni vestur fyrir land og norður, með allmargt ferðarnanna, þar 4 meðal skólapilta, kaupafólk o. fl. Biskupsvísitazía. Herra Hallgrímur biskup Sveinsson fór með þessari strand- ferö austur til Seyðisfjarðar og ætlaði að hefja þaðan vísitazíuferð um Múlasýsl- urnar. Er væntanlegur aptur um miðjan ágústmánuð. Bjargráðamál. Síra O. V. Gíslason fór einnig með þessari ferð strandferða- skipsins til ísafjarðar, til þess að flytja þar og víðar vestra fyrirlestra, og vinna að öðru leyti til eflingar sjómennsku og veiðiskap. ' in Útskrifaðlr úr latínuskólanum 2. þ, -• I Eink. Stig. i.Sæm. Bjarnhjeðins. úr Húnav.s. I g^ 2. Helgi Jónsson frá Vogi . . I 94 3. Einar Pálsson frá Glúmsstöðum 1 90 4. Gunnar Hafstein úr Rvík . . I 90. 5. Ófeigur Vigfússon úr Árness. I 90 6. Theodór Jensen frá Akureyri I 85 7. Kristj. Kristjánss. úr þingeyjars. I 84 8. Árni Thorsteinsson úr Rvík . II 76. g. Filippus Magnússon úr Árness. II 73 10. Skúli Arnason frá Krísuvík II 72 n.Sig. Pálsson frá Gaulverjabæ II 69 ¦ 12. Kjartan Kjartanss. frá Elliðav. II 67 13. Vilhelm Bernhöft úr Rvík . III 54 14. Vilhjálmur Briem úr Rvík . III 51 Vegna veikinda gátu 6 af þeim, sem áttu að útskrifast, eigi lokið við prófið;: ætla þeir að Ijúka við það í þ. m (nema,. 1 ekki fyr en síðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.