Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.07.1890, Blaðsíða 3
815 Latínuskólanum var sagt upp 2. þ. m. Vegna veikinda höfðu 56 piltar eigi getað lokið við vorprófið ; áttu þeir allir eptir fleiri og færri námsgreinir. Lögðu kenn- ararnir það til við stiptsyfirvöldin, að piltar þeir í 1.—3. og 5. bekk, sem kenn- ararnir álitu hæfa til uppfiutnings, yrðu fluttir upp, þótt eigi hefðu þeir lokið prófi i öllum greinum, en að þeir piltai i nefndum bekkjum, sem efi sje um, hvort flytjandi sjeu, og allir piltar í 4. bekk skuli ljúka prófi í haust. Þetta samþykktu stiptsyfirvöldin til bráðabirgða upp á væntanlegt samþykki ráðgjafans. Nýsveinar voru teknir inn í latínu- skólann, 15 alls í lok f. m., — 13 í 1. bekk, hinir í 2. og 3. Inflúcnza-sóttili er nú heldur 1 rjenun hjer í bænum. pó eru menn enn að veikjast af henni. Margir liggja í lungna- bólgu og sumir mjög þungt. Dáið hafa nýskeð fáein gamalmenni. Frjett er af Vestfjörðum nýlega, að til Patreksfjarðar hafi sóttin komið fyrir rúmri viku, með fiskiskútu frá Hafnarfirði; skipshöfnin fór þar veik á land, og hafði engan varnað á. Skipstjórinn á „Gylfa", hr. Markús Bjarnason, vill láta þess getið, út af því sem segir í siðasta blaði, að það hafi verið samkomulag milli sín og læknisins á Dýrafirði, að ekki væri hafðar sam- göngur milli skipverja og manna álandi; þeir skrifuðust á, og voru brjefin rjett á langri stöng milli skipsins og báts úr landi ; lagði lasknirinn þau ráð, er hann hugði þurfa, og tjáði sig raunar fúsan að koma sjálfur, ef nauðsyn krefði ; en skipstjóri áleit það ekki vera, og skips- höfnina engu bættari með því að fara á land, en að vísu að ganga að fólk sýkt- ist þar undir eins, ef skipverjum væri hleypt á land. Hjer um nærsveitirnar gengur nú sóttin sem hæst, og-eru menn sumstaðar farnir að leggjast í lungnabólgu. JPróf í helmspeki við háskólann i J'árnbrantahra fiinr Khöfn tók Kamilla Bjarnarson (Stefáns sýslum. Bj.) 18. f. m. með 1. einkunn. Sömuleiðis 17. Vilhjálmur Jónsson Borg- firðings með 1 eink., og Ole Steenbach frá Grundarf. með ágætiseink. Leiðarvisir ísafoldar. Sv.: Yfirsetukonan }>arf ekki að una við lof'orð mannsins, hún á aðgang að sveitarsjóðum. 536. Er S.-hreppur skyldur að greiða engjatoll til A.-hrepps fyrir það. að nokkrar jarðir í S.-hrepp eiga tilkall til dálítils slægjulands liggjandi í A.-hrepp ? Sv.: Nei ekki nema það sje samningi bundið. 537. Hve mikið ber presti fyrir að gefa saman hjón? Sv: I minnsta lagi 6 álnir á landsvisu. 529. Getur ekkja tekið fyrir útför sinni af óskiptu búi. án þess að spyrja erfingja þá að, er bóndi hefur átt í fyrra hjónabandinu? Sv.: Já, að skuldum loknum. 530. Get jeg ekki heimtað skipti á fjelagsbúi föð- ur mins látins og stjúpu minna, er setið hefur í óskiptu búi eptir hann með yfirvaldsleyfi. þegar börn þeirra sameiginleg eru komin til framfæris? Sv.: Jú, ef spyrjandi er orðinn myndugur. 135. Ber að borga kaupstaðarskuldir í óskiptu búi hafi það verið skuldlaust, þegar foreldrar minir fjellu frá, en stjúpa mfn, er setið hefur í óskiptu búi eptir föður minn látinn, kunni nú að vera orðin skuldug? Sv.: ,Já. 53-2. A sá húsmaður að gjalda presti dagsverk, sem hvorki á eða hefur noltkra lifandi skepnu undir höndum, og á ekkert, en hefur fyrir ung- barni að sjá og heilsulítilli konu? Sv.: Nei, ekki ef hann tfundar ekki 60 álnir minnsta lagi ; þó er venja í s.jóp]ássum, að allir húsmenn gjaldi ljóstoll, hvort sem þeir tíunda nokkuð eða ekki neitt. 533. J>egar prestur tekur smjör upp í tekjur sínar að sumrinu hjá gjaldanda, það sumar sem gjaldandanum ber að borga presti, er þá prestur ekki skyldur að taka smjörið eptir þess árs verðlagsskrá? Sv.: Jú 534. Tveir menn taka jörð til ábúðar og hafa sinn helminginn hvor. Eitt kúgildi fylgir jörðinní og annar ábúandinn tekur það til allra afnota með samþykki hins ábúandans og landsdrottins , ber honum ekki að hafa ábyrgðina á því og gjalda eptir það? Sv.: Jú. 535. Kona fer frá heimili sinu í A-hreppi, dvel- ur um tíma í S.-hreppi og elur þar barn. Nú hef- ur kona þessi þegið sveitarstyrk í S.-hreppi, yfir- setukona krefur um kaup sitt úr sveitarsjóði þar, on eiginmaður konunnar lýsir skriflcga yfir. að liann ætli að borga ynrsetukonukaupið. Er þá eigi hættulaust fyrir sveitarfjelagið að neita kröfu ynrsetukouuunai? Uppboðsauglýsing. þriðjudaginn hinn 15. þ. m. kl. 12 á hádegi verður uppboðsrjettur Kjósar- og Gullbringusýslu settur að Hraðastöðum í Mosfellssveit og þar seldar ýmislegar eigur tilheyrandi dánar- og fjelagsbúi Bjarna sál. Eiríkssonar og eptirlifandi ekkju hans Guðnýjar Ólaýsdóttur sama staðar, svo sem ýmisleg bús-áhöld, reipi, hey, 12 œr ?neð lömbum, 13 gemlingar, 6 sauðir 2-vetrir, 1 lambsgota, 1 hrútur 3-vetur, 5 hross, kvíga, griðungur og naut 2-veturt og annað fteira. Svo verða seld 7 hndr. í jörðinni Hraðastaðir. Söluskilmálar verða birtir ú uppboðs- staðnum. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 3. júlí Franz Siemsen. 1890. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn hinn 19. p. m. verður við opinbert uppboð að Króki d Kjalarnesi, sem byrjar kl. 1 e. hádegi, seldir ýmislegir fjdrmunir tilheyrandi búi ekkjunnar Guð- rúnar Asbjarnardóttur sama staðar, svo sem ýmisleg búsgö'gn, 25 kindur, 6 hross, kvíga 2 vetra og annað fleira. Svo verður einnig seld hálf jörðin Krókur með 1 kúgildi. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 3. júlí 1890. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og o. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla pd, scm til skulda relja í ddnarbúi þor- flutningsvagninum, hestum og eimlestarstjór- anum okkar, sem var dauður, og þá kom fyrst hljóðið úr gufupípunni eins og þunnt öl innan um ragnið og formælingarnar úr eim- lestarstjóranum, sem hann hafði látið út úr sjer þegar hann sá fyrst flutningsvagniun. Mannauminginn var dauður áður en hann gat heyrt formælingarnar úr sjálfum sjer. pá fórum við að reyna með ljósið, af því að við hjeldum, að það væri fijótara en hljóðið, og kveyktum svo bjart ljós, að hænsnin vöknuðu fram með brautinni, þegar við ókum fram hja, og hanarnir göluðu af því þeir hjeldu, að það væri kominn morgun. En hvað viljið þið hafa það betur! Gufu- vagninn var fljótari en ljósið; hann brunaði á- fram í niðamyrkri, en ljósið kom lallandi langt á eptir. Fólkið, sem bjó fram með brautinni, kvartaði yfir, að það fengi aldrei að sofa, og þá voru engin önnur ráð fyrir okkur en nota rafmagnsmálþráðinn og láta vita með honum þegar sást til okkar; og þó hefi jeg beyrt, að þegar eimvagniun hefir litla lest í eptirdragi, þá hafi hann 5 mínútnr fram úr rafmagns- straumnum á hverjum átta mílum, án þess jeg vilji þó staðhæfa að það sje satt«. —Englendingurinn var venju fremur orðfár það sem eptir var leiðarinnar. JRæningjarnir hjá Pæstum. Eptir P. P. þegar jeg kom til Neapel, komst jeg í kynni við enskan ferðamann, Longwood lávarð, er var fjörugur og skemmtilegur maður, ólíkt því brezkir aðalsmenn eiga annars að sjer. Bitt kvöld í rökkrinu sátum við á vegg- svölunum í Albergo de Boma og töluðum saman í mesta bróðerni. Sól var ný runnin til viðar, og í rökkrinu milli sólarlags og dag- seturs, sem er mjög stuttur tími, bljes sval- ur andvari upp frá sjónum. Að lítilli stundu liðinni skinu tunglið og stjörnurnar á blá- grænni himinhvelfingunni og geislar þeirra mynduðu gullnar súlur í firðinum, þar sem bárurnar iðuðu hægt og hægt áfram, og ru«g- uðu sjer eins og gáskafullir Ijósálfar yfir dimmbláu sjávardjúpinu ; en fiskibátar og skemmtibátar liðu fram hjá hingað og þang- að með þöndum seglum, eins og mjallahvítir svanir; fagrar söngraddir heyrðust utan af flóauum, og lagði óminn saman við hljóð- færasláttinn á landi upp. — Tungl og stjörn- ur skinu bráðum ennþá skærara yfir firðin- um; litlu eyjarnar Capri, Ischia og Procida hófust eins og tröllslegir skuggar upp úr gljá- andi sjávarfletinum; eldbjarma skaut allt 1 einu í lopt upp, upp úr reykjarstróknum, er stóð upp af tindinum á Vesúv og varp rauð- nm blæ á sjóinn; höfðu þesskonar smá- upp- þot verið í fjallinu allt sumarið. Tal okkar hafði borizt að stigamönnum, er áður höfðu veríð þeim ferðamönnum hættu- legur prándur í Götu, er ætluðu að ferðast í grennd við Neapel. Ljet jeg í ljósi, að þetta hefði gefið ferðamönnunum skáldlegri nýbreytni en nú ætti sjer stað, síðan herlið- ið hefði hreinsað svo vel til, að nú liti út

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.