Ísafold - 12.07.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (io^arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan julímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sjt tilotgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austwstrœti 8. XVII 56. Reykjavík, laugardaginn 12. júli 1890 Heiðraðir kaupendur ísafoldar áminnast um, að blaðið á að vera borgað fyrir miðjan júlímánuð. Gufuskipsfjelag Faxaflóa og Vestfjarða- Seint og dræmt ganga samskotin til þessa iyrirtækis, en þó nokkuð. En hvað er það, sem ekki gengur seint og dræmt hjer, í framfaraáttina, og er það nvi -ef það kostar f je til muna ? Enginn kippir sjer upp við það. Hitt er góðs viti, ef menn gjöra heldur að síga á, •eptir því sem lengra líður. Nú er rúmt ár síðan mál þetta komst á dagskrá. Allur fjöldi manna raeðal almenn- -ings var þá svo sem utan við alla umhugsun um þess konar og lítt fróður um það, hvert stór- tjón vjer bökum oss ár frá ári með því að notast við úrelt og óhafandi samgöngufæri. f>ví hugsunarleysi og þeirri fáfræði hefir nú árið verið notað til að reyna að eyða. Hafi það tekizt til góðrar hlítar, má segja, að ekki hafi verið unnið fyrir gýg. Fjelagsstjórnin hefir enn lengt frestinn til að ganga í fjelagið og greiða hlutafjeð nú til haustsins, til 31. okt. Enda stendur vel á því, að fjelagið geti tekið til starfa á næsta ári snemma, með því að við það ár er bundin aðalfjárveitingin í fjárlögunum síðustu (7000 kr.). Og úr því að nú er útsjeð um, að ís- firðingum bregðast enn þetta ár vonir um að fá gufubátsferðir hjá sjer innfjarða, þar sem gufubátur sá, er þangað var ætlaður, hefir að sögn reynzt ófær til að komast hingað til lands, þá eru allar líkur til að þeir muni heldur vilja fylla vorn fjelagsskap en treysta lengur öðrum útvegum. £>eir sem hafa því varið umliðnu ári til að hugsa mál þetta og ekki meir, ættu nú að nota hinn nýja frest, sumarið, — árgæzku- sumar, að vjer vonum alhr —, til að ályhta, álykta að ganga í fjelagið með þeim framlög- um, sem þeir sjá sjer fært, og framkvæma þa ályktun áður en haustið er liðið. f>ess skal getið, að kaupmaður L. Zöllner frá Newcastle ítrekaði hjer um daginn aptur hið stórmannlega loforð sitt um hlutdeild í fyrirtæki þessu (40,000 kr.J, ef á þyrfti að halda, og þó að þessi dráttur hafi orðið á að það kæmist á ¦fót. f>ann kost hefir annars drátturinn haft í för með sjer, að með því járn hefir lækkað stórum í verði síðan í fyrra og er enn að lækka, Ipá mun nu mega í vetur t. a. m. fá langt um betra verð á hinu fyrirhugaða skipi held- 'Ur en ef fyr hefði verið. Eins og menn hafa heyrt, gekk gufuskip Slimons (Magnetic) mikið vel tilraun þess að flytja vörur til Eyrarbakka. Eptir þá reynslu mun ekki hikað við að láta skip fjelagsins bæta þeirri höfn við í áætlun sinni, þó ekki sje nema fáeinar ferðir. |>að gæti orðið aust- ursýslunum, einkum Arnessýslu, stórmikið hagræði; enda er talsverð hreyfing í Arnes- ingum með að taka til muna þátt í fyrir- tækinu. Að niðurlagi skal hjer tekinn upp megin- kaflinn úr nýju ávarpi, er fjelagsstjórnin rit- aði og sendi út 1 f. mán.: ((Fjelagsstjórnin leyfir sjer enn að skora á almenning, að styrkja af alefli þetta nauð- synjafyrirtæki með því að gjörast hluthaf- endur. Hver hlutur er 100 kr., en vel geta margir verið saman um einn hlut. Greiðsl- unni má haga eins og héntast þykir og um semur við umboðsmenn vora, þó svo, að hlutarupphæðin sje að fullu greidd fyrir 31. okt. þ. á. Að öðru leyti vísum vjer í lög fjelagsins: um fyrirkomulag þess, skyldur og rjettindi fjelagsmanna o. s. frv., og boðsbrjef vort frá í fyrra sumar. jpar er og prentuð bráðabirgða-áætlun um íerðir skipsins. Er skipinu, sem ráðgjört er að verði um 200 smálestir, ætlað að fara 5 ferðir milli landa og 7 ferðir með ströndum fram að minnsta kosti, mestmegnis um vesturströnd landsins og innfjarða þar, frá Eeykjanesi að Horni á Hornströndum, og koma við í hverri ferð á allt að 10 stöðum við Faxaflóa, á 5—6 stöð- um við Breiðafjörð, á ölluin fjörðunum milli Breiðafjarðar og Isafjarðardjiíps, og a 6 stöð- um við Djúpið. fætta fyrirtæki er þýðingarmikil tilraun til að koma satngöngum vorum í það horf, sem tíðkast með siðuðum þjóðum. Lánist það og sá rekspölur haldist, sem þar með kemst á samgöngumál vor, hefir þjóðin þar með hrund- ið af sjer mjög þungu oki, þar er sem hið úrelta, afarkostnaðarsama, mjög erfiða og tímafreka fyrirkomulag á ferðalögum vorum og flutningum; en nýtt fjör og framkvæmd- ardugur færist í þjóðlíkamann, eins og dæmi annara þjóða sýna glöggt og greinilega. ,Margar hendur vinna ljett verk', og ,safn- ast þegar saman dregur'. Fjeð, sem til þess þarf, að koma fyrirtækinu á stofn, kring um 100,000 kr., er mikið fyrir fáa menn efnalitla, en lítilræði fyrir marga, fyrir margar þúsund- ir manna, sem caka cettu þátt í því og tekið geta þátt í því, ef viljinn er góður. Vjer leggjum margfalt meira fje á ári hverju í ýmislegt, sem oss horfir til lítils eða einskis gagns eða sóma. Látum eigi um oss spyrjast sá óvinafagn- aður, að fyrirtæki þetta nái eigi að komast á fót! Gufuskipaferðirnar byrja á öndverðu næsta ári (1891), ef nóg fje verður fengið til þess fyrir 31. okt. í haust». Gjaldkeri fjelagsins er, eins og kunnugt er, herra ageut Sigfús Eymundarson í Eeykjavík. En auk þess hefir fjelagsstjórnin umboðsmenn fyrir sig á helztu stöðum á hínu fyrirhugaða ferðasvæði skipsins, til að taka a móti hluta- loforðum og tillögum. Stanley og landaskiptin í Afríku- 1 útlendum frjettum í ísaf. ð. þ. m., frá frjettaritara blaðsins í Khöfn, er fám orðum getið um, að komizt hafi á nýlega samning- ur milli Breta og f>jóðverja um landhelgun og landeignir hvorra um sig í Afríku. Eru það mikil tíðiudi og góð, með því að þarmeð er á enda kljáð misklíð og fæð, sem spunn- izt hefir út af því máli milli þessara voldugu þjóða, en beztu vonir um happadrjúga ávexti eptirleiðis af friðsamlegum og bróðernislegum afskiptum þeirra merkilegu þjóða af «megin- landinu myrkva». Daginn eptir að sáttmálinn var orðinn heyrum kunnur á Englandi átti H. M. Stan- ley, hinn mikli frægðarmaður af ferðum sín- um í Afríku, miklum virktum og viðhöfn að fagna í Newcastle, sem öðrum meiri háttar borgum á Englandi og Skotlandi. Hann var gerður þar að heiðursborgara, á glæsilegum mannfundi afarfjölmennum. f>að var 20. f. mán. — Flutti hann þá merkilega ræðu og ljet þar hið bezta yfir því, hvert afrek Salis- bury lávarður, forsætisráðherra Bretadrotn- ingar, hefði unnið þjóð sinni til handa með samningi þessum. Sagði hann svo í niður- lagi ræðu sinnar, og benti á skrín það hið dýra ogafmikilli list gert, er heiðursborgara- skjal hans var í geymt, að þar sem borgar- menn hefðu gefið sjer slíkan grip, þá væri þeir raunar skyldir að gefa Salisbury lávarði annan slíkan tífalt stærri. «HeiIum her af landkaunendum og kristniboðum hefir verið um megn að afreka það sem Salisburry lá- varður hefir gert». «Fyrir tveimur sólarhrmgum hrakmælti jeg af allri orku og öllum mætti hinni ensku stjórn og Salisbury lávarði fyrir að leggja í sölurnar eða ætla að leggja í sölurnar 150,000 ferh. mílur enskar af enskri landareign (sama sem hjer um bil 7,000 ferh. mílur danskar). En í gær varð jeg eins frá mjer numinn eins og jeg ímynda mjer að nokkur yðar hafi get- að orðið. Jeg sá og heyrði, að yðar mikli og ágæti stjórnarforseti hafði með einum pennadrætti náð tangarhöldum eigi einungis á þessum 150,000 ferh.-mílum, heldur hálfri milj. ferh. mílna þar fram yfir» (nál. 23,000 ferh. mílum dönskum, alls 30,000 ferh. míl- um). Hann gerði því næst glöggva grein fjrir, !

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.