Ísafold - 12.07.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.07.1890, Blaðsíða 3
vart það, og dó af byltunni 2 dögum síðar, 7. þ. m. Hafði hesturinn fælzt undir hon- um, af því að taska eða poki, sem hann reiddi fyrir aptan sig, losnaði í annan end- ann og slóst við nárann; ærðist hesturinn og tróð ofan á manninn eptir að hann var af baki dottinn, svo hann meiddist til bana. Yar þetta rjett heima við túngarðinn á Gjá- húsum. í Beykjavík nýlega dáin háöldruð hjón Níels Eyjólfsson á Klöpp og Helga Jóns- dóttir, hún kominn yfir nírætt (f. 1. okt. 1799), hann rúmelga sjötugur. Höfðu búið á Klöpp, koti við Rvík, meira en 40 ár, barnlaus, en ólu upp mörg fósturbörn. Hún dó 2. júlí, hann ð. júlí. Þokkalegt hreiður- Meðal merkilegra sýnismuna, er Reykja- vík hefir upp á að bjóða ókunnugum til fróð- leiks og skemmtunar, er mannskepna ein, á- kaflega fáránleg. Kynnu menn nú hina forn- egypzku list, að búa svo um lík, að þau verði að steingjörfing og varðveitist þannig um aldur og æfi, meðan heimur stendur, þá væri sjálfsagt að gjöra slíkan grip úr manni þessum, þegar hann fellur frá, eins og hann er að öllu leyti, að búningnum ógleymdum. Mundi það þykja hinn mesti kjörgripur á hverju forngripasafni. Hann er lifandi forn- gripur. |>að er hann Sœfinnur gamli vatnsberi. oSæfinnur með sextdn skó sækir vatn og ber heim mó«, er staka, sem allir götustrákar í Reykjavík kunna og kyrja óspart; þeir læra hana á undan fræðunum. Bögustúfur þessi hefir, þó fáorður sje, í sjer geymda glöggvari mannlýsingu en stund- um felst i heilli rímu eða æfiminning. þ>að er talið skáldum til mikils ágætis, ef þeir geta auðkennt svo hlut eða mann eða hvað annað, er þeir ætla að lýsa, með einu lýsingarorði eða tveimur, að hann standi þar með »upp málaðum fyrir þeim sern les eða heyrir. það hefir hinn ókunni höfundur á- minnztrar bögu gert með þessu eina lýsing- aratriði: »með sextán skó«. Allir skilja undir eins, að þetta, að ganga á sextán skórn, getur ekki verið eitt einstakt auðkenni á manninum ; það er leiðarvísir að því nær ótal auðkennum öðrum. Enginn gengur með sextán skó á fótunum, hvern utan yfir öðrum, og svo með t. d. eina sokka, einar buxur, eina skyrtu, eina treyju o. s. frv. Nei, s§xtánföldum skófatn- aði fylgir að minnsta kosti áttfaldur annar fatnaður, eða þá alltjend rytjur af áttföldum fatnaði. Og þótt spjarirnar sjálfar sjeu ekki nema átta hver utan yfir annari, þá má sjálf- sagt tvöfalda þá tölu eða þrefalda, ef farið er að rekja ætt og uppruna hverrar flíkur fyrir sig. Ein úlpa er ef til vill samsteypa úr tíu öðrum, — úr tíu uppgjafaúlpum og uppgjafafrökkum og uppgjafatreyjum, af mönnum af öllum stjettum og ýmsum þjóð- um. Einn einasti vetlingsþumall er ef til vill skeyttur saman úr tuttugu þumalsgörm- um, af börnum og fullorðnum, og er sjálfur mestur garmurinn. Svona má tína upp all- an fatnaðinn. En hve ómælilegt djúp nýtni, samhalds- semi, sparsemi, nægjusemi býr undir þessum ytri auðkennum og allri þeirri framgöngu, er þeim fylgir! Sæfinnur á bæli, eða rjettara sagt hefir átt, í geymsluhúsklefagarmi á húsabaki við eitt hið mesta stórhýsi bæjarins. Klefagarmur þessi var raunar ekki annað en afþiljað hólf af smáhýsi, er naumast þykir kurteist að nefna fullum stöfum á prenti. Hann mun hafa átt þar heima full tuttugu ár eða vel það. Húsaleigu mun hann aldrei hafa greitt, enda aldrei verið krafinn um hana. f>ví það er og hefir verið hans aðal-lífsregla, fyr og siðar, að láta aldrei út einn eyri ó- neyddur, nema þá sjaldan að einhverjum óvandfýsnum fjeglæframanni hefir tekizt að fleka út úr honum skilding að láni, með tálloforðum um geypiháa vexti o. s. frv. Að hann hafi átt sjer þar bæli, er rjett að orði komizt, í hvaða merkingu sem það orð er tekið. Rúmið sitt hefir hann haft þar, ef rúm skyldi kalla haug af alls konar rusli, ekki fatnaði, heldur skrani, með skóbótum, torfusneplum og einhverjum tuskuræflum innan um, sem einhverntíma höfðu verið vaðmálspjötlur eða ljereptsræmur. Við ræningjabæli kynni einhver að hafa viljað líkja þessum óviðjafnanlega samastað, einhver ókunnugur, sem ekki vissi það, sem er, að Sæfinnur gamli er ráðvendnin sjálf. |>ó að hann hafi varla annað gjört í tóm- stundum sínurn í tuttugu ár, milli þess sem hann hefir verið að stunda sína löglegu at- vinnu —að sækja vatn—, en að viða að þessu heimkynni sínu, að draga í bælið, þá mun hver Reykvíkingur þora að fullyrða, að þar hafi aldrei komið ófrjáls hlutur inn fyr- ir dyr. Ormsbæli, í fornri merkingu, hefir hann verið, klefagarmurinn hjá náðhúsinu bak við Glasgow. Sæfinnur hefir legið þar á gulli, eins og Eofnir á Gnítaheiði. Bælið var opnað og haugurinn rofinn í fyrra dag. það var hlaði, mannhæðar hár og gildur faðmur á hvern veg, af allskonar rusli, er nöfnum tjáir að nefna, og sorpi, og lagði af megnan óþef, er við var hreift. Haugurinn á Bjarmalandi, er þeir brutu. Karl háleyski og þórir hundur, var svo gerð- ur, að þar var »hrært allt saman, gull ok silfr ok mold«. Haugur Sæfinns, er þeir rufu í fyrra dag, húskarlar eigandans að Glas- gow, var með líkum hætti. f>ar var hrært allt saman, götusorp og fjörurusl, fataræflar, flöskubrot og hvers konar ónýtt skran,— »oíc silfr ok gull.it þar voru 300 kr. rúmar í gjaldgengu silfri og gulli, þ. e. krónum og enskum pundum; og ótalin fúlga af ógjaldgengum, gömlum peningum: spesíum, ríkisdölum, ríkisortum, mörkum, skildingum o. s. frv. Peningabreyt- ingin fyrir 15 árum hefir farið fyrir ofan garð og neðan hjá Sæfinni, eins og aðrir söguviðburðir heimsins, eða þá að mauranátt- úran hefir orðið náminu ríkari og eigi leyft eigandanum að hleypa spesíunum út í dags- birtuna og ofan á skrifstofu landfógeta til þess að fá þeim skipt fyrir krónur. Peningarnir voru vafðir innan í brjef, hver peningur út af fyrir sig, brjefunum stundum potað niður í frálausa þumalgarma, og þuml- unum eða brjefunum aptur potað hingað og þangað innan um allt skranið og sorpið. Auk peninganna, ■—vatnspeninganna, vatns- burðarkaupsins í 20 ár—, og nokkurra hatt- ræfla og tómra flaskna var ekki nokkur hlut- ur sá í öllu hinu mikla safni, er metinn mundi tvíeyrings virði. Mörg hundruð skó- bætur, mörg hundruð flöskubrot, skeljabrot svo þúsundum skipti, mörg hundruð þumal- smokkar, hálfir og þaðan af minni, mörg hundruð ónýtar pjötlur,— það voru álitleg- ustu munirnir í safni Sæfinns, að fráskildum peningum, hattgörmunum og tómu flöskunum. Eigandinn stóð lengst af hljóður og hóg- vær yfir, meðan hervirkið var framið,—haug- urinn rofinn. Geðprýðinni hallar aldrei. En loks fór hann að gefa sig að vinnu með hin- um og tína,— tína saman hitt og þetta úr haugnum, er honum var sárast um, og reyna að forða því undan glötun þeirri, er hann sá fyrirhugaða þessum ávexti tuttugu ára elju og atorku í því að viða að sjer og safna. Einhverju smávegis var honum lofað að halda, sjer til hugfróunar; en annars var óllu hreiðrinu, þegar peningarnir voru úr tíndir, ekið til sjávar og fórnað Ægi. I stórborgum heimsins lifir fjöldi rnanna eingöngu á því, sem Sæfinnur hefir haft í Rœnin/}jarnir hjn Pœst.nm áður og jafnvel alvarleg. Lagði hún fingur- inn á munninn og benti mjer með því að þegja, og gekk síðan hvatlega á undan mjer, en jeg gekk á eptir henni óþolinmóður og forvitinn. Kom hún þar að, er hlið var höggvið í girðinguna, og var rammleg hurð fyrir hliðinu. Tók hún lykil upp r\r tösku sinni, lauk upp hliðinu og læsti því aptur á eptir okkur. Stóð þar múlasni fyrir utan bundinn við eik. »þ>jer verðið að flýja þegar í stað, herra lávarður# mælti hún. »Jeg veit, að það er eina ráðið mjer til bjargar«, svaraði jeg. »Jeg hefi heyrt móðurbróður þinn skipa prestinum að fara með brjef til Neapel, sem líf mitt er undir komið ; en þú, Brigitta, þú ert víst líka í þessum ræningjahóp? er ekki svo« ? »Jú, jeg er ræningjastúlka, og mjer hefur aldrei dottið í hug áður að aðvara nokkurn fanga, sem komið hefir verið með«, svaraði hún, og setti upp allt í einu þykkjusvip; »en yður vil jeg frelsa........jeg veit ekki vel af hverju það er, og jeg bið Maríu mey að hjálpa mjer .... Fylgið mjer, herra lá- varður, en farið hljótt og varlega; ef við i töluðum hátt, gætum við fengið byssuskot á eptir okkur«. Leysti hún síðan múlasnann og teymdi hann hægt á eptir sjer. Gengum við nú þegjandi upp úr gilinu. beygðum svo til hægri handar eptir skuggalegum fjallstíg, er lá í norðurátt. Komum við þá upp á dálitla sljettu ; þar nam hún staðar, stundi þungan og mælti: »Verið sælir, herra lávarður ; hin heilaga mey fylgi yður og hjálpi yður úr allri hættun. í sama bili greip hún utan um höfuð mjer með báðum höndum og þrýsti brennheitum kossi á varir mínar ; sá jeg, að henni vöknaði um augu. »En Brigitta, slíttu þig lausa úr þessum ræningjahóp og komdu með mjer ; nú er líf þitt ef til vill í veði«, mælti jeg ; og jeg segi yður það satt að mjer var heitt um hjarta- ræturnar. »það get jeg ekki, en kannske seinna . . . ekki núna«, mælti hún og gat varla komið upp orði, en brosti þó gegn um tárin. »Og til þess að þjer eigið víst að geta forðað yður, verð að skunda heim aptur og skjóta einu skoti; síðan segi jeg, að jeg hafi sjeð yður flýja suður í fjöllin og hafi skotið á eptir yður, en ekki vitað, hvort jeg hafi hitt; mun þá Cola Marino senda ræningjasveitina og fara með blóðhundana í þá átt. Flýtið yður nú ! Látið múlasnann ráða ferðinni sjálfan ; stígurinn liggur niður að bryggjusporðinum, °g ÞÍer komizt yfir ána á ferjunni, eruð þjer úr allri hættu«. * Síðan sneri hún við og skundaði hvatlega heimleiðis. Jeg stökk á bak, en múlasninn tók til fótanna niður stiginn, og þegar jeg leit aptur, þar sem krókur var á stígnum, sá jeg hvar hún stóð eun í sömu sporum og veifaði síðustu kveðjunni til mín. Nú er æfintýri mitt á enda. Jeg komst yfir á ferjunni slysalaust og var kominn til Eboli stundu síðar. Jeg sagði herforingjanum frá því, er mjer hafði að höndum borið; sendi hann öfluga sveit manna til að handsama stigamennina, en þeir voru auðvitað allir á burt«. »En hvað varð af Brigittu ?« »það veit jeg ekki, jeg hef engar sögur af henni síðan. Að eins vona jeg þess eins að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.