Ísafold - 19.07.1890, Side 1

Ísafold - 19.07.1890, Side 1
íCemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr,; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVII 58. Reykjavík, laugardaginn 19. júlí Hagur íslendinga í Vesturheimi. f>að liggur við að vera vandasamt, vísinda- legt úrlausnarefni, hvernig löndum vorum líð- ur í Ameríku, einkanlega í aðalheimkynnum þeirra, Manitoba og Dakota. Nógar eru að vísu frásagnirnar og vitnisburðirnir; en þar ■er hver vitnisburðurinn á móti öðrum, og það svo, að mestu furðu gegnir: annars vegar ákaft lof; hins vegar ákaft last. Að fylgja hinu gamla heilræði um meðalveg, leita sannleik- ans mitt á milli öfganna, er ekki svo hægt j Vegna þess, að hjer skilur meira á milli ■en of eða van ; það sem annar segir hvítt, segir hinn svart, og þvert á móti; vitn- in segja hvort annað—ekki ýkja, heldur blátt ■áfram Ijúga. Lofið hefir lengi vel mjög staf- að frá vesturfara-agentum, æðri sem lægri, beinlínis og óbeinlínis, og er engum láandi, þótt sá vitnisburður sje ekki talinn óyggjandi. Hví skyldi eigi þar eiga við reglan, að ómætt er vitni í sjálfs síns sök? Vesturferðamilli- gangan er þeirra atvinna og hún býsna arð- söm, þegar t. d. ein undirtylla, undir-agent, óbreyttur alþýðumaður, hefir —þó ekki sje nema eitt ár í bili— allgóð embættislaun upp úr því að ferðast um sveitir og »telja trú« fyrir mönnum, —trúna á Vesturheimssæluna— og fá þá til að »skrifa sig«. það er síður en svo, að þessir menn sjeu hóti óvandaðri eða samvizkuminni en aðrir heiðvirðir borgarar þessa þjóðfjelags ; sje það þeirra sannfæring, •að vesturfarar breyti heldur um til batnaðar en hitt, og þeim sje sjálfum um að kenna, ef önnur verður raunin á, þá eru þeir löglega afsakaðir; en því máli til styrkingar geta þeir nefnt mörg dæmi, áreiðanleg og óyggj- emdi; því getur enginn á móti borið. Lastið kemur bæði fram í brjefum vestan að —innan um lofbrjefin—, og í frásögum vesturfara, er horfið hafa hingað aptur heim til átthaganna. Frægastur þeirra hefir Sig- Urður heit. Gíslason verið, sá er lýsti Ame- ríkulífinu í Isaf. 1886. Bn Gísli Jónasson, sá er fyrirlesturinn hjelt hjer um daginn, þann er hermdur er í síðasta blaði, er hon- um langt um meiri. Hann fer vestur sem æztur veBturfarapostuli, fullur ofsalegar trúar á Vesturheimssæluna, vill jafnvellátaalla þjóðina Iiafa bústaðaskipti; en kemur vestan að apt- ur að ári liðnu gjörsamlega umsnúinn. Hefir enginn maður nítt Ameríkulífið neitt á borð við hann, eins og lesa má í síðasta blaði, og er þess þó ógetið þar, að hann var inntur eptir því vandlega, hvert eymdarhagur sá meðal landa vestra, er hann var að lýsa, væri almennur, því nær undantekningarlaus, og kvað hann skýlaust já við því; »það kynni að vera, að svo sem 1 af 50 hefði meira en almennilega ofan í sig«. (Mishermt er í skýrslunni eða ágripinu af fyrirlestrinum eitt atriði ómerkilegt: að Gottskálk hvalfangari hafi verið velmegandi hjer; það var hann aldrei. Að öðru leyti ljet Gísli sjálfur mjög vel yfir ágripinu, hve rjett það væri). J>að er nú áþreifanlegt, að maður þessi hefir fest auga því nær eingöngu á hinu lak- ari eða dekkri hlið Ameríku-lífsins. Svo mik- ið vitum vjer með vissu um hagi landa vestra, vitum það úr áreiðanlegri stað en frá vest- urfarapostulum og þeirra liði, að þar er margt íslenzkra manna, bæði í Winnipeg og ann- ars staðar, sem lýsing hans á alls ekki við. Lýsing hans getur eigi átt við nema nokkurn part hinnar íslenzku þjóðar fyrir vestan haf, og vonandi ekki nema lítinn part, svo ljót sem þessi lýsing er. Og hvað þennan part snertir, þá hefir hann auðsjáanlega gert sjer far um, að lýsa sem skýrast skuggahliðinni, en síður hinni. Stendur það að líkindum éinmitt í satnbandi við oftrú hans á Ameríku- sælunni, áður en hann fór vestur. þ>essari oftrú hlaut reynslan að kollvarpa; og með því örskammt er öfganna milli, þá hefir grernj- an yfir vonbrigðunum umhverft honum gjör- samlega og gjört hann blindan á báðum aug- um fyrir flestu öðru en því, er ábótavant var, en það er auðvitað mikið og margt. Landplágurnar, sem hann nefnir : ofsahiti á sumrum, ofsakuldi á vetrum, flugur og veggja- lýs, eru allar áður kunnar. þ>ær hafa vaxið honum mjög í augum. En hitt vita menn þó, bæði af frásögnum anuara vestanmanna og ánægju mjög margra landa með lífið þar, að menn venjast þessum landplágum svo, að þeir hætta að finna mikið til þeirra, eða þá að þeim tekst að verja sig fyrir þeim að nokkru leyti. Einn flokkur landa er það að minnsta kosti, sem áreiðanleg vissa er um að hefir þar ágætiskjör, eptir samhljóða vitnisburði þeirra, sem vel tala um Ameríku og illa. það eru vinnukonur. f>ær hafa geysihátt kaup og geta ávallt fengið nógar vistir. En vinnu hafa þær hins vegar víða meiri og erfiðari miklu en títt er um þjónustufólk hjer. þeir sem komast að verzlun, hafa og stöð- uga og góða atvinnu. Enn fremur dugandi iðnaðarmenn margir. Óbreyttir erfiðismenn hafa aptur stopula atvinnu, opt ekki nema hálft árið eða varla það, og eiga sjálfsagt mjög örðugt uppdráttar þess á milli þegar, þegar kaupið er þrotið,—lifa þá mesta ejmd- arlífi á stundum; en nógar skýrslur áreiðan- legar eru þó til um það, að stórum er það ýkt, sem Gísli þessi og hans nótar segja um, 4 1890. hvað kostnaðarsamt sje að lifa vestra, t. d. að þar sje ekki betri 1 dollar en 1 króna hjer. Líf bænda í nýlendunum er sjálfsagt mis- jafnt nokkuð, og sumra því líkt, sem Gísli lýsir. En hitt er víst, að þeim vegnar sum- um mikið vel, og mörgum bærilega. Um það ber hvorumtveggja saman, þeim sem lofa og þeim sem lasta Ameríkulífið, að þeim farnast opt lakast, er vestur kem- ur, sem hjer hafa verið vel megandi og átt góða daga. þeir fara óráðvíslega með pen- inga sína, þegar þar kemur, og vilja þar á ofan hafa sömu siði og hjer : ganga iðjulausir, eins og þeir halda að höfðingjar gjöri og mikilmenni. En það er raunar kostur á Ameríkulífinu en ekki löstur, að það kennir harðri hendi þann heilsusamlega lærdóm, að iðjuleysið er ófarsæld, bæði í eðli sínu og af- leiðingum, en iðjusemi og erfiði blessun, hvar sem er í heiminum. Óheilnæmið í Ameríkusótt manna hjer á landi er hugarburðurinn um það, sem þeir kalla sælu : að eiga góða daga og þurfa lítið fyrir að hafa. Sú sæla, ef sælu skyldi kalla, hlotnast efnalitlum mönnum hvorki hjer nje þar nje annarsstaðar í heiminum; þann sannleika þarf almenningur að nema og gjöra sjer hugfastan. pann ávöxt ber kynn- isför Gísla þessa Jónassonar og hans líka. |>að lítur út fyrir, að honum hafi þótt hann beiskur á bragðið. En hollur getur hann verið fyrir það, bæði sjálfum honum og öðr- um, er lesa sögu hans eða heyra, og er þá för hans engan veginn árangurslaus. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 7. júlí 1890. Norðurlönd. Sem til stóð bar fundum þeirra Vilhjálms keisara og konungs vors saman úti í Eyrarsundi 28. f. m., er hann sigldi með þrem skipum út á móti flota- fylgd gests síns. það er af gistingunni á Fred- ensborg stytzt að segja, að hjer fór allt með fögnuði og blíðu með hinu tigna fólki, en utan hirðar hezt horft á flest í þögn, þar sem eitthvað var til höfðingjanna að sjá, t. d. ferð þeirra til Friðriksborgar. Auðvitað er, að blöðin bættu hjer úr skák, sögðu frá kveðjum þeirr, föðmun og kossum, frá veizl- unum á Fredensborg, hvað þar var á borð borið, hvað fyrir minnum mælt og s. frv. Viðtökurnar í Kristjaníu með meira fagn- aðarháværi af fólksins hálfu, en um alúð og kurteisi Oskars konungs og annara konung- menna þarf ekki að tala. Orð líka haft á í blöðunum — og mun ýkjulaust —, að Nor- egskonungur sjálfur hafi notið gests síns að, því aldrei hafi fyr við komur hans verið svo glatt á hjalla í Kristjaníu, eða svo mikið um

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.