Ísafold - 19.07.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.07.1890, Blaðsíða 3
sölubúðirnar hólfaðar í sundur eptir vöruteg- um o. s. frv. , . Langmest kveður að húsabót þeirri, er H. Th. A. Thomsen kaupmaður hefir gert þetta ár: gert eitt hús upp úr sölubúð sinni og íbúð- arhúsi, svo stórt og fallegt, að það er veruleg bæjarprýði. það er 40 álna langt og meira en 20 álna breitt, og tvíloptað, með kjallara undir mestöllu husinu. Bru þannig í hus- inu 4 vistarverur hver upp yfir annari, en um 40 ’nerbergi alls 1 því. Búðirnar eru orðnar tvær, niðri, aðalbúðiu, sem áður var, og önnur minni, fyrir fatnað og vefnað ýmiss konar, ætluð mest fyrir kvenn- fólk; vita dyrnar út að Lækjartorgssundi, en á aðalbúðinni út að Hafnarstræti. Loptin bæði og kjallarinn mestallt hólfað sundur til vörugeymslu, sín vörutegund í hverju her- bergi, eins og tíðkast í stórum verzlunum annarstaðar, til mikils hægðarauka og þæg- inda fyrir kaupanda og seljanda, þar sem allt er í stöðugri röð og reglu. Eorsalur er í búðinni, sem nær alla leið upp úr í gegn, 14 álnir, með glerþaki yfir, og eru vörurnar teknar þar upp og dregnar upp á lopt, hið efra og neðra, hvað á sinn stað. — Húsið allt mun vera virt til brunabóta hátt upp í 50,000 kr. og er hin langdýrasta einstaks manns eign af húsum í bænum. Segja má, að þetta sje fyrir sjálfan sig gert. En það er jafnframt mikil framför og prýði fyrir bæinn að slíkum husakynnum, og eins ástæða til að veita slíku eptirtekt í við- urkenningar skyni, eins og því sem horfir í gagnstæða átt, svo sem t. d. þegar einhver voldugasti stórkaupmaður bæjarins — útlend- ur náttúrlega — prýðir helzta strætið með koltjörubikuðum skíðgarði, geysilöngum, af gisnu úrgangsborðarusli á hliðinni! Um Gladstone í »í>jóðólíi«- Af því verið er að skrifa sumt slúður um gamla Gladstone í pjóðólfi (í gær), finn jeg mjer skylt að leiðrjetta fáein orð. þ>ar stendur meðal annars : »Hann byrjaði þingmennskn sína sem apturhaldsmaður, og er það í raun og veru enn«. því verður ekki neitað, að hann var í tölu apturhaldstnanna fyrst er hann kom á þtng; en eptir því sem hann æfðist meir og meir og kynnti sjer hin pólitisku mál, varð hann einmitt forvígismaður frelsismanna. Haun getur því ekki verið enn í raun og veru apt- urhaldsmaður, eins og frjettaritari »þjóðó]fs« segir. þó tekur út yfir, þegar frjettaritarinn segir, »að hatin beri mikla virðingu fyrir lávörðum og konungdómú, og nefnir því til sönnunar það merkilega dæmi: að einu sinni var hann spurður í vitnaleiðslu fyrir rjetti, hvort hann væri vinur hertogans af Newcastle. Hann kvað svo vera, svo framarlega sem maður af svo lágum stigum (sem hann sjálfur) gæti tileinkað sjer svo mikinn heiður. það lítur ekki út fyrir að frjettaritarinn hafi skilið hið fína háð (sarcasm), sem lá í þessum orðum. Að Gladstone kaupi hatta og skirtur í dúsinum, til þess, að fá afslátt hjá kaup- mönnum, er svo hlægilegur hjegómi og eins og annað bæjarhjal, sem enginn menntaður maður hefir eptir. það má til að skrifa varlega og með greind og þekkingu, þegar farið er að lýsa þingskör- ungum Englands. Rvík 19. júlí 1890 þorl. Ó. Johnson. Hitt og þetta. Hafið þolinmæði, allt skal jeg gjalda yður- þessi otð voru ræðutexti hjá presti, sem allir vissu að var stórskuldugur helztu bændum og verzlunarmönnum í sókninni. þeim var mikil forvitni á að heyra, hveruig presti tækist með- f'erðin á þessu efni. Hann lagði mjög lengi út af þolinmæðinni, og sagðist prýðilega Siðan mælti hann: „þá kem jeg nú að síðara atriðinu í text- anum, er hljóðaði svo: allt skal jeg gjalda ybur\ en þvi ætla jeg að fresta þangað til síðar meir.“ * * * Tilkenningarlaus tannlækning. „Hvar á tannlæknirinn heima?“ — „þessi sem dregur út tennur tilkenniugarlaust?11— „Já“ — „Gangið þjer þarna lyrir hornið. þá ratið þjer. þjer heyrið hljóðin í þeim, sem hann á að lækna, hjer um bil 500 faðma.“ * * * Hann: „Haldið þjer að þjer mitnduð geta lát- ið yður litast á mig?“ Hún, feimin: ,,Ekki skal jeg fortaka það; en jeg er hrædd um, að það verði örðugra að kenna honum föður mínum það.“ * Hann: „Jeg elska yður svo heitt, svo ein- læglega, svo ákafiega, svo“ . . . Hún: „Hægið þjer á yður; heimanmundurinn minn er ekki nærri því svo mikill, að hann samsvari þessum ósköp- um“. * Jþ * Óvanur reiðmaður leigir sjer hest til skemmt- unar stund úr degi. Eigandinn vill, að hann borgi hestlánið fyrirfram. Hinn tekur það óstinnt upp og segir: „Eruð þjer hræddur um, að jeg muni ekki skila hestinum aptur?“ „Onei — nei“, svarar eigandinn; „en hitt er það, að hesturinn kynni að hafa það tii, að skila yöur ekki aptur“. * * Hin stytzta varnarræða, er sögur fara af. Dómarinn, sem þótti verjandi, N. málaflutnings- maður, vera eiga vanda til að vera heldur orðmargur segir við hann, áður en hann fjekk að taka til máls: „Jeg vildi biðja yður að vera stuttorður rj3tt í þetta sinn“. Málaflutningsmaöurinn stend- ur upp, ávarpar kviðdóminn og segir: „Mótpart- ur miun hefir rangt fyrir sjer; jeg hef á rjettu að standa; þið eruð hinir beztu dómarar, sem til eru“- þagnar síðan og sezt niður. Skjólstæðingur hans var sýknaður. n * s|e Stanley kann margar skrítlur frá ferðum sín- um um „meginlandið myrkva“. þessi er ein, og ekki sú lakasta. Hann sat einu sinni á tali við höfðingja af þjóðflokk einum, er hann hafði ving- azt við. Einn þeirra spyr hann þá, meðal annars, hvað margar konur hann (Stanley) eigi. Stanley svarar eins og var, að hanri eigi enga konu, í mesta grandleysi þá stendur allur þingheimur upp, skellir á lærin og kallar upp í einum rómr „Mikill snillingur er hann að ljúga!“ þeir dáðust svona hjartanlega að því, að hann skyldi geta sagt aðra eins haugalygi án þess að láta sjer stökkva bros. MISPEEISTAÐ i siðasta bl. íbúatalan á Helgo- land : 20 OOO f. 2,ooo. Styrktarsjóður W. Fischers. þeir sem vilja sækja um styrk úr þessum sjóði geta fengið sjer afhent prentuð eyðublöð til þess í verzlun Fischers í Eeykjavfk og Keflavík. Bónarbrjefin þurfa að vera komin til stjórnendanna (landshöfðingja og forstöðu- manns Fischers-verzlunar í Reykjavík) fyrir lok septembermáuaðar þ. á. Morfiiö. Svo lógðu þeir af stað með míg inn á skrifstofu brautar-forstöðumannsins. Á leiðmni þangað mættum við lögregluþjóni; hann hjelt á miða í hendinni, og var auð- sjáanlega á hraðri ferð. Lestin var farin af stað. »Stöðvið lestina — umsjónarmaður !« sagði lögregluþjónninn, másandi af mæði. »Hjeðan af er þaö ekki hægt«, svaraði um- sjónarmaðurinn. »Stöðvið hana — í öllum bænum — stöðvið hana. — Við erum að leita að bankagjald- keranunt frá K . . .; hann er strokinn, og hlýtur að hafa farið með hraðlestinni frá B . . . í nótt«. »þá er bezt fyrir yður, að senda málþráð- arskeyti til E . . ., því lestin kemur þar við«, sagði umsjónarmaðurinn. »Hver er þessi, sem þjer hafið tekið fastan?« spurði lögregluþjónninn. »Máske það sje gjaldkerinn frá K . . . þessi karl hefir framið morð á leiðinni hingað ; hann hefir ekki látið sjer nægja með peninga 'þá, sem hann hefir stolið, heldur hefir hann líka drepið förunaut sinn sjer til fjár«. Jeg mótmælti glæpum þeitn, er mjer voru bornir á brýn. Jeg sagði þeim nafn mitt, heimili og erindi mitt til Z . . ., en þeir gáfu því lítinn gaum. Lögregluþjónninn virti mig fyrir sjer með auðsýnilegri tortryggni. »Var vagninn, sem morðið var framið í, skilinn eptir hjerna ?« spurði hann svo. »Já; — og ljet undir eins loka klefanum, setn líkið er í, svo það skyldi vera ómaks- laust«, svaraði umsjónarmaðurinn. Lögregluþjónninn og umsjónarmaðurinn yfirgáfu mig, en skipuðu fyrst mönnutn, er við voru staddir, að hafa strangar gætur á mjer. þeir fóru að skoða líkið, og rannsaka vasa þess og farangur. Að stundu liðinni kotnu þeir aptur. Lögregluþjónninn kvaðst geta sagt mjer það 1 frjettum, að jeg væri gjaldkerinn frá K . . ., og — að jeg, og enginn annar, hefði framið morðið í vagnklefanum. Jeg sór og sárt við lagði, að jeg væri með öllu saklaus. | Svo hjeldum við af stað og komum inn í skrifstofuna. Farangur minn var sóttur og rannsakaður vandlega. það var leitað í vösum mínum og fötum, alveg inn að mjer berum. En ekkert fannst, sem gæti sakfellt mig á nokkurn hátt. þrátt fyrir það var jeg settur í gæzlu- varðhald. Klefi sá, setn mjer var snarað inn í, var bæði dimmur og þröngur. Jeg vissi varla, hvernig dagurinn leið, en svo kom nóttin. Jeg vakti alla nóttina, og það er sú lengsta nótt, sem jeg hefi lifað. Loksins kom þó morguninn. Hurðinni var hrundið upp, og lögregluþjónn kom inn til mín. Með honum komu tveir menn, er jeg þekkti þegar; það voru þeir Finkenberg, brautarforingi í D . . . og Steffens, bæjarfógeti í K . . . »Eruð þjer þetta ? — Hvernig stendur á því, að þjer eruð hjerna?« spurðu þeir báðir, og gátu varla varizt hlátri, þegar þeir sáu mig svona á mig kominn. Jeg sagði þeim það í fáum orðum. þeir leiddu mig út úr klefanum, og inn í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.