Ísafold - 23.07.1890, Síða 1

Ísafold - 23.07.1890, Síða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v:ð áramót, ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 59. Reykjavík. miðvikudaginn 23. júli ... JJU 1890. íslenzk bókfræði. Bibliographical Notices I og IV, eptir prófessor W. Fiske, Florens 18«6 og 1889. Flestir íslendingar munu hafa heyrt próf. Fiskes getið. og það að góðu. Hon- um var það þannig einna mest að þakka, að ísland fjekk svo miklar bókagjafir frá Vesturheimi á þjóðhátíðinni. Hann var ]ika heima á íslandi fyrir nokkrum árum, og bar þá öllum, sem komust í kynni við hann, saman um, að hann væri hið mesta ljúfmenni. Próf. Fiske hefir lagt stund á íslenzka tungu og norræn tungumál yfir höfuð, síðan hann var unglingur. þ>á var hann um tíma bæði í Danmörku og Svíþjóð og lærði þá bæði dönsku og sænsku, svo að hann gat ekki að eins skilið bæði málin og lesið, heidur einnig talað þau. þ>egar hann var í Kaupmannahöfn, nam hann líka íslenzku af íslenzkum stúdent- um og námsmönnum þar. Löngu seinna varð Fiske prófessor i Norðurlandamál- um við Cornell-háskóla í Vesturheimi, og fjekk hann þá aptur tækifæri til að gefa sig við norrænum bókmenntum, sem ávallt höfðu verið uppáhald hans, en einkum hafði hann þó tekið ástfóstri við íslenzk- ar bókmenntir og yfir höfuð ísland og íslendinga. f>eim, sem áttu tal við próf. Fiske á íslandi, mun vera það minnisstætt, að hann talaði íslenzku óvenjulega vel, eptir því sem um útlendinga er að gjöra. Hann hafði að vísu lært islenzku í ung- dæmi sínu, en svo höfðu mörg herrans ár liðið þannig, að hann hafði ekki sjeð nema einn eða tvo Islendinga. Nú er maður ekki lengi að gleyma að tala sitt eigið móðurmál, ef hann hvorki talar það nje les svo árum skiptir, hvað þá heldur út- lendu máli, sem maður hefur lært. Próf. Fiske hafði reyndar ekki talað íslenzku í mjög mörg ár, en á hinn bóginn hafði hann haldið þekkingu sinni á íslenzku við, og jafnvel aukið hana stórum, með því að lesa íslenzkar bækur. þ>ess vegna gat hann talað við íslendinga á íslandi þeirra eigið mál, og það furðanlega vel. Próf. Fiske hefir safnað að sjer islenzk- wm bókum og útlendum bókum um ís. land i mörg ár, jeg held svo tugum skipti Hann safnar öllum bókum, hverju nafni sem nefnast, smáum og stóruny merkilegum og ómerkilegum, bara et jþær eru islenzkar, eða snerta ísland að einhverju leyti. Bað er mikill munur á Bjarna og Jónasi og svo hinum örgustu íslenzku leirskáldum á hinn bóginn, en bókahyllurnar hjá próf. Fiske fara ekki i manngreinarálit. þ>ær taka jafnt á mótj bókunum, hvort sem höfundar þeirra voru snillingar eða bögubósar. Próf. Fiske safnar jafnvel markaskrám, lögum fjelaga, eyðublöðum, auðvirðilegustu eríi- ljóðum, gyllingum frá vesturfarapostulum og alls konar öðru rusli, setn kalla mætti moðið undan töðu bókmenntarna. Próf. Fiske hefur ekki sparað fje til að auka bó'kasafn sitt sem mest, og hefir verið sjer úti um íslenzkar bækur um allar trissur, ekki síður á þýzkalandi og Englandi, en íslandi og Danmörku, því það kemur einstöku sinnum fyrir, að þýzkir og enskir bókagyðingar (svo eru kaupmenn þeir nefndir, sem verzla með gamlar bækur) hafa hinar sjaldgæfustu íslenzku bækur á boðstólum. Auk þess segir það sig sjálft, að útlendar bækur og ritgjörðir um Island er helzt að fá, þar sem þær koma út, eða í útlöndum. Afleiðingin af elju og áhuga próf. Fiske's er sú, að hann á nú eitthvert hið stærsta safn af íslenzkum bókum og bókum um ísland, sem til er. Safn Landsbókasafnsins mun reyndar vera auðugra að íslenzkum bókum en safn Fiske's, en það er líka aðgætandi, að það er samsteypa úr mörgum söfnum, safni Jóns Sigurðssonar, Páls Pálssonar, stúdents og svo safni Stiptsbókasafnsins, þar sem próf. Fiske hefur einn smalað sínum bókum saman. Onnur bókasöfn mun ekki taka safni hans fram, að því er íslenzkar bækur snertir, og jafnvel ekki konglega bóksafnið í Kaupmanna- höfn, þó það eigi reyndar margar sjald- gæfar bækur, sem próf. Fiske vantar. Aptur mun safn hans af útlendum bók- um um ísland, ferðabókum, greinum úr tímaritum, (sem skipta þúsundum), úr- klippum úr dagblöðum o. s. frv. vera hið fullkomnasta safn, sem til er í heimi af þvi tagi. Próf. Fiske hefur lesið meira eða minna í öllum bókum sínum, eða þá að minnsta kosti blaðað í gegnum þær. þ>að má nærri geta, að hann hafi öðlazt við það mikinn fróðleik og margvíslegan, en þó einkum að því er biblíógrafíu snertir eða bókfræði, enda mun óhætt að fullyrða, að enginn íslendingur, sem nú lifir, standi honum á sporði í þeirri grein. íslendingum er annars mjög ósýnt um þessa fræði, og það jafnvel líka flestum „lærðum mönnum“. J>eir taka t. a. m. varla eptir þvi, ef þeim verður að líta i gamla bók, hvort t. a. m. „mínum“ er skrifað eins og nú tíðkast, eða „mijnum“; hvort skrifað er „þ>áll„ eða Páll (mannsnafnið) o. s. frv. f>eir taka ekki eptir bóka- hnútum, útflúruðum upphafsstöfum, tengi- orðum (svo kalla jeg orð þau eða at- kvæði, sem standa venjulega i gömlum bókum. neðst á hverri síðu til hægri handar, því þau eins og tengja siðu þessa við næstu síðu; — annars likar mjer ekki orðið) o. s. frv., sem er aðalatriðið i bókfræðinni, næst þvi að þekkja bæk- urnar sjálfar. J>etta allt hefur próf. Fiske athugað manna bezt, að því er snertir íslenzkar bækur. Próf. Fiske fjekk fyrir nokkrum árum tækifæri til, að láta nokkuð af bókfræð- isþekkingu sinni koma fyrir almennings- sjónir. 1885 kom út í London skrá yfir bækur, sem prentaðar voru á íslandi frá 1578—1880 og British Museum átti. Hún var eptir Th. W. Lidderdale nokkurn og allnákvæm. Ekki man jeg hve margar bækur eru taldar í skrá þessari í allt, en það er víst að þar eru nefndar 270 bæk- ur fyrir 1844, og á próf. Fiske þær nú allar saman, nema 28. Nú átti próf. Fiske margar íslenzkar bækur, sem ekki voru nefndar í skrá Brit. Mus. og lá því nærri, að gefa út skrá yfir þær, eða viðbótarskrá við skrá Brit. Mus. jpetta gjörði próf. Fiske 1886 og nefndi hann skrána Bibl. Not. I, því fleiri sams konar pjesar áttu að koma á eptir. Hjer telur próf. Fiske 139 bækur, sem hann á, en Brit. Mus. á ekki, og fer hann þó ekki lengra fram en til í844. £>að á.r eru takmörk, því þá var prentsmiðjan fiutt frá Viðey til Reykja- víkur, og auk þess segist próf. Fiske eiga svo margar íslenzkar bækur frá þeim tíma, sem ekki eru í skrá Brit. Mus., að það mundi verða allt of langt mál, að telja þær og lýsa þeim. Nú liðu tvö ár og komu út á meðan tvö hepti af Bibl. Not. f>au voru bæði um Francesco Petrarcha, því próf. Fiske safnar ekki síður hverju tangri og tötri sem snertir hann, en íslenzkum bókum. Vorið 1889 komu út Bibl. Not. IV og er það viðbótarskrá, bæði við skrá Brit. Mus. og Bibl. Not. I. J>ar eru líka taldar 139 bækur, prentaðar á íslandi frá því fyrsta til 1844, svo nú á próf. Fiske 410 bækur frá þessu tímabili. Bókaskrár þéssar eru mjög fróðlegar fyrir alla þá, sem unna íslenzkri bókfræði, enda er leitun á jafnmikilli vandvirkni og þær eru gerðar úr garði með. í formál- anum fyrir Bibl. Not. I. eru nokkrar at- hugasemdir um íslenzka bókfræði yfir höfuð, og skal eg geta um það helzta af þeim. Hjer um bil allar íslenzkar bækur frá tímabili því, sem um er að ræða, voru prentaðar með gotnesku letri, Latínuletur var fyrst á bókum þeim. sem prentaðar voru í Kaupmannahöfn, en varð ekki al- gengt á íslandi fyr en 1850. Bækur þær sem fyrst voru prentaðar á íslandi, höfðu hvorki reglulegt blaðsíðutal, nje blaðatal, en neðst á annarihvorri síðu var þó nokk- urs konar blaðatal. Á fremstu blaðsíðu í hverri örk stóð upphafsstafur, t. d. Á, á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.