Ísafold - 23.07.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.07.1890, Blaðsíða 2
‘234 frerari síðu á næsta blaði A ij eða A 2, á þriðja blaðinu A iij eða A 3 o. s. frv., Stundum aptur í eða aptur fyrir miðja örk, en stundum örkina út. Tengiorð voru við lýði fram að 1818. Svo kemur um helstu bönd, sem voru alltíð í gömlu prenti svo sem „u‘‘ fyrir „um“ og „z“ fyrir „et“ (og, á latínu). Svo kemur um rjettritunina. Á var stundum skrifað aa, en optast aa, sem í gotnesku letri var gefið til kynna með ay eða tvöföldu vaffi á hvolfi. aa tíðkaðist fram til 1816. í og ý voru prentuð ii eða ij, og ij þá opt í einum staf. O var prentað „00“ en ú „w“. A, í, ó, ú og ý fóru að tíðkast ept- ir að Hrappseyarprentsmiðjan var stofnuð 1773, en voru þó ekki hafðir eingöngu fyr en á dögum Viðeyarprentsmiðjunnar. og þá jafnvel ekki þegar um upphafs- stafi er að ræða. 0 var miklu tíðara en ö. í staðinn fyrir f eða ff var stundum haft sem gekk þó úr gildi fyrir miðja 18. öld. D táknaði bæði d og ð. Eð-ið kom fyrst með latínuletrinu. Upp- hafsþorn var optast nær táknað með upp- hafspjei. I og j voru gefin til kynna á sama hátt. Svo víkur próf Fiske máli sínu að ýmislegu skrauti, sem var fullt svo títt i þá daga sem nú. Bókahnútar, stórir og útfiúraðir upphafsstafir, myndir og rauðar línur á titilblöðunum, allt þetta var altítt. Stundum var útflúrsrammi um titilblaðið, en stundum um hverja einustu bls. í allri bókinni. Eptir 1743 var farið að prenta verð á bækurnar, fyrst í fiskum og álnum, svo í ríkisdölum og skilding- um. Prentstaðurinn var hjer um bil æfin- lega settur í datív, og opt með forsögn á undan t. d. „a Hoolum“, „i Skalhollte", en „Beitistödum“ og „Videyar Klaustri“. (Niðurl.). Ó. D. Inflúenza-sóttin. Póstar norðan og vestan segja hana komna um allar sveitir fyrir nokkru; sumstaðar í rjenun aptur, en fylgifisk hennar, lungna- bólguna, í algleymingi sínum ; en sumstaðar nýlega byrjaða, og eiga þá eptir flesta bæi, sem liggja fjarri þjóðbraut. Manndauða hefir hún ekki valdið miklum þar, vestanlanda eða norðan, þar sem fullreynt er, en það er ekki nema sumstaðar ; víða var hún ekki komin á það stig, að sjeð yrði, hvernig hún ætlaði að haga sjer. í Dölum sagt, að dáið hafa úr henni eða afleiðingum hennar 3—4 menn í sókn hverri eða þar um bil; þar var hún að miklu leyti um garð gengin, en margir lágu þar enn í lungnabólgu. í ísafjarðarsýslu gerði hún mikinn usla — vinnutjón — á stórum heimilum : lagði allt fólk í rúmið í einu lagi hjer um bil. A Laugahóli t. d., þar sem eru nál. 40 manns í heiinili, þar á meðal 10—12 vinnukonur, varð að fá kvennfólk af öðrum bæjum til að mjólka fjeð. í Vatnsfirði lá og allt fólk nema húsbóndinn sjálfur, síra Stefán prófast- ur. A Isafirði voru mörg hús þar sem eng- inn maður var á ferli. Enginn var dáinn þar úr sóttinni, nú fyrir 10 dögum, en ýrnsir lágu í lungnabólgu, sumir hætt. Hjer í Beykjavík má sóttin nú heita á þrotum; flestallir, sem legið hafa í lungna- bólgu, á batavegi. Langt er hún einnig komin hjer um nærsveitirnar, og óvíða valdið manntjóni, nema í Útskálaprestakalli; þar hafa dáið nær 20 manns úr henni eða afleið- ingum hennar og mun það vera um 13 af 1000. í Mosfellssveit hafa dáið 4—5. I Kálfabjarnarprestakalli viðlíka. Hjer um slóðir kom sóttin víðast nokkru fyrir slátt, en vestanlands og norðan víða ekki fyr en um og eptir sláttarbyrjun. En hvort sem heldur var, gat hún varla komið á óhentugri tíma árs hvað vinnubrögð snertir, nema rjett þar sem hún kom allra fyrst: ýmist ofan í kaupstaðarferðir og önnur ferða- lög til aðdrátta, eða um það leyti sem hey- vinna átti að byrja. þar sem hún hefir komið fyrir venjulega sláttarbyrjun, hefir hún numið viku eða meir framan af heyönnum, en tafið þær að þvf skapi og þaðan af meir þar sem sláttur var byrjaður áður en hún reið í garð. Algengast er, að menn sjeu verklausir sóttarinnar vegna viku til hálfsmánaðar, og margir þó lengur, 3 vikur eða meir; því máttleysi og þrekleysi fylgir henni lengi á eptir, þó að ekki sjeu menn rúmfastir nema fáa daga. Að sóttin virðist ætla að verða með ó- mannskæðara móti í þetta sinn, er eflaust með fram því að þakka, að vegna rækilegra viðvarana og leiðbeininga og mikils umtals um hana fyrir fram fara menn gætilega með sig en áður gerðist. þó eru margir, sem ekki hafa kringumstæður til að hlífa sjer, og sumir ekki lund til þess. Ekki mun nokkur maður hjer á landi, nema kannske allra-sprenglærðustu læknis- fræðingar, vera í minnsta vafa um það, að sótt þessi berist mann frá manni, eða sje næm, sem kallað er. En auðvitað eru slíkar skoðanir almennings í slíkum efnum ósköp »óvísindalegar«. Eitt »óvísindalegt« dæmi um sóttnæmið er það, sem nú skal greina. Hinn 21. f. mán. kom hingað frá Vestur- landi þilskipið nMatthildum, skipstjóri Jó- hannes T. Zoéga, eigendur G. Zoega & Go. Af því að inflúenza-sýkin var þá farin að ganga hjer, varð það að samkomulagi milli skipverja og eigenda, að enginn skipverjanna skyldi ganga á land nje hafa neinar sam- göngur við menn úr landi. Var þannig skipað upp úr skipinu og út í það aptur, að enginn maður úr landi fekk að koma upp á skipið og enginn hásetanna ofan í bátana og því 8Íður á land. Skipið var lagt upp í fjöru til að hreinsa það, en vörður var settur á með- an við skipið til að banna allar samgöngur. Skipið fór hjeðan aptur til Vesturlands hinn 24. f. mán. með alla skipshöfnina heilbrigða. Með vestanpósti, er kom hingað 19. þ. mán. komu þær frjettir af skipi þessu, að allir skipverjarnir hefðu verið heilbrigðir hinn 6. þ. mán. Er auðsjeð á því, að ekki hafa þeir sýkzt hjer. Við aðra fiskiskútu, »Njál«, eign Framnes- inga, var höfð sama aðferð, og er svo að sjá sem dugað hafi; skipið hefir ekki komið aptur, og ekki spurzt til neinnar veiki af því. Tilraun var gerð með að stía skipshöfnum á fleiri fiskiskútum, er hingað komu meðan sóttin stóð sem hæst, frá samgöngum við fólk á landi, en lánaðist ekki, sakir þverúðar, heimsku og hleypidóma skipverja ; enda voru þeir ekki lengi að sýkjast. Tíðarfar er og hefir verið lengi í sumar mjög blítt og hagstætt. fmrkar heldur miklir til skamms tíma, varla komið deigur dropi úr lopti í sumum hjeruðum landsins frá þvf um fardaga, að hretið gerði; hefir það hvort- tveggja, kuldinn þá og þurkarnir síðan, hnekkt mikið grasvexti, sem hefði að öðrum kosti orðið mesta fyrirtak, og er þó mjög góður eigi að síður í sumum sveitum. Bæði sakir veikindanna og seinnar grassprettu víða af þurkunum hefir sláttur eigi byrjað almennt fyr en í 11. viku sumars eða fullar 11 vikur af. Nú um síðustu helgi gerði hjer vætu, 2—3 daga, sem bætti talsvert grasvöxt. Verzlun. Eun er ekki kveðið upp úr með saltfisksverð hjer í höfuðstaðnum nje syðri kaupstöðunum við Faxaflóa, en búizt við 50 kr. almennt, enda er það verð fast orðið á Akranesi. A ísafirði var ekki komið verðlag á fisk, er póstur fór þaðan, fyrir 10 dögum; enda hafa kaupmenn þar mestallan aflann í höndum sjer áður, fyrir hina alræmdu blautfiskssölu, nema það sem hinir betri; bændur einkanlega geyma pöntunarfjelagi sínu, sem hafði fengið 2 skip með nanðsynja- vörur og átti að ferma þau aptur með fiski, nál. 2000 skippundum. Fiski-innlagning þar annars með minnsta móti sakir aflaleysis, í vetur og vor, eins og hjer syðra. Mannalát. Meðal þeirra, er dáið hafa af inflúenza eða afleiðingum hennar (lungna- bólgu) hjer nærlendis má nefna Arna bónda Grímsson á Bafnkelsstöðum í Rosmhvalanós- hreppi, góðan bónda og vel metinn, á 50. aldri ; Jón jborsteinsson, formann, í Flekku- vík, stjúpson Helga bónda þar, mesta efnismann; Bjarna Kláusson, bónda í Hamrahlíð í Mosfellssveit; og Jón f>órðar-. son bónda frá Úlfmannsfelli í sömu sveit. Skipstrand- Norskt timburskip, Amalie, rúmar 100 smálestir, skipstjóri Christensen, frá Mandal, strandaði — rak upp — í Höfn f Borgarfirði í fyrra dag, 21. þ. m. ; ætlaði að afferma þar pantaðan við, á leið af Akranesi upp á Brákarpoll. Skipið kvað hafa brotnað. svo, að engin er von um að við verði gert. Aukalæknir settur á Akranesi 9. þ. m. cand. med. & chir. Björu Ólafsson, sá er þjónaði Bangárvallalæknisdæmi í vetur. Oveitt brauð. Staðarbakki í Húna- vatnsprófastsdæmi, kr. 1312,59. Prestsekkja í brauðinu. Auglýst 28. júní. t Með norðanpósti frjettist f gær, að Finnbogi Bútur Magnússon, prestur á Húsa- vík, sje dáinn, af afleiðingum inflúenza- veikinnar. Telefón milli Hafnarfjarðar- og Reykjavíkur- staurarnir, sem eiga að halda málþræðinum uppi, eru komnir með timburskipi frá Norvegi til Hafnarfjarðar og var byrjað á að setja þá niður í gær, í Hafnarfjarðarhrauni. Helmingurinn verður lagður á land í Beykjavík og settir niður þaðan. Makaskipti á kirkjujörð- Kirkju- jörðin Höfði í Höfðasókn í Suður-f>ingeyja- sýslu samkvæmt konungsúrskurði 2. júní þ, á. látin í makaskiptum fyrir bændaeignina Grenivík í sömu sókn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.