Ísafold - 23.07.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.07.1890, Blaðsíða 4
236 þá myrkrið og refsingin stíga á fold, því allt hlýðir allsherjardómi. 2. Nú lítum það sæti sem áður var autt, en undrast ei þurfum hvað skeði því hjartað er stöðvað og holdið er dautt og hnígið að friðsælum beði; augað er lokað og andvöku breytt og eilífa hvíld tekur höfuð þreytt sem framtöku fótspora rjeði. 3. Gatan er enduð, þig gangan ei lýr, sem greiddir til hjúkrunar mengi víst gott er að deyja við góðan orðstír og geta vel unnið og lengi; vjer þökkum nú starf þitt, sem drýgt var af dáð; að dyggðanna takmarki þú hefir náð, það hrífur á hjartnanna strengi. 4. þá svifu að eyrum þjer saknaðar boð og sýndistu einmana vera, þú æðraðist ekki, því sterk var sú stoð, er styrkti þinn mótgang að bera, með þolgæði, stillingu og þreklyndi fyrst er þú hlauzt með stöðugri trú á Krist, sem huggar þá harmarnir skera. 5. f>ó standi hjer margir og stari á leið vjer stefnum offáir það rjetta, en göngum samt allir mót grimmlegum deyð, því gröfin er markið hið setta, og vinir og óvinir víkja á þann stað jafnt viljinn sem ljettúðin snúa þar að, vjer ættum að athuga þetta. 6. f>ó stríðum og vökum og störfum hvert ár, það stoðar lítt, aflið því rjenar, vjer hnígum og töpuro, þá hrynja vor tár er hlutfailið sorginni þjenar, en voninni ei sleppum, þó verkið sje smátt og vinirnir breytist og hverfi svo þrát-t, á herrann, sem hugrekki ljenar. 7. Nú kveðjum þig, Gunnhildur, góðfræga sprund, en gleymum ei minningu þinni, þú kvaddir oss áður, vjer munum það mund, þá margur laut hjálpsemi þinni, og vinirnir senda þjer saknaðar óð en samgleðjast einnig, þri varst þeim svo góð, heimfarin hinnsta’ ert í sinni. 8. Hann, sem þjer fylgdi um hverfleikans braut hugsar með viknandi sinni: Guði sje lof fyrir gott allt sem naut, eg gleðst nú af heimkomu þinni til friðarins húsa þar full eru laun þú fagnandi svífur úr mannlífsins raun. Jeg kveð þig að kærleikans minni. p. Jónsson. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skor- að á alla pá, er telja til skuldar í dánar- og fjelagsbúi hjónanna Níels Eyólfssonar og Helgu jónsdóttir frá Klöpp í Skugga- hverfi við Reykjavík, að Ijsa kröfum sín- um og sanna þcer fyrir shiptaráðanda i Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (þriðju) birtingu þessarar auglýsingar. fafnframt er skorað á erfingja nefndra hjóna að gefa sig fram og sanna erjða- rjett sinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík 16. júlí 1890. Halldór Daníelsson- Auglýsing. Mánudaginn hinn 14. p. m. rak af sjó í Miðneshreppi í Gullbringusýslu karlmannslík. Eptir skýrslu hluteigandi hreppstjóra var mað- urinn i sauðskinnsbrók. Iverufötin voru utast bœtt strigaföt; þar innan undir svört duggara- peysa og svartar bœttar buxuv, millumskyrta úr svartdropóttu Ijerepti; utanyfirsokka,r bláir að neðan en hvitir að ofan með blárri rönd merktír B. A. Maðurínn hefur verið stór vexti. peir, svm geta gefið upplýsingar um, hver þessi maður muni vera, eru beðnir að snúa sjer til mín sem fyrst. Skrifstofu Kjósar-O" Gullbringusýslu 17. júlí 1890. Franz Siemsen- Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja tíl skulda í dánarbúi Asmund- ar sál. porsteinssonar, er andaðist að Lœk í Leírársveit 16. maí p. á., að bera fram kröf- ur sínar og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu pessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra og Borgarfjatðarsýslu 7. júlí 1890. Sigurður f>órðarson. FJÁI11XLAIÍ.K búnaðarskólans á Hvanneyri er: sýlt h. og fjörður aptan, en hararað vinstra. Brm.: Hv. Sk. SÖÐLAE OG HNAKKAR, nýir og brúkaðir, til sölu. Sömuleiðis til leigu yfir lengri og styttri tíma, mót borgun fyrir fram, hjá Samúel Ólafssyni söðlasmið Vesturgötu 55. TIL SÖLU með mjög miklum afslætti ágæt- lega vandaður söðull. Ritstj. vísar á. Nýprentaður: íslenzkur kirkjurjettur eptir Jón Pjetursson háyfirdómara, 2. útg., 256 bls. 8vo. Pæst hjá höfundinum og kost- ar í kápu 3 kr. 50 aura. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 28. þ. m. verður við opin- bert uppboð seldur hœslbjóðendum bær og lausafje Guðrúnar heit. Ólafsdóttur í Aíels- húsum, sem andaðist þar 9. þ. m. Bærinn verður seldur með tilheyrandi lóð og kál- garði. Lausafjeð er einkum ýmislegur fatnaður og búsgögn. Ennfremur verða seldir sama dag um 150 tómir kassar. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. í Melshús- um og verður fram haldið í Glasgow. Söluskilmálar verða birtir við byrjun uppboðsins. Bæjarfógetinn í Reykjavik t J. júlim. 1890. Halldór Daníelsson. * JJrsmiöur Jh. j NGIMUNDARON BVR í /iÐALSTR. NR. 9.--yáLLS KONAR SEGERB URUM OQ KLUKKUjH PYRIR ÞÓKNUN. Á Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I_______2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl.' 12________2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söínunarsjóðurinn opinn t. mánud. 1 hvetjurn mánuði kl, 5—6 Veðurathugamr í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Júli Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt. ánóttu|um hád. fm. em. fm em. Ld. 19 + « + 11 759.5 759.5 S hv d 8 h d Sd. 20 + 9 +11 756.9 756.9 Sv hv d Sv hvd Md. 21 + & + H 749-3 759.5 Sv hv d V b h pd. 22 + o + 12 759-5 759.5 N v h b O b MvJ. 23 + 5 759-5 O b Bæði h. 19. og 20. var hjer talsverð úrkoma úr lopti og h. 21. hjeldust regnskúrir við og við, en svo birti upp aptur og varð sau-a fagra sumarveðiið og að undanlörnu. Ritstjón Björn Jónaeon, cand. phii. Prentsmiðja ítafoldar. brjef. Jeg hampaði brjefinu í hendinni og þefaði af því. — |>að var engin matarlykt af því, ekkert nema pappírslykt. 7eg braut upp brjefið og las þar, að í dag fimmtudag 11. júní 1885 ætti jeg að borða hjá Bitter lyfsala. Nú jæja! Hjá Bitter lyfsala. |>að er xnikið snotur maður, þessi Bitter. Reyndar hafði jeg komizt í orðakast við hann sama morguninn, af því hann hafði verið svo erfið- ur út af tekjuskattinum. Bitter er mikið fremur sparsamur maður, og eyðir ekki allri svínafeitinni 1 eldhúsinu, sem hann kaupir á árinu, heldur fyllir með henni alls konar lyfjakrukkur í lyfjabúðinni sinni. Nú jæja, jæja, það er bezt jeg reyni, í herrans nafni ■og fjörutíu ! jpegar klukkan var tólf, staulaðist jeg upp svarta riðið fyrir framan lyfjabúðina. A efsta þrepinu lá stór köttur og bljes, er hann sá mig, en lá þó kyr í sama stað. Eldhús- dyrnar voru opnar, og tók jeg því ofan og sagði: »Góðan daginn, frú Bitter !« Jeg sá að frúÍD stóð við pottana í eldhúsinu. *Æ !« æpti hún. »Er það herra Karl ? þjer ætlið víst að hitta manniun minn? Hann er niðri í lyfjabúðinni«. »það er rjett af honum«, svaraði jeg, »en í dag kýs jeg heldur fyrir mitt leyti matar- búrið en meðalabúrið#. »|>að er líka hollara«, svaraði konan skyn- samlega og sljettaði hrukkurnar á mjallahvítu eldhússvuntunni sinni með hendinni. »Einkanlega þegar önnur eins húsmóðir ræður þar ríkjum«, bætti jeg við. »Maður get.ur fengið beztu matarlyst af því, að sjá yður, þó ekki sje annað. Jeg segi yður það alveg satt, frú Bitter, að ekkert gullskraut og engin silkikjóll fer húsmóður eins vel og eldhússvuntan hennar. En fyrirgefið, má jeg spyrja hvað það er, sem blessuð frúin lætur í salatið. Ekki er það matarolía, vænti jeg ?« »Nei, maðurinn minn borðar salatið bara með línolíu«. »|>að er víst ekki gott!« sagði jeg. Frúiu fullyrti að það væri ágætt og dreifði ljósgulri olíunni yfir salatið. »Hafi maður vanið sig á línolíu, vill maður ekki hafa annað. Og þar að auki er það svo hollt fyrir brjóstiða. »þ>að getur vel verið«, mælti jeg alvöru- gefinn, »það getur vel verið; jeg trúi því vel. Línolía á að vera bezta olían; það hefi jeg ætíð heyrt. það hlýtur að vera mjög gott! En það er ósköp sjaldan, að hægt er að hafa hana ferska«. »Heyrið þjer nú! A jeg að segja yður nokkuð ?« sagði litla frúin og sneri að mjer andlitinu á sjer, sem var blóðrautt af hitan- um í eldhúsinu. »Ef þjer haldið, að við búum til salat með þrárri olíu, þá ætla jeg að ráðleggja yður að ganga úr skugga um, að svo er ekki, og borða einhvern tíma hjá okkur miðdegisverð«. »Bezta frú Bitter. Jeg geng að því«, sagði jeg. »Jeg borða hjá yður í dag«. í sama bili kom lyfsalinn upp riðið. Kötturinn lá þá kyr, en Bitter hvásaði. »Heyrðu, góði minn !« kallaði konan hans, »við erum ekki nema búin að fá bezta mið- degisgest í dag!« »Jeg vildi að fjandinn . . .« tautaði Bitter. »1 hvert skipti sem eitthvað er að gera, þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.