Ísafold - 26.07.1890, Page 1

Ísafold - 26.07.1890, Page 1
K.eraur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild neraa komin sjt til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVII 60. Reykjavík laugardaginn 26. júlí 1890. Gröndalskt frumhlaup og Vestur- heimsferðamálið- Gute Leute, schlechte Musikanten. Lengi hefir því verið viðbrugðið, hve illa mörgum góðum skáldum lætur að jafnaði að hugsa og rita um landsins gagn og nauðsynjar. |>að er eins og þeir viti varla neitt af tíma og rúmi þá fremur en þegar þeir eru að leika sjer á skáldlegu hugmyndaflugi. |>eir fara gandreið yfir láð og lög, út yfir tíma og rúm. f>eir fimbulfamba uppi í skýjunum um hluti, sem ekkert oiga skylt við loptfarir, andlegar nje líkamlegar. í flaslegu frumhlaupi í síðustu »Fj.konu« gegn ritstjóra Isaf. út af greininni um daginn um »hag Islendinga í Vesturheimi« talar Ben. Gröndal um útflutninga í þeim anda, sem hefir kannske þekkzt fyrir 100 árum eða meir, meðan útflutningar voru víðast svo sem rjett í byrjun. f>á kann að hafa þótt við eiga, að sporna með öllu móti við útflutningum, af föðurlandsást, eða umhyggju fyrir velferð landsins af þjóðhöfðingjanna hálfu. f>á kann sumum að hafa þótt sjálfsagður hlutur, að láta mannfrelsið, persónulegt frelsi, frelsi til að skipta um verustað, lúta í lægra haldi fyrir hagsmuuum lands þess, er manninn hefi alið, sönnum eða ímynduðum. Mann- frelsi var þá og yfir höfuð í litlum hávegum, haft víða. En sú öld er nú liðin fyrir margt löngu. Tilraunir til að klafabinda menu í sínu beru- rjóðri hafa um langan aldur verið metnar af skynberandi inönnum bæði bernska og ósvinua. Ekki þarf annað en líta á löggjöf- ina um útflutningsmál til þess að ganga úr skugga um, hve gjörsamlega allar ófrelsishug- myndir í þeim efnum eru jafnvel horfnar úr meðvitund manna. Aðalhugsun og tilgangur útflutningslöggjafar í siðuðum löndum er sá, ekki að aptra útflutningum, heldur að halda skjóls- og verndarhendi yfir útflytjendum með- an þeir eru að komast burt og í það ríki, þar sem þeir ætla að taka sjer bólfestu. Jafnvel hjer, á hala veraldar og það heldur aptarlega í lest siðaðra þjóða, var eigi fyr farið að brydda á verulegum og almennum hug á að leita sjer bólfestu fyrir vestan haf, en löggjafarvaldið bjó til slík verndarlög fyrir útfara; það var eitt hið fyrsta verk alþingis, er það hafði fengið löggjafarvald. Jafnvel menntunarminnstu alþýðumenn á þingi höfðu fylgt það með tímanum, að þeir vissu, að slíkt var sjálfsagður hlutur. En nú, hálfum mannsaldri eptir það, held- ur Ben. Gröndal, hámenntaður maður og lærður, fram þeirri kenningu, að það sje hei- lög skylda við fósturjörð sína, að aptra með öllu móti xitflutningum. Meðal annars eiga blaðamenn að standa í móti þeim með odd og egg, af þeim drengilegu hvötum, að miklir útflutningar fækka kaupendum fyrir þeim! »Eg hefði þó ætlað, að blaðamennirnir, sem ætla sjer að vera ieiðtogar þjóðarinnar, ættu að sjáþað, að kaupendum þeirra mundi fækka, ef útflutningsstraumurinn heldur svona áfram«. þ>etta eru orð Gröndals. Leiðin til þess að koma fram þessum göf- ugmannlega tilgangi er meðal annars sú, eptir hugsun Gröndals, að varast að bera vistinni í hinum nýja heimi nokkurn tíma öðruvísi en illa söguna, hvort sem mað- ur veit betur eða ekki. Erumhlaupið gegn ricstjóra lsafoldar stafar af því, að hann hafði talið sjer skylt, saunleikans vegna, að beuda á einstrengingsskap þann, er kom fram í fyrirlestri Gísla -Tónassonar um Ameríku um daginn, — benda á, að þar væri hjer um bil eingöngu lýst hinni lakari hliðinni á Ame- ríkulífinu og það með heldur svæsnum orð- um. í ritstjórnargreininni í ísaf. 19. þ. m. voru eigi bornar neinar brigður á lýsing Gísla á landplágunum, hinum almennu ó- kostum á landi því, er landar hafa flestir valið sjer til bólfestu vestra, þótt ganga megi að því vísu, að hann hafi gjört eins mikið úr þeim eins og hann gat. f>ar var að eins bent lauslega á það, sem flestir vita nú orðið og ekki stoðar að rengja, að að líf landa í Ameríku er ekki eintóm eymd og volæði, ekki eintómur skrælingjaháttur, held- ur hitt, að þeir lifa sumir góðu lífi að mörgu leyti, jafnvei heilar stjettir manna. f>ar var ekki talað einu orði í þá átt, að Ameríkulíf landa væri að öllu samanlögðu eins gott, hvað þá heldur betra en hjer gerist á Islandi. Síður en svo. Aherzlan var mest lögð á það, á þann heilsusamlega sannleika, að bærileg líðan sje undir iðjusemi og erfiði komin eigi síður þar en hjer, eða ef til vill þar en hjer öllu fremur. Með sinni vanalegu freistni til öfga og of- sjóna gjörir Gröndal úr þessu eiutómt lof um Ameríkulífið, — »til að þóknast Ameríkublöð- unum og vinunum« ! Honum og öðrum mun efiaust gefast kost- ur á að sjá, hvað mikið það lof muni verða metið vestra, sem sagt er í ísaf. 19. þ. m. um hag landa þar. Fyrst hann langaði til að ritstj. ísafoldar fengi skammir fyrir það, þá var honum alveg óhætt að bíða eptir vestanblöðunum í því skyni, og þurfti ekki að ómaka sig og leggja lag sitt við »Fj.kon- una« til þess. Hann, sem sýnist vera svo þefvís á það, sem vitum þess málgagns er þægi- legt, — óþokkabrigzl og -getsakir um þá, sem því er illa við —, mun fara nærri um það, að Ameríkublöðunum muni þykja nokkuð htið lofdýrðarbragð að áminnztum ummælum Isafoldar. Eða þá, ef hann heldur að greiain sú, frá 19. þ. m., beri ekki þanu eptiræskta ávöxt, þá er ekki örvænt um, að hin ræki- lega skýrsla ísafoldar um fyrirlestur Gísla, sem ekki var neitt mótmælt eða dregið úr í þvi sama blaði, sem hún kom út í, kunni að innvinna ísafold drjúgan skammt af skömmum vestra ; vestanmenn fá hana mán- uð á undan hinni — póstferðum hagaði þann- > og bafa þvi góðan tima til að umbuna hana. Afskipti blaða af útflutningsmálum eiga að fara í sömu átt og afskipti löggjafarvalds- ins: að reyna að vernda menn eða kenna þeim að vernda sig sjálfir fyrir ýmsum háskasemdum, er þeim eru búnar, en Iáta þá að öðru leyti alveg hlutlausa og sjálfráða um sína hagi og ráðabreyCni. Eitt hið helzta, sem þarf að kenna þeim að varast, eru gyllingar og veiðibrellur þeirra, sem ein- hverra hluta vegna er áhugamál að fá menn út í þennan vistferlastraum í aðrar heimsálf- ur, hvort sem þeim er það fyrir góðu eða ekki. það hefir ísafold gert rækilegar en nokkurt annað blað hjer á landi; það gjörir hún enn og mun gjöra eptirleiðis, allt eptir beztu vitund, en aldrei móti betri vitund. Blaðið hefir gert það ineð því, að láta þá, sem reynt hafa lífið í Ameríku, lýsa því fyrir almenningi hjer, bæði í brjefum þaðan og öðru vísi. það hefir verið og er enn vantrú- að bæði á glæsilegar lýsingar vesturfarapost- ula hjer og yfirlætismál blaðanna vestra, sem hafa löngum borið mjög keim af kappsfullu meðhaldimeð lífinu ogvistinni þar, ásamtmegn- um hnjóð og lastmælum um sína fornu fóst- urjörð. Lýsingar þær, er ísafold hafa borizt, hafa nær eingöngu farið í gagnstæða átt og vegið kappsamlega upp á móti gyllingunum og guminu, — af því almenningur hefir vitað, að það var ómeingaður vitnisburður manna, sem vissu eða áttu að vita, hvað þeir fóru með, og skiptu sjer ekki af, hvert nokkrum líkaði betur eða ver. Mest hefir eðlilega þótt að marka vitnisburði þeirra vesturfara, er horfið hafa hingað aptur vestan að, eptir lengri eða skemmri reynslutíma þar. f>á má kryfja vandlega um allt, sem mann fýsir að vita og þeir geta úr leyst. f>eim hefir fjölgað mikið nú upp á síðkastið, og hefir því gefizt kostur á, að vega þeirra vitnisburð hvern á móti öðrum, þar sem þeim ber ekki saman. Eitstjóri ísafoldar álítur

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.