Ísafold - 30.07.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.07.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins {104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v)ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austwrstrœti 8. XVII 61. Reykjavik, miðvikudaginn 30. júlí 1890. Gröndal og útflutningamálið. Á svari Gröndals i »Fj.konunni« í gær er ■sáralítið að græða annað en það, að honum hefir, eins og við var að búast um jafn-fljót- geðja mann og ólangrækinn, bráðlega runnið reiðin, sem hleypti honum ófyrirsynju af stað um daginn. Að öðru leyti er hann eins og fuglinn fljúgandi út um alla heirna og geima, meíra eða minna utan við umtalsefnið, og staðfestir þar með ótilkvaddur gandreiðar-sam- líking Isafoldar síðast. þáð er of mikil viðkvæmni, að mega ekki heyra minnzt á að maður sje skáld, öðru vísi en að undirskilja brigzl um heimsku, eða að skáldskapur sje = vitleysa, og þar fram eptir götunum. það er allt annað að vilja láta skáldskapinn hafa sitt afmarkaða svið, og hleypa honum ekki þar að, sem hann á ekki heima og gjörir ekki nema illt eitt; hann getur verið jafngóður fyrir því á sínum stað og stundu. Tillögur um velferðarmál lands og lýðs stoðar eigi að byggja á skáldýkjum eða skáldlegum hugarburði og tilfinningum. Hitt er og eigi síður einber ímyndunarreyk- nr, að sönn föðurlandsást þurfi endilega að lýsa sjer í því, að vilja neyta allra bragða, leyfilegra og óleyfilegra, til að aptra mönn- um frá að yfirgefa land sitt og leita sjer bólfestu þar sem þá fýsir. jpað getur vel staðið svo á, jafnvel þar sem fremur er fátt um fólk heldur en hitt, að enginn óhagur sje að útflutningum fyrir landið, sem við er skil- ið ; og pó að óhagur sje að þeim, þá stoðar ekki að ætla sjer að aptra þeim með óhæfi- legum ráðum, svo sem ýkjum eða ósannind- um, brigzlum og hótunum. þ>að er hvort tveggja: ósæmilegt og óhyggilegt. þ>að er ó- hyggil^gt vegna þess, að sannleikurinn kem- ur í ljós á sínum tíma, og er þá unnið fyrir gýg. Að vilja gjöra sig að landsins mesta föðurlandsvin eða jafnvel píslarvott föðurlands- ástarinnar fyrir það, að hafa haldið fram vægðarlausri fordæmingu á vistinni fyrir vest- ■an haf og mega aldrei heyra annað en illt talað um alla útflutninga, það er eitthvað svipað því, að láta skáldagrillur fara með sig í gönur. Annaðhvort er það misminni eða skálda- leyfi, er hann tjáir ritstjóra Isaf. hafa gefið út vesturfarapjesa hans tvo fyrir 2—3 árum. |>eir voru prentaðir báðir í ísafoldarprent- smiðju, en það er ekki sama og »að gefa út«. Fyrri bæklingurinn var prentaður á kostnað ónefnds þriðja manns, svo sem kunnugt er af málaferlum þeim, er risu út af honum. Síðara ritið var að vísu prentað án þess, að Iiöfundinum eða öðrum væri gerður sjerstak- ur reikningur fyrir kostnaðinum. Hann var prentaður fyrir tilmæli höfundarins, af göml- um og góðum kunningsskap við hann, og þó raunar án þess að þar væri neinni gjöf til að dreifa honum til handa. meðal annars vegna ýmsra eldri viðskipta þeirra, hans og prentsmiðjueigandans. En þó svo væri, að þetta gæti heitið að »gefa« ritið »út«, þá ligg- ur hitt í augutn uppi og er hverjum manni kunnugt, að það er sitt hvað, að gefa eitt- hvað út og að vera hverju orði samdóma, sem þar er ritað. Bæði ritin komu fram eins og málfærslumanns-»innlegg«, frá manni, sem alþekktur var að því áður, að vera mjög mót- falliun útflutningum ; þar var ekkert um að villast, enda stóð meðmælendum útflutning- anna næst að svara þeim. Frásögn Gísla Jónassonar þar á móti átti að vera óhlutdræg lýsing á Ameríkulífinu, eptir sjónarvott. þarf því alls engin skoðunarbreyting að valda þvf, þótt henni sje mótmælt að sumu leyti, en hin ritin látin hlutlaus. |>að eru að minnsta kosti æðimun meiri veðrabrigði, að hafa lýst blað, »Fj.konuna«, óhafandi í siðaðra manna hrrsum, og fara svo að setja hól upp á það, þó að það vitanlega sje »sama tóbakið« enn. Auð- vitað er hólið ekki annað en »meðlag« með greinunum móti Isafold, svona rjett í svip. Óvanalegt er í íslenzku, að »þjóðhöfðingjar« þýði sama sem »embættismenn«. I greininni í Isafold síðast var það haft í sömu merk- ingu sem þjóðdrottnar, eins og auðsjeð er á sambandinu, þar sem talað er um þann tíma, er þingstjórn var ókunn í flestum löndum. En sá misskilningur virðist líka sprottinn af því helzt, að höf. hefir langað til að koma að athugasemd sinni um embættismennina, þ. e. að hann standi ekki í neinu sambandi við þá um afskipti sín af útflutningum; og er vissulega óhætt að trúa því og óþarft að rengja það í minnsta máta. Enginn þarf að efa það, að tilgangurinn er ekki nema góður hjá Gröndal, er hann tekur svo hart á útflutningum, sem hann gjörir, og álítur það ganga landráðum næst, að láta nokkurs ófreistað, er þeir megi aptra eða af- stýra. En lítil verður samkvæmnin í því og að telja almenningi trú um í sömu andránni, að ekki sje til neins að vera að ræða og rita um, að láta sjer fara fram, — að þjóðin eigi að kosta kapps um, að taka sjer fram í öllum greinum. |>að er sama sem að vilja láta hana leggja árar í bát. En von- andi á sú skoðun ekki djúpar rætur. Höf- undurinn er enn svo ungur í anda, þótt hnig- inn sje á efra aldur, að hún getur ekki verið honum skaprætt. Gæti hann nú sanzast á það, að gegndar- laust níð um Ameríkulífið er einu sinni ehki snjallasta ráðið til að draga úr útflutningunum, hvað sem öðru líður, þá væri þetta orðakast, sem vel fer á að endi í vinsemd og bróðerni, ekki árangurslaust. Bitstj. »Fj.kon.« hefir þurft að klína aptan við grein Gröndals klausu-ómynd frá sjálfum sjer, sem nærn má geta, hver uppbygging muni að. það er fyrst tilraun til að hártoga eina eða tvær setningar í Isafold um daginn, svo am- lóðaleg, að hvert mannsbarn sjer, af hvílík- um vanmætti það er gjört. Síðan tekur hann sig til og læst fara að taka svari þeirra Sigm. Guðmundssonar og Sigfúsar Eymunds- sonar, útflutninga-agenta, einkutn Sigfúsar, gegn einhverjum árásum, er ísafold hafi veitt þeim. Auðvitað eru þessar árásir ekki ann- að en góðgjarnlegur (!) heilaspuni hans, enda mundu þeir herrar hvorugur þurfa hans varn- ar við eða hirða um hana, þótt þeir væri á- reittir. Skoplegast er það, er hann fer að gefa hr. Sigf. Eymundssyni vottorð um það að hann sje xgjörsamlega laus við að hvetja menn til vesturferða*, ótilkvaddur og upp úr þurru, þar sem ísafold hefir ekki borið við að bregða honum um það, og þar sem ritstj. »Fj.kon.« hins vegar mundi ekkert geta um það borið, sem lið væri í, ef á þyrfti að halda, hvorki til nje frá, enda óvíst, hver slægur hlutaðeigendum sjálfum mundi þykja í hans »sálusorgara-attestum«. íslenzk bókfræði. Bibliographical Notices I og IV, eptir prófessor W. Fiske, Florens 1886 og 1889. (Niðurl.). f>ar sem próf. Fiske getur um ritsöfn eða tímarit, nefnir hann hið helzta af innihaldi þeirra. Slíkt á sjer þannig stað með Islandske Maanedstidender og Klausturpóstinn. J>etta hefur reyndar litla þýðingu fyrir íslendinga, en er fróð- legt íyrir útlendinga. Sumstaðar hefir próf. Fiske komizt að rjettari niðurstöðu um ýmislegt en þeir sem hafa ritað um sama efni á undan honum. Jón Sigurðsson vildi þannig láta rimbrot, sem er til á kónglega bókasafn- inu í Kmh., vera frá 1576, því Finnur biskup og Hálfdán Einarsson nefna rím frá því ári, en Fiske sýnir fram á, að það sje að eins brot úr ríminu frá 1597. í „Sálmar og kvæði“ eptir Hallgrím prest Pjetursson (Rkv, 1887 eru taldar upp útgáfur af Passiusálmunum. J>ar hefur gleymzt ein, sem próf. Fiske færir til (í Sálmabókinni Hólum 1748), svo útgáfur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.