Ísafold - 30.07.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.07.1890, Blaðsíða 2
af Passíusálmunum eru einni fleiri en þar Segir. Surnstaðar hefir hann líka fært til nýjar útgáfur, eða útgáfur, sem þeir höfðu ekki getið um, sem áður höfðu ritað um sama efni o. s. frv. f>að má enn telja kost við skrár próf. Fiskes, að hann lýsir bókunum, þó þær sjeu ekki alveg heilar, því við það hafa þær orðið mun fjölskrúðugri. þ>ar sem titilblöð vantaði á exemplör hans, hefir hann látið skrifa þau upp stafrjett, eptir heilum exemplörum, þar sem föng voru á, svo titlarnir eru eins nákvæmir í skrán- um og exemplör próf. Fiskes væru heil. Annars má geta þess, að flestir útlend- ingar, sem safna bókum, eru mjög vandir að því, að exemplörin sjeu góð. þ»eir vilja margir hverjir ekki sjá bækur nema þær sjeu tárhreinar og alveg heilar. | að má ekki einu sinni vera límdur á þær einn einasti snepill. f>eir láta eitt ganga yfir íslenzkar bækur og útlendar, því þeir gæta ekki að því, fyrst og fremst hve lítið var lagt upp af íslenzkum bók- um í gamla daga, og þar næst, hve mikill raki er í flestum íslenzkum bæjum, en hann er eitur fyrir bækurnar. Yfir höfuð að tala er mjög sjaldgæft, að fá verulega góð exemplör af gömium islcnzkum bókum, en próf. Fiske þekkir svo vel til íslenzkra bóka, að hann lætur ekki á sig fá, þó exemplörin sjeu ekki sem allra bezt. Flann hefði líka verið lengi að draga saman 410 bækur, fram til 1844, hefði hann ekki tekið nema ágætis- exemplör. Til fróðleiks skal jeg geta hjer um þær íslenzkar bækur, sem optast hafa komið út, eptir því sem próf. Fiske segir. Passiusálmar j8 sinnum, 1. útg. 1660. Grallarinn 19 — - — !594- Hugvekjusálmar síra Sig- urðar Jónssonar i4sinnum - — 1652. Sálmabók Magn. Steph. og Geirs biskups 13 sinn- um ....................- — 1801. Vídalínspostilla 13 sinnum - — 1718—20, Hallgrímskver i2sinnum- — G55- Upprisusálmar Steins biskups 11 sinnum . . - — 1726. Gerhardi hugvekjur 9 sinnum.................- — 1634- Biblían hefir komið út 8 sinnum í heilu lagi og Nýja testamentið lika 8 sinnum, en hvorttveggja hefir verið gefið tvisvar út í Kaupmannahöfn og Nýja testamentið einu sinni í Hróarskeldu (fyrsta bók, sem nú er til prentuð á islenzku máli, 1540) en biblían í Lundúnum. þ>að má nærri geta, að próf. Fiske eigi margar sjaldgæfar bækur íslenzkar og skal jeg nefna nokkrar. Annars má strax taka það fram, að allar íslenzkar bækur frá 17. öld eru meira og minna sjald- gæfar. Frá 16. öld á próf. Fiske 7 bækur. Flzt er Jónsbók, Hólum 1578. Próf. Fiske keypti hana suður á f>ýzkalandi fyrir ærið fje. Exemplar þetta var fyrst í eigu Friðriks II. Danakonungs og eru fanga- mörk hans og drottningar hans á spjöld- unum, sitt hvoru megin. fegar Friðrik konungur var dáinn, eignaðist Jóhann Bocholt, höfuðsmaður á íslandi, bókina, 1630 var hún í eigu þýzks lögfræðings. 1659 var hún i bókasafni Benidikts- klausturs nokkurs í Schwaben. I.oksins lenti hún í bókasafni konungsins af Wúrtemberg og þaðan var hún seld. nokkru áður en próf. Fiske náði í hana. Súmmaria á hann öll (I—III. Núpufelli 1589 og 91, Hólum 1602). Af Grallar- anum á hann 1. og 2. útgáfu og víst reyndar flestar útgáfur af honum. Hann á sálmabókina 1619, 2. útgáfu af hinni fyrstu íslenzku sálmabók, og Syndakeðj una 1609, sem er nauða sjaldgæfur pjesi. Af Passíusálmunum á hann 1. og 2. út- gáfu og vantar að eins 10 af þessum 38. Hann á alla smápjesana frá Skálholti 1694 og eru þeir mjög sjaldgæfir, nema þá brot af þeim, eða einn og einn pjesi, út af fyrir sig. Biblíurnar á hann allar og jafnvel tvær útgáfur (issue) af þ>or- láks biblíu, 1637—1644 og 1644. f>að er þó mjög lítill munur á þessum útgáfum, því það er að eins fyrsta blaðið og seinasta blaðið sem munar. Próf. Fiske á 22 alþingisbækur (af 73, sem eru til prentaðar), og öll skólaboðsrit og skóla- skýrslur frá því fyrsta (1828). Próf. Fiske á margar fleiri merkilegar og mjög sjaldgæfar bækur, þó ekki sje tækifæri til að geta þeirra hjer. J>að er að vísu leiðinlegt í aðra rönd- ina, að jafn sjaldgæfar bækur og margar þær sem próf. Fiske á, skuli vera fluttar út úr landinu, því þar eiga þær þó allt af bezt heima. f>ó skiptir miklu, í hvers höndum þær væru á íslandi. Lands- bókasafnið ætti að eiga eitt eða tvö exemplör af hverri einustu íslenzkri bók. sem prentuð hefir verið frá alda öðli, en aptur er ekki til nokkurs hlutar að hrúga þar saman mörgum exemplörum af sömu bókinni, svo ekki komast allar gamlar íslenzkar bækur þar fyrir. Onnur opin- ber bókasöfn á íslandi ættu líka að eiga sem mest af íslenzkum bókum. Upp til sveita tel jeg að gamlar og sjaldgæfar bækur sjeu illa komnar víðast hvar. Eigendur þeirra kunna opt og tíðum ekki að meta þær. þ>e'r láta þær opt grotna og fúna niður. Stundum eru krakkar látnir rífa þær í sundur, en stundum er þeim beinlínis brennt. Aptur eru sjald- gæfar bækur á rjettri hyllu í bókasöfnum einstakra manna, sem fara vel með bæk- ur sínar, láta binda þær inn, sem hættast er o. s. frv. En það er optast hængur á með bókasöfn einstakra manna. Bað er hætt við að þau tvístrist, þegar eigendur þeirra falla frá, og komast þá stundum sjaldgæfar bækur í sömu hers höndurnar og þeim var bjargað úr. Próf. Fiske mun hafa búið svo um hnútana, að bókasafn hans tvístrist ekki, þegar hans missir við. Ekki er mjer ljóst hvað af því á að verða, en líklega lendir það einhversstaðar i Bandaríkjun- um. f>að kemur sjer líka vel, ef útflutn- ingar til Vesturheims fara í vöxt frá íslandi, að hafa þar einhversstaðar gott íslenzkt bókasafn, því fæstir vesturfarar, munu flytja með sjer mikið af bókum. Annað er það, sem piróf. Fiske hefir fram yfir aðra, sem eiga mikið af göml- um og sjaldgæfum íslenzkum bókum, og það er einmitt, að hann gefur út skrá yfir bókasafn sitt. Bibliographical Notices geta orðið mikið safn og merkilegt, ef höfundinum endist aldur, þvi þær eru ekki eingöngu bundnar við bókasafn prófessorsins. Hann hefir þannig í smíð- um lista og lýsingu á islenzkum bókum frá 16. öld, þó hann eigi fæst af þeim sjálfur. Af þessum tveimur ástæðum tel jeg gamlar íslenzkar bækur einna bezt komnar hjá próf. Fiske, þegar nokkur opinber bókasöfn liður (fyrst og fremst Landsaókasafnið, svo skólabókasafnið, amtsbókasöfnin og stóra kónglega bóka- safnið i Kaupmannahöfn) og svo þau bókasöfn íslenzkra prívatmanna, sem vissa er fyrir, að ekki tvistrist eptir dauða eigenda þeirra, ef þau eru annars nokkur. Jeg fyrir mitt leyti vonast eptir, að sjá eina tvo eða þrjá viðbótarlista enn þá frá próf. Fiske og ef til vill skýrslur um ýmislegt annað sem snertir íslenzka bók- fræði. f>at væri þannig mjög fróðlegt að fá skrá yfir íslenzkar bækur, sem prófessor Fiske á, prentaðar í Kaup- mannahöfn, fram að einhverjum vissum tíma, t. d. 1816, þegar Bókmenntafjelag- ið var stofnað. íslenzkar bækur, eða bækur eptir íslendinga á útlendum mál- um, prentaðar í útlöndum, snerta engu að síður íslenzka bókfræði en bækur þær, sem prentaðar eru í landinu sjálfu. Jeg hef sanntrjett, að próf. Fiske hefur á prjónunum enn eina íslenzka bókaskrá, sem sama sniði og þær tvær, sein minnzt hefur verið á. Ól. Dav. Lánstraust og lög um aðför- það ber ósjaldan við, að vjer öðlumst hin- ar og aðrar rjettarbætur nærri því eins og málshátturinn segir, að «sofandi gefi guð sín- um», — rjettarbætur, sem almenningur hefir ekki beðið um eða óskað eptir, eða varla vitað af, að hann þarfnaðist. Fer þá meira að segja stundum svo, að þjóðin nýtur þess- ara rjetarbóta vel og lengi, á pappírnum, án þess að hún viti almenut af þvi, hvert hnoss hún hafi öðlazt, þar sem þær eru. Slíkar rjettarbætur stafa optast frá laga- þýðingarskrifstofunni í Kaupmannahöfn, er öðru nafni hefir kölluð verið lengi «hin ís- lenzka stjórnardeild». það er hún, sú hugul- sama móðir landsins, sem miðlar oss slíkum gæðum eða vísi þeirra, frumvörpunum til þeirra handa alþingi. þegar líður á þenna 22 mánaða værðar- tíma, sem líður á milli þinga, fer hún að rumska og hugsa sig um, hvernig hún eigi að fylla orlofsgjafapokkann handa þinginu næst. Hún litast þá um í búrinu hjá sjer, og verður harla glöð, ef hún kemur auga á eitthvert góðgæti, sem hinum krökkunum, bræðrunum dönsku, hefir getizt vel að. því er svo stungið í pokkann, ásamt fjárlögum og fjáraukalögum o. s. frv., þangað til hann er orðinn hæfilega steyttur, með allt að 20 frum- vörpum alla. þegar hingað kemur og farið er skoða í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.