Ísafold - 02.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.08.1890, Blaðsíða 1
Kemui út á miövikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sjt til ntgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 62. Reykjavík laugardaginn 2. ágúst 1890. Utlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 22. júlí 1890. Veðrátta. Eigningasamt sem að undan- förnu á Norðurlöndum til þessa, en nú virð- íst skaplegra sumarveður fara í hönd. Veðr- ið víða misjafnt í öðrum löndum álfu vorrar, og fyrir viku bárust sögur af snjóhríðum í Týról. — Frá Ameríku fregnir af nýjum hvirf-;, , ilbyljum, einkum í Minnesota, og manntjón- um, er þeinx fylgdu. I vatni, sem Pepinvatn heitir, hvolfdi gufuskipi og fórust þar 100 manna. Nálægt bænum St. Paul tók eitt- hvað um 20 manns upp úr aldingarði, og feyktust í vatn þar nærri, sem Gervaisvatn er kallað. Víða talað um fleiri manntjón og húsahrun. Til að korna Zanzibar í löglegt skjólstæði sitt verða Englendingar að hafa samþykki Frakklands. Nú er um þetta samið með hvorumtveggju. Nú búizt við ýmissi veilun af Englands hálfu, að því er tekur til for- ræðis Erakka á Madagaskar, nýrralanda, sem þeir hafa helgað sjer við Nigerfljótið í Af- ríku, verzlunarsamningi Englendinga við Tun- isbúa og fiskirjettinda (Frakka) við Newfound- Friðarvinafundir- í>ess konar fundur nýlega haldinn í Lundúnum, sóttur frá flest- uiu löndum álfu vorrar og frá Vesturheimi, og þar nefnd falið á hendur að semja ávarps- brjef til Evrópuhöfðingja um afnám stríða og skírskotun deilumála með ríkjum til gerð- ardóma. I dag og á morgun verður nýr fundur þar haldinn — »alþjóðafundur þing- manna« — um sama efni. Gladstone boðin forsetastjórn fundarins, en hann var lasinn og bað sig undan þeginn. I brjefi slnu kall- ar hann hervald Evrópu »græðgisorm, sem rífur í sig innyfli hennar«. — Gerðardóma- uppástunga var í vor borin upp á þingi Spán- verja og var vel við henni tekið, en nýlega é þinginu í Eómaborg og fjekk þar beztu undirtektir af Crispi, ráðherra utanríkismál- anna. En hann bað menn að láta sjer ekki dyljast, hverjum vandkvæðum málið væri háð og sagði, að sem stæði, þá yrðu stýrendur ríkjanna að gæta mestu varúðar og árvekni til að afstýra styrjöld — því víða bryti á boðum. Danmörk. Pundahöldin tíð, en með sama brag og fyr, að helzt lendir í rimmum með flokkum vinstri manna sín á milli. Talið víst, að maður ítr liði hófsmanna eða hinna seinþreyttu vinstrimanna nái þingsæti Hol- steins Hleiðrugreifa. Látinn er Heinrich Hansen (næstum sjöt- Ugur). Mesti snilldarmeistari Dana í pent- skreyting húsa. Frá Noregi- pingi Norðmanna slitið, og þótti verða eitt hið langdrægasta. Meðal helztu nýmæla talin ný skipun kennaraskóla (fyrir alþýðu), og hægrimanna blöðin hæla því fyrir aukaframlög til landvarna. — Jóhann Sverdrup heimilaðar 30 þús. kr., sem hann hafði sparazt til að taka 1 laun meðan hann var fyrir stjórninni. England. 1 nokkurn tíma róstusamt í Lundúnum, en tilefnið verkföll, bæði Iögreglu- þjóna og brjefbera. Nú allt kyrt og brjefber- Um nokkuð í vilnað. Nýlega kom kosinn maður af Gladstones- liði í autt þingsæti eptir einn af stjórnarlið- um. Eins konar innsigli á Helgolandssáttmálan- um verður það, að flotadeildir Englendinga og þjóðverja mætast við eyjuna, þegar keis- arinn kemur frá Noregi, og e ga ensku skipin að senda fána hinna á landi skotkveðjur sín- ar. í»ýzkaland. Bismarck heldur áfram að spjalla við blaðamenn, og höfuðinntak kenn- inga hans er : tryggð og samkomulag við Eússa, mistæki stjórnarinnar og keisarans í sósíalistamálinu, um leið og hann ámælir mörgum blöðum, sem fyr fylgdu honum og hlýddu. Hann sagði fyrir skömmu, að sósí- alista-samtökin á jpýzkalandi væru því hættu- legri en samband Frakka og Eússa. Sumum þykir, að hann láti gremjuna þoka sjer lengra en sæmd og frægð hans hæfir. Frakkland. Sumir segja, að Boulanger hafi nú beðizt líknar af Carnot og stjórninm, enda er hann af öllum yfirgefinn. Einnig borið, að hann sje farinn að heilsu. Fyrir skömmu fann franskur hugvitsmaður, Giffard að nafni, nýja tundurhleðslu fyrir byssur og fallbyssur, og það er gasvökvi. Skotinu fylgir hvorki hvellur nje reykur. Seinna talað um, að þær byssur dragi heldur skammt, og að ítölskum manni hafi tekizt betur með þetta nýnæmi. Belgía- Konungur hefir leitt Belgíu til arfs eptir sig að Kongoríkinu í Afríku. Frá Spáni. Hjer sú stjórnarbreyting, að Canovas del Castillo — af hægrimannaliði og optsinnis fyrir ráðaneytinu — hefir tekið við af Sagasta, forustumanni hinna frjálslyndu einvaldsvina, sem hefir setið við stjórn síðan Alfons 12. dó 1885. Canovas hefir tekið tvo með sjer af ráðaneytinu gamla og hófsmenn eina af sínum flokki. Kólera rjenar heldur, og að jafnaði borið, að þar sýkist nokkuð yfir 30 á dag, en rúm- ur helmingur deyi. f>ann 12. þ. m.voru251 dauðir af 495 (síðan 13. maí). Frá Ameríku- Mótun silfurpeninga apt- ur upptekin og gjaldgengi til jafnhæfis við gull á þinginu í Washington. 88J milljón dollara borguðu Bandaríkin seinasta fjárhagsár af ríkisskuldum. J>ar eru komnar niður um nær tvo þriðjunga síðan strfðinu lauk. en voru þá 2765 millj. dollara. 1. júlí voru 661 millj. í ríkisfjárhirzlunni. — Talað um að auka flotann á næstu 14 arum 234 brynskipum, stórum og smáum. Höfuðgreinirnar í hinu nýja ríkislagafrum- varpi Brasilíumanna, sniðið sem það er eptir lögunum um Noróur-Ameríku, eru þessar: forsetinn kosinn til 6 ára með ábyrgð fyrir þjóðinni. fingið tvídeilt; í öldungudeildina kosið til 9 ára, fulltrúadeildina til 3. Frá- vísun stjórnarnýmæla veldur ekki stjórnar- breytingu. Ófriðartíðindi frá San Salvador í Mið-Ame- ríku. TJnnið þar á ríkisforsetanum, Menen- de'z, til bana, í gildi einu. Allt varð á tjá og tundri, en helzti foringi liðsins, Ezeta að nafni, tók æðstu völd og lýsti borgina í her- vörzlu. Síðan frjett um flokkasveim og ó- eirðir um allt land, og jafnvel um viðureign- ir lýðsins við hersvéitir frá Honduras, sem muuu hafa ætlað að stilla óganginn. pær aðfarir óheppilegar, þar sem þess er ekki langt að bíða, að öll eiðisríkin 5 komist í það samband, sem er fyrirhugað og samþykkt. Uppreisn hófst26. f.m. (júlí) í Buenos Ayres, höfuðborginni þjóðveldinu Argentina í Suður- Ameríku. Stjórnin hafði látið taka nokkra fyrirliða í hernuro og hneppa í varðhald, grunaða um samsæri, en þá gerði setuliðið í borginni uppreisn. Stjórnin hafði fáa sjer tii fylgis nema löggæzluliðið, og beið lægra hlut eptir allmikið mannfall, 1000 manna dauðir eða sárir. Hrundu uppreistarforingj- arnir ríkisforseta af stóli og ráðanautum hans og þrifu sjálfir stjórntaumana sjer í hönd. Lengra var eigi komið sögunni, er síðast frjettist. Meira um húsabætur. Eitstjóri ísafoldar hafði að vísu heyrt laus- lega getið um bæjarbyggingu hr. Einars kaup- manns Jónssonar á Eyrarbakka, þá er hann lýsir í grein þeirri, er hjer fer á eptir, en ekki svo skilmerkilega eða áreiðanlega, að með væri farandi. Lýsing þessi kemur því í góðar þarfir, og væri æskilegt, ef höfundur hennar, sem er góðkunnur, hygginn bú- maður og útsjónarsamur, vildi við hentugleika láta uppi álit sitt um það, á hvern hátt efna- litlum sveitabændum mundi auðveldast að kljúfa fram úr kostnaði þeim, er húsabót þessi hefir í för með sjer. |>að er aðalatrið- ið; því kosti hennar mun varla þurfa að efa. Grein herra Einars kaupmanns hljóðar svo: I 57. bl. Isafoldar 16. júlí þ. á. er grein um húsabætur. Og er af henni að sjá, að ritstjórinn hafi ekki heyrt fyr getið um þess háttar bæjarbyggingu, er blaðið álítur þó að góð muni vera. Bær sá í Bangárvallasýslu, sem um er getið, er víst bær búsnillingsins Jóns Arnasonar í Garðsauka í Hvolhreppi, og byggði hann bæ sinn í fyrra vor eptir að hann hafði skoðað bæ þann, er jeg byggði hjer á Eyrarbakka áður, með þeirri uppgerð, er blaðið getur um. Jeg vil segja, að jeg hafi verið sá fyrsti hjer á suðurlandi, er hef byggt bæ með þessu lagi á uppgerðinni, og skal jeg hjer skýra frá lagi því, er jeg hafði og mjer reynist mjög vel.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.