Ísafold - 06.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.08.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins <i04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júHmánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógíld nema korain sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- grefðslust. 1 Austurstrœti 8. XVII 63. Reykjavík. miðvikudaginn 6. ágúst 1890. Ölfasárbrúin. Á morgun leggur brúin af stað frá Eng- landi á skipi til Eyrarbakka, tilbúin að öllu leyti, smáu og stóru, svo að ekki vantar ann- að en að koma henni að brúarstæðinu og yfir ána. þetta er þá brúarfyrirtæki þetta Iangt komið. Tuttugu ár hjer um bil hefir málið verið á dagskrá. Hjer er líka um að tefla hið langstærsta samgöngumannvirki, er hjer á landi hefir nokkurn tíma verið tekið í naal, — hið fyrsta, sem nokkuð verulegt kveður að, en vonandi ekki hið síðasta. Er því skiljanlegt, að þurft hafi nokkurn tíma til að hugsa sig um og undirbúa annað eins stór- virki, sem vex margfalt í augum jafn-lítil- sigldri þjóð og óvanri kostnaðarsömum alls- herjar-fyrirtækjum. Drátturinn verður og eng- an veginn talinn til eintóms baga. Bæði veit þjóðin nú miklu betur, heldur en fyrir 10—20 árum, skilur miklu glöggvar nú orðið, hvað hún gerir, er hún tekur að sjer að kosta slíkt fyrirtæki, þótt ekki hafi nema lítill partur landsins bein not af því, og eins má ganga að því vísu, að verkið verður talsvert traustara og forsjállegar gert, ogþómeðminni tilkostnaði. Ýtarlega sögu þessa brúarmals á bezt við að rifja upp, þegar brúin er komin á og öll þraut þar með unnin. En það er enn dagur til stefnu þangað til, — heilt ár að minnsta kosti. Vjer höfum lítið af gufuhraða að segja hjer á voru landi, og verðum því að gjöra oss að góðu, þótt hjer eyðist ár til þess, sem annarsstaðar mundi lokið á einum mánuði eða kannske einni viku. |>egar skipið með bruna er komið áEyrar- ¦bakkahöfn, fyrir næstu mánaðamót, að vjer gjörurn ráð fyrir, verður fyrst og fremst að sæta góðu veðri eða hentugum kringumstæð- um til að koma henni á land, eða rjettara sagt til að koma skipinu inn á sjálfa höfn- ina; slíkt er hvergi á öllu landinu öðrum eins vandkvæðum bundið og þar. Síðan verður að bíða vetrar og góðs sleðafæris til að koma brúnni upp að brúarstæðinu, 2—3 rnílur veg- ¦ar, að vjer ætlum. Eaunar mun hver járn- bútur, sem í brúna á að fara, — hún er sem sje öll úr járni —, ekki vera hafður stærri en svo, að hesttækur sje, ef í nauðir rekur og sleðafæri fæst ekki; en sleðaaksturinn er margfalt kostnaðarminni og fljótlegri. |>ótt Ölfusá sje eitthvert hið mesta vatnsfall á landinu og dýpi nóg fyrir hafskip víðast allt "upp að brúarstæði, þá eru þær torfærur við innsiglinguna um ósinn og auk þess svaðar í henni á þeirri leið, að skipaflutningur er þar fyrirmunaður. Straumharkan gjörir meira að segja það að verkum, á svöðunum einkanlega, að ís leggur þar sjaldan, sízt svo traustan eða sljettan, að sleðafæri geti orðið. jpegar að brúarstæðinu er komið með brúna, í mörg þúsund molum, og veturinn er liðinn, skal taka til óspilltra málanna að setja hana saman, ögn fyrir ögn, bút fyrir bút, þangað til hún er öll komin upp, í heilu liki. Og svo er henni ýtt yfir um sprænuna, hana Olf- usá, 1 heilu líki, með einhverjum vjelum og kyngikrapti, — hugsa menn kannske, ef þeir annars gjöra sjer nokkra hugmynd um þetta. Nei, ekki alveg. Sprænan er nefnilega talsvert á annað hundr- að ál. á breidd, þarnasem hún er mjóst, á brú- arstæðinu hjá Selfossi, og grængolandi hyldýpi. Til eru líkl. einhverjar tölur eða skýrslur um það, hve mörgum tugum eða hundruðum þúsunda allt bákníð vegur að pundatali, þótt vjer ekki vitum það; en hitt mun óhætt að fullyrða, að ætti að suara brúnni í heilu líki yfir ána, mundi þurfa til þess svo stórkostlegar tilfær- ingar, að þær kostuðu líklegast eins mikið og brúin sjálf. Aðferðin að koma brúnni á er sú, að streng- ur eða strengir eru þandir yfir ána, járn- strengir afarsterkir, meira en 20 álnir fyrir ofan vatnsborð, og er brúin hengd neðan í þessa strengi, í smábútum, ögn fyrir ögn, og aukið við fet fyrir fet, þangað til hún er komin alla leið yfir ána. A þa leið eru allar hengibrýr til búnar hjer um bil eða í fljótu máli sagt. Nánara Iýst eða rjettara er verkinu þannig hagað, að fyrst er búinn til trjepallur og hann hengdur neðan í strengina, handa smið- unum að standa á og vinna að brúarsmíðinu, og honum þokað eptir strengjunum jafnóð- um, eptir því sem brúnni skilar áfram. Vinn- an þar eða smíðið er mest í því fólgið, að skeyta alla járnbútana saman, eins og þeir eiga að vera, en þeir eru raunar felldir allir saman áður og samskeytin bundin með speng- um, sem grópað er fyrir, og hnoðnaglar rekn- ir í gegn. Aðalvinnan smiðanna, þegar þar er komið, er að hnoða naglana. Hnoðnaglar eru hafðir, en ekki skrúfur, því þeir eru traustari; skrúfurnar geta losnað með tíman- um, hvað vel sem frá þeim er gengið. Járnstengur ganga úr uppihaldsstrengnum eða -strengjunum niður í brúarkjálkana, með hæfilega stuttu millibili; það eru eru böndin, sem hún hangir í. |>egar búið er að setja saman brúarkjálkana og leggja þverslárnar milli þeirra fram og aptur, allt af járni, og setja hæfilega hátt rið beggja megin, járn- grindur, er lagt gólf í brúna af trje, til þess að ganga eptir fyrir menn og skepnur, og fyrir vagna að renna eptir, þegar þar að kem- ur. Breiddin á brúnni er ekki nema 4 álnir, en þó fara í gólfið 100 tylftir af plönkum, enda á það að vera tvöfalt. Auðsjeð er, að á því ríður hvað allra mest, að strengirnir, sem eiga að halda brúnni uppi, sjeu nógu traustir, og að svikalaust sje búið um endana á þeim. Strengirnir áttu fyrst að vera að eins tveir, sinn hvorum megin, yfir hvorum kjálka brú- arinnar. En það er ein af umbótum þeim, er hr. Tryggvi Gunnarsson hefir komið upp með og haft fram, að hafa strengina 3 hvor- um megin. Vilji svo til, að einn strengurinn bili, sem hugsazt getur á löngum tíma, þa er brúnni engin hætta búin fyrir það. |>eir mega meira að segja bila tveir í einu, sem er hjer um bil óhugsandi, og haggast brúin ekki hót fyrir það. En auðvitað er ætlazt til, að gjört sje hið bráðasta við þann streng- inn, sem bilað hefir; annars væri viðhald brúarinnar ekki í neinu lagi. Dm endana á strengjunum ríður eigi síður á að búa sem allra rammlegast. J>eir enda í járnakkerum, sem eru múruð djúpt niður í þar til gerða sementsteypu-kletta, þ. e. fyrir- ferðarmikla grjótstöpla, límda saman með sementi. |>essir sernentsteypu-klettar eru hafðir kippkorn frá ánni, er brúa skal, en á árbökkunum sjálfum reistir háir stöplar til að þenja strengina yfir og halda þeim nógu hátt uppi. Við Olfusá eiga þeir að verða nær 20 álna háir, úr sementlímdu grjóti að neðan, upp til hálfs, á móts við sjálfa brúna eða þar um bil, en úr jarni hið efra, pað er að segja : grjóthleðslunnar þarf raunar ekki nema að austanverðu; vestri árbakkinn er hamar svo hár, að litlu þarf við að bæta af grjót- hleðslu. Járn8töplarnir verða jafnháir beggja megin. A þessari lýsingu má fá nokkurn veginn greinilega hugmynd sem brúarsmíðið og hvern- ig brúin muni líta út, þegar hún er komin upp. Jbað sem í sumar hefir helzt verið unnið til undirbúnings brúargerðinni er að hlaða aðalstöpulinn austan megin árinnar. Hann er 8—9 álnir á hæð, rúmar 14 álnir á lengd fram með ánni og 6J álnir á breidd. Er mjög traustlega frá honum gengið og snotur- lega. Eptir tilætlun stjórnarinnar og brúar- smiðsins á Englandi átti stöpullinn að standa alveg fram á árbakkanum, sem er hraunklöpp,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.