Ísafold - 06.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.08.1890, Blaðsíða 2
mikið traust að sjá. En með því að votta þótti fyrir, að áin mundi þó geta ef til vill unnið eitthvað á þessari klöpp á löngum tíma, með jakaburði sínum og straumfalli, þá ljet hr. Tryggvi Gunnarsson, er hefir haft sjálfur yfirumsjón yfir verkinu í sumar, hafa stöpul- inn 3 álnir frá brúninni, til vonar og vara, enda hagar svo til, að þar eru betri viðtök af berginu fyrir ofan, þegar jakaruðningur er. jþar að auki hefir hann látið gera þrístrenda þá hliðina á stöplinum, sem upp eptir veit, andstreymis, en ekki flata, sem til hafði ver- ið ætlazt á uppdrættinum, — til þess að jakaburður geti enn síður gert honum nokk- urt mein. Nálægt 60 álnir austur frá þessum aðal- stöpli, uppihaldsstöpli, er akkerisstöpullinn, en ekki nema hálfgerður enn, með því að hinn helmingurinn, í skakkhorn, verður eigi hlaðinn fyr en strengirnir eru komnir og akkerin, sem hlaða á ofan og binda allt með steinlími. Vestan megin árinnar hefir verið sprengt og höggvið mikið nokkuð framan af hamrin- um, það sem ekki þótti nógu traust til að bera brúarstöpulinn þeim megin. Eeyndist það meira en ráð var fyrir gjört, svo að mun- ar fullri alin, og lengist brúin sem því svarar við þann endann. Sjálft hafið yfir ána bakka á milli, er eins og fyr hefir verið frá skýrt, 112 álnir dansk- ar, en brúin þurfti að vera nokkrum álnum lengri, til þess að ná hæfilega langt upp á bakkana. En austan megin er bakkinn svo lágur góðan spöl frá ánni, að þar flóir hún yfir í vatnavöxtum, og þurfti að brúa það bil líka til þess að geta komizt yfir þurrum fót- um, hvort sem áin er mikil eða lítil; hún getur meira að segja orðið þar hesti á sund langsamlega. I hinurn eldri rrtlendu áætlun- um var samt ekki ráðgjört að hafa brúna lengri en bakkanna á milli, og átti að hlaða vegarbrú, upphækkaðan veg, yfir flötina frá brúarsporðinum upp á melinn fyrir austan. þetta gátu útlendingar, ókunnugir hinum voða- legu vatnavöxtum hjer á landi á vetrum, lát- ið sjer detta í hug að duga mundi, og ef til vill hálfkunnugir innanhjeraðsmenn, sem vildu fegnir að kostnaðaráætlunin yrði ekki voða- lega há. En hitt er sýnilegt, að slíkum vegar- garði hefði áin sópað burt á hverjum vetri og kostnaður af viðhaldi hans því orðið á endanum stórum meiri en hitt, að hafa sjálfa brúna svo langa, að hún næði yfir flötina líka. Enda er nú afráðið, að svo skuli vera, og lengir það brúna um nær 60 álnir. Húsið, sem ætlað er til geymslu á efni í brúna og skýlis fyrir verkafólk m. m., en á síðan til gistingar fyrir ferðafólk, er nú full- gert, nema ósmíðað innan um það niðri. það er timburhús, 12 álna langt og 10 álna breitt, og stendur fyrir austan ána. það væri og hentugt fyrir brúarvörð, sem sjálfsagt ereng- inn forsjálni að ætla sjer án að vera; því brúin er of mikið mannvirki og kostnaðar- samt til þess, að láta hana eptirlitslausa, þegar hún er komin upp. Hvað traust og vönduð sem hún verður, þá md skemma hana sraátt og smátt með glannalegri reið yfir hana t. a. m. eða með því að reka stóð yfir hana á harða spretti o. fl. það brýtur hana auð- vitað ekki, en það getur valdið svo miklum hristing á henni, að hún láti undanmeðtím- anum eða endist miður miklu en skyldi beint fyrir þá sök. Annarsstaðar þykir ósvinna að fara svo með vandaðar brýr, og víti við lögð. Boðorð um það stoðar lítt; umsjónarmaður verður að vera til taks, að líta eptir að boð- orðinu sje hlýtt og að enginn komist hjá refsingu, er brýtur. Kostnaðinn til að launa brúarverði ber að skoða eins og viðhaldskostn- að, sem yrði ef til vill meiri á endanum án hans, enda gætu launin verið að miklu leyti fólgin í ókeypis afnotum hússins, veitinga- leyfi o. s. frv. Veg þarf nauðsynlega að leggja upp frá brunni beggja vegna hið allra bráðasta, helzt samsumars sem hún er lögð, að minnsta kosti þangað til kemur á þjóðvegi þá, sem nú eru notaðir, að svo miklu leyti sem þar eiga að vera þjóðvegir eptirleiðis. Hitt væri hefnd- argjöf, að bjóða mönnum upp á að nota brúna, en hafa þær vegleysur að henni, að menn kysu heldur af tvennu illu að sundleggja Olfusá eins og áður og nota hina gömlu ferju- staði, til þess að hafa þó gagn af vegunum sem þangað liggja. Auk þess rekur og að því áður langt um líður, að brýn nauðsyn kallar eptir að fullgjöra vagnveginn milli höfuðstað- arins og hinna fjölbyggðu hjeraða austanfjalls, sem nú er nær hálfnaður, svo að hann geti náð tilgangi sínum. Að gera vagnvegarspotta hálfa leið milli bæja eða byggða hingað og þangað um land, sinn spottann í hverjum stað, »til þess að gjöra ýmsum hjeruðum landsins jafnt undir höfði«, er álíka viturlegt og ef stórbóndi, sem hefði t. d. 3 jarðir und- ir og þyrfti að girða túnin á þeiin öllum, girti sinn túnspottann á hverri jörðunni, »til þess að gjöra þeim öllum jafnt undir höfði«, í stað þess að reyna að koma fyrst af einu túninu algjörlega, og hafa það þannig almenni- lega varið, áður en byrjað er á hinum. Blaðafrjettir Og »Fj konu«-illgirnis-þvættingur. Hin alþekkta haturs-, öfundar- og illgirnis- sýki, sem þetta göfuga málgagn, «Fj. konan», hefir löngum verið þungt haldið af, hefir nú um hríð brotizt út eða lýst sjer með þeim hætti, að það hefir verið öðru hvoru að remb- ast við að búa til það sem það kallar «leið- rjettingar» við frjettir í Isafold, eða snapa þar upp prentvillur og leiðrjetta þær. f>að brýn- ir gogginn, snapar og snuddar, og baðar út öllum öngum af feginleik, ef eitthvað kemur í nefið. Heppnist það ekki, er jafnan hægt að bregða hinu fyrir sig: smíða einhverja villu, út í bláinn, og taka sig svo til að «leið- rjetta» sinn eiginn tilbúning. — Að -gagnið sjálft fer eigi varhluta af villum og vitleysum, viljandi og óviljandi, sem hægt væri að gera úr býsna langt mál, ef nokkur maður vildi leggja sig niður við svo ómerkilegt verk, — pað lætur það ekki á sjer festa; það þarf meira til að láta það blygðast sín. það er ekki til nokkurt það frjettablað í heimi, að það flytji eigi endrum og sinnum mishermdar frjettir, eitthvað, sem farið hefir á milli mála. Slíkt er síður en eigi tiltöku- mál, um rit, sem hafa þá skyldukvöð, að birta þegar í stað eða hið bráðasta að auðið er það sem frjettuæmt gerist í heiminum, nær og fjær, þegar jafnvel vönduðustu sagna- fræðisrit, samin á æfalöngum tíma og með öllum þeim skjölum og skilríkjum til hlið- sjónar, sem hægt er til að ná, komast alls eigi hjá slíku. það sem blöð geta gert frekast, er, að velja sjer fyrir frjettaritara svo áreiðanlega menn, sem kostur er á, og viðhafa skynsamlega varúð, er frjettir berast þeim öðru vísi. Eng- inn maður með viti getur ætlazt til, að þau t. d. sendi í hvert sinn rannsóknarnefnd þangað sem viðburðirnir hafa gerzt, eða bíði eptir því, að hægt sje að yfirheyra mörg vitni frá þeim stað um, hvort frjettin sje óyggjandi í alla staði. Mætti eigi segja frjett- ina fyr en það allt er komið í kring, væri eins snjallt að láta það ógert; hún væri þá ekkert nýnæmi framar. þetta á heima um öll blöð, en því fremur, sem þau eru stærri og koma optar út. Hin stærri blöð flytja fléiri frjettir en þau minni og koma með þær miklu nýrri, þegar þau koma helmingi optar út. Fari þá eitthvað milli mála, sjá rjettir hlutaðeigendur það, þeir sem málinu eru kunnugastir eða næstir vjettvangi, undir eins, og fá þar með tilefni til að leiðrjetta það. Er þá lítill galdur fyrir annað blað, sem dratthalast viku eða hálfum mánuði á eptir af stað með saman, snapað ágrip úr hinurn stærri blöðum, þá úr- elt orðið, að koma með það sem vitnazt hefir að rjettara sje, ef það ar eitthvað. Er og ekkert á móti að gera þáð, sje verulegum missögnum til að dreifa. En sje um ein- tóma smámuni að tefla, sem hvorki gera til nje frá, eru almennileg blöð ekki að skipta sjer af því. Og því síður hafa nema allra-ó- merkustu blöð þann sið, annaðhvort að «leið- rjetta» að eins fyrir þeim, sem þeim er illa við, í þeim drengilega tilgangi að reyna að vekja tortryggni og ýmugust hjá almenningi, en láta aðra (önnur blöð) afskiptalausa, þótt ekki sjeu minni efni til, — eða þá að hafa. sjálfar leiðrjettingarnar vitlausar og óáreiðan- legar, viljandi eða óviljandi. — Frjettaritari Isaf. á Eyrarbakka skrifaði blaðinu í vor með fyrstu ferð skiptapann sem varð undir Eyjafjöllum 19. maí og taldi upp- mennina, sem drukknað höfðu, en nefndi einn til, Kjartan Jónasson í Drangshlíð, er náðzt hefði með lífi og komizt af. þannig hafði frjettin borizt fyrst til Eyrarbakka, og þannig hlaut því frjettaritarinn þar að rita blaðinu hana. I þessari frjett var sú missögn, að Kjartan þessi hafði að vísu verið álitinn með lífsmarki, þegar hann náðist, en lifnaði aldrei við. þegar nú «Fj.konan» læddist á kreik seint og siðarmeir með þessa skiptapafrjett, sem bin blöðin voru komin með löngu áður, þá gat hún sagt, eins og var, að Kjartan hefði látizt líka, og sparaði ekki að pota fram löppinni og benda á, að þarna hefði ísafold Bagt vitlaust frá. En þá var ekki að-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.