Ísafold


Ísafold - 09.08.1890, Qupperneq 2

Ísafold - 09.08.1890, Qupperneq 2
364 augum, hvað sem fyrir var, og þótt skepnur yrðu að standa nærri beint upp á endann, ef þær áttu að fara slíkan veg. |>ar hefir líka leysingar- og rigningarvatn getað komið sjer svo vel við, í slíkum bratta, að þar er fyrir margt löngu öllu skolað vandlega burtu nema sjálfri urðinni undir í veginum, og hún er varla fær nema fuglinum fljúg- andi. Bngin ferfætt skepna leggur í hana. Hefði Kambavegameistannn verið nógu sjeður og borið nægilega umhyggju fyrir hugvits- smíði sínu, svo að ekki yrði tekið fram hjá því, þá hefði hann átt að fylla upp og sljetta yfir allan gamla veginn niður Kambana, sneiðingarnar eldgömlu eptir hestafæturna, svo að hvergi markaði fyrir. En svo fram- sýnn hefir hann ekki verið, og því fór sem fór, að eptir fáein missiri fór hver skepna fram hjá mannvirkinu hans og þræddi gamla veginn óruddan, veginn sem þær höfðu búið sjálfar til, blessaðar skepnurnar, á mörg hundruð árum, og áttu því með öllum rjetti. En það er ekki þar upp á, að hefði E. í Grj. eða hvað sem hann nú hjet, Kamba- vegameistarinn, verið svo sjeður, að moka ofan í gamla veginn, helzt góðri, vel lagaðri urð, þá hefðu skepnurnar ekki hugsað sig stundu lengur um að yrkja upp á nýjau stofn og leggja nýja sneiðinga niður fjallið, sem lengzt frá nýja veginum hans. |>að er ekki hætt við, að þessi nýi Kamba- vegur verði nokkurn tíma notaður til nokkurs hlutar, hverju nafni sem nefnist. J>að er ekki hætt við, að efnið úr honum verði nokkurn tíma notað í annan veg nýjan og almennilegan gerðan. Til þess er það alls- endis óhæfilegt. Hann fær því að eiga sig, og verður því eitthvert hið varanlegast minningarmark hinnar alinnlendu vegagjörð- arlistar frá fyrstu sjálfsforræðisárum landsins í nýjum stíl, — óþreifanlegt sýnishorn þess, hvernig vegir eiga ekki að vera gerðir. Kambavegarins er minnzt svona rækilega hjer, vegna þess, að Svínahraunsvegurinn þjóðfrægi, sem er aðalamtalsefnið í þessari grein, er tilbúinn eptir sömu veglegu hugsjón og sömu viturlegu meginreglum. |>að er hallaleysið í Svínahrauninu, sem veldur því, að ávextirnir koma þar ekki oins bersýnilega í Ijós. En lítt fær var hann orðinn, allur efri parturinn af Svínabraunsveginum, nú í vor, er tekið var til að umbæta hann ; það sýna troðningarnir utan götu í sjálfu hraun- inu ; þar vildu skepnurnar heldur ganga en fara veginn. Umbótin, sem unnið hefir verið að í sum- ar, er í því fólgin, að fyrst er rifin upp gamli grundvöllurinn undir veginn, grjótið, sem í hann var borið og haft fyrir undir- stöðu fyrir nokkrum árum. J>að er rifið upp mað járnkörlum og öðrum grjótvinnutólum og því fleygt síðan út fyrir veginn. J>ar liggur hrönnin af því á tvær hendur fram með veg- inum. Miklu meiri erfiðisauki heldur en ef aldrei hefði verið átt þar neitt við vegagjörð áður, — segja verkamennirnir. J>að er með öðrum orðum, að ekki er nóg með það, að þessum nokkrum þúsundum króna, sem varið hefir verið til áminnztrar vegagjörðar, í sjálfu Svínahrauninu, hefir verið sem á glæ kastað, heldur hefði verið hreinn ábati fyrir landssjóð, að láta vega- meistarann og allt hans lið liggja iðjulaust heima í tjaldi og jeta dilkasteik og drekka kampavín — á hans (landssjóðsins) kostnað—, heldur en að vinna þetta verk, sem nú þarf mikinn mannafla og langan tíma til að af- má aptur. það hefði verið ábati fyrir landssjóð í svip að minnsta kosti, en ekki ef til vill til fram- búðar. J>ví þetta er raunar kennslukaup, dýrt kennslukaup að vísu, — eins og tíðkast í skóla reynslunnar, en líklegast tilvinnandi. það er óvíst að minna hefði nokkurn tíma dugað til að útrýma þeirri heimalnings-flónsku, að vita það ekki eða vilja ekki við það kann- ast, að vegagjörð er íþrótt, sem nema þarf rækilega og eptir rjettum reglum, meira að segja vísindagrein, allt eins merkileg og mik- ilsverð og miðaldavísindin, sem vjer trúum á sem aðaluppsprettulind allrar speki: lög- fræði og guðfræði og þess háttar. þegar búið er að pæla upp og flytja burtu urðina úr Svínahraunsveginum, er mokað upp í hann mold í staðmn, eins og á að vera, og siðan ekið þar ofan yfir leirkennd- um sandi, sem límist vel saman, og gjörir veginn á endanum harðan og sljettan, eins og fjalagólf. |>ar upp frá hagar svo til, sem víða á sjer stað, að sækja verður þann ofaní- burð langar leiðir, 300 faðma frá efra jaðri hraunsins, yfir í Húsmúla, sem svo er nefnd- ur, og hefir orðið að leggja akveg þangað til þess. En það er tilvinnandi, og frarn yfir það. An góðs ofaníburðar er vegagjörð eilíf- ur tvíverknaður. Ekki eru neinir útlendingar við þessa eða aðra vegagjörð hjer á landi í sumar. Hjer er kominn upp allgóður vegavinnumannastofn, er verkið hafa unnið og vanizt vinnunni und- ir umsjón hinna norsku vegamanna, er hjer hafa verið mörg sumur undanfarin, en kunnu ekkert til hennar áður, sem ekki var von, þar sem þeir höfðu aldrei sjeð neitt þess hátt- ar fyrir sjer áður, svo kunnátta gæti heitið. Eins og aðrir, sem einhverja iðn nema, þá gjöra þeir bæði verkið eins og á að vera, og eru miklu, miklu afkastameiri heldur en hin- ir, sem ekki kunna það. Verkstjórn hafa þeir líka numið, sem bezt eru til þess falln- ir, og ferst hún vel úr hendi, og lítils háttar stöfun 1 hallamælingum. Er þetta nóg til að bæta gamla vegi, sem ekki þarf að breyta til muna, og leggja nýja, þar sem mjög vanda- laust er, vegna hentugs landslags ; en frekara eigi. Næsta stigið til framfara í vegabótamálum landsins er sem sje, að fá hingað almenni- legan vegameistara, er sje hjer ekki með höppum og glöppum og sínu sinni hver, held- ur að staðaldri, — fastur embættismaður, vegameistari, að sínu leyti eins og póstmeist- ari. Hann á að ráða, með eptirliti háyfir- valda, allri vegagjörð á landinu á almennings- kostnað, líta eptjr öllum vegavinnufram- kvæmdum, gæta þess, að vegum sje haldið við, eptir að þeir eru lagðir, og brúm sömu- leiðis, o. s. frv. það er ein mjög hættuleg fákænsku- og frumbýlings-ávirðing vor, hvað vjer erum hraparlega hugsunarlausir og tóm- látir um að halda við alþjóðlegum mannvirkj- um. Brýrnar, sem gerðar hafa verið hingað og þangað um land hin síðari árin, munu bera þess sorglegan vott sumar hverjar. í því sambandi mætti og minnast á þá herfi- legu apturför, að síðan farið var að lögleiða fullkomnar og reglulegar vegabætur, má heita að gjörsamlega sje lagt niður að ryðja vegi, — halda hinum gömlu vegum færum eða svo greiðfærum eins og hægt er, með nauðsyn- legum ruðningum, meðan að þeir eru notaðir, en það verður langa lengi enn um meiri hluta lands, þótt hinni nýju vegagjörð verði haldið áfram svo rösklega, sem kostur er á. I vegameistara-embættið verðum vjer auð- vitað að fá útlendan mann til að byrja með, og hann valinn, vel reyndan og þroskaðan. Nýgræðingar eru vonargripir, og geta orðið. hefndargjöf, hvort sem útlendir eru eða inn~ Iendir. En þá kemur til að varast þáfreist- ingu, að láta launasparnaðinn liggja sjer of ríkt í huga. Vegameistaralaunin eru ábyrgðar- gjald, vátrygging gegn vitlausri og ónýtri vegagjörð. En að vátryggja svo illa eða ó- hyggilega af tómri »sparsemi«, að maður missi eins eign sína eptir sem áður bótalaust, — það er hálfu verra en að láta það alveg ó- gjört. Vjer hefðum eigi glatað svo mörgum tugum þúsunda skiptir eða jafnvel hundruð- um í alónýta eða hálfónýta vegagjörð, ef vjer hefðum verið svo forsjálir að kosta upp á slíka vátryggingu frá upphafi. L a u g a v a g n i n n. •0-^0» Fyrsti ferðavagn á íslandi hóf göngu sína 2. júní i8go, milli Reykjavíkur og Lauganna, þvottalauganna hjá Laugarnesi, bæði til að flytja þvott úr laugunum og í, og einnig til að aka á fólki til skemmt- unar. Hann tók 8 menn fullorðna. Hann var og notaður þegar fyrsta sumarið lít- ilsháttar til skemmtiferða lengra burt frá höfuðstaðnum, eptir hinum nýja vagnvegi,, allt upp að Svínahrauni, af enskum ferða- mönnum, og innlendu fólki lfka, en harla. Iítið þó, af vanaleysi og sinnuleysi um, hvers konar framfaranýbreytni, enda van- rækt af yfirvöldunum, sem höfðu vega- umsjón í hjáverkum — vegameistari var enginn á landinu þá að hafa hinn nýja vagnveg, hinn fyrsta á landinu, í' því ástandi, að gott væri að aka eptir honum: vanrækt að raka af honum lausa-- grjóti og fylla upp i smáholur, er komið höfðu í veginn meðan hann var að síga og jafna sig. Til laugaferða með þvott. var hann einnig furðulítið notaður fyrst í stað, með því að skrælingjasiðurinn gamli að láta kvennfólk ganga með klyfjar á. baki af þvottum og þvotta-áhöldum milli höfuðstaðarins og lauganna var of rót- gróinn til þess, að hann hyrfi allt í einu. þ>að var nokkuð forneskjuleg sjón, að' mœta heilli lest af vinnukonum, álútum, undir laugapokaklyfjum, á þjóðveginum milli Reykjavikur og Elliða-ánna. Bæjar- stjórn Reykjavíkur hafði þó, jafnsnemma. og þjóðvegurinn var gjörður inn að Ell- iðaánum, látið byggja aukaveg, allgóðan, vagnveg, frá honum ofan að þvottahúsinu. við laugarnar, og ætlazt til, að þar með legðist niður klyfjabandið á vinnukvenna- bökin, og vagnflutningur yrði upp tekinn, í staðinn undir eins. — — f>etta gæti verið neðanmálsgrein úr samgöngusögu landsins, ritaðri einhvern. tíma á 20. öld. Hún er sönn það sem hún nær. En það er á valdi bæjarmanna hjer í Rvlk nú, hvernig framhaldið verð- ur, — hvort þar segir frá „sótt og dauða“ þessarar nýju „innrjettingar“, eða hinu,. að bæjarmenn hafa rumskazt og farið að sinna málinu og hagnýta hin nýju sam- göngufæri, er þráð höfðu verið lengi i

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.