Ísafold


Ísafold - 13.08.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 13.08.1890, Qupperneq 1
tCemur át á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kf. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin \ ð áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 65. Reykjavik, miðvikudaginn 13 ágúst. ———»'.V 1890. Strandferðaskipið Thyra, kapt. Hov- gaard, kom hingað í gærkveldi norðan um land og vestan, og með henni fjöldi farþegja: landshöfðinginn, norðan af Húsavík; biskupinn, úr vísitazíuferð sinni um Múlasýslur; póst- meistarinn, frá Húsavík; sýslum. Jóh. Olafs- son frá Sauðárkrók með frú sinni; Sig- urður Vigfússon fornfræðingur; kaupmeun- irnir Zöylner og Lárus Snorrason frá ísafirði áleiðis til Khafnar, og Holger Clausen frá •Stykkishólmi, og margir fleiri. Gufubátur Asgeirs kaupmanns Ásgeirs- sonar, «Ásgeir litli», var kominn til Isafjarð- ■ar og nýbyrjaður á ferðum um Djúpið, milli Arngerðareyrar og Isafjarðarkaupstaðar, með 8 viðkomustöðum. Báturinn ber 17 smálest- ir, sama sem 100 skpd. hjer um bil, og tekur talsvert af farþegjum. Er látið allvel af honum. Hann á að halda áfram ferðum sínum um Djúpið að staðaldri til hausts (októ- berloka), þar á meðal við og við norður í Jökulfirði. Hafís varð Thyra vör við nú fyrir Strönd- um, spöng allvæna, 2—3 mílur undan landi, úti fyrir Húnaflóa, og hrafl lltilsháttar við land innar. tJr Fljótum (Skagaf.) er Isafold skrifað 3. ágúst: «Hákarlamenn eru nú að koma upp aflalausir og segja hafísinn breiða sig yfir allt Strandagrunn, vera 3 mílur uud- an Horni og 6 mílur undan Skagatá». Barðastr -sýslu vestanverðri 6. ágúst: Sama góðviðris- og hlýindatíð helzt enn í dag, en nú um nokkurn tíma hefir verið nokkur rigning með köflum, svo töður liggja enn á túnum að nokkru leyti. Um miðjan júlí voru mjög miklir hitar, allt að 16° B. eða meira í skugga um hádaginn, og langvinnir .þurkar langt fram í mánuðinn. Kringum hinn annau var mikil rigning. Hinir miklu þurkar á vorinu og fram á slátt drógu mikið úr grasvextinum, svo tún hafa orðið miklu ver sprottin en út leit fyrir í vor, og verða töður að líkindum alls eigi meiri en í meðalári eða vel það, sum- staðar í lakasta lagi, helzt á harðlendum túnum. Víða hefir brunnið til skaða af tiin- um. Slátt hefði verið mátulegt að byrja 9 vikur af sumri. Eptir það gerði grasið eigi annað en skrælna. En þá voru menn al- mennt enn í veri, og gat sláttur sökum þess eigi byrjað víðast fyr en vant er. Yfir engj- um kvarta margir líka, þótt sagt sje, að þær sjeu sumstaðar góðar. Hlutarhceð á vorinu verið í betra lagi, eink- um af steinbít. fúlskipin afla líka dável, og útlit er fyrir, að fiskur muni fást inn í fjörð- inn í haust. nlnflúenzat-veikin hefir nú geysað hjer sið- an um miðjan júní, er hún barst á Patreks- fjörð með fiskiskipi úr Hafnarfirði, og út- breiddist þaðan í allar áttir smátt og smátt. Flestir voru veikir um sláttarbyrjunina og um það leyti sem komið var úr veri. Má full- jrða, að þótt veikin hafi sumstaðar eigi lagzt onjög þungt á, þá hefir hún valdið allmiklu vinnutjóni, því að þeir, sem eigi lögðust, voru lengi margir lasnir og þróttlausir. Sum- ir lágu 2 daga, nokkrir lengur, en flestir lögð- ust eigi, en voru meira og minna lasnir. Skagafirði (miðjum) 6. ág. Veðurátta mjög góð allan júlí, óþurkar nú um tíma, og hey undir skemmdum; gras sprottið i meðal- lagi yfir höfuð. lnflúenza hefir gengið yfir sýsluna næstlið- inn mánuð; kom frá hátíðahaldinu á Oddeyri hingað með þeim, sem hjeðan fóru þangað, seint í júní, hefir ekki verið mannskæð, sár- fáir dáið, en verkatjón hefir hún mikið gert. Mjög væg hefir hún verið á börnum og gam- almennum. Eptirköst hennar, einkum lungna- bólga, hafa verið langverst. Euglsafli við Drangey í vor varð ágœtur, og fiskafli sumra mikið góður, einkum austanfjarðarins. Næst- liðinn mánuð hefir verið mikill afli vestan fjarðarins, og á Sauðárkrók, en enginn að austan. Nú er fiskurinn að ganga austur að landinu; 2. og 3. þ. m. hefir aflazt austan megin 90—100 í hlut af vænum fiski upp undir landsteinum. Hann aflazt að eins á núja síld, sem veiðist hingað til einkum á Sauðárkrók. Hvalur er ný-rekinn á Hrauni á Skaga. Skagafirði (Fljótum) 3. ágúst: «Nú í £ mánuð óþurkasamt og töður farnar að hrekj- ast, enda kvað hafísinn ekki langt í burtu. Lítið um fisk þegar róið er, en hafsíld að koma þessa dagana upp að landinu, veður þó lítið ofan sjáfar enn sem komið er. Inflúenza gekk hjer yfir sem annarstaðar og gjörði stórmikið vinnutjón, en ekki hefir hún reynzt mannskæð. Henni er nú að mestu ljett af, en mjög lengi hafa menn kennt afleiðinga af henni». Norðurmúlasýslu (Vopnaf.) 30. júlí: «Aflabrögð hafa verið hjer framúrskarandi í sumar. Við verzlun Orum & Wulff hjer er mesti af fiskinum lagður inn blautur, komin 8—900,000 pd. f>ó salta nokkrir innlendir. Inflúenzaveikin gerði hjer vart við sig, en fáa leiddi hún til bana. Veikin var mjög sóttnæm, svo að rjett hver maður, sem hing- að kom meðan veikin var mest, flutti hana með sjer um sveitina og hjeraðið». Ný lög. f>essi tvenn lög frá siðasta alþingi hefir konungur staðfest n. f. mán. : 25. Lög um styrktarsjóð handa aþýðu- fólki (prentað orðrjett f ísafold 3. á- gúst f. á.). 36. Lög um breytingar nokkrar á til- skipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn á íslandi o. fl. (sjá ísaf. 24. ágúst f. á.). f>á eru 4 lög eptir óstaðfest frá siðasta þingi, auk þeirra er synjað hefir verið staðfestingar. Ágrip af norskum fiskiveiðalögum. Lög 21. desbr. 1792 (og 23. júlí 1788 og 10. júlí 1789 fyrir Kristjáns- sand og þrándheim). 1. gr. leyfir að leggja megi þorskanet, hver sem vill, samhliða lóða- og haldfærabrúkun, allt eptir tilteknum reglum. 2. gr. bannar að leggja þorskanet nema á kvöldin, og skipar að þau skuli takast upp á næsta morgni, að viðlögðu aflatjóni og sekt. 3. gr. «|>ar eð það er misjafnt, og ómögu- legt á visan að róa með það, hvenær þorsk- urinn gengur að landi, þá er ómögulegt að ákveða með lögum tímann, á hverjum brúka skuli þorskanet, nje heldur að gefa almennar reglur fyrir, hvenær þau skuli leggjast svo, að arður eða tjón sje að ; til þess að geta gert sjer hugmynd um það, þurfa vanir og gætnir fiskimenn að athuga hrognin í þeim færafiski, sem þeir fá; þeir þurfa að athuga, hversu þau eru þroskuð, því að eptir því fer, hversu langt er þangað til að gangan stóðvast við botninn og kyrrist. Hlutaðeigandi yfirvald skal á hverju hausti útnefna 6 hina reyndustu og gætnustu fiskimenn í hverri veiðistöð til þess að vera tilsjónarmenn næsta ár. þeg- ar svo vetrarvertíð byrjar næsta ár, þá ákveða tilsjónarmennirnir og koma sjer saman við íbúa sinnar veiðistöðvar um, hvenær brúka megi þorskanet. Hver sá fiskimaður, sem ekki hlýðir tilsjónarmönnum, heldur leggur þorskanet fyrir þá tíð, sem tilsjónarmenn hafa til tekið, skal missa afla sinn eg borga 10 ríkisdala sekt». Lög 13. sept. 1830 (Finnmörk) 1. gr. í hverri veiðistöð skulu vera til- sjónarmenn; tala þeirra fer eptir því, hversu mörg skip komast að að róa frá þeirri veiði- stöð ; og fer tala skipanna aptur eptir víð- áttu þess sjáfarsvæðis, sem tilheyrir veiði- stöðinni; skal einn tilsjónarmaður settur yfir hver 6 skip, sem róa með ióð, Jog einnj yfir hver 9 netaskip. 2. gr. Formennirnir kjósa þessa tilsjónar- menn, hverjir í sinni veiðistöð. Undir eins og 20 skip eru komin til sjóróðra í einni veiðistöð, skulu kosnir tilsjónarmennirnir; en sjeu skipin færri, þá koma formennirnir sjer saman við yfirtilsjónarmann fiskiveiðanna um, hvernig haga skuli fiskiveiðunum, og hvenær megi fara að leggja net. 3. gr. Tilsjónarmennirnir eru kosnir á ári hverju; enginn er skyldur að taka við kosn- ingu lengur en 2 ár í senn; en að öðru leyti getur enginn skorazt undan kosningu, að við- lögðum dagsektum. 5. gr. í hverri veiðistöð útnefnir yfirvald einn yfirumsjónarmann. 6. gr. Formaðurinn fyrir hverju skipi seg- ir í byrjun vertíðar yfirumsjónarmanninum í þeirri veiðistöð, þar sem hann ætlar að róa, til sín, og tjáir honum, hvert veiðarfæri hann ætlar að brúka. Yfirumsjónarmaður heldur bók, löggilta af yfivaldinu, og innfærir hann í hana nafn og heimili allra þeirra formanna, sem róa frá hans veiðistöð. Að viðlögðu afla- tjóni og sektum má enginn fara að stunda

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.