Ísafold - 27.08.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.08.1890, Blaðsíða 1
Kemui út í miovikudógum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 k'. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin \ ð áraraót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. "—"fr.h XVII 69. Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst. 1890 Nýmæli um sveitarútsvars-skyldu. í haust má beita í fyrsta sinn nýmælum frá síðasta alþingi, er hlutu lagastaðfesting 9. ágúst f. á., um aukna útsvarsskyldu í sveitum. J>au eru kölluð lög um viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyting á sveitarstjórn- artilskipuninni frá 1872. |>ó að lög þessi sje lítil fyrirferðar, þá eru þau samt ekki svo þýðingarlítil, og mikils vert, að þau verði rjett skilin frá upphafi og að þeim verði ekki misbeitt á neinn hátt. Baunar hafa samkynja fyrirmæli verið lengi nokkuð í lög- um í hinum örfáu kaupstöðum landsins : Beykjavík, ísafirði og Akureyri; en allir aðrir verzlunarstaðir landsins hafa verið fyrir utan þá löggjöf, með því að þeir eru að eius partur af einhverjum hrepp, og auk þess eru þessi lög nokkuð víðtækari en kaupstaða- lögin. f>að er raunar fremur orðabreyting heldur en efnisbreyting frá því sem áður var, sem segir í hinum nýju lögum, að niðurjöfnun (sveitarútsvara) eptir efnum og ástæðum nái til »allra þeirra, er hafa fast aðsetur í hreppn- umi, I næstu lögum á undan er þetta orð að svo, að jafna skuli á »alla þá, er eiga lögheimili í hreppnum«, og mun það vera hjer um bil hið sama. þ>ó getur verið, að ákvæði nýju lagauna sje fullt eins skýr, þótt þau sjeu lakari íslenzka. |>ess munu vera dæmi t. a. m., að lausamenn hafi reynt að smeygja sjer undan sveitarútsvari, með því að látast eiga lögheimili annarsstaðar en þeir höfðu rauuar fast aðsetur mestan hluta árs, væru þar þyngri sveitarútsvör: ljetu hreppsnefnd- ina í lögheimilishreppnum, sem þeir vildu vera láta, gefa sjer vottorð um, að þar ættu þeir lögheimili og þar gyldu þeir til sveitar, til þess að hafa sig þar með undan útsvari í dvalarhreppnum. Nú er naumast hægt að koma við slíkum lögkrókum. En í sambandi við þetta atriði er ástæða til að minnast þess, að hin nýrri löggjöf, bæði lögin frá 1880 og þau frá 1889, veitir skýlausa heimild til að leggja sveitarútsvar á hvert maunsbarn í hreppnum eða verzlun- arstaðnum (innanhrepps), ef það hefir efni og ástæður til, að dómi hreppsnefndarinnar og yfirdórni sýslunefndar, ef málinu er þang- að skotið. Gildir einu, hverrar stjettar mað- urinn er, hvort heldur búandi eða búlaus, sjálfs sín eða vinnuhjú, ungur eða gamall; þeir eru allir útsvarsskyldir, ef efni leyfa. Baunar stóð í sveitarstjórnarlögunum frá 1872, að leggja mætti á »alla hreppsbúa«, og gat það vel þýtt sama um »alla hrepp3menn«, þ. e. hvert mannsbarn í hreppnum. En laga- menn og yfirvöld skyldu það orðatiltæki svo, sum að minnsta kosti, að þar með væri átt við hið sama sem segir í fátækrareglugjörð- inni frá 1834: »hreppsins innbyggjara .... sem löglega eru sjálfs sín«. Hefðu þá t. d. vinnuhjú átt að vera undanþegin iitsvars- skyldu, enda muh þeirri reglu hafa verið fylgt víða í framkvæmdinni. Nú er því skorið úr þeim vafa afdráttarlaust. Er því engum manni til nokkurs hlutar að bera sig upp undan sveit- arútsvari fyrir þá sök eina, að hann er vinnuhjú éða á ekki með sig sjálfur. Hitt er annað mál, að sveitarstjórnir munu varla svo ósanngjarnar, að fara að leggja útsvar á vinnufólk, sem ekkert hefir af að gjalda nema afskammtað kaup sitt, eins og það er al- gengast. |>að er því að eins, að vinnufólk eigi eitthvað til, meira en fötin sem það stendur í, eða hafi einhver óvenjuleg vildar- kjör, — það er því að eins ástæða til að leggja á það ; því að eins getur það álitizt hafa »efni og ástæður« til að gjalda eitthvað til sveitar, og hefir það líka opt allt eins vel og margur fátækur bóndi og fjölskyldu- maður, sem ber sína byrði af sveitarþyngsl- unum. fesaarar reglu er þannig hjer minnzt ekki vegna þess, að hún sje ný-tilkomin, heldur af því, að margir almúgamenn lifa enn í hinni gömlu trú, að þeir, sem ekki eiga með sig sjálfir, sjeu að lögum undanþegnir útsvars- skyldu. Koma þrásækilega fyrirspurnir um það atriði, og er þess vegna engin vanþörf á að skýra það hjer um leið. f>að sem nýtt er í lögunum frá í fyrra, það er hin skýlausa heimild til að leggja sveit- arútsvar á »d jörðit eða jarðarhluta og á fast- ar verzlanir og aðrar arðsamar stofnanir og fyrirtæki í hreppnum, er sjeu rekin að minnsta kosti 4 mánuði af gjalddrinu, pótt eigendur þeirra eigi hafi þar fast aðsetur*. Á verzlanir í kauptúnum, utan kaupstað- anna 3, var raunar alsiða áður að leggja sveit- arútsvar, þótt eigendur ættu heima utan hrepps. En vafasamt þótti jafnan, hvert full lagaheimild væri til þess, og loks kom þar fyrir tveimur árum, að landsyfirrjettur kvað upp dóm, er taldi einn útlendan verzlunar- fast aðsetur«. En þingið skaut inn í þeirri viðbót, að einnig mætti leggja á »ábúð á jörðu eða jarðarhluta«, þótt eigendur sjeu utan- hrepps. f>að munu vera þó nokkur dæmi þess, að menn hafi með jarðir eða jarðarparta í öðr- um hreppi, ekki sízt íbúar kaupstaðanna, og munu hlutaðeigandi hreppsfjelög verða því harla fegin, að geta náð í sllka menn til að leggja á þá sveitarútsvar. |>eim hefir sárnað það, að utanhreppsmenn gátu lagt þar jarðir í eyði, þ. e. rakað heim til sín öllum arði af þeim sjálfir, án þess að halda þar uppi öllum lögskilum. Hreppsmönnum hefir blöskrað, að sveitarfjelagið skyldi litlar sem engar tekjur geta haft af ef til vill beztu jörðinni eða beztu afjörðunum í hreppnum, þar sem utanbrepps- eigandinn annaðhvort hafði hana beinlínis með sjálfur að öllu leyti, eða hafði þar þvögu af kotungum við sveit, á rúðu landinu, þar sem hann hafði sjálfur undir öll helztu hlunn- indi og gæði jarðarinnar. Nú fá þeir rjettan hlut sinn í þessu atriði, og væri ef til vill ekki vanþörf á, að minna þá á, að gæta alls hófs í hagnýting þeirrar rjettarbótar. Lögin sjálf binda og álögurjettinn þeirri sjálfsögðu takmörkun, að gjaldið á tekjustofna utanhreppsmanna eigi að »samsvara útsvar- inu eptir efnum og ástandi, eptir því er hæfa þykir eptir árlegri veltu og arði, án þess að tillit sje haft til annara tekja eða eigna þess, sem í hlut á«. |>ar næst ber þess að gæta, að ekki er heimild til að leggja á nema »á- búð« jarða eða jarðarparta. Jpað er ekki hægt að leggja á ítök, sem menn eiga á jörð- um, eða önnur hlunnindi. Orðið »afnot« var fyrst haft í frumvarpinu; en af því að það þótti of víðtækt og hætt við að þar kynnu menn að vilja fela í hlunnindi og þess háttar, sem ekki var tilætlunin, þá var því orði breytt í »ábúð«, til þess að taka af allan vafa. Annað nýmæli í lögunum frá í fyrra er það, að hafi maður haft fast aðsetur á árinu víðar en á einum stað, sitt á hverjum tíma og sitt í hverju sveitarfjelagi, þá má ekki leggja hærra gjald á hann á hverjum stað, en samsvari þeim tíma, er hann hefur haft þar fast aðsetur. f>ó má ekki dvalartíminn á hverjum stað vera mjög stuttur, ef hann á eiganda lausan við útsvarsskyldu, sem stóðíað hafa sveitarútsvarsskyldu í för með sjer raunar nokkuð sjerstaklega á með. En dóm- ur þessi varð samt tilefni til þess, að áminnzt lög voru samin og samþykkt. Var í frum- varpinu, frá stjórninni, ekki ætlazt til, að út- svarsskyldan næði nema til »fastra verzlana og annara arðsamra stofnana og fyrirtækja, er væru rekin að minnsta kosti 4 mánuði á »fast aðsetur í hreppnum skemmri tíma en 4 mánuði kemur ekki til greina«. J>að kemur ekki til greina, þótt þeir, sem eiga heima í sjópláss- um, fari í kaupavinnu á sumrum og sjeu í henni fulla 4 mánuði í sömu sveit, nje þótt sveitamenn sjeu við útróðra á einhverjum stað 4 mánuði af árinu. Slíkt er ekki ann- gjaldárinu, þótt eigendur þeirra eigi hafi þar'að en bráðabirgðardvöl, til að leita sjer at-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.