Ísafold - 27.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.08.1890, Blaðsíða 2
Í174 vionu, og getur engan veginn heitið »fast að- setur«. Var það tekið greinilega fram í um- ræðunum á þinginu, enda liggur það og í aug- um uppi. Fá lagafyrirmæli taka meir til almennings en sveitarstjórnarlög, og af þeim verða menn einna mest og átakanlegast varir við ákvarð- anirnar um álögur í sveitar þarfir. f>ær þurfa því að vera almenuingi vel kunnar og ljósar^ og er einkanlega mikilsvert, að nýmæli í þeirr1 grein sjeu rjett skilin og þeim rjettilega beitt. Sjóhrakningur. Steinolla bjargar lífi skipshajnar. Mjög merkur og skilvís maður í Eangár- vallasýslu ritar Isafold 6. þ. m. á þessa leið : »Að morgni hins 1. þ. m. lagði bátur undan Eyjafjöllum út til Vestmanneyja með hjer- aðsprófastinn, síra Kjartan Einarsson, til visitazíuerindagjörða; formaður var Stefán Guðmundsson ft:á Mið-Skála. Útferðin sóbtist seinlega, því kaldi stóð af Eyjum. Eptir nál. 3 kl. stunda dvöl í Eyjunum fóru skip- verjar 8 að tölu til baka kl. 7 um kvöldið ; veður var spakt, en talsverð rigning komin og dimmt lopt og drungalegt. þegar komið var austur fyrir austur-eyjarnar, gekk hann til austurs með stormi og regni. Samt sem áður var haldið áfram inn eptir til lands við nauðbeit í þeirri von, að sjór mundi vera dauður ; en þegar undir sandinn (Eyjafjalla- sand) kom, var hann albrimaður, Eyjar byrgðar af þoku og regni og næturskuggi kominn á allt saman, sjó og land. Slógu skipverjar þá undan út með brimgarðinum, því ókleyft var að halda sjer við, og köstuðu út 6 klyfjum af kolum og salti, til að geta betur varizt áföllum. Svo leið og beið, þar til morgna tók og þeir fóru að sjá á ný, hvað sjónum leið. Sýndist þeim þá sama og áður: alstaðar ólendandi, og hjeldu enn undan þar til þeir tóku það ráð, að vera viðbúnir á siglingu, ef einhver læging sæist á brimgarð- inum á einum stað fremur öðrum, að beygja þá af og tefla á tvær hættur og sigla upp í sandinn, til heims eða helju, og var það loks afráðið fram undan Skúmstöðum í Út-Land- eyjum, og á meðan á þvi stóð, að sigla upp í sandinn, var dreift út 8 pottum af steinolíu. Lendingin tókst ágætlega; því olían lœgði svo vel sjóganginn og brimið, að báturinn hreppti engan fallsjó. |>etta dæmi er eitt með öðrum eptirtekta- vert fyrir sjófarendur, til þess að vanrækja ekki að hafa innanborðs olíu eða lýsi á sjó- ferðum«. var leitt, út á rneðal almennings, þá er ekki að undra, þó það hlakkaði í honum görnin, við að þefa svo feita krás. Eptir látlaust krunk frá því í haust, var svo, þegar voraði, flogið af stað til Eyjafjarðar, síðan valhoppað út um allar sveitir að hverjum skjá, og krunkað ákafar en nokkru sinni fyr : Kjósið þið nú mig — munið þið ekki, hve auðmjúk- lega ]eg hef krunkað til ykkar í allan vetur og jeg skal leika fyrir ykkur allar mínar listir — þið heyrið, að jeg get þó að minnsta kosti krunkað — hver veit nema jeg geti kroppað og klórað líka. -—• »Viljinn« minn, sem jeg hef kostað þeim ógrynnum upp á og gargað mig nærri hásan í, er nú að drep- ast út af í hor — hafið þið þá hjarta til að neita mjer — bara þetta eina þing — krunk, krunk! — Sumir kunna að hafa orðið hrifnir fyrir krumtna, svo sem »nokkrir kjósendur« 1 Norðurljósinu 7. blaði, dags. 29. júlí, enda »eru sjaldsjeðir hvítir hrafnar#, en flestum mun þó hafa þótt gustuk, að vera miskunn- samari en bóndinn, sem sagði, þegar krumm- inn kom á skjáinn: »J3urtu farðu, krumminn leiður«; en þess skal þó getið, að það var fjöldi manna, sem þótti lítill heiður að krumma, og vildu ekkert með hann hafa að sýsla. En sem kunnugt er, krummi hremmdi krásina, og þá var ekki lengi að breytast í honum röddin. Nú var ekki lengur í honum sultarhljóð. Nú belgdist hann allur upp og leikur nú þegar allar sínar listir, galar, krunkar, geltir, hrín, gargar, kroppar, klórar. Bara að ekki fari nú fyrir krumma eins og froskinum, sem ætlaði að verða stór, þandi sig og — sprakk. Einn að utan. Krumminn á skjánum. Nú er krunkað í »þjóðviljanum« og það meir en nokkru sinni fyr, enda er slíkt engin furða. þegar krummar eru soltnir, kemur í þá eymdarrödd, er kallast sultarhljóð, en þegar þeir svo fá feitan bita, vita þeir opt og^einatt varla, hvernig þeir eiga að krunka yfir krásinni. Fágætt mun það, að krummar sjeu í mannsmynd, en þar eð »f>jóðvilj.« ber þess nú ótvíræðan vott, þá getum vjer ekki neitað því lengur. I allan vetur gekk ekki á öðru en krunki til Eyjafjarðar bæði í »f>jóðvilj.« og utan hans. þar þóttist »f>jóð- vil]'a«-krummi sjá krás eina mikla, og þareð hann að sögn var orðinn grindhoraður af að koma gargi sínu að undanförnu, sem öllum Barðastr-sýslu sunnanv. 19. ágúst : Veðurátt þurkasöm og beldur köld í júní- mán., þó stöku dag væri sumarhiti, frá 20—30 st. á E. móti sól, og hjelzt það fram í miðj- an júlf, optast austnorðan. f>ó veðrið stöku sinnurn gengi til suðurs, stóð það ekki leng- ur en einn eða á annan dag; þá norðan aptur. Eptir miðjan júlímán. brá heldur til sunnanáttar og óþurka með talsverðri úrkomu á milli. Síðast í mánuðinum voru þó góðir þerridagar, svo almenningur náði inn töðum að nokkru, og á stöku býlum al- hirtu menn hana. Framan af þessum mán- uði óþerrar og stundum mikil úrfelli, optast landsunnan eða útsunnan. Um miðjan þenn- an mánuð, 14.—15., var austnorðan slag- og stórviðri. Síðan þerrir og gott veður þessa daga, sem mönnum er mjög hagfellt því allur engjaheyskapur er úti og sumstaðar; nokkuð af töðum líka, þar lítið hefir náðzt inn nú í 3 vikur. Grasvöxtur varð á túnum í góðu meðal- lagi. Sumstaðar fór þó að brenna af í þurk- unum, því ofseint var farið að slá, ekki fyr eu í miðjum júlí, og orsakaðist það af veik- leika fólks af kvefsóttinni, sem þá geisaði hjer um pláss. Engja-grasvöxtur var miður, þar til votviðrin komu eptir miðjan júlímán.; hafa þær mikið sprottið síðan, svo nú mega þær líka heita í góðu lagi, og gengur nú heyskapur vel áfram hjá fólki, og óhrakin hey nást nú öll inn þessa daga. Mjög hefir verið veikfelt á þessu tímabili í þessu plássi, af inflúenza-sóttinni, sem er nauðalík þeim illkynjuðu kvefsóttum, sem hjer gengu opt áður. Var eignað, að ferða- Imenn hefðu komið með hana úr Eeykjavík, sem komu með júní-strandferðinni til Flat- eyjar. Gekk sótt þessi hjer öll pláss og heimsótti að kalla, hvert býli; og þó hún yrði ekki hjer mannskæð, gjörði hún mesta hnekki vorvinnu almennings og ferðalögum og aðdráttum, sem bíða urðu fram í sláttar- byrjun, því þó fólk lægi ekki rúmfast nema nokkra daga, var veikfeldnis- slen og þrótt- leysi í öllum svo lengi á eptir, að ekki gátu verið við áreynslu eða lúavinnu, og sumir segjast ekki jafngóðir enn. Ekki dó neinn úr kvefsótt þessari nema 1 bóndi í Geiradal úr lungnabólgu eptir hana. Mannskæðust varð hún á einum bæ, Hvalsá í Tungusveít f Strandasýslu. |>ar dóu 3 af 5 fullorðnum, sem voru þar til heimilis fyrir utan börn. Var kennt um þröngum og slæmum húsa- kynnum, svo andrúmslopfcið í þeim hefir orðið pestkynjað. X)ala3yslu 9. ágúst: Tíðarfar er gott, og gras- vöxtur tremur góður, en sláttur bjTrjaði í seinna. lagi vegna ivflnenzasýkinna/r, sem kom hjer á óhenf.ugasta tíma, í sláttarbvrjun og gjöði algjört. verkfall á flestum heimilum í hálfan mánuð og sumstaðar lengur. Nú er hún um garð gengin; en ]>ó lig-gja stöku menn enn þá í eptirköstum hennar, en allur þorri fólks er mjög maguþrota og epiir sig eptir veikina, gjörir það eigi lítinn hnekki í heyskapnum. TJr veiki þessari dó margt. af fóllci, í Garpsdalssókn dó einn bóndi, Jðhann- es Jónsson í Gautsdal, nÝlega fimmtugur, móður- bróðir sira Jóns Arasonar á þóroddstað, og gam- all maður, Helgi Guðmundsson, fyrrum bóndi á Keykhólum, 83 ára. í Laxárdal dóu miðaldra hjðn í Gröf, bóndi á Fjósum, tæplega þrítugur, og bóndakona í Sólheimum; og í Miðdölum þar á borð við. Við Steingrímsfjörð dóu 3 á einum bæ Hvalsá,. bóndinn, ráðskona hans og uppeldissonur. Flest. dó þetta fólk úr lungnabólgu11. Póstskipið Laura lagði af stað hjeðan áleiðis til Khafnar aðfaranótt hins 24. þ. m. og með henni mjög margir farþegjar. Til Vestmannaeyja sýslumaður Aagaard og Iudriði Einarsson revisor, í kosningarerind- um. Til Englands Eustace Hill hershöfðingi, er verið befir hjer um tíma í sumar við laxveið- ar vestur á Mýrum, og 2 vesturfarar. Til Khafnar amtmannsfrú Eagnh. Christian- son með fósturdóttur sinni frk. Elínu Tómas- dóttur, frk. Sigríður Jonassen, frk. Solveig Thorgrimsen, kaupmaður H. Th. A. Thomsen, faktor O. Norðfjörð frá Keflavík, læknaskóla- cand. Gísli Pjetursson, stúdentarnir Jón Helga- son, er kom hingað í sumar frá Höfn snöggva. ferð, Aage Schierbeck, Arni Thorsteinsson, Gunnar Hafstein, Haraldur Níelsson, Helgi Jónsson og Kristján Kristjánsson, Svenson, sænskur múrari (frá Olfusárbrúnni), jporvarð- ur þorvarðarson prentsveinn, nokkrir skip- brotsmenn frá »Asta« í Keflavík, o. fl. Enn fremur Kriíger lyfsali alfarinn tii K.hafnar. Strandferðaskipið Thyra fðr einnig af stað hjeðan aðfaranótt hins 24. þ. m. vestur fyrir land og norður, og með því all- margir farþegar, þar á meðal Tryggvi Gunn- arsson kaupstjóri til Akureyrar, að afloknu starfi sínu við Olfusábrúna í sumar, kaupm. J. Yídalín með konu sinni til Austfjarða, Páll P. Eggerz með kojnu sinni til Stykkis- hólms, o. fl. Tíðarfar. Kuldasamt hefir verið í meira lagi nú um tíma, frost á nóttum stundum. Annars góð tíð og gengur heyskapur dável; þurkar sæmilegir öðru hvoru og nýting því góð. Getið er um mjög mikið töðufall sum- staðar, og hefði þetta sumar orðið fyrirtaks- heyskaparsumar, ef ekki hefði kvefsóttin gert svo mikinn vinnuhnekki sem hún hefir gerb um land allt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.