Ísafold - 30.08.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.08.1890, Blaðsíða 2
«78 auki bætist eigi ofan á. Hefði eigi verið ó- Banngjarnt, að ætla þeirn lítilsháttar styrk í því skyni, — leyfa þeim t. d. að nota til- tekna upphæð af þjónustufrímerkjum til meðalasendinga handa sjer með póstum. Hitt væri almenningi miklu hagfeldara, að póstgöngurnar væri bæði tíðari og víðtækari en er, — póstgöngur með brjef og blöð; blöð- in eru raunar ekki annað en prentuð brjef. f>ær hafa að vísu verið auknar nokkuð hin síðari árin; en þær framfarir hafa samt verið býsna- seinfara. En hvað sem því líður, þá er nú ráð að muna eptir, að nota póstana sem rækilegast aður en veturinn gengur i garð og þar með hið afarhda burðargjald fyrir lokaða póst- böggla. Miltisbruninn. Óþokkagestur þessi mun þegar flestum vera kunnur hjer á landi að minnsta kosti : nafninu til. En samt sem áður lítur svo út, sem almenningur standi ráðalaus uppi f hvert sinn, sem hann kemur fram í fjenaði þeirra, og virðist sú hafa orðið raunin á núna í seinast í Olfusinu. þó er þess getið, að JakobArna- son í Auðsholti, á næsta bæ við Arnarbæli, hafi reynt að verja kýr sínar með því að þvo þær allar upp úr karbólvatni; hann brá þeg- ar við og útvegaði sjer það. Beyndar er ekki svo hægt að byrgja sig upp að sótt- varnarmeðulum, svo dugi, þegar bráðan ber, að því hjeraðslæknarnir munu flestir ekki vera byrgari að þeim en þarf handa mönn- unum; mun þó mönnum geta staðið háski af sótt þessari, ef óvarlega er að farið, þar sem reynsla hefir sýnt, að öll dýr með heitu blóði, þ. e. spendýr og fuglar, geta sýkzt af veik- inni, t. d. ef blóð úr sjúkri skepnu kemst í sár eða skeinu á heilbrigðri, og munu dæmi til, að það hafi orðið mönnum að bana hjer á landi. Miltisbruninn hefir að sögn fyrst gert vart við sig hjer á landi í Miðdal í Mosfellssveit í marzmánuði 1866, enda drápust þar 20 stórgripir á fáum dögum. Síðan hefir sýki þessi stungið sjer niður ár eptir ár hingað og þangað, og þá sjaldan, er menn hafa þótzt geta vitað, af hverju hún hafi kviknað, hefir orsökin verið sú, að útlendar húðir hafa ver- ið bleyttar í vatni (pollum), þar sem skepn- ur komust að, og þær drukkið af vatninu. Jón Hjaltalín landlæknir gat þess einhvern- tíma á prenti, að maður nokkur á Frakk- landi hefði tekið eptir því, að þó hann missti margar kýr hvað eptir annað úr miltisbruna, þá lifðu þær þó jafnan, er stóðu þeim megin í fjósinu, þar sem kalkaður var veggurinn; tók hann því það ráð, að kalka innan allt fjósið, svo kýrnar gætu alstaðar sleikt kalkið, og við það hvarf pestin úr fjósinu, enda er kalkið talið eitt af varnarmeðulunum gegn sýkinni, og ættu flestir er geta komið því við, að láta veggina í fjósinu að neðanverðu vera kalkaða, til þess kýrnar gæti sleikt það í sig. í öðru lagi ætti ekki að bleyta hinar út- lendu húðir, sem jafnan geta haft sýkina í sjer fólgna, öðruvísi en í kalkvatni, karból- vatni eða klórvatni. En auðvitað væri þó ennþá betra, að efla nautgriparæktina svo, að ekki þyrftijað kaupa útlendar húðir, sem geta falið í sjer banvæna sjúkdóma fyrir menn og skepnur, eða þá að farga minna af sauðskinnum úr landinu. Jafnvel þó ýmsir kunni að vita, hvaða sótt- varnir eigi að hafa gegn miltisbrunanum, er þó «ekki góð vísa of opt kveðinx, þótt hjer sje tekin upp ráðlegging Snorra sál. Jóns- sonar dýralæknis gegn henni, sem er prent- uð í Sæmundi fróða 158.—159. bls. »Undir eins og miltisbruni gjörir vart við sig einhversstaðar, eiga menn tafarlaust að tilkynna hlutaðeigandi yfirvaldi það, til þess að reglulegar ráðstafanir gegn sýkinni verði framkvæmdar hið bráðasta. f>að setn nú ríður á, að þegar sje gjört, er, að greina stranglega hina grunuðu gripi frd hinum heil- brygðu, og gæta þess nákvæmlega, að engar gripa-samgöngur sjeu við bæ þann, er sýkin hefir gjört vart við sig á; eins verður maður og að varast, að fara með hesta frá hinum grunaða bæ á mannamót (til kirkju, í kaup- stað o. s. frv.). þeir gripir, er drepast úr fárinu, eiga að grafast vel % jörðu með húð og hári og er gott að láta kalk, ef það er til, ofan á skrokkinn í gröfina. Kryfji maður gripinn, til að sjá afbrigðin innan í honum, verður maður að gæta þess, að blóð kotnist hvergi þar að, er maður hefir sár eða bólu á hörundinu; því komist blóð úr pestdauðum grip í opið sár, getur maður hlotið þar af bráðan bana. Maður á og að þvo sjer vel á eptir, helzt úr klórvatni eða karbólvatni. Blóðbœlið, þar sem gripurinn hefir verið gjörð- ur til, á að hreinsast með því, að brenna heyi á jarðveginum og hylja hann svo með heitri ösku; gott er og að bera þar á kalk, sje það fyrir hendi. Fjósið, og önnur hús, sem gripirair hafa verið í, á að svælast inn- an með klórkalksgufu og brennisteinsreyk. Klórkalkið er viðhaft á þann hátt, að mað- ur lætur sem svarar einni matskeið af því í leirbolla, hellir þar á rúmri matskeið af mik- ið þynntri brennisteinssýru og hrærir svo í með trjespaða. Bollann setur raaður innar- lega í fjósið (eða hús það, sem svæla á) og byrgir vel til glugga og dyr, svo gufan leggi eigi út. Brennisteininn (Stangsvovl) viðhefur mað- ur á þann hátt, að hann er látinn á hellu og muldur ; er þá bezt að kveikja á honum með því, að leggja góðar viðarkolaglæður á brennisteinsmolana. Klórkalkið og brenni- steininn má við hafa jöfnum höndum, og á það að ítrekast nokkrum sinnum. Karbólsýru viðhefir maður á þann hátt, að maður lætur 1 lóð af henni í einn pott vatns. Úr karbólvatni þessu þvær maður alla hina grunuðu gripi og gefur þeim inn af því sem svari 1 pela hverjum fullorðnum grip. |>etta má og ítreka með nokkru milli- bili. Jdrnvitriol er og pestverjandi, og við hefir maður það til að láta f flór og fjóshaug, en æði mikið þarf af því, ef duga skal. Til að varna veikinni er og reynandi, að taka gripunum blóð á hálsæðinni; en eigi veit- ir af að tveir pottar eða meir sjeu látnir blæða úr hverjum fullorðnum grip, ef duga skal. Verði því viðkomið, eiga menn að flytja gripina í annað hús, og annaðhvort rífa fjós- ið (eða húsið) niður til grunna, og byggja það upp á öðrum stað, eða þá að láta það standa autt í langau tíma. Sje reglum þessum fylgt nákvæmlega og sóttvarnarmeðulin rjett viðhöfð og iðulega, mun, eptir reynslu þeirri, sem jeg hef haft í þessu efni, bráðum taka fyrir sýkina, end& mun varla hætt við, að hún breiðist þá át«. Bjargráðamál. Samkvæmt fundarboði birtu áður í ísafold þ. m. var Bjargráðardeildar-fundur settur í Hafnarfirði í gær, en þar sem aðeins 5 nefnd- armenn sóttu fundinn, var ráðið að stofna til fundar aptur í Hafnarfirði 11. sept. n. k., því einsog fundurinn áleit breyting á netalögn og netalínu nauðsynlega, eins áleit hann og ómis8andi að bjargráðanefndir athuguðu vel uppástungu kaupmanns herra |>. Egilssonar í Hafnarfirði að afnema alla þorskaneta brúk- un í öllum Faxaflóa að minnsta kosti um- næsta 5 ára tímabil, sem er verulegt sjómanna- mál, og það mjög aðgæzluvert. Er því aptur skorað á bjargráðanefndirnar- að senda menn á hinn fyrirhugaða deildar- fund í Good-Templarahúsinu í Hafnarfirði þ. 11. sept. n. k. kl. 12 á hád. p. t. Reykjavík JQ. ágúst 1890. O. V- Gíslason. Sullaveikin og hundarnir- Herra ritstjóri! Viljið þjer gjöra svo vel að taka grein þá, er eptir fer, í blað yðar. Fyrir skömmu dó hjer á sjúkrahúsinu unglingur, yfirkominn í sullaveiki, og auk þess hafði hann geitur. það var einstaklega, greindur drengur, og bað jeg hann í byrjun legunnar að skýra mjer frá, við hver kjör hann hefði lifað að undanförnu. Hann sagði mjer svo frá : »Seint um veturinn 1881 var mjer komið« — drengurinn var á sveit —- »upp að S.; svo hjet bærinn. Jeg var undir eins látinn í bæli, sem lítið var í af rúmfötum, en í þess stað var fjörgamall hundur látinn liggja í bælinu líka; mjer þótti það ekki gott, því mikill óþefur var af hundinum, sem nærri má geta, því hann var heyrnarlaus og nærri blindur ; og þarna var jeg þangað til seiut um vorið, en kenndi mjer þó ekki nokkurs mein3. Síðan var jeg fluttur í kot, sem hjet K—g. þar voru hjón og einn strákur, sonur þeirra; jeg var látinn sofa hjá honum, og var það lítið betra en að vera í bælinu hjá kerl- unni á S., því strákur hafði óhreint höfuð og ljet hund liggja til fóta sinna. Jeg var- þar árið ; sumarið eptir fór jeg að fá fjarska- verki og tók að gildna. Jeg kvartaði un> þetta, en var svarað, að þetta væri grautar- vömb! Svo var jeg látinn fara í smalamennsku og varð jeg að gegna því verki stundum með óþolandi kvölum, svo jeg varð að leggjast niður úti á víðavangi, þar til kvölunum ljetti; síðan hefir veiki mín farið sí-vaxandi«. Nú hvílir þessi drengur í gröf sinni hjer í kirkjugarðinum, eptir allar hinar miklu þjáningar. Hjer er eitt dæmi þess, hvernig opt og tíðum er farið iila með fátæka unglinga, sem eru á sveít. Enginn efi getur á því leikið, að drengur þessi hefir fengið sullaveikina af hundunum, sem voru látnir liggja í rúminu hjá honum, og geiturnar af syni hjónanna í K.—g. Mikið mega þeir hafa á sinni sam- vizku, sem með þessari illu meðfórð á drengnum hafa beinlínis verið valdir að dauða hans. Jeg hefi aldrei krufið neinn sullaveik- an mann, sem hefir verið eins illa útleikinn af sullaveikinni, því sullamergðin skipti þús- undum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.