Ísafold - 03.09.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.09.1890, Blaðsíða 1
Kemur át 4 nuðvikadögum oe laugsirdögum. Verð árgangsine (I04arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan jnlímánuð. ÍSAFO Uppsögn (íkrifleg) bundin » ð átaruót, ógild nema kotnm 8)! tilntgefanda fyrir i.okt. Aí- greiðslust. í Austwstræti H. XVII 71. Reykjavík. miðvikudaQsnn 3. sept 1890 Sparisjóðir, Ábyrgðarhluti er það mikill, ef góðœris- kafli sá, sem nú stendur yfir, líður svo á enda, að landið taki ekki talsverðum stakka- skiptum að því er efnahag almennings snertir. pjóðin á aðvera og er raunar að mörgu leyti bet- urvaxin því nú en fyrrum, að færa sjer góðæri vel 1 nyt; en hún þarf líka að muna eptir því, hafa það sífellt fyrir hugsskotsaugum, að undir því er framtíð landsins komin, að góðu árin sjeu vel notuð, með atorku og iðjusemi, ráðdeild og fyrirhyggju. I hörðu árunum hlýtur baráttan við náttúruna að vera fremur vörn en sókn ; í góðu árunum á hún að vera sókn, en ekki bara vöru. I góðu árunum má ekki láta sjer lynda að berjist í bökkum. pað ma til að hugsa hærra. »Vex hugur þá vel gengur«. f>ann hug ríður á að glæða sem mest og láta hann geta af sjer hæfilegar framkvæindir. Að hörð ár koma á eptir góð, er eins víst og að vetur kemur eptir sumar, nótt eptir dag. En þá er of seint að iðrast þess, að hafa legið á liði sínu meðan vel áraði. jpá er erfitt að afla sjer hagsældar, þótt viljaun bresti eigi. pað er sem betur fer óalgengt, að menn hugsi um að »njóta lífsins« þegar vel lætur í ári a þann hátt, að leggjast beinlínis í leti og órnennsku. jpeir stunda vinnu sína við- líka þá og endrarnær, en taka því fegins hendi, sem eðlilegt er, að erfiðismunirnir verða nokkuð minni. Avirðingin er ekki sú, þar sem því er að skipta, að veujuleg vinnu- brögð sjeu vanrækt, af værugirni eða þess háttar, heldur hitt, að minna er unnið en skyldi að nýjum framkvæmdum, nýjum vinnu- brögðum, um fram það sem við verður komið i harðærum, og í annan stað óspilsemi og glysgirni gefinn lausari taurnur. Dável hefir að vísu vottað fyrir jarðabóta- framkvæmdum hingað og þangað um land þessi síðustu missiri, að því er kunnugum segist frá og skýrslur herma. En þó mun hitt því miður enn miklu algengara, að alls ekkert er átt við þess háttar. Fynr hvern einn bónda, sem notar hagstæðan vortíma eða haust til þess að bæta eptir megni ábýli sitt, eru tveir eða fleiri, upp og niður, sem b.afa alveg sömu háttsemi Jþá eins og þegar veðráttan fyrirmunar öllum slíka iðju. Svona mun vera eða þessu líkt víðast um land, þótt út yfir taki þar sem hægast er að ná til sjóar og fylgt er því uálega undantekn- ingarlaust hinu gamla afdæmislega ráðlagi, að láta hinn vinnandi lyð liggja í veiðistöðum meira en hálf-iðjulausan mánuðum saman, hvort sem það gefur nokkurn arð af sjer eða ekki neinn. TJm óspilsemi og eyðslu er nú að vísu sjálfsagt engin ástæða til að bregða vorri þjóð í meira mæli en ýmsum öðrum þjóðum. En kunnugt er það samt, að miklu eru grannar vorir, er eiga viðlíka óblíða náttúru við að búa og vjer, sparneytnari og harðbýlli við sjálfa sig, sem sje Norðmenn, Skotar og Færeyingar. Og í annan stað er þess að gæta, að vjer höfum helzt til lítið enn af hinum ágætu alþýðustofnunum til útrýmingar óspiiun og éyðslusemi, er aðrar menntaðar þjóðir hafa eignazt á þessari öld, en það eru spari- sjóðirnir. Onnur lönd eiga þeim alþýðuskólum ótrú- lega mikið að þakka. f>eir hafa breytt hugs- unarhætti heilla kynslóða, snúið þeim frá skrælingjalegri ljettúð og óspilsemi til for- sjálui og ráðdeildar, auk þess sem fjármagn það, er þeir draga saman, er mjög svo öflug og notasæl máttarstoð undir meiri hattar framfarafyrirtækjum og almenningi ókleyfum án slíks fjárstofns. Eru þetta þó að eins himr óbeinu hagsmunir að sparisjóðunum. Bein- línis veita þeir fjársafnendum sjálfum ekki einungis sömu stoð og styttu eins og góður vinur eða forsjármaður eða þá sveitin veitir þegar í nauðir rekur, heldur gjöra þeim fært að ráðast í ýmislegt, er hrindir ástæðum þeirra í betra horf en ella mundi. Er þó enn ótalið það, sem ekki er hvað minnst í varið, hve slíkt fjársafn, þótt smátt sje jafn- vel, gjórir menn öruggari og óháðari en hina, sem ekkert eiga undir sjer. jpessa kosti sparisjóðsstofuana hafa menn sjeð og á þeim þreifað fyrir löngu annars- staðar. |>ess vegna hafa þeir, sem fyrir lög- um og landsstjórn ráða annarsstaðar, eigi einungis veitt þeim ýmisleg hlunniudi um fram aðrar peningastofnanir, eins og hjer, heldur lagt þá skyldu á herðar fjölmennum sveitum meðal síns þjónustulýðs, embættis- mannanna, að gegna daglega jafnframt öðr- um embættisönnum hinum sömu störfum fyrir almenning, hvern sem þess æskir, sem sparisjóðsstjórnendur eru vanir að hafa á hendi. Póstafgreiðslur allar eru gerðar að sparisjóðsútibúum, og þar tekið við spari- sjóðsinnlógum jöfnum höndum eins og brjefum og sendingum, til þess að gjöra almenningi sem allra ómaksminnst að leggja í sparisjóð og bjóða tækifærið til þess nærri hvar sem er. Slíkir sparisjóðir eru kallaðir ,'póstsjpari- sjóðir. Önnur ráðstöfun í sama skyni eru spari- merkin. pað eru sams konar merki og póst- frímerki. pau eru höfð á boðstólum í sölu- búðum, gilda fáeina aura; ogsafnar kaupandi þeim — límir þau — í bók, en að sýna þá bók í sparisjóð og láta ónýta merkin þar er sama sem að leggja þar inn þá upphæð í peningum, sem merkin hljóða upp á. pjóð- ráð þykir að venja börn og unglinga á að draga samau í sparisjóð með því að kaupa sjer sparimerki. Eru börn auðfengin til þess miklu fremur en til þess að geyma sjálfa aurana, sem þau eignast. Sparimerkjabæk- urnar geta þau látið sjer þykja eins vænt um og leikglíngur eða sælgæti, sem þeini hættir við annars við að fleygja út fyrir því sem þeim kann að áskotnast af pen- ingum. Hjer er nú ekki svo hátt hugsað að sinni. Hjer þarf fyrst að hugsa um að fjölga hinum algengu sparisjóðum miklu meira en orðið er. peir munu vera 8—9 alls á land- inu ; þeir ættu að vera 20—30 að minnsta kosti. Vandinn að koma á fót sparisjóð ætti að vera orðinn auðnuminn. Svo margar alígóð- ar fyrirmyndir hafa menn fyrir sjer. pað er naumast annað sem brestur en áhugi og framtakssemi. pað er varla nokkurt kaup- tún á landinu of smátt til þess að geta haldið uppi sparisjóð. pað getur þá ekki kauptún heitið, ef það hefir ekki eitthvað viðskiptahjerað í kring um sig, og eiga íbúar þess að bæta upp mannfæðina í sjálfum verzlunarstaðnum. Enda sýnir og reynslan með sparisjóðsstofnanir þær, sem þegar eru upp komnar hjer og það fyrir löngu sumar, að slíkt fer ekki eptir stærð kauptúnauna. Siglufjörður t. a. m. er með minnstu kaup- túnum landsins; þó er þar einn með eldri sparisjóðum þess. A Vopnafirði er stofnaður sparisjóður; en í hinum austfirzku kauptún- um 3, sem munu vera viðlíka stór, og eitt, Seyðisfjörður, jafnvel miklu stærra,—þar er enginn. Afleitt er líka, að ekki skuli vera sparisjóður í Stykkishólmi. pá ætti líka að geta þrifizt sparisjóður í jafn-fjölmennu kaup- túni og sjóplássi og Skipaskagi er á Akra- nesi. Sumir kunna ef til vill að vilja svara svo, að þaðan sje svo hægt að ná til höfuð- staðarins, með sínum stóra og volduga spari- 8jóð, Landsbankanum, að ógleymdum Söfn- unarsjóðnum, og því sje óþarfi að setja þar upp sparisjóð. En hvað hafa eigi Hafnfirð- ingar gjórt fyrir löngu, og vel blessazt ? Er þó hálfu hægra fyrir þá að ná til Beykja- víkur. Enda er það einmitt aðalatriðið fyrir sparisjóðina, að sem allra hægast sje að ná til þeirra. Akurnesingar og nærsveita-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.