Ísafold


Ísafold - 06.09.1890, Qupperneq 2

Ísafold - 06.09.1890, Qupperneq 2
hjeruðum landsins hin siðustu missiri, og er það yfirsjón af þeirra hálfu, sem fyrir þeim hafa staðið, að senda eigi blöðum skýrslur um framkvæmdir sínar og ávöxt þeirra. þingið gerði tvívegis, hvað eptir annað, rækilega tilraun til að lögbjóða alvarleg af- skipti af ráðlagi manna hvað snertir heyá- setning og fieira sem þar að lýtur, bæði 1887, eptir hinn minnistæða skepnufelli þá um vorið, og aptur 1889. En þrátt fyrir mikinn áhuga og öflugt fylgi ýmsra þingmanna með málinu, náði það eigi fram að ganga á þingi, í hvor- ugt skiptið. Mótspyrnan var svo megn, frá mannfrelsispostulum þingsins. Yar þó í síð- ara skiptið ekki farið frekara í sakirnir en svo, að veita sýslunefndum heimild til að gjöra samþykktir, þar sem reglur væru settar »um heyásetning, heyskoðun og eptirlit með heyásetning og hirðing á öllum búpeningi manna«, og enn fremur urn stofun heyforða- búra og kornforðabúra, o. s. frv. Hvort reynt verður í þriðja sinn að koma á lögum um þetta efni, skal ósagt látið. f>ví síður er hægt að segja neitb um það, hvort slík lög, þótt fram næðu að ganga á þingi, mundu hljóta náðarsamlega konungs staðfest- ingu, er til stjórnarinnar kæmi; hæpið mun það samt, að því er ráða má af undirtektum landshöfðingja á þinginu. En hvað sem því líður, þá er nú ráð að láta ekki sitt eptir liggja, að koma því áleiðis með frjálsum sam- tökum, sem löggjafarvaldið hefir gefizt upp við hingað til. Góðu árin eru það einmitt, sem nota skyldi til að koma sem bezt fyrir sig fótum til fram- fara og umbóta, eins í þessari atvinnugrein sem öðrum. f>á er tíminn til að koma fyrir sig fyrningum, og hægra að halda þeim við, þegar sá rekspölur er á kominn. Aldrei verða of opt brýndur fyrir mönnum, fyrir almenningi hjer á landi, sá sorglegi sann- leiki, að það er glæfraleg heyásetning og ill meðferð á skepnum um gjafartímann, sem fremur öllu öðru hefir haldið landinu niðri í þvi örbirgðar- og vesaldómsástandi, sem það hefir verið í lengst af alla sína meira en þús- und ára byggingu. Gjörsamleg breyting til batnaðar í því efni mundi valda algjörðum stakkaskiptum landsins að efnahag til. það er listin sú að gæta vel fengins fjár, að við- halda efnum sínum, að kunna að vátryggja þau fyrir öllum hættum, — það er sú list, sem komið hefir fótum undir blómlegan efnahag meðalstjettarinnar í öðrum siðuðum löndum á síðari tímum, en henni samsvarar bænda- stjettin hjer á landi. Meðan þar skorti þá ráðdeild og fyrirhyggju, er þar til heyrir, á meðan hjó löngum í sama farið, eins og hjer : góðu árin gerðu varla meira en að endast til að komast á upprjettar fætur aptur eptir hrak- föllin hin árin. f>að er ekki gæðaskort náttúrunnar að kenna, þó að hún standist eigi það, að brennt sje afurðum hennar í báða enda. |>að má vera frjósamt land, sem má við slíkri með- ferð. Aðalatriðið er, að það komist inn í meðvit- und almennings og festist þar eins og ritað væri með óafmáanlegu letri, hver skömm og skaði það er fyrir hvern einstakling og niður- drep fyrir allt þjóðfjelagið, að eyða bústofni sínum allt af öðru hvoru með illri meðferð vegna fóðurskorts. En til þess duga ekki eintómar prjedikanir, í blöðum og bókum. Til þess þarf vakandi afskipti, áminningar og umvandanir allra hinna betri manna íhverju sveitarfjelagi. Lakast er það, þegar sumir hinna betri manna, sem svo eru kallaðir, eru sjálfir skepnuníðingar, eða glæframenn eða trassar með búpening sinn. En slíkir eiga þá ekki að teljast með hinum betri mönnum. Hinir eiga að kosta kapps um, að skapa svo öflugt almenningálit í sínu sveitarfjelagi, að aðrir eins menn geti eigi haldið veg sínum og virð- ing, nema þeir bæti ráð sitt. jpeir eiga að sneiða hjá þeim, þegar þeir kjósa í sveita- nefndir eða til annara umboðsstarfa fyrir al- menning ; sýna þeim maklegt vantraust í hví- vetna, en eigi traust eða hylli. Að öðru leyti stoðar eigi annað en hagnýta sjer rækilega þau ráð, er kennd hafa verið, og reynd að sumu leyti, til að forða ófor- sjálli heyásetning og óvandaðri meðferð á bú- peningnum. Heyskoðanir á haustum, með við- eigandi fortölum og ráðleggingum ; gripaskoð- anir á vetrum við og við; skýrslur um þess- ar skoðanir, er gerðar sjeu almenningi kunn- ar, á þann hátt, er hentast þykir, þeim til viðvörunar, er þess þurfa, en hinum til upp- örfunar; verðlaun fyrir framúrskarandi dugnað í kynbótum og fjenaðarhirðingu, ef þess er kostur á einhvern hátt. í þeim sveit- um, sem hafa búnaðarfjelög, virðist be^t við eiga, að forstöðumenn þeirra sjái um eða annast sjálfir árninnztar skoðunargjörðir og aðrar framkvæmdir í þessu skyni, og er óvíst, að hinum litla styrk, sem fjelög þessi fá úr landssjóði, væri öðru vísi betur varið sum- staðar en til þess kostnaðar, er af slíkum framkvæmdum leiddi. Annars stendur það hreppsnefndunum næst. f>að stoðar ekki að láta það aptra sjer frá öllum tilraunum í þessa átt, þótt heyásetn- ingseptirlit o. s. frv. sje talsvert vandasamt. Ávöxturinn getur orðið svo mikill og góður, ef vel tekst, að mikið skal til mikils vinna. J>ótt ekki sje á annað litið en þau ábrif, er slíkar tilraunir hljóta að hafa á almennings- litið, ef þær eru af alúð og með eindrægni gerðar, þá er meira en lítið í það varið. því aðalatriðið er, eins og áður var á vikið, að umskapa almenningsálitið þannig, að sá þyki enginn maður með mönnum, jafnvel naumast í húsum hæfur, sem gjörir sig sekan i ráð- lauslegri heyásetning og samvizkulausri með- ferð á skepnum sínum. það er vandi að meta rjett mismunandi hey og landkjarna hverrar jarðar, og kosti og ókosti hvers fjármanns og margt fleira þar að lútandi; en því er það völdum mönnum ætlað og svo kunnugum, sem kostur er á, og frekara er eigi hægt að gjöra. Forgöngumenn þessara mjög mikilvægu bún- aðarframfara í hverri sveit eiga að neyta allra löglegra ráða og hagfeldra til þess að ná til- gangi sínum. þar á meðal annast um, að lögum þeim sje beitt sleitulaust, er vjer höf- um og það mál styðja, þar á meðal horfellis- löguuum. það er að brjóta með annari hend- inni það sem byggt er með hinni, að hlífa þeim við vendi laganna, sem hans þurfa með og til hafa unnið. Kjarkleysi og einurðar- leysi almennings til ad ganga eptir að lög- brotsmenn verði uppvísir og gangi eigi óhegndir undan, eða lagsmenuskan, sem tælir memj til að hylma hver með öðrum, — þetta er óhætt að telja með vorum skaðlegu þjóðlöstum. Kirkjugarðurinn í Reykjavík- Al- þingi hefir, eins og kunnugt er, gjarnan vilj- að koma af sjer kirkjum þeim, er landssjóð- ur á, í hendur söfnuðunum, til umsjónar og fjárhalds, þar á meðal dómkirkjunni í Eeykja- vík, en ekki gengið það greitt, hvorki með hana nje sumar hinar. Reykjavíkursöfnuð- ua hafnaði því boði í fyrra vor algjörlega. þá vildi þingið, eða fjárlaganefndin í neðri deild, láta söfnuðinn þó að minnsta kosti annast alla aðgjörð og viðhald á kirkjugarði Reykjavíkursóknar, svo að það þyrfti eigi að kosta framar af sjóði dómkirkjunnar. Fekk sóknarnefndin tilkynningu um þetta frá lands- höfðingja í vor er, bætti því við, að kirkju- garðurinn þurfi bráðrar aðgjörðar við. A safnaðarfundi 1. júní var sóknarnefnd- inni falið að íhuga og segja skoðun sína um þennan boðskap, að tilkvöddum 2 mönnum öðrum, ef henni svo sýndist, og kaus hún með sjer þá H. Kr. Fnðriksson yfirkennara og þorlák alþingismann Guðmundsson. Nefnd þp.ssi komst að þeirri niðurstöðu, «að Reykjavíkur-sóknarmenn hafi alls enga skyldu til að annast viðhald og viðgerð kirkjugarðs Reykjavíkursóknar, en sú skylda hvíli að öllu leyti á eiganda kirkjunnar eða lands- sjóði». — þessa niðurstöðu samþykktu svo sóknarmenn á fundi 30. f. m., með 33 atkv. gegn 12, eptir allmiklar umræður. Naumast þarf við því að búast, að málið sje þar með útkljáð fyrir fullt og allt. Er því eigi óþarft, að almenningur heyri mála- vexti, og skal því hjer tekin upp meginkafl- inn úr áliti tjeðrar nefndar: »Vjer könnumst reyndar við, að í »Regle- ment ang. Præsters og Kirkers Indkomster i Island« 17. júlí 1782, er svo fyrirmælt f lð. grein, að sóknarbændur skuli hlaða kirkju- garða á sinn kostnað, og þó eigi að öllu kostnaðarlaust fyrir kirkjuna, þar sem leyft er, að hinum fátækustu skuli matur gefinn á reikning kirkjunnar, enda skuli kirkjan leggja til öll þau verkfæri, sem til verksins þurfa. það er einsætt á þessum lagastað, að sóknarbændur eru að eins skyldir að leggja til vinnu sína við kirkjugarðshleðsluna, en alls engan annan kostnað. Og þegar vjer enn fremur lítum á, hvernig á legkaupinu stendur, þá er það einsætt, að það er goldið fyrir legið, eða grafarstæðið. Af þessu leiðir þá beinlínis og vafalaust, að kirkjan er skyldug til að leggja til land til kirkjugarðsstæði3, og eigi einungis það, heldur og allt það efni í garðinn umhverfis kirkjugarðsstæðið; því að til endurgjalds fyrir það er legkaupið. þegar vjer á hinn bóginn lítum á það, að Reykja- víkur-dómkirkja á alls ekkert land þar sem hún gæti vísað á kirkjugarðsstæði nje heldur á nokkurt efni í girðingar umhverfis sem sína eign — og það er heldur eigi framkomin nein sönnun fyrir því, að Reykjavíkurbær

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.