Ísafold - 06.09.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.09.1890, Blaðsíða 3
»88 liafi afhent kirkjugarðsstæðið með öllu skil- dagalaust, þá fáum vjer eigi sjeð, að dóm- kirkjan geti átt nokkra heimtingu til legkaupa sóknarmanna, nema því að eins, að hún hafi tekizt á hendur einhverjar skyldur aptur á móti, og þær skyldur verða að vera í því fólgnar, að annast á sinn kostnað allt við- hald, viðgjörð og stækkun kirkjugarðsins eptir þörfum. f>egar þannig er skoðað, virðist auð- sætt, að allur kostnaður við viðhald og við- gjörð hins núverandi kirkjugarðs Reykjavík- ursóknar hljóti að liggja á sjóði dómkirkj- unnar, að minnsta kosti meðan hún tekur öll legkaupin. En hjer við bætist annað atriði, sem vjer verðum að ætla, að umsjónarmenn kirkjunnar hafi eigi nógu vel athugað áður enn lands- höfðinginn skrifaði brjef sitt 14. dag maí- mánaðar þ. á. Með konunglegum úrskurði 28. dag apríl mán. 1837 er það samþykkc, að nýr kirkju- garður sje gjörður hjer í Reykjavík fyrir utan bæinn, með því að hinn eldri væri útgrafinn og yrði eigi stækkaður, og kostnaðurinn til hans veittur úr hinum íslenzka jarðabókar- sjóði, án þess að sóknarbændur ynnu nokkuð að tilbúningi garðsins, eða legðu nokkurt fje fram til hans, og er það auðsætt af ástæð- unum fyrir þessum hinum konunglega úr- skurði, að eigi er ætlazt til, að tiíbúningur kirkjugarðsins í það eina skipti skyldi greiðast af fje kirkjunnar að svo mikiu leyti sem það hrykki til en að öðru leyti úr jarðabókar- sjóðnum, heidur liggur það skýrt og ljóst fyrir, að ætlazt er til, að allur kostnaður við kirkjugarðinn framvegis skuli greiðast af eig- anda kirkjunnar, sem nu er landssjóður, enda var »Cancelliet« samhuga stiptamtmanni í því efni. Síðan hefur allt viðhald og viðgjörð kirkjugarðsins hvílt á eigandanum, eða land- sjóð, og er stækka þurfti kirkjugarðinn 1866, kom það alls ekki til umtals, að sóknar- bændur skyldu gjöra þessa viðbót eða kosta neitt til hennar, heldur voru veittir svo sem að sjálfsögðu eptir uppástungu þáverandi stiptamtmanns, Hilmars Finsens 5Ö0 rbd. (= 1000 krónur) úr ríkissjóði til þessarar stækkunar kirkjugarðsins, og af þeim varið 398 rd. 52 sk. (= 797 kr. 8 a.) beint og einungis til trjégirðinga að austanverðu og steingirðinga að sunnan og vestanverðu. Með þessu virðist fullsunnað, að eigandi kirkj- unnar hefur tekið að sjer alian kostnað við kirkjugarð þennan framvegis, án þess að nokkur skylda skyldi hvíla á sóknarbændum að leggja nokkurt fje fram í því skyni eða vinnu, enda sýnist það svo sem sjálfsagt, ef legkanpin eiga að renna í sjóð kirkjuunar, eins og hjer hagar til, og vjer vitum eigi betur, en að þær kirkjur landsius, sem sjálf- ar eiga ekkert land, svo sem Akureyrarkirkja, hafi orðið beinlinis að kaupa land til kirkju- garðs, og eins efni í girðinguna umhverfis. Vjer skulum og leyfa oss að geta þsss, að 8Óknarnefndinni er alls eigi auðið að annast þessa viðgjörð á kirkjugarðinum hjer. Hún hefur alls ekkert fje undir höndum til þess, og jafnað því niður á bændur sóknarinnar getur hún heldur eigi, hún hefur alls engar reglur til að fara eptir í efni; eða á hverja ætti hún að jafna niður þessum kostnaði? á hún að jafoa kostnaðinum niður á þá eina, sem jörð hafa til ábúðar, sem virðist liggja uæst eptir reglugjörðinni 1782 ? eða á hún líka að jafna honum á alla tómthúsmenn og lausamenn sóknarinnar ?• Brauð veitt. Hinn 1. þ. m. veitti lands- höfðingi prestaskólakandídat Benidikt Eyólfs- syni Berufjarðar-prestalcall í Suður-múlapró- fastsdæmi, samkvæmt kosningu safnaðanna. Mögur sætt- Sveitunyi minn, Guðmundur bóndi Magnússon í Elliðakoti, hefir miklazt svo með sjálfum sjer af sætt (íoirri, er gerðist okkar á milli fj’rir skernmstu, að hann hefir hlaupið með vind i „Fj.kon." 26. f. m. og sagt þar raupsögu af viðskiptum okkar, — þykist auðsjáanlega hafa vaxið allmjng af því máli. En úr þvi honn þurfti endilega að koma sjer og sínum stórvirkjum á prent enn einu sinni og var ekki búinn að fá nóg at' því, sem á undan var gengið. þrátt fyrir það þóttsá fyrirvari vœri hafð- ur við sœttina, að hvorugur okkar birti neitt í neinu blaði málinu viðvíkjandi, þá er jatugott, þó að almenningur fái að heyra betur sagt frá við- skiptum okkar og rjettara en hann hefir gjört. Eptir hina þokkalegu(I) aðferð hans og þeirra fjelaga við mig í þormóðsdat, sem jeg hef lýst í Ísaf. 6. f. m., dembir hann á mig sáttakæru 15. f. m., þótt jeg heföi miklu fremur átt að ksera hann on hann mig, og krefst þar hátiðlega, að jeg taki aptur „ósannindi og óvirðingarorð" mín um (i ísaf. nr. 45 þ. á.), borgi allan málskostnaö, og auglýsi apturköllun þessa í ísafold, eöa þá ef sætt komist eigi á meö þeim kjörum, að jeg verði þá dæmdur fyrir rjetti í málskostnaö og sekt, og' orð mín dæmd dauö og ómerk. En þegar á sátta- fund kom, varð ekki meira úr því högginu, sem hátt var reitt, en að garpurinn sá sjer eigi ann- að fært en að fara ofan af hverri kröfunni á fætur annari, þanuig, að jeg tók ekkert aptur, hvorki leynt nje Ijóst, borgaði enga sekt og ekki neitt, nema þóknunina til stefnuvotta og sátta- nefndar að mínum helming, heldur skyldu sakir falta sljett niður á báðar htiðar.—þetta er nú allt raups-efnið, og veit jeg ekki hvort margir muni kalla betur farið en heima setið af hans hendi. í sambandi við þessa athugasemd þykir mjer ástæða til að geta þess, viðvíkjandi sætt minni við fjelaga Guðmundar, búfræðinginn í Reykja- koti, sem auglýst er í ísaf. 27 f. m , að þar hefir láðzt eptir að taka það fram, að hann, kœrandinn sjálfur tók þátt í að greiöa rnálskostnaö hjer um bil jöfnum höndum við okkur tvo, sem kærðir vorum. Helgafelli 5. sept. 1820. Guðlaugur Árnason. Brúkuð íslenzk frímerki eru keypt fyrir þetta háa verð hundraðið (100). Póstfrimerki 3 aura gul kr. 2.25, 5 aura blé kr. 15.00 5 — græn — 3.00, 6 — grá — 4.50 10 — rauð — 2.00, 16 — brún — 7.00 20 — violet — 25.00, 20 — blá — 6.00 40 — græn — 24.00, 40 — violet— 7.00 pj ónus tufrímerki 3auragul kr. 3.00, 5 aura brún kr. 4.50 10 — blá — 4.00, 16 — rauð — 15.00 20 — græn — 6.00. Skildinga-h'ímer'ki frá 10 aur. til 1 kr. hvert. Ekki hef jeg not af nema heilum og þokkalegum frímerkjum, með póststimpil- klessum á. Rifnum, óhreinum og upplituðum frímerkjum verður fleygt, og eins þeim, sem hornin eru rifin af eða kögrið. Borgun fyrir frímerki, sem mjer eru send, afgreiði jeg þegar um hæl með pósti. Olaf Grilstad Throndhiem, Eorge. HANDA ALþÝÐU, útgefendur Magnus Stephensen landshöfðingi og Jón Jensson yfirdómari, I. bin di. árin 1672—1840, fæst nú, eptir þessa strandferð Thyru, hjá öllum bóksölum landsins. Kostar innbundið 3 kr. (í viðh.-bandi 3 kr. 25 a.j. Síðari bindin, II.—III., hafa útsölumenn Bóksalafjelagsins og meðlimir þess einnig til sölu handa nýjum kaupendum fyrir sama verð. Aðalútsala í Isafoldar-prentsmiðju. Æfintýrið. af fögnuði, og breiddi út faðminn eins og fugl, sem breiðir út væugina. f>að var eins og hún ætlaði að fljúga í móti einhverju. Óðara en eimlestin staðnæmdist, stökk ungur maður út úr vagninum. En hvað hún vafði sig innilega upp að honum. Hún veifaði burtu ferðarykinu af hattinum hans og framan úr honum. Hún gat naumast komið upp orði. Aumingja maðurinn, sem var líka frá sjer numinn af gleði, átti örðugt með að sefa hana. |>að getur verið álíka örðugt að stilla mikla gleði eins og mikinn harm. |>að er bara örð- ugt að skilja í því, að nokkur maður skuli geta tilbeðið þannig aðra mennska veru. En hvernig leit þá maðurinn út, sem varð fyrir tilbeiðslunni ? Jeg sá það ekki. Hún skyggði allt af fyrir. Jeg flýtti mjer að ná í sætið hans, sætið hans í vagninum, og þess vegna heyrði jeg þetta samtal: »|>að eru auðsjáanlega ekki hjón, heldur þjónaefni«, sagði maður einn í vagninum, sem hafði haft augun á þeim, eins og jeg. »f>au eru búin að vera í hjónabandi í fjögur ár«, svaraði annar. »Ejögur ár ? Skárri eru það nú hveiti- brauðsdagarnir ! En maðurinn kemur þá sjálfsagt frá Ameríku; hann hlýtur að hafa verið þar nokkur ár«. »Hanu kemur frá Hamborg, og hefir verið í þessari ferð í tvo daga«. »Ekki nema í tvo daga ! En hvaða maður er hann þá ? Og hverra manna er hún ?« »Hann er blátt áfram daglaunamaður í Hannóver. En hún — hún er dóttir banka- kaupmanus í Frankfurt, bankakaupmanns, sem á svo miljónum króna skiptir«. »En hvað hugsar bankakaupmaðurinn þá, að fara svona með miljónirnar sínar ?« »f>að gekk nú ekki með góðu, en tókst þó á endanum. En kossarnir eru líka mikils virði, eins og þjer sjáið . . . Getið þjer verð- lagt þá?« |>að er víst enginn fær um það. þeir eru eins og málþráðarstólparnir, sem sjást fram með járnbrautinni, þegar farið er með hrað- lestinni. Maður þykist sjá fyrir endann á þeim, en þeir ætla þó aldrei að enda. »Er tengdafaðirinn á lífi enn ?« spurði ein- hver. »Já«. »það er gott. jpessi ungi maður er þá ekki búinn að fá miljónirnar enn. Jeg óska þess af heilum hug, að hann fái þær aldrei!« »því þá það ?« I sama bili hvein í eimpípunni og lestin þaut af stað. Jeg fjekk ekki að heyra svarið við síðustu spurningunni, en átti hægt með að fara nærri um það. Of rnikill sólarhiti veldur sólstungu; of miklir peningar fyrirfara hinum æðri gæðum lífsins, ástinni og hugarróseminni. (X+X).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.