Ísafold - 10.09.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.09.1890, Blaðsíða 2
»90 veginum yfir Eyrarbakka eru ekki nema 2 brýr frá Selfossi til Sandhólaferju : Partabrú- in, dálítill spotti skammt fyrir utan J>jórsá, og Melabrúin, sem er aptur á móti löng, milli Kotferju og Eyrarbakka. Hefir hún kostað mikið fje, en nú þarf hún að eins orðið viðgerðar og ofanfburðar smátt og smátt. Hinum hluta vegarins, með sjónum, er aptur á móti þannig háttað, að hægt er að gjöra þar góðan veg með miklu minni kostnaði en að brúa þvert yfir Flóann. En hvað sem kostnaðinum líður, ef lagt er niður, hvað hvor vegurinn myndi kosta fyrir sig, þá liggur í augum uppi, að alfaravegur- inn yfir Eyrarbakka hlýtur að verða lang- fjölfarnasti vegurinn í allri sýslunni, og hann þarf að verða svo vel úr garði gerður, sem framast er unnt, og þá væri barnaskapur að kosta upp á annan veg samhliða honum, að mmnsta kosti eina dýran, 1—■2 mílur í burtu, á meðan ekki eru efni á að koma upp ein- um góðum þjóðvegi. Reyndar er náttúrlegt, að Flóamenn sjálfir vilji hafa sem beztan veg þvert yfir Flóann; en sá vegur ætti ekki að svo stöddu að vera annað en hreppa- eða sýsluvegur, því hann verður ekki að almenn- um notum fyrir utanhjeraðsmenn nema hrossa- og sauðakaupmenn, sem láta reka fjenað til Reykjavíkur, er þeir hafa keypt í Rangár- vallasýslu, en þeir, sem reka fjenað að aust- an til sölu, fara yfir Eyrarbakka, til þess að geta selt smátt og smátt á leiðinni. Að því er póstinn snertir munar vegalengd- in svo litlu, að það getur eugin veruleg áhrif haft, og á vetrum, þegar |>jórsá er lögð, get- ur pósturinn tekið af sjer krók og farið beina leið austur að Odda, töluverðu fyrir sunnan Sandhólaferju. Dæmi eru til þess á vetrum að pósturinn hafi orðið að bfða vegtepptur í Hraungerði, þegar Olfusá hefir flætt yfir Fló- ann, en það mun naumast hugsandi að ekki verði fær syðri leiðin, þegar veður er fært. Enn fremur er Eyrarbakki miklu betri póst- afgreiðslustaður en Hraungerði, því þaðan eru miklu meiri ferðir í allar áttir á öllum tím- um ársins. Aukapóstarnir um sýsluna þurfa ekki að vera nema tveir úr því, annar að vestanverðu en hinn í austanverðri sýslunni. Enn fremur lítur út fyrir að ekki líði á löngu áður samföst póstleið verði stofnuð austur með sjó sunnan af Suðurnesjum, og hlýtur þá endastöð hennar að verða á Eyr- arbakka, og gæti þar sameinast aðalleiðinni. f>ar að auki er þar náttúrlegur miðdepill allra samgangna og viðskiptalífs að minnsta kosti alls neðri hluta sýslunnar og jafnvel líka allr- ar Rangárvallasýslu og Yestur-Skaptafeilssýslu. f>ar er míðdepillinn í hinum fjölsóttu verstöð- um í Arnessýslu; þar er aðalverzlunarstaður- inn á því svæði og tveir löggiltir verzlunar- staðir sitt til hvorrar handar, f>orlákshöfn og Stokkseyri, og er því auðsætt, að þegar sýslu- mannaskipti verða næst í Arnessýslu, verði hinum nýja sýslumanni skipað að hafa þar fastan bústað, til að vera sem næst til að hafa eptirlit með tollgreiðslu o. fl., sem varla getur verið fullkomið, þegar hann býr upp í sveit. Auk þess fjölgar fólki í sjávarplássum þess- um svo óðum, einkum á Eyrarbakka, að ekki sýnist vanþörf á, að lögreglustjóri búi þar, og það verður naumast nema stundarfriður þang- að til verður að setja þar aukalækni, og við það aukast ferðir til Eyrarbakka enn þá meira. Af þessum ástæðum sýnist vera fullljóst, að sjálfsagt sje að koma Eyrarbakka beinlín- is inn í aðalpóstleiðina, og ekki sje ráð, að kosta rneiru til vegar austur yfir miðjan Fló- ann, beinlínis úr landssjóði, því vegur sá get- ur ekki orðið að almennings notum, því flestir sem fara þessa leið, fara um á Eyrarbakka eptir sera áður. m. g. TÍMARIT ura uppeldi og' menntamál. Utgefendur: Jóhannes Sigfusson, Jón Tórarinsson og ögmundur Sigarðsson. Priðja ár. Rvík. 1890. f>að er virðiugar- og þakkar-vert, að riti þes3u er haldið áfram, þótt enn muni það bresta viðunanlegt fylgi almennings. Enn er almennt ýmist mesti viðvaningsbragur á al- þýðufræðslu hjer á landi, eða hún er með úreltu sniði, dauð og ávaxtarlítil. Tímarit um uppeldi og menntamál hefir því mikið verk að vinna : að vekja og glæða áhuga á framförum í þeim efnum, kenna ráð til slíkra umbóta, og sameinaþá krapta, sem til eru í landinu, til að vinna að þeim með fullu fylgi og atorku. f>essi árgangur tímaritsins byrjar á grein um barnaspurningar, eptir J(ónas) J(ónasson) prest. f>ar eru borin saman barnalærdóms- kver þau, er vjer höfum, og er látið bezt yfir kveri síra Helga, þótt höf. þyki það heldur lærdómslega samið. Helzt virðist höf. vera á því, að allar óarna-lærdómsbækur ættu að vera ritaðar sem skýringar við hin einföldu og auðskildu frcnði Lúters hin minni, sem fela í sjer öll undirstöðuatriði kristin- dómsins. Hann leggur áherzlu á, að til stað- festingar og skýringar efninu í barnalærdóms- kverinu sjeu notuð sem mest hentug dæmi, bæði sögudæmi, úr hinni helgu sögu, og úr daglegu lífi. Gefur auk þess ýmsar skyn- samlegar bendingar um, hvernig spyrja eigi börn, svo vel fari. Segir svo að niðurlagi: •Meðan kennsla og kennsluform er jafnlangt á eptir tímanum og það er víðasthvar enn þá, rígbundið við úreltar skoðanir, úreltar aðferðir og úreltan aldarhátt, aptur ekki öðru vísi farið en það hafi í för með sjer þær afleiðingar, annaðhvort að þýða lítið í samanburði við tímaeyðslu og tilkostnað, eða skapa andlega steingervinga, sem verða að minna liði en ella á vorri öld. Mark og mið uppfræðingarinnar á að vera að skapa sanna menn, bæta hjartað og lífernið, og vekja lotningu og áhuga fyrir hinu sanna, fagra og góða, en uppræta ur kynslóðinni alla vana- festu, þverúð og gamaldagshátt, sem vjer höfum tekið í arf af þeim, er mestu hafa ráðið á undan oss«. Næsta greinin er þýdd, um temparament barna, eptir B. Hellwig, — lýsing á lyndis- einkunnunum, eins og þær koma fram hjá börnum, og bendingar um, hvernig þær megi laga og bæta, sje það reynt í tíma. Sýnir sú ritgjörð mikið greinilega og skilmerkilega, að ekki stoðar að hafa sama uppeldis- og kennslulag við öll börn. Sú aðferð, sem á vel við eitt lyndislag, getur verið mjög óhag- feld við annað, og jafnvel skaðleg. Greinin um menntun og uppeldi barna, eptir Hjálmar Sigurðsson, lýsir skilyrðunum fyrir því, að börn geti orðið að nýtum mönn- um, að því leyti sem það er komið undir uppeldis-meðferð þeirra allt frá fæðingunni. Sýnir fram á, hver heimska og skaðiræði það sje, að láta allri fræðslu eða bóklegrí ástundun lokið með fermingunni. Um skóla d Suðurnesjum, eptir 0(gmund S(igurðsson), er sjerlega laggóð lýsing á við- vanings- og ómyndarástandi því, er barna- skólastofnanir hafa verið í að undanförnu og eru því miður enn víða hjer á landi. Ekki nema nafnið, tyllt á laggirnar í þeim einum sýnilegum tilgangi, að krækja í fyrirheitinn styrk af almannafje og jafnframt að smeygja sjer undan þeirrí skjldu, að veita börnunum hina allranauðsynlegustu lögboðnu tilsögn á heimilum þeirra. Hjer er brot af lýsingu á emum skólanum syðra : »1 kennslustofunni er næg birta, ef ekki væru trjerúður(I) í glugg- um. I hverri skúr lekur þetta hús mestöllu sem á það rignir; loptið heldur ekki vatn- inu, svo börniu urðu að flytja sig til í her- berginu, eptir því úr hvaða átt rigndi. Ofn er í stofunni, svo nægilega mátti hita hana. upp, þegar lygnt var; þegar vindur var mikill, var að eins brennheitt við ofninn, en kalt þegar lengra dró út í herbergið; her- bergið næðir svona. Skóla þennan vantar öll áhöld; þar getur eigi heitið að neinn bekkur sje (til að sitja á), að eins er þar ein borðskífa, negld á þverkubba, sem öll skelfur og titrar, þegar börnin setjast á hana> og svo var þó lítið um sæti, að eigi gátu 11 börn, sem voru í skólanum, setið öll í einu í skriptartímunum; í hinum tímunum gátu þau að eins troðið sjer niður. Eitt einasta borð var í skólastofunni, ekki þó eins og vanalegt skólaborð, heldur eins og kaffiborð í búri ; við það gátu setið 4—ö börn ; hin urðu að standa við hefilbekk, sem þar var í stofunni, meðan þau voru að skrifa«. Börnin eru tekin í skólana á ýmsum tím- um, rjett eptir geðþekkni foreldra og hús- bænda, og úr þeim aptur þegar minnst vonum varir; eru þau kannske tvo mánuði alls allan veturinn. Kennslugreinarnar eru kristin fræði og Iestur, skript og reikningur. »Börnunum líður illa, meðan þau eru í skólanum, þau hafa ekki gott lopt, þeim er stundum kalt, en fá kannske þá hugmynd að leikslokum, að þau sjeu nokkuð vel að sjer, af því þau hafa gengið á skóla; þau heyra það líka stundum fyrir sjer, veslingar«. í>etta eru nú sjálfsagt lökustu dæmin þar um pláss, hvað sem er annarsstaðar. Sumir skólarnir syðra eru f dágóðu lagi, einkum sá í Garðinum : húsnæði hlýtt og súglaust, með ágætum ofnum, með ýmsum nýjum og góðum kennsluáhöldum, tveimur kennurum og auk þess tímakennara í söng; kennslutíminn 6 mánuðir fyrir öll börnin, en þau voru 41 síðastl. vetur. I kennaralaun varið 780 kr. Höf. kvartar yfir þeim hleypidóm meðal al- þýðu í sjóplássum, að heimilin geti eigi verið án barnanna um vertíðina; *ef þessu væri þannig varið, þá væri börnin líkast til látin gera eitthvað, þegar skólinn er úti, í lok marzmánaðar, en ekki látin lifa og láta eins og þau vilja dag eptir dag«, segir hann. Hann minnist líka á annan ósið við sjóinn : að láta drengi fara að »sitja í« skipi með sjer löngu fyrir innan fermingu og taka þá fyrir það náttúrlega burtu úr skólanum, — skað- legt að láta svo ung börn standa í sjóvolki með fullfrískum karlmönnum. Grein þessi er röksamlega rituð, með greindarlegum bendingum og athugasemdum, og ætti tíma- ritið að flytja fleiri slíkar. Löngu síðar, næsta grein, er dálítil skóla- sága frá Vesturheimi, og sfðasta ritgjörðin skýrsla um barnaskólana á landinu 1888—89

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.