Ísafold - 17.09.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.09.1890, Blaðsíða 2
»8 þeim fækki, ef í þeirra stað kemur ær og ungfje, sem vel er upp alið, og sem því gæti staðið í háu verði á mörkuðuuum. Verið getur, að margir gangi svo nærri sjer með fjársölu, að þeir geti iítið af því lagt í heimilið og verði þvl að sækja í kaup- staðinn meiri matbjörg en áður. En til þess eru fleiri orsakir en fjársalan. Viðskiptm milli sveitamannsins og sjávarmannsins eru að miklu leyti hætt vegna þess, að sjávar- maðurinn saltar allan sinn fisk og leggur inn til kaupmanna, en fje það, sem bændur áður ljetu til sjávarmannsins fyrir fisk, verða þeir nú að selja til útflutnings og fá aptur kornvöru fyrir til heimilisins. Ekki mun svo mikil þörf á að óttast, að menn selji of mikið, borið saman við hey- aflann, ef harður vetur kæmi. Beynslan hef- ur því miður sýnt hið gagnstæða. Arið 1880 var heyskaparár eittbvert hið bezta. Fyrn- ingar vorið 1881 ekki Jitlar, en þá um sum- arið grasleysið mikla; þá um haustið mikið góð fjársala, og ljetu menn þá ekki háa verð- ið freista sín til að selja of rnikið, heldur til að setja of mikið á, sem afleiðingarnar bezt sýndu vorið 1882. Óskandi væri og vonandi er, að menn væru ekki enn búnir að gleyma vorinu 1882, og að þvílíkur fellir, sem þá, komi ekki fyrir 1892, eður á næsta áratugi, þjóðinni jafnt til skaða sem vanvirðu. En hvernig voru horfurnar í þessu efni næstliðið ár ? Sumarið í fyrra, eitt hið bezta tii heyskap- ar, fjársalan í fyrra haust einhver hin ábata- vænlegasta, vetunnn má ske ekki einn hinn bezti, en engan veginn gat hann talizt harð- ur, þegar hið óvanalega biíða vor er talið með ; en á áliðnum vetri, áður en batinn kom, heyrðist umkvörtun, jafnvel i blöðun- um, að ef ekki kæmi bati innan þess eða þess tíma, mundu menn mega skera af heyjura. í vor heyrðist mikið talað um óþrif í fje á sumutn stöðum, sem annaðhvort hefir komið af ónógu fóðri eða óhirðu. Að vísu mun heyleysi óvíða eða hvergi hafa átt sjer stað næstliðið vor, og fátt dáið úr hor; en þó mun ástandið í þessu efni ekki hafa verið eins gott og það hefði átt að vera ; og þótt fyrningar væru á sumum stöð- um talsverðar, múnu þær hvorki hafa verið eins miklar nje almennar, eins og búast hefði mátt við eptir ágætt sumar, allgóðan vetur og ómunablítt vor. það sem mjer því finnst þörf á að brýna fyrir bændum, með tilliti til fjársölunnar, er ekki svo mjög að selja sem fæst, heldur miklu fremur, að nota tækifærið, þegar það býðst gott, nefnil. hátt verð, til þess að leysa sig sem mest úr hinu skaðsamlega skuldabraski, setja heldur færra á, en fara nú betur með það ;—það borgar sig margfaldlega. Sjerstaklega ættu menn að varast þann skræiingjahátt, að láta fje sitt velta út af í lús og óþrifum, sem ekki éinungis er hverj- um einstökum manni til skaða og vanvirðu, heldur getur bakað öllu landinu stórtjón og óvirðingu. það er skemmtilegra og getur verið betra í peningalegu tilliti, að eiga tíu kindur skuldlausar, en tuttugu, og vera sem ófrjáls maður af skuldum og búa undir þungu oki skulddeimtumanna. Enn fremur að koma fyrir sig nokkrum heyfyrningum eptir hin góðu sumur, og safna nokkru handa hin- um mögru kúnum, sem búast má við að komi eptir hinar feitu. þetta er góð árjettiug, frá ágætum búmanni, ofan á það sem ritstj. ísafoldar hefir verið að vekja máls á og reyna að brýna fyrir al- menningi í sumar, bæði um forsjálegan heyá- setning (sjerstaklega í greininni 6. þ. m.) og um að fara vel með skepnur sínar og verja þær óþrifum, —út af kláðafrjettunum í vor. En hvað snertir mikla fjársölu á haustum, sem varað var við að fara of freklega í eða óforsjállega í hinni umtöluðu grein 23. f. m., þá er ekkert um hana að segja annað en gott, e f farið er jafn-forsjállega með hana og hr. þ. G. ætlast til, og þ a r sem það er gjört, sem vel má vera að gjört sje í hans sveit. En því miður mun vera öðrum hnöpp- um að hneppa helzt til víða annarsstaðar innan um og saman við. það er búmann- legt, að hafa skipti á n o k k r u, jafavel talsverðu af búsafurðum sínum fyrir matvöru úr kaupstað ; en að láta því nær hverja ögn, sem búið af sjer gefur um fram málnytina, í kaupstað eða á markaði, í orði kveðnu kannske til að losast úr skuldum, þar á meðal fyrir óþarfa, og brutl-skuldum, og verða svo jafnharðan að leggja aptur af stað í kaupstað eptir matbjörg þaðan til láns, og henni miklu rýrri og óhagfelldari öðru vísi en með hinu heima fengna og saman við það, — það er aumlegt ráðlag, og ekki um skör fram, þótt það sje vítt. það er sitt hvað að vara við því, eða hitt, að fara að eggja menn á að setja djarfiega á vetur, enda mun ritstjóri Isafoldar verða manna síðastur tii þess, svo sem hver maður fer nærri um, er blaðinu er kunnugur. Aðalfybibstaðan fyrir öflugri útbreiðslu bindindisins hjer á landi er ekki það, hvað mörgum þykir gott að fá sjer í staupinu, heldur hitt, hvað mörgum þykir mikið fyrir að taka sig út úr og gjöra sig frásneidda heldri manna háttum, sem kallað er, og allur fjöldinn ber miklu meiri lotningu fyrir innst f hjarta sínu heldur en háleitum og nyt- sömum guðs og manna boðum, og þeim eru miklu ríkari í skapi en velferð lands og lýðs, hversu opt sem þeir hafa hana á vörunum. En það er jafnan undantekning, að xfyrir- menm svo nefndir gjörist frumkvöðlar eða forvígisinenn nokkurrar siðbótar. Meinilla er öllum drykkjumönnum, eink- um þó þeim, er hafa drukkið sig sig út úr bindindisfjelögum eða gerzt liðhlaupar þaðan, við það, ef sagt er frá slysförum af drykkju- skap. það er eins og þeir viti sjálfir á sig þau forlög, að eiga að hálsbrotna eða farast á annan hátt voveiflega af drykkjuskap. En þótt slík slys beri opt að höndum, þjóðinni til hinuar mestu vanvirðu, þá er hitt þó margfalt algengara, að drykkjumenn andast á sóttarsæng, hafandi lifað svo og svo lengi sjálfum sjer og öðrum fremur til ógagus en gagns, og opt til svívirðingar, legið upp á náungum sínum, sveitinni eða landssjóði, og spillt sinni kynslóð, öldum og óbornum. Prófastar skipaðir- Biskup hefir 30. f. mán. skipað þessa prófasta, er áður höfðu verið settir til að þjóna embættunum: síra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað í Norð-Múlaprófastsdæmi; síra Zoyhonías Halldórsson í Viðvík í Skaga- fjarðarprófastsdæmi; síra Kjartan FÁnarsson í Hoiti í Bangár- vallaprófastsdæmi; síra Arna Jónsson á Skútustöðum í Suður- þingeyjarprófastsdæmi. Við landsyfirrjettinn er landritari Hannes Hafstein settur af landshöfðingja 13. þ. m. til þess fyrst um sinn að gegna mál- færslustörfum, ásamt sínu eigin embætti. Skipstrand. A Akranesi strandaði 8. þ. m. norskt kaupskip, *Draupner«, nær ferð- búið til útlanda með alfermi af ull og salt- fiski frá Böðvari kaupmanni þorvaldssyni. Uppboð á öllu á Akranesi í dag. Skemmdur saltfiskur- Varhuga skyldi við því gjalda, að láta í kaupstað og senda á markað erlendis saltfisk af stranduppboð- um, er legið hefir í sjó í hinu strandaða skipi og auk þess ef til skemmzt af öðrum vörum í skipinu eða af sólarhita í kösinni á upp- boðinu eða undan því. Er á það vikið hjer vegna þess, að heyrzt hefir, að kaupendur að slíkum fiski á uppboði í Keflavík af skipinu sem þar strandaði í sumar, »Astu«, hafi reynt til að koma honum í verzlanir, en verið þó vísað frá með hann sumstaðar. Hafði verið af hon- um megn óþefur. Komist slíkur fiskur á markað erlendis, kemur hann óorði á vöruna og spillir ef til vill stórum fyrir verði á öðr- um fiski óskemmdum. Niðurjöfnunarnefnd Rvíkur- í dag endurkosnir í niðurjöfnunarnefnd til 6 ára: L. E. Sveinbjörnsson háyfirdómari (58atkv.), Olafur Ólafsson fátækrafulltrúi (59), Jón út- vegsb. Ólafsson (54) og Sigurður útvegsb. þórðarson (38). Mannalát- í fyrra dag, 15. þ. m., and- aðist hjer í bænum frú Ingibjörg Briem, kona fyrrum sýslumanns Eggerts Ó. Briem, dóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar, fædd að Máfa- hlíð í Snæfellsnessýslu 16. sept. 1827, en giptist 1845. Varð þeim hjónum 19 barna auðið, er 6 dóu í æsku, og 2 dætur fullorðn- ar: frú Kristín sál. Claessen og Valgerður, ógipt, en 11 lifa: 8 synir og 3 dætur. Syn- irnir eru: Eiríkur, prestaskólakennari, al- þingism.; Gunnlaugur; verzlunarstjóri í Hafn- arfirði; Ólafur, stúdent, umboðsmaður og al- þingismaður á Alfgeirsvöllum; Halldór, kennari á Möðruvöllum; Páll sýslumaður í Bangárvallasýslu og alþingism.; Sigurður, kandídat í stjórnfræði; Eggert stud. juris í Khöfn; Vilhjálmur, stúdent. Dæturnar 3 sem lifa, eru: Elín, forstöðukona kvennaskól- ans í Ytri-Ey, Sigríður og Jóhanna, allar ó- giptar.—Frú Ingibjörg sál. var atkvæðakona og mesta valkendi. Hinn 6. þ. m. andaðist hjer í bænum eptir langa vanheilsu saumakona Kristín Guð- mundsdóttir Petersen, rúmlega sextug að aldri. Hún var dóttir Guðmundar stúdenta Pjeturssonar, faktors í Hafnarfirði, síðan bú- andi á Sviðholti á Alptanesi. Kristín sál. hafði aldrei gipzt. Hún var vönduð kona og vel látin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.