Ísafold - 20.09.1890, Side 1

Ísafold - 20.09.1890, Side 1
iCemutf át á wtfWflwdógum og. laugardögum. Verö árgangsin* (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k* Borgtst fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefauda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 76 Reykjavik, laugardaginn 20. sept. 1890. Hundaskattslögin nýju og sullaveikin. Aðaltilgangnr hundaskattslaganna nýju, frá 22. maí þ. á., sem gengu í gildi um land allt í gœr, er ekki að auka tekjur sveitarsjóð- anna eða íþyngja almenningi með nýrri skatt- álögu, heldur hitt, að reyna að draga sem mest að auðið er úr heilsutjóui því hinu voða- lega og maundauða, er sullaveikin veldur hjer á landi. Öruggt og einhlítt ráð til að útrýma gjör- samlega úr landinu þeirri voðalegu og við- bjóðslegu veiki, sullaveikinni, væri það, að hætta við alla sauðfjáreign og allt hunda- hald hjer á landi í mörg ár. því þótt al- menningur væri fyrrum, fyrir 20—30 árum, svo ófróður eða svo tortryggiun gegn óyggj- andi rannsóknum og röksemdum vísinda- manna, að hann taldi kenningar þeirra um eðli og uppruna sullaveikinnar einberan hje- góma, þá er nú orðið naumast nokkur al- þýðumaður svo heimskur eða fáfróður, að hann viti eigi, að sullaveikin stafar frá hund- um og sauðfje. Tómlæti manna í að fylgja margítrekuðum varúðarreglum gegn veikinni stafar eigi af þekkingarskorti, heldur skeyt- ingarleysi. En að fara fram á að hætta við alla sauð- fjáreign hjer á landi væri óðs manns æði; en sauðfjáreignin gerir aptur hundahaldið óhjá- kvæmilegt. því er það hið frekasta, sem gert verður í þessu efni, að takmarka hunda- haldið svo mikið sem auðið er, hafa hundana svo fáa, sem hægt er, án þess að valda veru- legu verkatjóni fyrir menn við gæzlu á skepn- um, og í annan stað að reyna að lækna hundana svo, að menn geti eigi fengið af þeim veiki þessa. þetta ráð hvorutveggja var tekið í mál fyrir meira en 20 árum, er hin eldri löggjöf um þetta efni, tilskipunin frá 1869, var í undirbúningi. En eigi treystust menn þá til að lögleiða nema annað þeirra, hundafækk- unina eða rjettara sagt : aðhald til að fækka hundum., Og því ráði var meira að segja heldur linlega framfylgt í sjálfri tilskipuninni frá 1869, og því linlegar í framkvæmd henn- ar, sem og brenna vill tíðum við um fram- kvæmd laga yfir höfuð, ekki sízt þegar al- menningur hefir einhvern ýmugust á þeim eða hleypidóm gegn þeim. Hreppstjórar áttu ásamt nokkrum kosnum mönnum að tiltaka hversu marga hunda hver húsbóndi þyrfti til að hirða skepnur sínar, en 4 kr. skattur lagður á hvern hund þar fram yfir. En það mun hafa mátt telja annálsvert, hafi hrepp- stjóri ómakað sig til slíkra hluta þau 20 ár, sem tilskipunin var í gildi,—ómakað sig til að ákveða hundatöluna, hvað þá heldur að fara að ganga eptir skatti af óþörfum hundum, ef hundatalan skyldi hafa verið ákveðin einhvern tíma.—Svona var í sveitum, og þá naumast betra í kaupstöðum, þar sem lögreglustjóri sjálfur átti að annast hlutverk hreppstjór- anna, »ásamt allt að 4 mönnum, er kaup- staðarbúar kjósa<. í nýju lögunum er nú hvorttveggja ráðið upp tekið: bæði aðhald til að fækka hund- um og ráðstafanir til að reyna að lækna þá. Aðhaldið til að fækka hundunum er haft takvert straugara en áður. Nú eru allir hundar á landinu, eldri en fjögra mánaða, skattskyldir, bæði þarfir hund- ar og óþarfir. En skatturinn er mjög mis- munandi að upphæð fyrir þarfa hunda og ó- þarfa, sem sje 2 kr. og 10 kr. En til þess að þurfa ekki að eiga það und- ir atkvæði meir eða minna vilhallra eða mið- ur áreiðanlegra dómara, hvað meta skuli þarfa hunda og óþarfa, þá hefir löggjafinn gert sjálfur þar á milli, og kosið heldur að hafa takmörkin nokkuð að handahófi, ef til vill ekki sem rjettlátust, er til framkvæmdanna kemur, heldur eD að eiga undir káki þeirra og eptirgangsmunaleysi, sem lögunum eiga að beita. Hærra gjaldið, 10 kr. á ári, skal greiða í fyrsta lagi fyrir alla hunda í kaupstöðum, hvort sem þeir eru strangt tekið þarfir eða óþarfir. Allur fjöldi hunda í kaupstöðum eru sjálfsagt óþarfir; en þó getur verið þörf þar á hundum, til að verja túnbletti, reka skepn- ur á haga og úr o. fl. En þeir kosta samt 10 kr. eptirgjald á ári, og það þótt eigendurnir hafi ábýli, sem metið er til dýrleika. Undantékn- ingar hafa þótt viðsjálar, og því af tvennu illn betra að lögleiða dálítinn ójöfnuð en að eiga undir því lagaleysi, sem undantekning- ar kynnu að gefa tilefni til. Tíu króna gjaldið verða enn frernur þeir heimilisráðendur utan kaupstaða að gjalda, sem annaðhvort hafa alls enga jarðarábúð eða þá minna en eitt hundrað úr jörðu til ábúðar. Minna gjaldið, 2 kr. á ári, greiðir »hver heimilisráðandi, er býr á meiru en einu hundraði úr jörðu utan kaupstaða, af hverj- um heimilishundi sínum«. »Hver heimilisráðandi ábyrgist greiðslu skattsins af þeim hundum, sem hann hefir fram talið, en rjett hefir hann til að fá skatt- inn borgaðan hjá lausamönnum, húsmönnum eða öðrum mönnum í sjálfstæðri stöðu, af þeim hundum, sem þeir eiga á heimili hans«, Gjaldið skal heimta í fyrsta skipti á mann- talsþingum 1891. »1 kaupstöðum rennur skatturinn í bæjar- sjóð, en annarsstaðar 1 sveitarsjóð, þó svo, að sýslumaður tekur af skattinum sýslusjóðs- gjald hreppanna, að því leyti sem hanu til hrekkur, en verði afgangur, skilar sýslumaður oddvitunum honum í peningum*. Skatturinn eykur því raunar alls eigi gjald- álögur í sveitum. það losar sveitarsjóðina við sýslusjóðsgjaldið, og verði afgangur, renn- ur það í þá, en fyrir það hvorttveggja kom- ast hreppsmenn af með þeim mun minni sveitarútsvör. Meira að segja: fari svo, að einhver fátæklingur verði að tiltölu hart úti með hundaskatt, þá getur hreppsnefndin haft tillit til þess, þegar hún jafnar á aukaútsvör- um, þó það væri samt að verka á móti til- gangi laganna: aðhaldinu til að hafa sem allra fæst af hundum á hverju heimili. Hundaskatturinn verður að því leyti óþægi- legri fyrir gjaldendur en sveitarútsvarið, að það geta þeir unnið af sjer með ómagahaldi, en verða að svara hundaskattinum út á manu- talsþingum til sýslumanns, eins og þeir urðu nú raunar að gjöra áður með sýslusjóðsgjald- ið, svo munurinn kemur að eins fram að því leyti sem hundaskatturinn kann að verða hærri sumstaðar en það var; en aldrei munar það nema örlitlu. það mun engin vanþörf á að taka það fram með berum orðum og sýna það með greinilegum rökum, eins og hjer hefir verið gjört, að almenningi er alls eigi íþyngt með nýrri eða aukinni skattálögu, þar sem hunda- skatturinn er; því þótt menn hafi átt marg- faldlega kost á að kynna sjer nýmæli þetta og ganga þar með úr skugga um það, sem hjer er sagt, þá hafa þeir eigi sparað, að minnsta kosti sumir, að formæla þinginu síðasta fyrir þennan #nýja skatt«. Svo er athugaleysið magnað og ávaninn garali að lofa og lasta blindandi, en láta ónotaða sjón þá og skynsemi, er guð hefir gefið þeim. Sömu víti liggja við röngu hundaframtali eins og tíundarsvikum. Læknisráðstafanir hinna nýju laga fara eigi lengra en það, að »heimilt er sýslunefnd og bæjarstjórn með samráði við hlutaðeigandi hjeraðslækni að semja reglur um lækuiug á hundum af bandormum, meðferð á sullurn úr sauðfje, og gjöra aðrar ráðstafanir, sem henni þurfa þykir, til varnargegn sulluveikinni«, og liggja við sektir frá 1 kr. til 10 kr., ef út ef þeim ráðstöfunum er brugðið. ítrekað er og boðorðið í tilskipuninni frá 1869 um að grafa þegar í stað í jörðu allt sullmeingað slátur og hausa af höfuðsóttarkindum, svo djúpt, að hundar nái ekki til, eða brenna það. Við- lögð 1—10 kr. sekt, og fær uppljóstarmaður annan helminginn, en sveitar- eða bæjarsjóð- ur hinn. því boðorði skyldi framfylgja ræki- lega um sláturstima þann, er nú fer í hönd. Framtal hunda skal fara fram á vorhrepp- skilum og rita í sveitarbók, en telja vanhöld frá á haustum, og sendir hreppstjóri síðan framtalsskýrsluna sýslumanni. En með því nú að stjórnin í Khöfn var heldur »síðbúin út« með lög þess, þ. e. staðfesting á þeim, eins og optar vill við brenna, svo að framtal eptir þeim gat eigi fram farið í vor sem leið, þá hefir hún skrifað með þeim til landshöfð- ingja og beðið hann að »leiða athygli hlut- aðeigandi yfirvalda að því, að þetta ár verði að nota þær skýrslur, sem gefnar bafa verið á hreppaskilaþingum í vor samkvæmt tilskip. um hundahald á íslandi 25. sept. 1869.« Veslings-ráðgjafinn: hann grunar ekki það, sem er, að það boðorð hefir víst óvíða komizt lengra en á pappírinn, í sveitum að minnsta kosti. Verður þvf fróðlegt að vita, hvernig sýslumenn fara að krapsa fram úr því að heimta saman hundaskattinn á næsta manntalsþingi. þeir verða að reyna að láta hreppssjórana heimta framtal á hausthreppskilum nú í haust.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.