Ísafold - 20.09.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.09.1890, Blaðsíða 2
309 Um meðferð á útflutningsfje- £ó því væri hreift í blöðunum á síðasta hausti 1889, að meðferð og pössun á útflutn- ingsfje væri ekki eins góð og hún vera ætti og reynslan hafi fyr sannað þetta, þá ætla jeg ekki óþarft að hreifa þessu máli nú, þegar að þeim tíma líður, að farið verður að selja fje á mörkuðum og kaupfjelög fara að hópa fje sitt til útflutnings. Vjer kunnum að segja við kónginn : hvað gerir þú ? En hann kann líka að segja : ykkur varðar ekki um, hvað jeg geri; jeg er einvaldur í mírm ríki. Svo er um þá útlenda eða innlenda fjárkaupmenn, sem kaupa fje fyrir eigin reikning. f>ó getur meðferðin verið svo, að hvin ætti fyllilega að heimfærast undir hegningarlögin, og lögreglustjórar munu á sumum stöðum hafa haft fulla ástæðu til að grennslast eptir, hvort meðferðin heyrði ekki undir þá hegningu, sem við þvf er lögð, að sýna skepnum harðýðgislega og grimmdar- fulla meðferð. f>egar fje þetta er passað í svo stórum hópum, að talið verður 1000 fjár eða þar yfir, þá má nærri geta, að það þarf ekki lítið hunda-afl til að halda fjenu vísu, og það er naumast til það land hjer syðra (sem falt sje), er þoli þá beit bvo dögum og vikum skíptir; og þó hóparnir sjeu minni, þá er líka landið opt svo ljelegt, að engin sauðskepna mundi standa þar við, sem ekki væri haldið þar með harðstjórnarhendi. Væri ekki skálmöld úr lögum numin, mundu menn berast banaspjótum á um að fá fjeð til geymslu. En það ber tvennt til þessa. Fyrst það, að almennt láta menn ekki annað Iand en það, sem út undan stendur verulegri eigin þörf og þeim er því lítil eptirsjá í, og þá er hagatollurinn hreinn hvalreki. Annað það, að eigendur og umsjónarmenn fjárins muuu optast ekki setja aðra skilmála en þann : skilaðu tölu fjárins ; en eptirlitið hvað hag- lendi og pössun snertir er optast ekki neitt. £að er sjerstaklega kaupfjelög, sem verzla með fje og Benda það út fyrir eigin reikning, sem þurfa að standa á verði og viðhafa alla útsjón og varúð frá því fyrst er farið að reka fjeð saman og allt þar til það er komið á akipsfjöl. Annars getur svo farið með þess- ari meðferð, að fje af suðurlandi verði 1 lægra verði á erlendum mörkuðum en fje frá öðrum landsfjórðungum, jafnvel þó það upp- haflega jafngildi því. |>ví að optast verður mest biðin hjer á suðurlandi, þegar skip þau, sern fjeð eiga að taka, eru bundin við að taka fje á ýmsum höfnum landsins. En hjer við Faxaflóa verður þó optast þrautalending- in, þegar harðviðri og vetur fer í hönd, og optast seinast hjeðan farið. Ef stjórnendur kaupfjelaganna gengju á undan í þvl efni, að umbæta sem mest alla meðferð á útflutuingsfje, þá mundi það hafa þau áhrif, að umbæturnar yrðu al- mennar ; og fyrstu skilyrði fyrir umbótunum tel jeg aptur þessi atriði: 1., að semja í tíma víð þá menn, sem hafa það land, sem kaupandi er, og ekki er uppbeittur brossastöðull eða slegið land, eða á annan hátt ónýtt ; 2., hafa aldrei meira í hverjum hóp en 2—3 hundruð mest; 3., að láta jafnan mann eða menn frá sjer, það er: úr flokki eigandanna, fylgja fjenu, með fullu umboðsvaldi, þar til búið er að skipa því út. Hvammkoti 18. september 1890. p. Guðmundsson. Hrossasalan. Fjársalan, sem er svo náskyld hrossasöl- unni, hefir nú verið vegin og margvegin bæði í ræðum og ritum á síðasta ári; hún hefir fundizt hagfeld að því leyti, sem hún flytur peninga og nauðsynjavörur inn í landið, og hjálpar til að koma fje því í peninga, sem þarf að lóga á haustin fram yfir vanalegan skurð, þegar heyskapur hefir brugðizt; við- sjdrverð að því leyti, sem sumir leiðast til að kaupa alls konar glingur og óþarfa fyrir and- virði fjárins, og sitja opt og einatt nærri í sömu skuldasúpunni ár eptir ár, hversu sem lætur í ári; en hættuleg að því leyti, sem sumir láta heimili sín svelta að kraptgóðri fæðu, en senda kjötið, bezta næringarefnið, úr landi burt, en kaupa í þess stað útlenda fæðu, sem verður ef til vill eins dýr, þegar öllu er á botnin hvolft, en að minnsta kosti engan veginn eins notadrjúg eða auðug að næringarefnum. Hvað hrossasöluna aptur á móti snertir, þá verður ómögulegt að segja, að hún sé hagfeld fyrir seljandann. Miklu fremur má álíta hana viðsjárverða, eða þó helzt af öllu skað- lega, sjerstaklega þegar hún er miðuð við fjársöluna, sem hægt er að gera sjer arðsama með skynsamlegu ráðlagi. Til þess að sýna, að þetta sé ekki neinn sleggjudómur, er bezt at athuga, hvað búið er að kosta upp á hvert hross, þegar það er selt, og bera kostnað þennan saman við verð það, sem fæst fyrir þau. Folaldið verður með engu móti virt minna en 10 krónur á haustin, þegar það er tekið undan móðurinni og tekið á gjöf. Teljum svo að það þurfi 12 hesta af heyi að meðal- tali í þrjá vetur, og hver þeirra kosti 2 kr. Verða það 36 hestar af heyi, og kosta þannig 72 krónur. Hagagönguna fyrir tryppið hvort sumar má virða að minnsta kosti 3 krónur. Séu jafnframt reikaðar 8'/. vextir af verði tryppisins árlega, verður reikningurinn þann- Folaldið að haustlagi . . . kr. 10,00 Fóður þess fyrsta veturinn . — 24,00 Vextir 8°/. af þessum 34 kr. . — 2,72 Verð tryppisins, þegar það er veturgamalt.....— 36,72 Hagaganga annað sumarið . — 3,00 Fóðrið annan veturinn . . — 24,00 Vextir 8f af 63 kr. 72 a. . — 5,07 Verð tryppisins, þegar það er tvævett.......— 68T79- Hagaganga þriðja sumarið . — 3,00 Póðrið þriðja veturinn . . — 24,00 Vextir 8/. af 95 kr. 79 a. . — 7,66 Verð tryppisins, þegar það er þrjevett, verður þá . . . kr. 103,45 Eeyndar verður kostnaðurinn minni í sum- um sveitum, en f öðrum jafnvel töluvert meiri, svo það ætti að jafna sig nokkurn veginn upp. Að telja sjer svona háa vexti af lifandi skepnum, eins og hjer er gert, getur sýnzt rangt, þegar snöggt er á litið; en sje þess gætt, fyrst: hvaða vexti mætti fá fyrir virði tryppisins í peningum; í annan stað, hvað mikil áhætta hvílir á hverri skepnu af van- höldum og vanheimtum o. s. frv., og í þriðja lagi, að sauðfje gefur af sjer árlega vexti með ullinni, þá mun þetta ekki of mikið í lagt. Hvernig sem reiknað er, hlýtur þó þrjeveturt tryppi jafnan að kosta að minnsta kosti 90 krónur. A. hinum síðari árum hefir hrossaverðið á mörkuðunum verið 40—70 krónur upp og of- an; stöku hestur hefir komizt í 80 krónur, einkanlega hafi hann verið fjögra vetra eða eldri, en þá hefði hann líka hlotið að kosta meira heldur en reiknað var hjer að ofan. Eptir þessu ætti seljandinn að skaðast 20—50 krónur upp og niður á hverju tryppi. En hvernig sem seljandinn reiknar, getur bann naumast á nokkurn hátt reiknað, svo nokkurt vit sje í, að hann geti talið sjer eins eyris ágóða, og það þótt jafnframt sje tekið tillit til þess, að hrossasalan flytji með sjer peninga inn í landið. Ennfremur ber að gæta þess, að hrosa spilla jörðinni miklu meira heldur en kýr og kindur, og það þó á sumardegi sje, að ótaldri þeim hagaspjöllum, sem þau gera á útigangs- jórðum. þó tekur út yfir, hvaða tjón þau gjöra á þeim jörðum, þar sem markaðshrossin eru geymd hundruðum saman, stundum í hálfan mánuð, þegar svo vill til, að hestaskipin geta ekki komið á ákveðnum tíma, og það er furða, að nokkur ábúandi vill vinna fyrir nokkurt f je slíkan skaða á ábúðarjörð sinni, og því síð- ur, að nokkur jarðeigandi vill láta fara jafn- skammarlega með eignarjörð sína. I stað þess að halda þannig áfram hrossa- sölunni og ala upp hross til að hafa fyrir verzlunarvöru, meðan söluverðið samsvarar jafnilla kostnaðinum, eins og nú á sjer stað, er nauðsynlegt að gera sjer ljóst, hvort ekki sje hægt að ala upp aðrar skepnur, sem gefi meira af sjer í samaoburði við kostnaðinn. Mun naumast efi á því, að gera mætti sjer meiri arð að því, að koma upp stærra kúa- búi, eða fleiru og þó einkum betra sauðfje, eptir því, sem landskostum háttar, og getur hvorttvéggja gefið af sjer arðsama verzlunar- vöru, sje skynsamlega á haldið. Mun enginn efi á því, að selja mætti bæði smjör og ost til Englands með góðum hagnaði, en þó auð- vitað með því skilyrði fyrst af öllu, að vörur þessar væru svo vandaðar, að þær stæðu ekki á baki slíkum vörurn frá öðrum þjóðum, því að öðrum kosti má ganga að því vísu, að þær seljast naumast, eða þá ekki nema með miklum afföllum. Ætti ekki að vera ókleyft að geta búið hjer til nokkuð nálægt því eins gott smjör eins og í Danmörku; en til þess þarf auðvitað kunnáttu og þó sjer- staklega vandvirkni. Fjelli þá alveg um koll sú ástæða, sem sumir hafa til þess að tolla smjörlíkið, sem hingað flyzt. Að halda aptur á móti áfram þeirri venju, að selja hjeðan óvandaðar landsnytjavörur og ókynbættar lifandi skepnur, getur ekki bless- azt til lengdar. Eeynslan mun sýna, að af- farasælla verður, að selja heldur minna ftf góðri vöru en mikið af lakari, hverrar teg- undar sem hún er. Stoðar ekki að koma með þá ástæðu til afsökunar, að sumar út- lendar vörur, sem hingað flytjast, sjeu ekki sem, bezt vandaðar; sjálfir bíðum vjer bein- línis tjónið af því, að selja óvandaðar vórur. Vjer sjáum, að varazt er að eiga kaup við þann kaupmann, sem flytur slæmar vörur til vor, og því fremur megum vjer búast við, að slíkt eigi sjer stað þar, sem verzlunin er margfalt fjörugri en hjer, Enn fremur er það skilyrði til þess, að geta átt von á, að aðrir þori ekki að bjóða manni ljelega vöru, að hafa bæði vilja og vit á að framleiða nýta vöru sjálfur. Ekki stoðar heldur að telja það óvandaðri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.