Ísafold - 20.09.1890, Side 3

Ísafold - 20.09.1890, Side 3
303 íslenzkri vöru, t. d. smjöri, til afsökunar, að almenningur hjer á landi hafi ekkert út á það að setja. I því efni eru erlendir kaup- endur vandlátari en vjer. f>ví það mun að eins vera hið betur megandi fólk þar, sem hefir efni á að kaupa það. I þeim sveitum eða á þeim jörðum, þar sem landskostir benda til, að hægra sje að koma upp sauðfje heldur en kúabúi, þyrfti, ef vel á að vera, að reyna að bæta fjárkyn- ið svo, að það gefi sem mest af sjer af þeim efnum, sem ætluð eru til sölu; því ekki mun vera fjarri sanni, að hægt sje að ala upp kind, sem gefur af sjer þriðjungi meiri ull og kjöt heldur en önnur á jöfnum aldri, án þess þó að kostnaðurinn við hana sje nærri því þriðjungi meiri hvað fóður og hirðingu snertir; en gjöld til almennra þarfa jöfn af þeim báðum. Bændur, sem hingað til hafið haldið áfram hrossasölunni: afnemið hana smátt og smátt, en bindizt heldur samtökum um, að koma yður upp arðsamri verzlun í afrakstri af kúa- og sauðabúum, og horfið ekki í það, þótt nokkru þurfi til að kosta og nokkuð fyrir að hafa til að komast á rjetta aðferð. það mun marg-borga sig, áður langt um líður. —g. Alþingiskosning- Alþingismaður kosinn fyrir Dalasýslu að Hvammi í Dölum 15. þ. m. síra Jens Pálsson á Útskálum, með meiri hluta atkvæða, 2 fram yfir helming af nálægt 60. Næstur honum hlaut kand. Sigurður Briem atkv., rúm 20, en síra Guðmundur Guðmundsson í Gufudal 3 atkv., og Halldór bóndi Jónsson á Bauðamýri 1. Tíðarfar- Bnn helzt sama rigninga- tíðin. Maður, sem kom í gær vestan frá Isafjarðardjúpi, segir mikið úti af heyjum almennt vestur um sveitir, og liggur það undir skemmdum. Eptirmyndun peningaseðils- Hina fyrstu tilraun til að eptirmynda íslenzka bankaseðla varð vart við fyrir fám dögum, 17. þ. m., hjer í bænum : maður kemur inn í bakarabúð um kvöldið í Ijósaskiptunum LLliilg.— 111 1 ■ ■■■ með 10 kr. seðil, er hann vildi kaupa brauð fyrir nokkuð af og fá afganginn aptur. þótt seðillinn væri mjög lúður og óhreinn, sást þegar, að hann var falsaður og það mjög viðvaningslega : letrið mjög illa skrifað með blýant og uppdrættir á honum mesta handa- skömm; stafsetuing vitlaus, hvað þá annað, t. d. lítill upphafsstafur f nafninu Briem ('Eirfkur Briem). Fógeta var þegar gert við- vart, og ljet hann taka manninn fastan og yfirheyrði hann uudir eins. Hann kvað sveitamann að austan, er hann hafi hitt inn á Laugavegi, hafa beðið sig fyrir seðilinn, að kaupa fyrir hann brauð í nesti, en ljezt engin deili á manninum vita og hafi hann verið horfinn, er hann ætlaði að vitja hans aptur eptir erindislokin í bakarabúðinni. Framburður þessi þótti næsta tortryggilegur og var því manninum haldið í gæzluvarð- haldi og próf yfir honum ítrekað, þangað til í gær, að hann játaði, að hann hefði búið sjálfur til seðilinn. Höfðu horizt að honum böndin með ýmsu móti : fyrst fundizt í fórum hans pappírsörkin, er hann hafði klippt seð- ilinn úr, eptir ófölsuðum seðli, alveg jafn- stóran ; enn fremur vitnazt, að hann hafði reynt áður að koma seðlinum út í annari bakarabúð, en verið rekinn út þaðan með hann og ekki skipt sjer af því frekara; loks hafði vitni eitt, nákomið honum, borið, að hann hefði sýnt því seðilinn, til að vita hvernig því litist á hann, o. s. frv. Maðurinn heitir Snorri Stefánsson, rosk- inn maður, hálfsextugur, upp runninn af Mýrum, sjervitur og hálf-undarlegur á geðs- munum, fæst við veðurspár, var einu sinni að káka með róðrarvjelartilbúning, m. m. Hann kvaðst hafa verið búinn fynr fram að hugsa sjer söguna um austanmanninn, ef illa gengi með seðilinn. Númerið á seðlinum hafði hann hið sama og á þeim, sem hann myndaði eptir,-—vissi ekki, að hver seðill hefir sitt númer. þetta var fyrsta tilraun hans að búa til falsaðan seðil, að hann segir; hefði þó líklega haldið áfram, ef betur hefði lánazt með hann. Nokkuð fannst í fórum hans af peningum, er hann átti með frjálsu, 20—30 kr. Við eptirmyndun seðla landsbankans liggur 2—12 ára hegningarvinna. Leiðarvísir ísafoldar. 565. Er mjer ekki heimilt að vera hjer eptir í sjálfsmennsku (lausamennsku) án endurgjalds ? Jeg er 54 ára gömul, hef verið vinnukona í 3 ár og búið í 30 ár, en get með styrk barna minna haft af fyrir mjer einhleypri með sömu heilsu og nú. Sv.: Nei, ekki ef spyrjandi hefir hegið af sveit í búskapnum fyr og síðar. Skilyrðið fyrir kaup- lausu lausamennskuleyfi er að hafa annaðhvort búið 15 ár og goldið þann tíma árlega til allra stjetta, eða verið vinnuhjú í 20 ár samfleytt og fengið jafnan góðan vitnisburð. 566. Eg lána manni peninga upp á rentur, í fleiri ár. Nú borgar maðurinn ekki rentur; er þá ekki löglegt að leggja renturnar við höfuðstólinn og taka renturentur ? Sv.: Ekki nema svo hafi verið um samið. 567. Eru hásetar á þilskipum, sem eru ráðnir upp á víst aurata) á hverjum fiski, sem þeir draga, skyldir að skipa upp fiskinum eða saltinu, þegar þeir fara af skipinu, án þess að fá dag- laun ? Sv.: Jú, það eru þeir eflaust, nema svo sje, að föst venja segi annað. Auragjaldið af hverjum fiski er umsaminnn kaupgjaldsmáti fyrir alla há- setavinnuna, en í henni er uppskipun fólgin. 568. Er manni leyfilegt að vera í lausamennsku í fæðingarhreppi sínum, þótt hann eigi fyrir ömaga að sjá, eða hafi alið þar aldur sinn ? Sv : Nei, ekki hóti fremur fyrir það en ella. 569. Er skip, sem aldrei er á sjó róið, tíundar- bsert að lögum ? Sv.: Nei. Tiundarbær eru eigi önnur skip og bátar en þau, sem ganga til fiskiveiða. 570. Vorið 1881 fór jeg að búa í þurrabúð suð- ur við sjó, án þess að fá þá leyfi allra hreppsnefnd- armanna í hreppnum, og var óátalinn samt af þeim í 6 ár. Svo var mjer af hreppsnefndinni visað í burtu, en samt fyrir milligöngu hreppstjór- ans fjekk jeg að vera í 2 ár enn, en á hreppskila- þmgi næstliðið vor var mjer tilkynnt, að jeg fengi ekki að vera lengur en þetta ár, og það var líka hreppstjóranum að þakka, að mjer hefur verið gjört útsvar árlega 4 kr., að meðaltali og jeg optast borgað. Hefir nú hreppsnefndin heimild til að reka mig úr hreppnum með fjölskyldu mina? Sv : Nei, fráleitt hafi spyrjandi fengið byggðar- leyfi hjá meiri hluta hreppsnefndar og hafi hann ekki þegið sveitarstyrk. 571. Er bændakirkja, sem er í 2000 kr. bygg- ingarskuld og sem hefir 100 kr. i tekjur á ári, skyld til að borga vísitazíulaun til prófasts, og ef svo er, hvort heldur heil eða hálf vísitazíulaunin? Bónorðsförin. letingi, hefði jeg aldrei átt þig; nei, þú var fyrri maðurinn sálaði sltárri; það var þó maður ! en þú — gerðu svo vel og hypjaðu þig út, úrþvættið þitt !« Húsbóndinn teygði bara úr sjer, brá hend- inni upp á húfubarðið, að hermanna aið, hneigði sig og sagði ofur þurrlega: nall nght, kaptain !« svo að bændurnir skellihlógu, en húsmóðirin rauk út og skellti hurðinni á eptir sjer. »Aldrei skuluð þið kvougast, góðir hálsar», sagði gestgjafinn, um leið og hann fór í frakk- ann, »það er að segja: ef þið komizt hjá því. Og ef þið gjörið það, þá takið þið helzt ekkju eptir hengdan þjóf, svo hún geti þó að minnsta kosti ekki sagt, að fyrri maðurinn hafi verið betri«. Að svo mæltu fór hann út til að gjöra það sem konan hafði lagt fyrir hann. Kobbi sat þarna í þungum hugleiðingum. Var þetta ekki viðvörun til hans? Sýndi ekki dýrlingur hans, hinn helgi Patrikus, honum þarna lifandi fyrirmynd hjúskapar- lánsins, einmitt í þeirri andránni, sem hann ætlaði sjálfur að gjöra sig sekan í sömu heimskunni ? þegar húsbóndinn kom inn aptur, beiddi Kobbi um rúm, svo að hann gæti háttað sem fyrst. Honum þótti ráðlegra að hafa sig burt úr veitingastofunni áður en margir slæddust þangað frá járnbrautarstöðinni og færu að segja söguna um stórgripaskörina. »Hvort viljið þjer heldur fara leiðina til himnaríkis eða helvítis«, spurði veitingamaður hann í mestu alvöru. Kobba þótti þetta kynleg spurning og glápti á veitingamann, en er hann sá húsbóndanum ekki stökkva bros, kvaðst hann heldur vilja til himnaríkis. Veitingamaðurinn virti hann dálítið fyrir sjer og sagði: »þá það, bara að þjer sleppið inn«. I sömu svipan þreif hann kertaljós og gekk á undan Kobba upp stiga, sem lá upp á loptið. Hann opnaði þar hurð í hálfa gátt, virti svo aptur Kobba fyrir sjer og sagði: »það er bezt þjer farið úr frakkanum og vestinu«. Kobbi skildi enn ekki, hvað fór, og spurði í einfeldni: »ætlið þjer ekki að ljúka upp ?« »|>arf ekki meira«, mælti hús- bóndi, »hurðin tekur heima í rúminu«. Nú skildi Kobbi fyrst, að hann var við þröngva hliðið; hann fór að ráðum húsbónda og smeygði sjer inn um gættina. þegar hann var kominn inn, beiddi hann vinsamlega um fáeinar brauðsneiðar og einn tebolla. Hús- bóndinn rjetti honum ljósið inn um gættina og sagði : »Við borðum morgunverð kl. 6«. Kobbi varð þá að hátta fastandi. Hann setti kertið á gólfið, því ekkert var borðið í herberginu. Auk þess var ákaflega heitt í þessari kytru, þar sem hún lá upp undir þaki og sólin hafði skinið á það allan daginn. Herbergið var ekki stærra en svo, að hann gat með naumindum staðið upprjettur í því miðju. Hann lauk nú upp glugganum til þess að fá hreint lopt, en þá fylltist her- bergið allt í einu af flugum, sem streymdu inn um opinn gluggann, svo hann varð að loka honum aptur hið bráðasta og taka til að veiða flugur. það var eins og andstreymið ætlaði aldrei að enda. Og þá voru nú bux- urnar. Hvernig átti hann að fara að, hann sem mátti til að hefja bónorðið á morgun ? Loksins tókst honum þó að slökkva ljósið og hola sjer niður í fletið; en það var síður en svo, að hann gæti sofið. J>að var ekki sökum óværðar í bólinu, nei, hann var slíku

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.