Ísafold - 01.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.10.1890, Blaðsíða 1
éCemut út i miðvikudögom og. laugardögum. Verð árgangsins 104 arka) 4 kr.; erlendis 5 ln Borgi*t fcprir miðjan jrilimánað. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin \ ð áramót, ógild nema komin sj< til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrceti 8. \- xvn 79. Reykjavík miðvikudagrön 1. okt. 1890 ,Meistara"-leg bankadella. Ekki af baki dottinn! Eptir að hver hrakspáin á fætur annari um landsbankann íslenzka og seðla hans var sprungin á marghrjáðu baki meistarans í Cambridge, fekk hann í fyrra vor einhvern tíma í raunum sínum yfirnáttúrlega vitrun, eins og annar Jósef Smith (Mormónapostuli), viðvíkjandi boðsknp þeim, er hann hafði tek- ið að sjer að flytja, — um bankamálið. |>að var hin alræmda svikamyllu-kenning. 3?að var yfirnáttúrleg vitrun í þeirri merk- ingu að minnsta kosti, að hún átti ekkert skylt við náttúrlega skynsemi, náttúrlegt hugsunarlögmál eða neitt náttúrulögmál yfir höfuð. f>að var sem sje engin heil skynsem- isbrú í allri svikamyllukenningunni, frá upp- hafi til enda. En svo var honum mikið niðri fyrir fyrst með kenningu þessa, að meira hefir sjaldan verið látið með hinar merkileg- ustu vitranir. Hún var skrásett þegar á tveimur tungumálum, íslenzku og ensku, með heldur en ekki áhrifamiklum ummælum. Henni var stráð um allar trissur, svo fljótt og kappsamlega, sem póstferðir frekast leyfðu. Enska fyrirsögnin var »íslands yfirvofandi glötun«, og í íslenzka »opnu brjefinu« var tal- að um »þjóðlegt banatilræði« af völdum »auð- virðilegustu fínanzbófa« og þar fram eptir götunum. Og jafnsnemma sneri höf. sjer enn fremur til stjórnarinnar í Danmörku: »áður en þetta verður lesið á Islandi verður stjórnin í Danmörku búin að lesa brjef frá mjer um málið í dönskum blöðum. Ættu menn því að bíða rólegir þangað til fregnir koma frá Danmörku. Og yfir höfuð skyldu menn nú sýna af sjer stillingu hraustra manna og einarðra drengja(!) Meðan fregna er beðið, verða allar ávísanir og landssjóðsborganir að hætta og bankanum verður að loka(!) Dmfram allt: látið eigi saklausa danska kaupmenn nje aðra danska samborgara gjalda neins í þessu máli(!)—Látið eigi hollustu yðar bila við virtan og elskaðan konung !« »Bræður munu berjast ogað bönum verða«, kemur manní í hug,. er maður les þessi ósköp. Höfundurinn boðar ragnarökkur hinnar ís- lenzku þjóðar. Hann er að minnsta kosti meira en hálfhræddur um uppreisn og blóðsúthellingar. Hann gengur að því vísu, að þjóðin verði öll í uppnámi, er vitrunin birtist henni, — vitranin frá hinum mikla spámanni í Cambridge. En hver varð raunin á? Hver áhrif höfðu orð spámannsins á hina fslenzku þjóð? Ekkí meiri en ef fluga sezt a Keilir eða spói vellur á Skeiðarársandi. Aldrei hefir nokkur spámaður farið meiri hrakför í sínu föðurlandi. fögn allra vin- anna og kunningjanna, hlátur og fyrirlitning hinna,— engar undirtektir nokkurs manns landshornanna á milli. Atakanlegri dauða- dóm var ekki hægt upp að kveða. Svo á eptir, þegar hann Ijet sjer eigi segj- ast, þó ótrúlegt væri, heldur hjelt [áfram dellunni í hinum »vesturheimsku« blöðum, þá tættur sundur ögn fyrir ögn hvað ofan í ann- að. Loks kom, þegar árið var liðið, og við- skiptareikningnum var lokið milli ríkissjóðs og landssjóðs, í ljós, að skuldin við ríkissjóð hafði stórum minnkað á árinu, um 70—80 þús. kr., í stað þess að hún hlaut að hafa margfaldast, hefði nokkurt hið minnsta vit verið í svikamyllu-kenningu »meistarans«. En—samt er hann ekki af baki dottinn. Eptir allt þetta fer bann enn & kreik í sumar.veður á land á Austf jörðum með prentað reikningsdæmi frá Cambridge, á marga hesta, og sendir með pósti um land allt í lokuðum umslögum, til útbýtingar meðal almennings. Blöðin dugar auðvitað ekki að biðja fyrir það, því þau eru öll á mála hjá »finanzbóf- unum«. jSjóðinni tilkynnt að niðurlagi, að höf. sendi öllum blöðum Islands þessa skýrslu til þess, að landsmenn viti fyrir fram, að hún er í blaðstjóranna hendi. Hún flytur þeim sönnun hins mesta þjóðarvoða, er saga Islands þekkirt! (Leturbreyt. ekki höfundar- ins). Sömu ósköpin á ferðum eins og fyrir ári síðan, þrdtt fyrir það, þótt voðinn, sem þá var beint fyrir höndum, kæmi hvergi fram, heldur sannaðist af reynslunni (lækkun skuld- arinnar við ríkissjóð) að vera tómur hugar- burður, auk þess sem heilbrigð skynsemi hvers manns hlaut að segja honum hið sama fyrir fram. Lifi »meistarinn« í 10 ár enn, má búast við að hann ítreki hinn sama spádóm eða fái hina sömu vitrun á hverju ári, — sjái á hverju ári glötun landsins yfirvofandi á fárra daga eða vikna fresti, af hinni sömu orsök : póstávísana-svikamyllu-farganinu. Beikningsdæmið er í almennings höndum og því engin þörf að prenta það hjer ; það hefir og verið birt orðrjett í »J?jóðólfi«. Hjer skulu að eins hermd nokkur spakmæli úr skýringunum, sem því fylgja, og dæmið sjálft skýrt með fáeinum samkynja dæmum, til frekari skilningsauka. II. Landssjódur íslands á meira en 40 miljónir KRONA í PENINGUM ! Pyrsta spakmælið í klausu meistarans hljóðar svo —• hann kallar það grundvallar- setning : »Lögeyrir hvers lands er eign þess. Hann getur aldrei borizt allsherjarsjóði þess öðru vísi en sem tckju-auki, ef löglega er með hann farið«. Hvað er nú lögeyrir íslands ? Lögeyrir íslands er : danskir gullpeningar, danskir silfurpeningar, danskir eirpeningar og íslenzkir bankaseðlar. Island á samkvæmt þessu alla danska gullpeninga, alla danska silfurpeninga, alla danska eirpeninga og alla fslenzka banka- seðla, hvar sem þeir finnast. ]?ótt Jón, Sig- v.rður, Pjetur eða Páll hafi í vasanum eða í kistuhandraðanum 10, 20, 100 eða 1000 kr. í dönskum gullpeningum eða silfurpeningum eðe íslenzkum seðlum, er þeir halda sig eiga meó öllum rjetti og vera vel að komna, þá mega þeir vara sig á slíkri heimsku. Lands- sjóður kemur einn góðan veðurdag og hirðir sína eign, hvern eyri; því hann á það allt saman, en þeir ekki. f>ó þeir hafi fengið peningana að erfðum, upp í kaup eða fyrir skepnur sínar eða jarðir, þá eiga þeir ekkert í þeim. Landssjóður á þá. Meira að segja: þó þeir Jón eða Sigurður o. s. frv. sjeu embættismenn og sjeu nýbúnir að fá pen- ingana sjer greidda úr landssjóði í laun, þá er það bara tómt gabb ; landssjóður á pen- ingana eptir sem áður og getur tekið þá heim til sín aptur samstundis sem sína eign, og látið veslings Jón sýslumann eða Sigurð lækni standa slyppa, og þá og allt þeirra fólk svelta. En landssjóður þarf ekki að láta þar við sitja, að láta greipar sópa um allan lögeyri í landinu sjálfu. Af því að danskir pening- ar eru lögeyrir landsins, getur hann látið hirða og færa sjer alla danska peninga, hvar sem þeir finnast um víða veröld. Hann getur farið í ríkisfjárhirzluna í Khöfn og hirt þar það, sem þar kann að vera til af slegnum peningum dönskum, sjálfsagt nokkr- ar miljónir kr. Síðan getur hann brugðið sjer yfir í f>jóðbankann danska í sömu er- indagjörðum, og þar næst í hvern bankann af öðrum, sparisjóði o. s. frv. Mótþrói stoð- ar enginn. Landssjóður getur fengið hæsta- rjettardóm fyrir, að þetta sje allt sín eign; það er lögeyrir landsius, og þá er uóg. Síð- an sópar hann innan hirzlurnar hjá einstök- um mönnum um land allt, alla Danmörku, ef honum sýnist svo, þangað til hann er bú- inn að hafa saman það sem til er af slegn- um peningum dönskum, en það mun vera um 40 milj. kr. f>essi hálfa miljóu, sem til er af íslenzkum landsbankaseðlum, er ekki nema lítill ábætir, rjett í minnsta handraða- hólfið á peningakistu landssjóðs, eins og hún verður þá. Skrítið er það, að vera að burðast með skatta og tolla, þégar landssjóður á þetta lítilræði til. Að vera að reyta undan blóð- ugum nöglum fátækrar alþýðu ábúðar- og lausafjárskatt, brennivínstoll, tóbakstoll, og núna síðast það sem út yfir tekur : kaffi- o" sykurtoll, en eiga í sjóði fullar 40 miljónir króna ! Einfaldir vextir af því, 1600,000 kr., eru fjórfalt meiri en öll ársútgjöld landsins nú, á þessum síðustu og verstu tímum. Nú væri það þar að auki ekki nema óþarfa- vorkunnsemi við Dani að vera að hlífast við að eyða sjálfum höfuðstólnum, þessum 40 miljónum, sem þeir hafa undir hendi af slegnum peningum. |>eir hafa nóg efni á að kaupa sjer gull og silfur og eir í skarðið og láta peningasmiðjuna sína slá úr því nýjan peningaforða handa sjer, og það jafnvel hvað ofan í annað. En nokkuð gæti landið eignast í búið fyrir 40 miljónir, þó ekki sje nú meira til tekið, þ. e. ekki sópað nema einu sinni innan hjá bræðrum vorum Dönum. f>á væri nú kaun ske tök á að eignast eina gufufleytu eða svo! Eðaþádálítinn vagnvegarspotta laglegan ! Eða brýr á fáeinar ár ! Ekki takandi minna í mál L I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.