Ísafold - 01.10.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.10.1890, Blaðsíða 2
314 en tómar járnbrautir, landið af enda og á, yfir þveran Vatnajökul og Ódáðahraun, og járnbrautarbrú yfir Mývatn, til þess að þurfa ekki að vera að krækja í kring um það. Gufuskipafloti allt í kring um landið ; dag- legar milliferðir milli helztu kaupstaða. Málþræðir heim á hvert kot. Búnaðarstyrk- ur úr landssjóði svo rífur, að sljetta mætti fyrir hann öll tún á landinu, og hafa tvo bÚDaðarskóla í hverri sveit. Hvort að fólk þyrfti þá að vera að þjóta til Vesturheims! Athugavert er það hins vegar, að nokkurn hnekki geta bændur beðið af því, að hafa tekið enska peninga fyrir fje og hesta eða í greiðalaun af enskum ferðamönnum. f>ví eptir hinni sömu meginreglu eru þeir pen- ingar ekki þeirra eign, bændanna íslenzku, heldur ríkissjóðsins brezka. Hann getur heimt þá inn sem sína eign hvenær sem vill. En það er ekki nema rjett í svip, sem nokk- ur háski getur af því staðið. |>að er hægur vandi, að hætta að taka á móti ensku gulli fyrir skepnur sínar. Sögumannleg hlutvendni. Misindisblöð sverja sig í ættina á því með- al annars, að þau þurfa jafnan að rangherma eða rangfæra hvað eina, sem þau þora, ef þau hafa eitthvað í frjettum að segja um mótstöðumenn sína, og ekki einu sinni þá, heldur einnig um mótstöðumenn kunningja sinna og kunningja-kunningja. Sjálf hefir »Fj.kon.« vitanlega enga mein- ingu og enga sannfæringu um nokkurn skap- aðann hlut milli himins og jarðar degi lengur, hvorki um landsstjórnarmál nje annað. En vegna þess að annað blað, sem »Fj.kon.« hefir gert sig að dindli aptan í, var að heyra sjer- staklega hlynnt einu af þeim 4 þingmanna- efnum, er buðu sig fram í Dalasýslu, sem sje Sigurði Briem, þá þurfti »Fj.kon.« að segja svo frá á undan kosningunni, að hann hefði þar mest fylgi almennings, en síra Guðm. í Gufudal næst honum ; síra G. mun nefnil. hafa verið næstur í álifcí hjá hinu blaðinu. En síra Jens Pálssyni, sem raun varð á að mest hafði fylgi kjósenda í sýslunni, nefndi blaðið ekki á nafn að nokkur maður í kjör- dæminu mundi vilja líta við. f>etta er nú sök sjer. f>að hefir sjálfsagt átt að vera tilraun til að hafa áhrif á kosn- inguna, en hún mjög klaufaleg og allsendis árangurslaus, eins og nærri má geta og raun gaf vitni. Hitt er spaugilegra og vottur um staka bíræfni annara eins blaða og »Fj.kon.«, að þegar kosningunni er aflokið, þarf blað þetta að flytja þau tíðindi, að síra Jens Pálsson hafi »farið mjög víða um kjördæmið á undan kosningunni til að afla sjer atkvæða«. f>eir sem ekki lesa önnur blöð en »Fj.kon.« —ef þeir eru annars nokkrir—skilja auðvitað þessa írásögu svo, að sigur síra Jens hafi verið að þakka ötulli atkvæðasmölun hans um kjördæmið, og að hin þingmannaefnin hafi alls eigi fengizt neitt við að afla sjer atkvæða með ferðalagi um kjördæmið á und- an kosningu; enda er vafalaust svo til ætlazt. En nú er það meira en hjeraðsfleygt orðið að eitt af hinum þingmannaefnunum, Sigurð- ur Briem, gerði ekki eina, heldur tvœr ferðir um kjördæmið allt eða mestallt á undan kosningu, vitanlega einmitt í þeim tilgangi, að afla sjer atkvæða. Fyrri ferðina gerði hann snemma í sumar, svo lítið bar á út í frá, og útvegaði sjer þá erindreka í flestum ef ekki öllum hreppum sýslunnar, til að nnd- irbúa og styðja að kosningu sinni. Síðari ferðina fór hann vikuna á undan kjördegi og reið þá sýsluna af enaa og á, kringum strand- ir (Fellströnd og Skarðsströnd) o. s. frv. f>etta ferðalag allt nefnir eigi »Fj.kon.» á nafn, minnist þess eigi með einu orði. Ferðalag síra Jens þar á móti, sem »Fj.- kon.« þykir svo sögulegt, var allt og sumt það, að hann reið hjer um bil beina þjóðleið vestur sýsluna einu sinni, vestur að Ólafsdal, og brá sjer þaðan snöggvast út í Skarðsstöð. Hann mun hafa komið við á 20 bæjum alls í ferðinni. Frá 13 af þessum 20 bæjum komu húsráðendur á kjörfund, en S þeirra 13 kusu ekki síra Jens, heldur Sigurð fjórir og sfra Guðmund einn. Gat hann því í hæsta lagi hafa aflað sjer 8—9 atkvæða á sínu ferðalagi (frá einum bæ munu hafa kom- ið 2 atkv.), hafi erindið á annað borð nokk- urn tíma verið það, að »afla sjer atkvæða«. En kunnugt er mjer það um suma af þess- um 9, að þeir voru ráðnir í að kjósa síra J. löngu áður en hann kom vestur. Hvað víða aðalkeppinautur síra Jen3 um þingmennskuna, Sigurður Briem, hefir komið við á öllu sínu ferðalagi um kjördæmið, í tveimur atrennum, veit jeg ekki hót, en þyk- ir sennilegt, eptir því sem hann hagaði ferð- um sínum, að hann hafi komið við á allt að 100 bæjum alls. Að eptirtekjan hefir orðið fremur rýr hjá honum, þótt kappsamlega væri borið niður,—því gat síra J. ekki að gjört. f>ví fer nú mjög fjarri, að frá þessu ferða- lagi Sigurðar sje sagt í neinu niðrunarskyni fyrir hann. f>að sýnir, að maðurinn er á- hugamaður um það, sem hann ætlar sjer, og er það lofsvert, og vottur þess, að eitthvað sje í manninn varið. Hitt er hvort sem er skoplegur tepruskapur, að vilja vórða þing- maður, en láta sem manni sje um og ó, eða að hanu gjöri það rjett fyrir nauð annara, að taka á móti kosningu, ef kjósendur vilji endilega. En—segja skal hverja sögu eÍDS og hún gengur: ef haft er orð, og það langt um skör fram, á miklu atkvæðaöflunarferða- lagi annars þingmannsefnisins—•, þá er rangt að láta viðleitni hins liggja í láginni, allra helzt hafi hún verið margfalt meiri, bæði öflugri og víðtækari. Að jeg kalla þá síra J. P. og S. Br. mót- stöðumenn, á eingöngu við kosningarbarátt- una sjálfa og ekki annað. Mjer heyrðist þeir ekki vera svo roiklir mótstöðumenn í skoðun- um á kjörfundinum, og þar fyrir utan gæti jeg vel trúað því, að þeir væru mikið góðir kunningjar. Jeg tek þetta fram til að fyrir- byggja misskilning eða hártoganir út úr orð- um mfnum. Kunnugur. Prestvígðir sunnudag 28. f. m. þessir 5 prestaskólakandídatar: Benidikt Eyjólfsson að Berufirði, Eyólfur Kolbeins Eyólfsson að Staðarbakka, Jón Finnsson, settur prestur að Hofi í Alptafirði, Ólafur Helgason aðstoðar- prestur síra J. Björnssonar á Stokkseyri, og þórarinn f>órarinsson, prestur til Mýrdals- þinga. Tíðarfar. Snjöað hefir talsvert á fjöll nú um hríð, ofan í miðjar hlíðar eða meir, enda er nú byrjuð norðanátt með allgóðum þerri og ná menn nú líkleg inn heyjum um land allt. Afsetningarsök- Meistarinn í Cam- bridge, með tólf-kónga-vitið, kvað hafa skrifað landshöfðingja nýlega og heimtað þá Halldór Jónsson bankagjaldkera og Sighvat Bjarna- son bankabókara afsetta fyrir það, að þeir hafi dirfzt að skrifa á móti sjer' um banka- málið f "Vesturheimsblöðin íslenzku ! ! Hótar landshöfðingja »reiði keisarans*—eða að snúa sjer til Islands-ráðgjafans í Khöfn —, ef hann gegnir ekki undir eins ! ! ! Barðastr.sýslu sunnanr. 14. sept. 1890: „Veð- urátt góð seinni part ágústmán., eins og hún hefir mátt heita í allt sumar, þó heldur óþurkasöm. Seinustu dagana af ágúst náðu allir búendur inn 511u hoyi sem laust var, því þá daga var góður þerrir. Aptur byrjaði þessi mánuður með vot- viðrum og sunnanátt. Stundum hefir verið mikil rigning, og helzt óþerratíð enn, svo víða eru nú meiri og minni hey úti. Verður núbráðlega hætfc heyskap hjer um pláss, og hefir hann staðið í sumar í 9 vikur. Heyföng mega heita í góðu meðallagi, ef næst inn í garð það sem úti er, ekki mikið skemmt. það mun láta nærri og teljast svo til, að hjer um pláss hafi fengizt eptir hveru gagnlegan mann til heyvinnu samanlagt eptir karl sem konu frá 80—100 þurrabands-hestar af töðu og útheyi, og mun það ekki fást hjer nema í allgóðu grasári. — Sumstaðar í Strandasýslu er sagður fyrirtaks-mikill heyfengur vegna meiri grassprettu þar en sunnan fjallgarðs þess, er að skihir sýslur þessar, því hægviðri eru þar opt á á vorin. þegar hjer eru norðan-næðingar, sem spilla gróðri og grasvexti, eins og stundum kom fyrir hjer i vor. jpingeyjarsýslu, 17. sept. 1890: Vor og sumar geta eigi annað en góð heitið. Að vísu gjörði kuldakafla um fardagaleytið nokkuð Jangvinnan. Og hundadagar allir voru fremur kaldir og úr- fellasamir. Spretta varð í meðallagi, —lakari en í fyrra, sökum vorkulda og þurka. íiýting má heita að hafi orðið góð. Afli hefir optast verið dágóður allt sumarið í þessu hjeraði. Kaupfjelags- verð ekki enn orðið kunnugfc, heldur en vant er. Markaðsmenn: þórður faktor Guðjohnsen á Húsa- vik, St. Stephensen umboðsmaður með einhverj- um Englendingi (Capt. Williams) og Jakob faktor Gunnlaugsson á Raufarhöfn halda markaði i dag í Núpasveit og Axarfirði; og svo áfram inneptir sýslunni hinir 2 fyrstnefndu. þ. G. kvaðst í gær gefa mest 17 kr. fyrir tvævetlinga og 13 lcr. mest fyrir geldar ær og veturg. Hinir erm ekki látið neitt uppskátt. Hin vonda kve/veiki kom hjer um fráfæmaleytið, og kom á mörgum bæjum öllum i rúmið og alstaðar hávaða fólks. Proclama. Með pvi að Biignvaldur bóndi Guðmunds- son á Svarfhóli í Súðavíkurhreppi hefir fram- sell bú sitt til skiptameðferðar sem þrotabú, er hjer með samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á þá, sem til skulda telja, að lýsa kröfum stnum innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu 12. sept. 1890. Skúli Thoroddsen. „Sameiningin‘‘, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev.lút. kirkjufje- lagi í Vestrheimi og prentað í Winnipeg. Eitstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vestrheimi 1 doll. árg., á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentan og útgjörð allri. Eina kirkjulega tímaritið á íslenzku,- ð. árgangr byrjaði í Marz 1890.- Fæst í bóka- verzlan Sigurðar Kristjánssonar í Eeykjavík og hjá ýmsum mönnum víðsvegur um allb land. VINDOFN, stór og vauui, er til sölu. Nánara á afgr.st. ísafoldar. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.