Ísafold - 04.10.1890, Side 1

Ísafold - 04.10.1890, Side 1
Kemui út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins 104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k' Borgist fyrir miðjan júlfmánuð. ÍSAFOLD. XVII 80. I Reykjavik laugardaginn 4. okt. Uppsögn (skrifleg) bundin \ ð áramót, ógild nema komin sjc til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. *........ 1890 Niðurniðsla skóganna. |>rátt fyrir það, þó að hinir svo nefndu Bkógar vorir geti ekki heitið annað en lítil- fjörlegt kjarr, kræklótt og kyrkingslegt, eink- urn þegar þeir eru bornir saman við skóga í öðrum löndum, er hið litla sýnishorn af viðargróðri, sem vex hjer á landi, samt svo þýðingarmikið, að því ætti að vera alvarleg- ur gaumur gefinn. þótt orðatiltæki þau, sem höfð eru í forn- sögum, að landið hafi á landnámstíðinni ver- ið «viði vaxið milli fjalls og fjörus, verði ekki tekin svo bókstaflega, að landið hafi þá ver- ið einn óslitinn skógarlundur, er samt aug- ljóst af mörgu öðru, sem sögurnar segja frá, og af viðarleifum þeim, sem enn finnast víða í jörðu, þar sem enginn viðarangi sprettur nú, að birki hefur vaxið hingað og þangað meira og minna í flestum hjeruðum landsins. En sje litið á landið eins og það er nú á dögum, þá sjást ekki leifar þess, uema í stöku stað, einkum í dölum efst í sveitum Optast er kennd eyðingu þessi apturför af náttúrunnar völdum, eldgosum, uppblástri, sandágangi o. s. frv.; en sje gjörr athugað, verður ljóst, að hrörnun skóganna er meira af manna völdum en náttúrunnar. í óbyggðum löndum, þar sem allar plöntur vaxa í næði, nema að því leyti sem þær keppa hver við aðra, hafa vanalega verið meiri eða minni skógar, svo framarlega sem lopts- lagið hefir ekki verið því algjörlega til fyrir- stöðu, en jafnskjótt sem löndin hafa byggzt, hefir skógunum hnignað smátt og smátt, eink- um þó þar sem mest hefir verið lifað hjarð- manna lífi. þannig er Mið-Asía, þar sem höfuðstöð hirðingja þjóðanna hefir verið, margfalt fá- tækari að skógum á þeim svæðum, sem not- uð hafa verið fyrir beitilönd, heldur en Mið- Afríka, sem mestmegnis hefir verið byggð af villiþjóðum. Hjer á landi verður ekki annað sagt, en að lifað hafi verið;hirðingja-lífi að miklu leyti síðan landið var byggt, enda sjást glöggar menjar þess á því hvað eyðslu skóganna snertir. þegar sauðfje er haldið skarpt að vetrar- beit, þar sem skóglendi er og haglítið er orð- ið, leggst fjenaðurinn á skóginn, einkum yngstu frjóangana, sem eru mjóstir og mýkst- ir fyrir, og eyðir þannig viðkomunni, en eldri hríslurnar deyja út. A hinn bóginn hafa mennírnir sjálfir ekki látið sitt eptir liggja að gera skógunum allan þann óskunda, sem hugsazt getur. þegar í fornöld er þess getið, að menn hafi verið að viðarhöggi og kolagjörð, og hef- ir því sama verið haldið áfram í tíu aldir jafn-hlífðarlaust, eins og verið væri að upp- ræta skaðlegasta illgresi. Margir hafa ekki einu sinni látið sjer nægja að höggva upp allt, sem var ofanjarðar, heldur einnig rifið ræturnar líka, þar sem þeir hafa haft færi á. Einkum hefir þó verið lagzt á nýgræð- inginn, af því hægra hefir verið að vinna hann til kolagjörðar en stærri og digrari hríslurnar. I stað þess, að höggva upp á við á báðar hliðar, þannig, að sárið verði hæst í miðju, höggva margir enn í dag skóg þannig, að sýlt verði niður í rótina. Sezt þá vatn 1 sárið og rótin fúnar og getur ekki skotið út «millumstokkum», sem framleiða aptur frjó- anga ofanjarðar. þegar þess er nú gætt, að bæði menn og skepnur hafa verið samtaka í því í jafnlang- an tíma, að eyða bæði nýgræðingnum og við- arrótunum, er þá nokkur furða þó að æðimikið sje farið að sverfa að skógunum? Skyldi náttúran vera eins sek í þessu efni, eins og margir halda? Er ekki meira að segja furða, að nokkur viðarangi hefir staðizt þannig fyrir járni og eldi, öxinni og kola- gröfinni? þar sem menn og skepnur hafa hætt, hefir náttúran tekið við. þegar viðarræturnar eru í burtu úr fjallahlíðunum, losna jarðspildurn- ar og frost og leysingar vinna að þvi, að losa jörðveginn úr hlíðunum, svo fjöllin standa blá og ber eptir, og auk þess rífur vindur- inn upp jórðina bæði uppi í fjöllunum og niðri á sljettlendi, þar sem hann hittir flag fyrir. A þetta hefir verið horft öld eptir öld, án þess því hafi verið gaumur gefinn, já meira að segja er mörgum enn í dag hálf- illa við, að búa á hinum svonefndu skógarjörðum, af því ullin reitist af fje því, sem um hann gengur, þvert á móti því sem álitið er hjá öðrum þjóðum, að skógarnir sjeu eitt hið bezta varnarineðal til að verja land fyrir á- gangi og uppblæstri, svo nú er þar víða tek- ið að gróðursetja skóg á ný, þar sem honum hefir verið eytt áður. Jafnvel þó skógarhögg hafi mjög minnkað á hinum síðustu tuttugu árum, síðan ensku Ijáirnir urðu almennir hjer, er enn höggvið svo mikið árlega af þeim litlu skógarleifum, sem enn eru eptir, og það beinlínis til eldi- viðar, að full þörf virðist, að vakið sje máls á því. Reyndar munu skýrslur þær, sem bændur gefa hreppstjórum árlega um þetta, ekki á- reiðanlegri en annað í búnaðarskýrslum vor- um, og það svo, að jafnvel er ekki minnzt á skógarhögg í sumum þeim sveitum, sem skógur er höggvinn í árlega. Samt sem áð- ur bera skýrslur þe3sar með sjer, að enn sje höggvinn nokkur skógur í Austur-Skaptafells- sýslu, Fljótshlíð (þórsmörk) i Rangárvalla- sýslu, í Arnessýslu ofanverðri, í Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslum að ofanverðu, í ísafjarð- arsýslu, þingeyjarsýslu og Múlasýslunum, fyrir utan fáa tugi hesta hingað og þangað ann- arsstaðar. Af þeim bæjum, þar sem viðarhöggir er mest, má telja: Efstadal, Laugardalshóla og Laugavatn í Laugardal, Miðengi í Gríms- nesi, Gilsbakka í Hvítársíðu og Hnífsdal í Isafjarðarsýslu, og er talið, að á flestum þessum jörðum sjeu höggnir um 200 hestar á ári. jpetta er þó að líkindum eingöngu til I notkunar heima fyrir, en því er að líkindum sleppt, sem öðrum er ljeð að höggva í land- areigninni, eins og víða mun eiga sjer stað með skýrslur um heyaflann. En hvað sem skýrslum þessum líður, þá er engin vanþörf á að gefinn væri gaumur þeim litlu leifum, sem enn eru eptir af skógi hjá oss. þótt því sje ekki samjafnandi á neinn hátt við skóg annara landa, hefir þetta litla kræklótta kjarr svo mikla þýðingu fyrir jurtalífið og þar af leiðandi fyrir afurðirþær, sem jörðin getur gefið af sjer, að ekki sýn- ist vanþörf á, að reynt væri að vernda al- veg þennan litla skóg sem eptir er, og að athugað væri, hvort það mundi hafa ókleyfan kostnað í för með sjer, að gróðursetja ný- græðing á öðrum stöóum, einkum þar, sem bersýnilegt er, að birki hefir verið áður. f>að er gleðilegt tímans tákn, að land- stjórnin virðist hafa vaknað til meðvitundar um nytsemi skóganna, fyrst og fremst með því, að ganga eptir skýrslum um skógarhöggið. Er það líklega í þeim tilgangi gjört, að búa sig undir að vernda skógana fyrir algjörðri upprætingu. í öðru lagi hefir hún jafnvel gjört ráðstafanir til, að þeir, sem verða hjer eptir landsetar á þjóðjörðum, megi ekki eyða þeim að nauðsynjalausu. |>að er vonandi og væri æskilegt, að fleira færi á eptir. En fyrst og fremst ætti þó þjóðin sjálf að vakna í heild sinni til meðvitundar um, að það er skaðlegt að gjöreyða þeim fáu plöntum, sem náttúran hefir látið þróast hjer öðrum gróðri til hlífðar og verndar, og að miklu heldur .bæri að styrkja náttúruna í því, að þekja melana og móana með grassverði, heldur en gjöra hið gagnstæða, sjálfum sjer og niðjum sínum til tjóns. —9■ ,Meistara‘-leg bankadella. iii. Glæsilegur qróðavegur fyrir almenning. I síðasta blaði var útlistað, hver uppgripa- gróði það væri fyrir landssjóð, ef beitt væri verklega þeirri meginreglu »meistarans«, að lögeyrir hvers lands sje eign þess, þ. e. eign landssjóðs. Meistarinn bætir við áminnzta meginreglu þeirri nánari útlistun: »Hanu (þ. e. lögeyrir- ir) getur aldrei borizt allsherjarsjóði þess (landsins) öðruvísi en sem löglegur tekju-auki ef löglega er raeð hann farið«. En—nú berst landssjóði stórfje á hverju ári í seðlum frá pósthúsinu í Reykjavík, án þess að það fje sje tekju-auki fyrir landssjóð, með því að hann þarf að svara öðru eins út í aðalfjár- hirzluna í Khöfn, þ. e. rikissjóð. f>arna kemur lögleysan fram ! Hjer er lagt stórfje inn í landssjóð, sem er enginn tekju-auki fyrir hann, heldur er skrifað honum til skuldar í reikningsbók hans við ríkissjóð, ef hann svarar því eigi út ____ sendir það aðalfjárhirzlunni—þegar í stað. þetta er mergurinn málsins í umgetnu reikn- ingsdæmi meistarans og skýringum, er dæm-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.