Ísafold - 08.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.10.1890, Blaðsíða 1
Kemui út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins 104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k' Bocgist miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundm % ð áramót, ógild nema komin s)e til útgefanda fyrir t.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. xvn 8i. Reykjavík miðvikudaginn 8. okt. 1890 Vatnajökull hlaupinn. í vetur, er leið, þóttust menn vita, að ein- tiver óvanaleg umbrot mundu vera í Vatna- jökli inn af Jökuldals- og Fljótsdalsöræfum, einkum á því sviði jökulsins, er Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Dal og Kreppa hafa að- drög sín úr ; því að undir eins snemma vetr- arins, þegar annars lítill sem enginn jökullit- ur er á ám þessum, fór að bera á miklum jökulleir í þeim, sem fór svo vaxandi, að um hátíðir var leirburðuriun orðinn svo rnikill, að er sökkt var upp í skjólu og látið setjast, Var nærfelt helmingur jökulleðja; auk þess sú sauðamaður á Kóreksstöðum í Hjaltastaða- þinghá um nýjársleytið úr fjallinu upp frá bænum eitt kvöld eld mikinn hlaupa upp í jöklinum inn til Snæfells að sjá, og um sama leyti eða litlu síðar urðu menn varir við nokkra jarðkippi; dnnur og dynkir heyrðust líka, er á leið veturinn og vorið, og um helgi í 14. viku Hinnars gjörði jakaferð mikla og vatnsvöxt í Jökulsá á Dal, er hjelzt uokkra daga. Skömmu síðar fóru 2 menn, Elías bóndi á Vaðbrekku og Jón þorsteinsson á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, í hreindýraslag inn á svonefnd Vesturöræfi—það er á milli Jökulsár á Dal og Snæfells,— og var þá jökullinn hlaupinn út að Sauðá á Vesturöræfum, og er það á g eta míla vegar frú fastajöklinum, sem áður var; Sauðá þessi fellur úr Snæfelli til suðvesturs í Jökulsá á Dal, en eigi úr Vatna- jökli, eins og haft er í »Geologische Karte der Insel Island, Berlin«. Vestanmegin Jökulsár á Dal var skriðjök- ullinn genginn út á svo nefnda Hraungarða á Kringilsárrana; það eru gamlar jökulýtur og jökull undir, en var nú allt vaxið töðu- gresi og talið bezta haglendið á Bniaröræf- um; hafði skriðjökulsbrúnin farið undir garð- ana og flett þeim upp, svo þeir lágu nú of- an á jökulröndiuni, sem var á að geta 30 faðma há; þessar jökulýtur voru um 80 ára gamlar, og mundi Einar heitiun, er lengi bjó á Brú og fæddist um aldamót, er jökull- inu hljóp. A þessu árabili hefir þá jökullinn þiðnað og haglendi myndazt ofan á grjót- og malar- laginu, sem eptir hefir orðið ofan á jöklinum, er undir liggur. |>egar jeg frjetti þetta, fór jeg inn á svo nefnd Hvannstóðs-fjöll á Brúaröræfum, því að þaðan var mjei*sagt bezt útsýni yfir jök- ulinn og öræfin; innsti hnjúkurinn í fjöllum þessum er í línunni milli Snæfells og Herðu- hreiðar, vestan við innstu drög Laugarvalla- dals (sjá Geologische Karte der Ins. Isl. Berlin). Hnjúkur þessi er á að geta (eptir loptmæli) 2700 feta hár frá sjó að telja; út- sýni er þaðan ágætt yfir öll öræfin fyrir inn- an, milli Kverkfjalla og Snæfells; jeg var líka svo heppinn að veður var þann dag (24. ágúst) bjart og skírt og hvergi þoka á fjöll- um. Helj arlegri og þó fegurri sjón hefi jeg aldr- ei sjeð; jökullinn brotinn og bramlaður nið- ur í gegn á 6 rnílna sviði, frá Kverkfjöllum að vestan og austur á móts við mið Vesturör- æfi, og svo langt inn á fastajökulinn, sem jeg sá, og er það líklega eigi skémmra en 3 til 4 mílur; verður þannig skriðjökull þessi að yfirmáli frá 25—30 mílur. Jökullinn er líkastur yfir að líta og hamra- fjöll, sem hausthrím, hálftekið upp, liggur yfir, svo víða sjer í svart bergið og gljúfrin—, ! eða öllu heldur eins og menn gætu ímyndað sjer frosið haf í brimróti. Ofan á hverjum jaka liggur grjót og möl, en á milli glittir í bláar og grænar jakahliðarnar og kolniða- dimm jökulgljúfrin. Jökullinn hefir brotnað í kólfmyndaða jaka, eigi mikla um sig, en ákaflega háa, sumir líklega 100 faðmar eða þar yfir, einkum er inn í jökulinn dregur. Sjálft jökulbergið til brúnanna muu vera um 20—40 faðma hátt, og á einum stað, austan við Kverkárrana á Brúaröræfum, mun það hafa verið framt í 100 faðma hátt. Hreifing var enn í jöklinum, því að jakar voru að hrapa úr berginu hjer og þar, og gnýr nokkur til jökulsins að heyra. Austan við skriðjökul þennan, suðvestur af Snæfelli, sá jeg með sjónpípu í gjáarbarm inn á jöklinum, er lá langs eptir jöklinum, frá austri til vesturs, og mun þar hafa sprung- ið fyrir á fjallsröðlinum, er undir jöklinum liggur frá austri til vesturs, og sigið lítið eitt undan brekkunni norður á við. þegar kemur austur á móts við Snæfell eða þjófahnjúka,—þeir eru milli Snæfells og jökulsins, — tekur skriðjökull aptur við og nær austur í hamra þá, er taka upp úr jökl- inum inn af Múlaöræfum í Fljótsdal, en þar hefi jeg eigi komið, en að eins sjeð hann langt að; menn þeir, er sjeð hafa jökulinn, segja hann enn i gangi, og nú síðustu dag- ana hefir enda heyrzt jökulgnýr alla leið út í Fljótsdal, og er það þó langur vegur. þessi skriðjökull er litill um sig, 1 míla eða svo á breidd, en genginn álíka langt út á öræfin sem vestari jökullinn; veruleg land- spjöll munu þeir hafa gjört lítil, nema helzt á Vesturöræfum: tekiðþaraf hálft Fitjahraun svo kallað, sem í voru nokkrir hagar. Vest- ari skriðjökullinn nær skemmra út á öræfin vestan til, að Kverkárrana, en austan til að meðaltali líklega 1 mílu, eða alls báðir yfir 7 rnílna svæði. Hvorug Jökulsáin, í Fljóts- dal eða á Jökuldal, hefir enn náð forna far- vegi sínum úr jöklmum; fellur Jökulsá á Dal undan austurjaðri vestara skriðjökulsins, en Jökulsá í Fljótsdal undan vesturjaðri eystra jökulsins. Ormarsstöðum 27. sept. 1890. p. Kjerúlf. Sjávarafli sveitamanna. —«»— það hefir verið siður og er enn, að minnsta kosti víða hjer á landi, að karl- menn úr sveitum fara út til fiskiveranna til að róa þar um vertíðina á þeim tímum árs- ins, þegar helzt er fiskjar von. Jafnvel þó þetta muni vera orðin æfagöm- ul venja, er ekkert fjarri sanni, þó litið sje í kringum sig og gætt að, hvort þetta sje svo hagfeld venja, að ekki megi út af bregða. Komist maður að þeirri niðurstöðu, að fiskiafli sveitamanna beri þeim meiri arð en þeir gæti haft af vinnu sinni við landbúnað, er eðlilegt, að haldið sje áfram sama sið; en verði nið- urstaðan nú gagnstæða, er auðvitað sjálfsagt, að hætta fornum óvana og snúa sjer heldur að þeim störfum, sem gefa stöðugri og meiri arð. Engum, sem lítur á mál þetta hlutdrægn- islaust, mun geta blandast hugur um, að viðsjárvert sje, að meiri hluti allra verk- færra karlmanna yfirgefi heimili síu og skepuuhiróingu á harðasta tíma ársins, og það eins þó fjenaðurinn sje í rýrum noldum og heybirgðir tæpar, og slengi því öllu á kvenn- fólkið, sem opt og einatt hefir svo mörgum störfum að gegna innaubæjar, að það getur ekki hugsað um fjenaðinn eins og skyldi. Sje þess ennfremur gætt, að þefcta er vana- lega á hörðustu mánuóum ársins, nefmlega í febrúar og marz, þá verður varla borið á móti því, að nokkur ósatnkvæmni sje í því fólgin, að þykjast vilja ljetta hag kvennfólks- ins, en láta það þó vinna hin verstu verk, sem hægt er að hugsa sjer, fjenaðarhirð- ingu í illviðrum. Mun ekki hægt að bera á móti því, að horfellir á fjenaði hefir næst hey- og húsnæðisleysi verið því að kenna, að ónógir vinnukraptar hafa verið til að bjarga skepnunum í illviðrum. En þetta, að sem flestir karlmenn fari til sjávar, styðst við svo fasta venju og rótgró- inn hugsunarhátt, að örðugt mun að fá því breytt til batnaðar. Margir húsbændur álíta það ekki fullgilda vinnumenn, sem geta ekki róið út t. d. af sjósjótt, og flestir drengir skoða æskuárin eins og mark og mið að því, að «geta komizt í verið«, og ekki mun það bera svo sjaldan við, að fengið sje sjerstakt leyfi til að ferma drengi áður en þeir eru búnir að ná fullum aldri, að eins til þess, að geta komið þeim til sjávar, þó þeir auðvitað verði þar ekki matvinnungar, að minnsta kosti fyrst í sfcað, en gæti gert miklu meira gagn með því að vera heima. Á hinn bóginn vilja karlmennirnir marg- falt heldur komast til sjávarins; þar er frjáls- ræðið meira og þeir hafa yfir höfuð miklu hægra fyrir heldur en heima, þó allharðar skorpur kunni að koma fyrir öðru hvoru. þ>egar vetrarkuldanum ljettir og vel viðrar á vorin, mætti auðvitað byrja suemma á ýms- um jarðabótum, hlaða vörzlu- og stíflugarða, sljetta tún, byggja hús o. s. frv.; en hve mikil uauðsyn sem kann að vera að fá unn- ið að þess konar, er þó víða ekki snert við því fyr en kornið er fram í júnímánuð, því tíminn fram yfir fardagana gengur í að kom- ast heim frá sjónum og sækja aflann, þ. e. þorskhausana, því mest af bolnum er saltað og lagt inn í búðirnar. ||>að er nógu opt, sem vorharka bannar aðv taka snemma til útistarfa, þó tíminn sje notaður þegar er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.