Ísafold - 08.10.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.10.1890, Blaðsíða 2
322 veður leyfir, því ekki getur það heitið langur tími til húsabygginga, garðræktar, garða- hleðslu, túnasljettunar, kaupstaðarferða, slátt- ar og fjallgangna, að hafa ekki til alls þess nema 3 mánuði, • því opt byrja frost þegar í októbermánaðar byrjun, enda eru flest jarða- bótastörf látin sitja á hakanum, og þó næg- ir tíminn tæplega til annara starfa. Mun ekki fjarri söunu, að sláttur byrji öðru hvoru hjá sumum seinna en æskilegt væri og gras- vöxtur leyfir, eiomitt af því, að ekki hefir verið byrjað svo snemma við útiverk, sem æskilegt hefir verið. Kemur það auðvitað stundum af því, að vorhörkur hindra, en líka stundum af því, að nægir vinnukraptar eru ekki heima þegar er klaka fer að leysa úr jörðu. Ennfremur er líka hjá sumum sá siður, að láta vinnumennina róa um vorvertíðina og fara þannig á mis við allt það gagn, sem hafa mætti af þeim við heimilstörfin fram undir slátt. Af þessu leiðir auðvitað, að skepnuhirðing og öll utanbæjarstörf á vorin eru meira eða minna vanrækt, því ekki er gerandi ráð fyrir, að neinn hafi vinnumann árið um í kring, sem hann hefir ekki vinnu handa nema eingöngu um sláttinn. það væri líklegt, að þeim bónda væri eins hagfelt að hafa kaupamann um sláttinn, en kaupa fisk til heimilísins fyrir útgerðina, því með því þyrfti bóndinn ekki að eiga á hættu að verða fyrir skaða í fiskileysisárunum. þetta hringl sveitamanna milli sjós og sveita hlýtur líka að gera þá óeirnari við vinnu sína heima fyrir. |>á langar til sjáv- arins og þykir skemmtilegra að vera þar í mannfjöldanutn en í fámenninu heima. |>ar eru þeir líka sjálfs sín húsbændur, nema rjett á meðan þeir eru á sjónum. |>eir eru vanalega sendir að heiman með beztu fæð- una, sem heimili þeirra getur látið í tje: smjör og kjöt, sem gæti orðið margfalt nota- drýgra heima fyrir. Auðvitað er útgerðin upp og niður, og sumir eru mjög tæplega búnir heiman að; en yfir höfuð kljúfa þó flestir til þess þrítugan hamarinn, að láta sjómanninn hafa sæmilegt fæði. Meðalútgerðarkostnað hefir |>órður bóndi Guðmundsson á Hálsi reiknað nál. 111 kr. (sbr. 16. bl. Isafoldar þ. á.), og sje þar með talið net, þar sem hlutanet tíðkast, 128 kr., og er reikningur sá alls ekkert of hár; því þó sleppa mætti sliti á hlífðarfötum og tvenn- um skóm, sem hann reiknar alls á 5 krónur — þegar það er miðað við, ef maðurinn hefði ekki farið að heiman, því þessi sami kostn- aður hefði orðið þar, — þá er þó reikningur hans hvað skinnklæða- og sjóskóslit í lægsta lagi, og þar að auki telur hann ekki fisk, sem hafður er til soðningar. En hvað fæst nú í aðra hönd að meðaltali? Aætlun um slíkt getur auðvitað alls ekki orðið nákvæm, því nákvæmar fiskiveiðaskýrsl- ur vantar því miður; aflaupphæðin er mjög breytileg og misjöfn, ekki að eins hvert ár, heídur einnig í hverri veiðistöðu, og mjög mikill mismunur hjá hverjum formanni í sömu veiðistöðinni, og enn fremur breytist fiskverð- ið fram og aptur á víxl. Gjörum ráð fyrir að aflinn verði 240 af þorski = 2 sk.pund af saltfiski, og verðið sje 50 krónur fyrir skip- pundið, þá gæti aflaupphæðin orðið þannig: 2 skippund af saltfiski á 50 kr. kr. 100,00 240 þorskhöfuð á 3 kr. hundraðið— 7,20 4 kútar lýsi á 1 kr. 80 a. . — 7,20 7 pund sundmaga á 30 a. . — 2,10 — 116,50 Kostnaðurinn við útgerðina án netakostn- aðar beinlínis til sjómannsins sjálfs kr. 111 2^ tunn. salt á 4 kr. ... — 10 Verkunarlaun á 2 sk.pd. 3 kr. á hvert...................— 6 — 127 Með þessum afla og þessu verði mundu vanta 10 kr. 50 aur. til þess aflinn jafnaðist móti útgerðarkostnaðinum; og þó er ekki tal- in vorferð, sem farin er eingöngu til að sækja aflann, eða búðarvöru, sem fengin er í stað hans. Setjum svo, að til hennar gangi mað- ur með 4 áburðarhesta í 5 daga á 1 kr. fyr- ir hestinn um daginn og 2 kr. fyrir manninn, sem yrðu 30 kr., en venjulega telja bændur sjer sh'kt ekki nein útgjöld, jafnvel þó nota mætti bæði manninn og hestana til einhvers annars heima fyrir. Að semja aptur á móti áætlun um, hvaða gagn gæti orðið að verki karlmannsins heima fyrir, er þó enn þá örðugra; en ekki sýnist neinar öfgar, þó ætlað væri, að eins manns vinna gæti orðið til þess að selja mætti ár- lega aukalega fyrir hana 6 fullorðna sauði á hausti, og mundi verð þeirra borga kostnað- innn til vinnumannsins. Enn fremur ber þess að gæta, að kvennfólkið gæti þá unnið meiri innanbæjarvinnu, ef það þyrfti minna að gegna skepnumá vetrum; og tóvinna, sem kemur frá stöku stöðum norðanlands, sýnir, að handvinna vor gæti tekið mjög miklum framförum; en lítil líkindi eru til, að það geti orðið almennt þar, sem svo er háttað, að hugsa verður um að afkasta sem mestu áður en karlmennirnir fara í verið, en úr því er ekki hægt að snerta á neinu verki innanbæj- ar fyrir útiverkunum. f>egar sæmilega árar, væri slysalega á haldið, ef ekki mætti nota, vinnumann sinn svo heima fyrir, að fyrir dvöl hans heím mætti sljetta svo mikinn blett í túni, að það gæti borgað að miklu leyti kostn- aðinn við hald hans. Eða líður |>ingeyingum ver en öðrum ? |>ó mun sjaldgæft, að al- menningur stundi þar sjó, og þó eru vorhörk- ur þar opt fram í fardaga. f>ar sem jörð fer aptur að þiðna um sumarmál, ætti þó að vera hægra að hafa meira gagn af vinnu- mönnunum til jarðabóta heldur en þar sem snjór liggur svo lengi á jörðu að jafnaði f>ess væri óskandi, að ef bændur sæju ráð til að láta vinnumenn sína starfa að arðsam- ari vinnu en senda þá til sjávar, að þeir Ijeti ekki gamla venju villa svo sjónir fyrir sjer, að þeir gætu ekki hætt við hana, og hefðu þó jafnframt hug og framkvæmd á, að hagnýta sjer þær breytingar, sem fylgja hin- um yfírstandandi tíma. —g. Alþingiskosning. í Vestmannaeyjum kosinn alþingismaður 22. f. mán. Indriði Einarsson endurskoðari, í Reykjavík, með 27 atkv. Aðrir voru eigi í kjöri, er til kom. Síra Páll Pálsson í fúngmúla, er hafði boðið sig fram, hafði engan meðmælanda, og gat því eigi orðið í kjöri. Hinir, er búizt hafði verið við að gefa mundu kost á sjer, svo sem síra Jón prófastur Jónsson í Bjarnanesi og dr. Jón f>orkelsson i Khöfn, munu hafa hætt við að bjóða sig fram. Eitthvert upp- þot hafði og verið í nokkrum eyjarskeggjum með að gjöra Lárus Pálsson, smáskammta- lækni, er hafði langa dvöl þar á eyjunum síðari part sumars, að þingmanni sínum, en eitthvað varð þeirri fyrirætlun til fyrirstöðu. Kjósendur eru alls á eyjunum 48. Fáeinir þeirra komu á kjörfund fleiri en þeir, er at- kvæði greiddu, en neyttu eigi kosningarrjett- ar síns. Gufuskipið „Leif', norskt, 255 smá- lestir, skipstjóri I. I. Hodne, en útgjörðar- maður Otto Wathne á Seyðisfirði, kom hing- að 4. þ. m. að morgni austan af Seyðisfirði sunnan um land, með rúmlega 150 farþega ; 10 skólapilta, og hitt kaupamenn hjer úr sjávarsveitunum, er hafa flestir verið við fiskiveiðar á Austfjörðum í sumar og haft allgóða eptirtekju. Skipið fór aptur sömu leið morguninn eptir. f>að hafði komið við á Vestmannaeyjum hingað í leið. Sláturtaka- I Reykjavík er þetta verð á sláturfje: kjöt 18, 20, 22 og 25 a. pundið, mör 30 a. og gæran 30 a. pnd. Aflabrögð eru lítil sem engin um þess- ar muudir hjer við Eaxaflóa sunnanverðan : að eins í soðið, þar sem bezt lætur. Austgörðum 27. septbr. 1890. Veöurátt hefur mátt heita góð í sumar hingað til. þurkasamt fram- an af sumrinu, en heldur rigninga- og óþurkasamt ept- ir að sláttur byrjaði; heynýting samt allgóð. rremur kalt, er á leið sumar. enda hafís sagður á hákarlamið- um Norðlendinga. Nú komin kalsa-norðanátt með frosti á nóttum og snjó ofan undir byggð. Grasvöxtur i betra meðallagi á túnum. Harðvellis- engi ónýtt, votengi betra. AUvel sprottið í kálgörð- um og þeim heldur að fjölga hjer við sjávarsíðuna og vonandi að það verði góður styrkur að þeim smátt og smátt. Bjargrœðisástand fremur gott þegar á allt er litið. Aflabrögð fremur góð; stöku maður hefur fengið um 10 skippund í hlut af verkaðrt ýsu og fiski. og má það heita gott, ef fiskiverð væri gott, en því er nú eigi að fagna, rnjög erfitt að þurka fisk i sumar, og þi sjaldan að góður þurkur kom var svo heitt, að fisk- ur næstum hjá öllum sólstiknaði meira og minna. það hefur verið álitið gamalt og óbrigðult meðal, að bieiða fisk í hitatíð snemma i morgnana, áður en steinarnir sem fiskurinn er breiddur á, hitnuðu nokkuð; en nú stiknaði hjá mönnum þó þeirrar reglu væri gætt. Sumir drifu fiskinn saman, þegar hitinn var orðinn sem mest- ur og hjá þeim fór verst, þvf það var eins og hvað stiktiaði þá af öðru. Eina ráðið er að breiða snemma og taka svo saman áður en hitnar mikið, þó leitt þyki, einkum ef óþurkar ganga. Fiskiprís er hjer Tj aur. pd. af málsfiski, II’/, a. undirmáls, og 8 aur.i ýsa. Landvöruprisar: 80 aurar hvit ull 65 a. mislit. Kjötprís á Eskifirði 25 aur. hæst. það lítur annars út fyrir að kaupmenn gefi fullkomið fyrir landvöruna og eftil viil of rnikið, en þeir munu eígi gefa meira fyrir liskinn en svo, að þtir nái sjer á honum aptur og gefi því minna fyrir hann, þvi meira sem þeir gefa fyrir landvöruna. Innflúenzaveikin varð hjer víða skæð, og þó tiltölu- lega fáir liafi dáið úr henni hjer, gerði hún rnikið atvinnutjón og stórtjón yfir höfuð, þar hún var hjer verst um fráfærur og i byrjun róðra; sumstaðar varð búpeningur eigi nytkaður um tíma, þvi allir lágu. Almennt að eins 2 og 3 á flakki, þar sem 15 til 20 manns voru i heimili. Svo voru menn að veikjast aptur og aptur, og svo hafði hún víða lungnabólgu sem dilk á eptir sjer og úr henni dóu margir. Sumir hafa legið 10 vikur, sumir nýkomnir á skrið, en þola ekkert á sig að reyna. Sumfr, sem eigi lágu nema 4—5 daga rúmfastir, segjast enn eigi vera búnir að ná sjer aptur. Ensk fiskiskip, gufuskip, hafa verið að sveima hjer fyrir utan þörðuna i sumar með sama hætti og í fyrra. hafa íengið síld keypta á Seyðisfirði hjá Norðmanni O. Vathne, já, hafa setið í fyrirrúmi hjá honum með beitu fyrir íslendingum, til að eyðileggja fiskiveiðar vorar. f>að er annars sorglegt til þess að hugsa, að þessi útlendu lítt eða illa þokkuðu aðskotadýr skuli eyðileggja fiskiaflann fyrir okkur börnum landsins, sem þeir vitanlega gjöra, ef þessu heldur fram. Herskipið Ingólfur hefur, að sögn, heiðarlega varið rjettindi vor gagnvart þessum yfirgangi Englendinga, en það þarf sannarlega meira til að halda þessum óaldarseggjum í skefjum en I skip. það dugir eigi annað en reyna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.