Ísafold - 11.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.10.1890, Blaðsíða 1
tCemui út 4 miðvtkudögum og. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k> Borgist fjrir nsiðjan júlímkuuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Au8tur8trœti 8. XVII 82. Reykjavík, laugardaginn 11 okt 1890 Torfristan og áburðurinn. tEins og vjer sáum, munam vjer uppskera* er gamall og góður mólsháttur, og sannindi lians koma í ljós hvívetna. Eins og upp- eldi ffiskumannsins er, eins má báast við að hann verði að meira eða minna leyti. Eins og skepnur eru fóðraðar í uppvaxtarárunum, eins má búast við að verði þroskí þeirra. Og eins og jörðin er hirt og eptir því hvernig meðferðin á henni er, má búast við arði þeim, sem hún gefur af sjer. Jafnvel þó land vort sje ekki í tölu þeirra landa, þar sem akuryrkja verði stunduð, heldur verði landbúnaðurinn að eins að vera bundinn við grasrækt og garðyrkju, og þrátt fyrir það, þó veðráttan geri opt «babb í bát- inn«, er þó enginn efi á því, að landbúnaður- inn getur tekið miklum framförum; enda er 8vo fyrir þakkandi, að binn síðasta áratug hefir verið gjört töluvert í þá átt, að koma því í betra borf; og þó sumir segi, að bú- fræðingarnir fullnægi ekki þeim vonum, sem margir hafa haft á þeim, þá er slíkt eðli- legt, og á það ef til vill að nokkru rót sína að rekja til þess, að færri munu kunna rjetti- lega að nota þá, enda er ekki alveg víst, að alstaðar bafi að öllu leyti verið farið að ráð- um þeirra. Og þó svo hefði verið, bæði að búfræðingarnir befðu verið svo fullkomnir, sem framast má verða, og bændur befði not- ið þá svo vel, sem auðið hefði verið, væri heldur mikið að bugsa sjer, að hægt hefði verið að koma öllu því í lag á tuttugu árum og gera þar að auki meira til, sem landinu hefir verið spillt af manna völdum í tíu aldir. 1 þessu sem öðru ríður enn meira á því, aó gætt sje nákvæmlega að, í hverju sje á- bótavant, og lært að taka bina rjettu stefnu og þarnæst sje unnið stöðugt að því, að um- bæta það, sem áfátt er, heldur en að þjóta eitt ár upp til handa og fóta, en hætta svo við aptur þegar minnst varir. Hvað grasræktina snertir, hefir meðal ann- ars einkum tvennt verið umbótum á henni til fyrirstöðu. Annað er torfskurðurinn; en hitt meðferð áburðarins. þ>ví verður ekki neitað, að það sýnist nokk- uð ísjárvert, að rista árlega upp hverja gras- spilduna af annari, og er augljóst, að þó gras geti komið upp þar aptur á sínum tíma, þá hlýtur jörðin samt sem áður að hafa misst svo mikið af næringarefnum, að hún getur ekki orðið söm eptir sem áður, enda bera torfpælurnar greinilega vott þess. A mýrar- jörðunum verða torfpælurnar að graslausum fenjum, vatusrotum og dælum, en þar sem torf er skorið á vall-lendisjörðum, má víða sjá stór svæði hringinn í kring um túnið: meira að segja sumstaðar inn í túninu sjálfu, sem eru að eins með grasi á stöku stað. — Vanalega eru sljettustu blettirnir teknir til torf- skurðarius, og verða þeirbáróttar reinar á eptir. Mest af þessu torfi er haft á heyin. J>að er er þó sök sjer á Suðurlandi, þar sem heyin eru að eins þakin með því að ofan; en á Norðurlandi eru víða þar að auki þaktar hliðar og endar heyjanna. Slíkt er að sönnu nauðsynleg, til þess að verja heyin skemmd- um, en það "iykur jörðinni óbætanlegt tjón, og þar að auKÍ nægir það ekki heyjunum til verndar fyrir snjó og regni. Eina róðið til þess að tryggja beyin gegn skemmdum er að geyma þau í heyhlöðum; enda er þeim að fjölga, sem betur fer. Auð- vitað kosta þær töluvert í svipinn, en ekki líður á löngu áður þær borga sig. Fyrst og fremst vernda þær jörðina fyrir gegndarlausri torfristu, því þó torfþak sje haft á þeim, er það og viðhald á því ekkert að telja móti því, að rista á heyin árlega, enda eru marg- ir farnir að hafa járnþak á heyhlöðunum. I öðru lagi er margfalt minni fyrirhöfn að koma heyinu í hlöðurnar heldur en að hlaða ur í háum heyjum, og opt geta þær einmitt orðið til þess, að bjarga heyi undan rigningu. Og í þriðja lagi geymast heyin margfalt bet- ur í hlöðu heldur en í heygarði eða tótt; og þá er líka töluverð fyrirhöfn að byggja hey- skýli á vetrum; svo fyrirhöfnin og kostnaður- inn við hlöðubyggingarnar hlýtur að borga sig á stuttum tíma. Sumir álíta, að þær hafi að fullu borgað sig á tíu árum. En svo er með hlöðubyggingarnar sem aðrar jarðabætur, að leiguliðar fá þær sjaldn- ast borgaðar, ef þeir fara frá jörðinni áður vinnan að þeim hafi gefið þeim sjálfum full- an arð. því þá fá þeir að eins þakið end- urgoldið; en sanngirni virðist mæla með því, að jarðeigendur greiddu fráfaranda leiguliða dálítið fyrir tóttina Iíka, einkum þegar vegg- irnir eru hlaðnir úr grjóti, því jarðeigendun- um ætti ekki síður en leiguliðuuum að vera það áhugamál, að spillingu þeirri, sem jarð- irnar verða fyrir af torfristunni, ljetti á, að avo miklu leyti sem auðið er. Eins og margir rista upp grasrótina svo gegndarlaust, sem væri það sú auðsuppspretta, er aldrei þryti, eða öllu heldur eins og ekkert væri í hana varið, eins eru margir skeyt- ingarlitlir í því, að safna saman áburði á jörðina, geyma hann og hagnýta sjer hann sem bezt. í þessu efni gætu búfræðingarnir gefið góðar leiðbeiningar; en vanalega munu þeir til þessa helzt hafa verið notaðir til að segja fyrir við vatnsveitingar, og gott ef þeirra ráðum hafi þá allt af verið fylgt; og þó eitthvað sje ritað fyrir almenuing einungis í þeim tilgangi, að það geti orðið að gagni, lesa menn það ýmist alls ekki, af því þeirn þykir það ekki vera skemmtilegt, eða, þótt þeir lesi það, þá lesa þeir ekki til þess að reyna, hvort bendingar þær, sem þeir lesa um, sjeu á rökum byggðar eða ekki, með öðrum orðum: láta það eins og vind um eyrun þjóta. Nýting á áburðinum er þó engan veginn enn svo góð, að hún þurfi ekki víðast um- bótar við. Enn þá er víða siður, að bera á »eldivið« á vorin: búa til »klíning« o. s. frv.; og er slíkt hin mesta óhæfa allstaðar þar, sem nokkur tök eru á að afla sjer mós til eld- neytis; en nauðsyn kann að brjóta lög í því efni á sumum stöðum. Múraðar safugryfjur fyrir áburðarlöginn eru víst sjaldgæfar, og því síður er venja, að blanda hann með mold, ösku og þangi. f>að mun og enn tíðkast allvíða, að mjalta ærnar í torfkvíum og moka svo áburðinum undan þeim í haug rjett fyrir utan kvíavegginn, sem aldrei er látinn verða að neinu gagni. Sjezt hefir, að áburðurinn hefir ekki verið borinn á túnin fyr en á vorin, rakaður síðan af að litlum tíma liðnum, jafnvel þó helm- ingurinn gengi ekki ofan í jörðina, og af- raksturinn hefir síðan verið borinn í hrúgur ínm á túninu og kveikt í honum, til þess að ómögulegt væri að annað en askan gæti orð- ið jörðinni að liði, og þó 2—3 ára flag yrði í hverjum stað í tuninu eptir brennurnar. í>egar þessar afrakstrar-brennur eru svo tíðk- aðar ár eptir ár hingað og þangað um tánin, væri ekki að kynja þó grasvöxturinn yrði nokkuð eptir meðferðinni. Líklega hefði ver- ið hægt að gera eitthvað þarfara við áburð- inn eu þetta. Sem betur fer, mun slík fávizka ekki vera almenn; en of víða mun þó brenna við, að ábótavant sje með notkun áburðarius; en hann er þó bú undirstaða, sem grasræktin og þar af leiðandi fjenaóarframleiðslan byggist á, og er því vert, að þessi fólgni fjárstofn sje hag- nýttur eins og föng eru á. __g. Sýsluvegurinn frá, Reykjavík suður að Vogastapa. Jeg las um daginn í ísafold um póstveg- iun í Arnessýslu; og datt mjer þá í hug, að einnig mætti rita fáein orð uui sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. Jeg ætla þá að fara úr Reykjavík suður eptir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veg- inn snertir. í>egar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. J>ær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að at- huga; en á vetrurn í leysiugum verð þær lítt færar eða jafnvel stuudum ófærar. |>á kemur Fossvogslækur; lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komizt, og það ber við, að hann verður með öllu ófær. Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, htt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitfc utar, má fá hann mjög hallalítinn. |>egar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sje; húu er rjett við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyDgsli eru. í>á kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tug- um ára; eu trjen í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.