Ísafold - 15.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.10.1890, Blaðsíða 1
K.tmu; *t > •{ lamgmxHic—. Vmrð árgancsi-«> (104 «*«) 4 kr+ *rl«uk« 5 h> Bmniwt %r**r íMÍðjan jiU«áa«ð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslnst. i Austurstrceti 8. XVH 83 j ,Meistara‘-leg bankadella. IV. (Síðasti kafli) Peningaseðlab og eignabbjettuk. Gegn um allan þann hugsunarvillu-hræri- graut, gem allar svikamyllu-greinar meistar- ans saman standa af, virðist mega rekja þann rauða þráð, að hann álíti seðla lands- bankans vera landsins eign, en það er í hans munni sama sem landssjóðsins eign, eins og sjá má greinilega á mörgum setningum hjá honum, nú síðast í hjer um ræddu dæmi hans, er hann nefnir teinfalda sönnum. jpar segir hann t. d., að með því að láta jarða- bókarsjóð taka á móti 2000 kr. í seðlutn frá póethúsinu gegn því að svara sömu upphæð út aptur í gulli til ríkissjóðs hafi tlandið ver- ið látið kaupa 2000 kr. 1 seðlum, sem er lög- leg eign þess« o. s. frv. Hjer þýðir landið hjá honum bersýnilega sama sem landssjdður, og eins á mýmörgum stöðum öðrum, er líkt stendur á. Að seðlarnir (landsbankans) sjeu eign lands- sjóðs, það er mtistarans óbifanleg sannfæring. Sú setning er aðal-máttarstoðin undir allri svikamyllu-kenningunui. Svikin eru eptir hans hugsun í því fólgin, þegar öllu er á botninn hvolft, að þegar landssjóður tekur á móti seðlum gegn því að svara þeim út í gulli, þá er hann látinn kaupa sína eigin eign. Taki hann á móti gulli frá pósthúsinu — eins og hann gerir svo tugum þúsunda skiptir—gegn því að svara sömu upphæð til ríkissjóða aptur í gulli, þá er allt eins og á að vera, að honum finnst; hann fæst ekkert um það. í síðara dæminu í »einfaldri sönn- un« lætur hann póstmeistarann leggja 2000 kr. inn í landssjóð í seðlum, með þeim á- rangri, að landssjóður verður eptir hans kenn- ingu 2000 kr. fátækari eptir en áður, vegna þess, að hann þarf að svara sömu upphæð út aptur til rfkissjóðs í gulli,—eptir hans kenningu; rjett skoðað er nefnilega lands- sjóður jafnríkur eptir sem áður, eins og á að vera, með því að hjer er að eins um geymslu- fje að ræða. Hefði póstmeistarinn liomið með 2000 krónur í gulli, álítur Cambridge- meistarinn landssjóð auðsjáanlega jafnríkan epth'- sem áður (eins og er). þetta er hugs- un hans, og hún samkvæm skoðun hans á seðlunum. Að hann fær í fyrra dæminu í •einfaldri sönnun« út 2000 kr. gróða fyrir lands- sjóð, en engan gróða í hinu síðara, þótt í báðum hafi 2000 kr. verið lagðar inn, það er bara svikamyllu-reikningsaðferð eptir sjálfan hann: í fyrra dæminu telur hann 2000 krón- urnar að eins tekjumegin, en í hinu síðara bæði tekju- og gjaldamegin! J>að er með öðrum orðum, að þó að meist- arinn hafi gefið út það lögmál, að »lögeyrir hvers lands sje eign þess«, og þó að það lög- mál nái jafnt til gull- og silfurpeninga (o. s. frv.) sem brjefpeninga, þá er hugsun hans samt fráleitt sú, er hann áttar sig, að allir hjer gjaldgengir málmpeningar (þ. e. danskir peningar) sjeu eign landssjóðs, heldur hitt, ReykjavHt, miðvikudagmn 15 okt. að seðlamir sjeu það, — seðlar landsbankans. þ>að er alvara bans, — það hlýtur að vera alvara hans, eptir öllu því sem hann hefir um þetta mál ritað, að seðlar landsbankans sjeu landssjóðs eign hvar sem þeir hittast; í annara höndum sjeu þeir að eins lánsfje, en aldrei eign handhafa, hver svo sem hann er; hvenær sem þeir berast landssjóði, er það sama sem að þá sje þeim skilað eigand- anum aptur heim úr láninu; sje landssjóður látinn þá borga fyrir þá, eru það bara svik : hann er látinn kaupa sína eigin eign! jþessi ímyndun hefir einhvern veginn slysazt til að taka heima í höfði meistarans, og annað- hvort er, að hún situr þar enn blýföst, eða þá að hann vill eigi láta það á sig ganga, að hann hafi mátt til að úthýsa henni, vegna þess að hann hafi sjeð, að það var einber sjón- hverfing, og kýs heldur að standa sí og æ á sömu vitleysunni fastara en fótunum, öllum skynberandi mönnum til athlægis. Landssjóður á ekki og hefir aldrei átt nokkurn einn einasta af seðlunum íslenzku, landsbankaseðlunum, nema þegar hann hefir fengið þá sem löglega innborgun og meðan hann hefir þá haldið þeim í sínum vörzlum sem þannig fenginni eign. f>að er alveg sama máli að gegna um eignarrjett landssjóðs að seðlunum og að öðrum peningum, málm- peningum. Berist honum gullpeningar eða silfurpeningar o. s. frv. sem löglegar tekjur, hvort heldur er upp í skatta og skyldir eða til kaups, fyrir ávísanir á ríkissjóð — póstá- vísanir — o. s. frv., þá á hann þá, á þá lengur eða skemur, þangað til hann fargar þeim aptur, til einhverra nauðsynja sinna, einhverra útgjalda ; lengur á hann þá ekki; þeir fá þá nýjan eiganda, — alveg eins og þegar peningar ganga milli einstakra manna, í kaupum og sölum. Alveg eins er með seðlana. jpeir eru algjörlega sömu lögum og reglum háðir hvað eignarrjett að þeim snertir. Getur verið, að einhver einfeldningur kynni að ímynda sjer, að landssjóður stæði öðru vísi að seðlunum í þessari grein en dönsk- ura gull- eða silfurpeningum, vegna þess, að hann hefir látið búa þá til. En eins og ríkissjóðurinn danski er alls ekki eigandi danskra peninga fyrir það, þó að hann hafi látið búa þá til, slá þá í peningasmiðju sinni, fyrir hina og þessa, sem leggja til efnið í þá, eins er landssjóður íslands ekki eigandi seðlanna heldur fyrir það, þó að hann hafi látið búa þá til. það er meira að segja, að leggi ríkissjóður til frá sjálfum sjer efnið í þá málmpeninga, er hann lætur peninga- smiðju sína slá, þá á hann þá peninga allra fyrst, meðan hann er ekki búinn að láta þá úti einu sinni; en þó að landssjóður hafi látið búa til seðlana, að mestu eða því nær öllu leyti, og lagt til efnið í þá, þá hefir hann samt aldrei átt þá upphaflega, —aldrei nokkurn tíma átt þá öðru vísi en hafi þeir borizt honum eptir á, eptir að þeir voru komnir í veltu, sem lögleg innborgun. Ríkissjóður hefir verið upphaflegur eigandi fjöldamargra 1890 silfur- og gullpenihga, þ. e. allra þeirra, er hann hefir lagt til efnið í; landssjóður hefir ekki verið upphaflegur eigandi nokkurs seðils, þ ó a ð hann hafi lagt til efnið í þá og látið búa þá til alla saman,—að mestu leyti. það er þetta að mestu léyti, sem leggja verður áherzlu á. Seðlarnir íslenzku eru sem sje ekki peningaseðlar, ekki peninga- ígildi, ekki löglegur gjaldeyrir, þó að prent- smiðjan, sem prentar þá og vinnur það verk í þjónustu landssjóðs, sje búin að ganga frá þeim að öllu leyti ; þeir eru það meira að segja ekki, þó að landshöfðingi skrifi undir þá. |>eir eru ekki löglegur gjaldeyrir fyrr en þar að auki einhver úr bankastjórninni er búinn að skrifa undir þá, en með þeirri undirskript, samfara afhendingu landshöfð- ingja, eru þeir komnir í eigu landsbankans sem frumeiganda. Seðlarnir eru með öðrum orðum alls eigi til, ekki til sem löglegur gjaldeyrir í nokkurs eigu, hvorki landssjóðs nje annars, á undan landsbankanum ; hann er frumeigandi þeirra sem seðla, sem pen- inga-ígildis ; landssjóður hefir að eins átt þá áður sem seðla-efni. Landsbankinn er þannig frumeigandi seðl- anna. En hann er að eins frumeigandi. Óðara en hann er báinn að láta seðlana úti, lána þá eða láta þá í einhvern kostnað fyrir sig, er eignarrjettur hans að þeim horfinn. Berist honum síðan eitthvað af þeim sem lögleg inngjöld, verður hann aptur eigandi þeirra seðla, en missir síðan eignarrjettinn í annað sinn undir eins og hann lætur þá úti. Gengur þannig allt af koll af kolli, alveg eins og með slegna peninga. Seðlarnir eru, eins og málmpeningar, fjemætir munir, sem eru einmitt til þess ætlaðir, að vera allt af á ferðinni úr eins manns eigu í annars, —að vera allt af að skipta um eiganda. Munurinn á brjefpeningum og málmpen- ingum er sá einn, að fjemæti hverra um sig stendur að nokkru leyti á ólíkum merg. Að nokkru leyti. það er sem sje sameiginlegt með hvorumtveggju, að það er stimpill ríkisvalds- ins, sem gefur þeim ákveðið gildi. En þar sem málmpeningarnir eiga að hafa og hafa optast nær sitt fjemæti í sjer sjálfum fólgið, hvað sem líður stimpli ríkisvaldsins, þá styðst fjemæti brjefpeninga í þess stað við ábyrgð þeirrar stofnunar eða stofnana, er gefa þá út, og sje sú ábyrgð nógu örugg—eins og ábyrgð landsbanka og landssjóðs í sameiningu er fyrir hinum fslenzku seðlum —, þá eru brjef- peningar jafngóðir og málmpeningar, í þeim viðskiptum, sem þeim eru ætluð, en það er að eins inuan lands, hvar sem er; landa á milli er málmur, sleginn eða ósleginn, við- skiptamiðill, er jafna þarf upp annan vöru- skiptahalla eða skuldaskipti. Af þessum skýringum á nú hverju manns- barni að vera fullljóst, hvernig víkur við um eignarrjett að hinum íslenzku seðlum: að þeir eru hvorki eign landssjóðs nje lands- bankans fremur eða á annan hátt en þeir eru eign einstakra manna—þeir eru í dag eign Pjeturs eða Páls, á morgun landsbank-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.