Ísafold - 15.10.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.10.1890, Blaðsíða 2
*30 ans, hinn daginn landssjóðs, áður Pjeturs eða Páls aptur, eptir því sem veltur á við- skiptunum, — og að það er því hin mesta haugavitleysa, er engu tali tekur, að lands- sjóður sje látinn kaupa sína eigin eign, er hann tekur við póstávísunarfje í seðlum gegn því að svara sömu upphæð í gulli eða silfri; það væri alveg jafnrjett — eða jafnvitlaust ■— að segja að hann kaupi sína eigin eign þeg- ar póstávísunafjeð er greitt honum í gulli eða silfri. þ>ó að einhver kynni að vilja kalla landssjóð frumeiganda seðlanna, en ekki bank- ann, — með öðrum orðum: líta svo á, sem landssjóður hefði gefið bankanum seðlana altilbúna og full-gjaldgenga, þá verður nið- urstaðan hin sama hvað eignarrjett þeirra snertir upp frá því, upp frá þeirri stundu, er gjöfin var afhent einu sinni; eignarrjettur landssjóðs að henni, þ. e. seðlunum, var þá horfinn samstundis,oggat ekki vakizt upp aptur öðruvísi en á sama hátt sem landssjóður eign- ast aðra peninga: upp í skatta eða skyldir eða kaupum og sölum. Með þeim hætti eignast hann líka þá seðla, sem koma af pósthúsinu frá póstávísendum: hann kaupir þá fyrir ávísanir á ríkissjóð, ávísanir á það fje, er hann á þar inni, svo sem árstillagið úr ríkissjóði, tollgreiðslur þangað frá kaup- mönnum, og fyrir gull og silfur, ef til vantar —kaupir þá, af því, að honum er það baga- laust, með því að hann hefur þeirra full not til allra sinna miklu útborgana innan lands, en hægðarauki að því fyrir einstaka viðskipta- menn að geta sent landa á milli póstávís- anir í stað peninga, enda hafa þeirra hluta vegna landssjóðir annarsstaðar tekið að sjer þá hina sömu milligöngu í þessari grein sem landssjóður íslands, alstaðar þar, sem all- herjar-póstsambandið nær til. Fáheyrt háðungar-flan. »þjóðvillu«-fóstrarnir ísfirzku, sem hafa flækzt, út í að burðast með prentholu og blað- snepilsómynd, er hvorki getur dafnað nje drepizt, hafa nú fyrir skemmstu flekað nokkra samhjeraðsmenn sfna með sjer út í það fá- heyrða heimsku-flan, að reyna að svipta helztu blöð landsins öllu fylgi og trausti al- mennings með aulalegum rógi, í þeirri skyn- skiptings-lmyndun, að áminnzt óburðar-af- styrmi þeirra gæti heldur hangið á horriminni missiri lengur, e£ almennilegum blöðum væri bolað frá. þeir hafa samið og prentað í pukri (prentstaðar og prentsmiðju látið óget- ið) svo látandi skjal, og auðvitað sent síðan út um allt land : »þar eð það er þjóðkunnugt orðið, hversu blöðin »ísafold« og »þjóðólfur« hafa látið sér sæma að rísa algerlega öndverð sinni fyrri stefnu og margyfirlýstum óskum og kröfum Islendinga í stjórnarskrármálinu, og láta nú engra vopna ófreistað til að fá lögleitt hér það stjórnarfyrirkomulag, er enda fremur en nú myndi binda Islendinga á klafa erlendrar stjórnar, þá hafa ýmsir helztu menn þessa héraðs átt fund með sér 4. þ. m. og urðu fundarmenn þar ásáttir um, að það væri bæði óhyggilegt og óheillavænlegt fyrir þjóð vora að styrkja blöð þessi meðan þau fylgja fram jafnóheppilegri stefnu í því máli, er fyr og síðar hefir verið aðaláhugamál Islendinga. A fundinum vorum vér undirritaðir kosnir í nefnd til að gjöra kunna þessa skoðun fundarins, sem heyrzt hefir og að væri ríkj- andi í mörgum öðrum héruðum landsins, og þar sem vér fulltreystum því, að þér, hátt- virti herra, munið vera oss og fundinum samdóma um það, að ofannefnd blöð eins og nú stendur eigi geti verðskuldað traust né stuðning þjóðarinnar, leyfum vér oss í um- boði fundarins að skora á yður að gjöra yðar ýtrasta til að hnekkja útbreiðslu þessara blaða með því að fá menn til að minnka sem mest kaup á þeim, svo að vilji þjóðar- innar verði á þann hátt sem sýnilegastur. Isafirði, 5. ágúst 1890. Sigurffur Stefánsson, Gunnar Halldórsson, 1. þingm. Isfirðinga. 2. þingm. Isfirðinga. Skúli Jhoroddsen, 1. þingm. Eyfirðinga. Guðrn. Rósinkarsson, hreppstjóri. Jón Jónsson, Halldór Jónsson, sýslunefndarm. Asg. Guffmundsson, bóndi. Bjarni Jónsson, sýslunefndarm. Pétur M. þorsteinsson, presturn. * * * r I rógbrjefi þessu, sem Isafold hefir nú forðað frá eilífri gleymsku og glötun, má með sanni segja að haldist í hendur flónska og bíræfni, Bíræfnin, að hafa þau hausavíxl á hlutunum, að brigzla einmitt þeim blöðum, sem langmest og með langmestri samkvæmnj hafa barizt fyrir innlendri stjórn, um að vilja »binda Islendinga á klafa erlendrar 8tjórnar«; og flónskan, að ímynda sjer nokkurn málsmetandi mann utan »þjóðvillu«-samkund- unnar þann skynskipting, að honum renni þessi rógur niður. Enda þarf ekki þess að geta hvað ísafold snertir, að þó að rógskjalið hafi eflaust samkvæmt tilgangi sínum verið í almennings höndum í tæka tíð til þess, að menn hefðu nógan tíma til að segja blaðinu upp (fyrir 1. okt.), þá vottar eigi fyrir öðru en það hafi haft alveg gagnstæða verkun þv£ sem til var ætlazt. Hefir margt ólíklegra skeð og ómaklegra en að leikslokin yrðu þau, að forgöngumaður eða forgöngumenn þessa háðungarflans yrði sendir heim aptur — óeig- inlega talað — öfugir á húðarmeri með róg- skjalið límt aptan á bakið ! Sýslumaður settur af landshöfðingja 1 Arnessýslu9. þ. m. cand. polit. Sigurður Briem^ frá 1. nóvbr. til næstu fardaga. Oveitt brauð. Hof í Alptafirði, auglýst 14. þ. m., metið 1483 kr. Presturinn þar, síra Stefán Sigfússon, er vikið var frá em- bætti í vetur er leið, hafði kosið heldur að segja af sjer eptirlaunalaust en að láta lög- sækja sig til embættismissis. Prestskosning- Að Hvammi í Dölum var prestur kosinn 4. þ. m. prestaskólakandí- dat Kjartan Helgason. Verzlunarmannaskóli. Kvöldskóli verzlunarmanna í Reykjavík var settur 1. þ. mán., af formanni menntunarfjelags verzlunar- manna, kaupm. G. Thorgrimsen, en ræðu flutti kaupm. þorl. Ó. Johnson. Lærisveinar eru 24, í 2 bekkjum, og kenndar þær náms- greinar, er ráðgerðar voru, af 8—9 kennur- um, flestum ókeypis, 2 stundir á hverju kvöldi nema laugardagskvöldum. Skólinn hefir snot- urt húsnæði og vel útbúið. Námið stundað með áhuga af kennurum og lærisveinum. Er allt útlit fyrir, að stofnun þessi mnni vel þrífast. Flensborgarskólann sækja í vetur 25 nemendur. Af þeim eru 9 nýsveinar (3 enn ókomnir). Heimavist fengu 8 nýsveinar; 7 heimasveinar eru hinir sömu og f fyrra. í barnaskóla Garðahrepps (í Flensborg) eru 50 nemendur. Fjárkaup Coghill. Hann kom að norðan í gær. Hafði keypt þar og sent af stað nær 15,000 fjár. Hjer syðra á hann von á um 19,000 fjár; surnt keypt beinlínis af honum sjálfum og hans mönnum, en hitt af kaupmönnum og öðrum handa honum. Skipi á hann von á hingað á hverjnm degi, er tekur 5000 fjár. Samt sem áður hlýtur að verða mikill hrakningur á sölufje þessu, nema veðrátta breytist mjög til batn- aðar, en hún hefir verið mjög óhagstæð það sem af er haustinu, stórrigningar og hrak- viðri. Tjón af elding. I þrumuveðrinu mikla 10. þ. m. að morgni sló elding niður í f]ár- hús á Bjólu í Rangárvallasýslu. þakið svipt- ist af húsinu, 60 kinda húsi, vænu, og ann- ar gaflinn hrundi. Skepna var engin inni. Grjóthellur voru í áreptis stað, sem tíðkast þar um pláss, og tvíþakið yfir torfi, en viðir allsterkir undir. Barðastr.sýslu vestanv. 12. sept.: Síð- an á leið túnasláttinn hefur yfir höfuð verði stillt og gott veður, en optast þerrilítið, þótt sjaldan hafi verið miklar rigningar. Eram úr miðjum ágústmánuði kom þó góður þerr- ir, og náðu menn þá almennt því, sem óhirt var af töðum. f>að, sem liðið er af þessum mánuði, hefir varla nokkur dagur komið þurr til enda. Nóttina milli 7. og 8. þ. m. var aftaka-sunnanrok og einhver mesta rigning, sem kemur. Dagana fyrir og eptir var og hvasst. Aðfaranótt hins 9. snjóaði á fjöll og þann dag var norðvestankrapi, og hiti eigi meiri en 2—4° R. Næstu nótt fraus dálítið. Annars hefur yfir höfuð verið hlýindaveðrátta, þetta um 10—12° um hádegi; mestur hiti dagana 14. og 18. f. m.: 13 og 14° R., og 2. þ. m. 14°. En síðan hinn 7. hefur yfir höf- uð verið kaldara í veðri. I dag er suðaust- an stormur og mikil irigning, en þó um 8° hiti um hádegi. Töður hafa víst yfir höfuð orðið í meðal- lagi og meira. Nýtingin á þeim dágóð, enda þótt nokkuð af þeim velktist nokkuð. En líklegt þykir, að þær muni sumstaðar lítt fallnar til að vera gott mjólkurbey sökum þess, að nokkuð af þeim brann svo víða á túnunum framan af túnaslættinum og áður. Útheyskapur verðar víst góður, ef það nýtist, sem nú er úti, en það er víða allmikið. þurrlendi hefir verið fremur vel sprottið, en votlendar engjar víða illa. Nýting á útheyj- um mátt góð heita til skamms tíma, því þerriflæsur hafa komið dag og dag í bili. Verð á útleudum og inrilendum vörum mun nú vera orðið hjer um bil áreiðanlegt þetta á Patreksfirði: grjón (200 pd.) 25 og 26 kr., rúgur 16 kr., rúgmjöl 18 kr., over-t headmjöl 20 kr.; kaffi 1,20—1,30.; kandís 35—40 a. o. s. frv. Málfiskur 50 kr., smár 45 kr., ýsa 30 kr.; ull: hvít 70 a., mislit 50 a.; fiður: hvítt 70 a., mislitt 50 a. í>ilskipaafli. Af Patreksfirði skrifað 12. f. m.: þilskip þau, sem hjer leggja fisk sinn á land, hafa að sögn, aflað hjer um bil þetta af þorski yfir sumarið: 1. Hemarin, skipstj. Snorri Jónsson úr Rvík, 28,000. 2. Comet, skipstj. Bjarni Jónsson úr Pat- reksfirði, 25,000. 3. Snyg, skipstj. Pjetur Bjarnarson úr Döl- um við Arnarfjörð 20,000.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.