Ísafold - 18.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.10.1890, Blaðsíða 1
 K-eraur út a nuðvikudögum og_ laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k- Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin s]e til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 84. Reykjavik, laugardaginn 18. okt. 1890 Rafmagnsmálþráður rriilli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Eptir vorum högum og hugmyndum, hjer & þessu landi, má heita, að það framfarafyr- irtæki hafi komizt fljótt og greiðlega á lagg- irnar; enda má það ekki stórvægilegt heita; en mjór er opt mikils vísir, og væri vænt, ef það gæti rætzt hjer. Hinn 19. apríl í vor vakti aðalforgöngu- maður þess, skólastjóri Jón jpórarinsson, fyrst máls á því í ísafold. Viku síðar var hald- inn fjelagsstofnunarfundur fyrirtækinu til framkvæmdar, lög samþykkt og stjórn kosin, og voru þá þegar fengnar 2000 kr. í hluta- loforðum, af 3000 kr., er áætlað var að fyr- irtækið mundi kosta alls. Síðan gekk sum- arið mestallt til að útvega efni og áhöld til telefónsins, því langt er til að sækja þess konar muni hjer á afskekktum hala verald- ar, og loks nokkrar vikur til að setja niður málþráðarstoðirnar (200) fyrst og síðan að leggja þráðinn (járnvírinn). Loks voru nú snemma í vikunni settar upp málvjelarnar á enda- stöðvunum, og á miðvikudaginn 15. þ. m. kl. ð var hið fyrsta skeyti sent með þræðin- um, frá Hafnarfirði til Beykjavíkur, —orð- sending frá formanni fjelagsins (J. þ.) til landshöfðingja um að gjöra fjelaginu þá á- nægju að nota málþráðinn daginn eptir fyrst- ur manna í Eeykjavík utan fjelagsstjórnar- innar, sem reyndi hann rækilega sama kvöldið. Landshöfðingi kom á tilteknurn tíma á endastöðina í Eeykjavík, — þar voru margir fjelagsmenn saman komnir, —og ávarpaði for- manninn suður í Hafnarfirði nokkrum sam- fagnaðarorður. Síðan reyndu margir fjelags- menn sig á að »telefónera«, frá báðum stöðv- "um, og gekk það mikið vel. Að því búnu átti fjelagsstjórnin málstefnu tneð sjer, þótt einn fjelagsstjóranna væri í Hafnarfirði en hinir tveir í Eeykjavík, og ræddu og samþykktu frumvarp til reglugjörð- ar um notkun málþráðarins, í 8 greinum. Erumvarpið lesið upp í Eeykjavík grein fyrir grein, breytingartillögur gerðar 1 Hafnarfirði, sumar þeirra samþykktar í Eeykjavík, ýmist óbreyttar eða með nýjum breytingum, með tilhlýðilegum rökstuðniugi á báðar hliðar, þar til reglugjörðin var samþykkt til fullnaðar. Var því öllu lokið á hjer urn bil 45 mínútum. Eptir það var almenningi leyft að fara að nota málþráðinn, fyrir hina ný-samþykktu borgun. Urðu til þess um 40 manns það sem eptir var kvöldsins í fyrra dag og daginn í gær ; þar á meðal höfðu 10 gjörzt árs-áskrif- endur að notkun hans, með 10 kr. tillagi hver. Er það ekki óalitlegt, þar sem stofn- unarkostnaðurinn mun ekki fara langt fram úr áæthm, 3000 kr. þráðurinn sjálfur, örmjór járnvír, liggur á 7 álna háum stoðum meðfram veginum milli Eeykjavíkur og Hafnarfjarðar, með nálægt 75 álna millibili, en húsin notuð í stað stoða er kemur iun í kaupstaðina. A stoðunum og húsunum eru hafðar dálitlar postulínshettur til að festa þráðinn við—honum er vafið um þær—, með því að postulín er eínkarhentugt til að einangra rafmagnsstrauminn, er rennur eptir þræðinum ; annars kemst hann ofan í jörðina og eyðist, svo að málþráðurinn verður eigi notaður. Brotni einhver postulínshettan eða þráðurinn slitni, verður að gjöra við það undir eins, og er það hægur vandi. |>að vildi til hjer þegar fyrstu nóttina eptir að farið var að nota málþráðinn, að hann slitnaði á einum stað (í Arnarnesmýri), líklegast af því, að hann hefir verið heldur mikið strengdur en stormur og kuldi talsverður um nóttina. Var við það gert á skjótu bragði, — aukið spotta inn í og hnýtt saman—, og var allt jafngott. Áhöldunum á endastöðvunum, málvjelun- um sjálfum, þýðir ekki að lýsa frekar en svo fyrir þeim sem skortir eðlisfræðislega þekk- ingu, að talað er inn í trjehólk með málm- þynnu í um þvert, er loptöldurnar af manns- röddinni gjöra sveiflur á fram og aptur; en með hugvitsamlegum umbúnaði bak við járn- þynnuna (eptir Edison) gjöra þessar sveifl- ur ýmist að auka eða lina rafmagnsstraum- rás, er liggur frá dalítilli rafmagnsvjel eptir endilöngum tnálþræðinum (járnvírnum) og gerir alveg eins lagaðar sveiflur eða titring á sams konar málmþynnu með líkum mnbúnaði við hina endastöðina, en þær sveifiur valda aptur eins löguðum loptöldugangi þar eða hljóðöldum, er ekki þarf annað en leggja eyr- að við til að heyra sama hljóðið, þ. e. manus- röddina við hinn endann, þar sem rafmagns- straumurinn hóf göngu sína. Gerist þetta allt saman með óskiljanlegum hraða, að heita má eins og hugur manns flýgur. Hraðinn er sem sje 60,000 mílur á sekúndunni. Lengd málþráðarins milli Eeykjavíkur og Hafnar- fjarðar, alla leið milli endastöðvanna, er 16500 álnir, sama sem rúmlega l^ mflu, og er þá rafurmagnsstraumurinn hjer um bil ^J-j^- part úr sekúndu að komast þar á milh Sem vonlegt er, gjörir margur sjer í fá- fræði sinni nokkuð einfeldnislegar og stund- um skoplegar hugmyndir um kynjatól þetta, telefóninn. Hefir þvf brugðið fyrir þessa fáu daga, sem málþráðurinn hefir verið notaður hjer. Einn var sá, er hjelt, að varla yrði talað mikið gegnum svo mjóan þráð; hann gæti ómögulega verið neitt holur til muna innan ! Annar klifraði upp á hús, þar sem þráðurinn liggur, nálægt endastöðinni hjer, lagði eyrað við þráðinn og ætlaði sjer að heyra út í gegnum hann, hvað talað væri í hann! Enn var sá einn, er þótti ganga býsna mikið á með skrafið í fólki f þráðinn fyrsta kastið ; hann heyrði hvininn frá honum langar leið- ir! (það var veðurþyturinn í strengnum og postulínsklukkunum). Loks kom einn ná- ungi, sveitamaður, inn á endastöðina hjer í gær með peningabrjef, er hann vildi endilega fá sent með þræðinum til Hafnarfjarðar.— það svipar til sögu um kerlingu á Jótlandi, er frjettaþræðir voru nýkomnir á gang þar: hún hengdi vatnsstígvjel upp á þráðinn, er ætlaðist að hann flytti fyrir sig til drengsins síns suður á Holtsetaland í stríðinu. það er enginn efi á því, að málþráður þessi milli Eeykjavíkur og Hafnarfjarðar verður mikið notaður með tímanum, og jafn- vel vonum bráðar. Sendiferðir milli þessara kaupstaða eru mjög tíðar, dögum optar, með brjef eða skilaboð eingöngu, en hver sendi- ferð kostar 1J kr. í minnsta lagi. Nú má koma orðsendingum á milli fyrir i part þesa verðs, þ. e. 25 a. Er af ásettu ráði taxtinn hafður mjög lágur, til þess að laða almenn- ing sem bezt til að nota málþráðinn. Menn geta samið um viðskipti sín munnlega hver heima hjá sjer að kalla ; hjeraðslækninn má spyrja ráða í skyndi án þess að þurfa að sækja hann; lagamenn í Beykjavík sömu- leiðis ; fiskifrjettir geta borizt á milli í snatri, og eru komnar til Eeykjavíkur undir eins og til Hafnarfjarðar úr syðri veiðistöðunum t. a. m. ; skipakomur vitnast undir eins á báðum stöðum og frjettir með; ferðamenn, sem eiga erindi á báða staðina, geta látið sjer duga að koma að eins á anuan. Vinir og kunn- ingjar og vandamenn geta talazt við dögum optar milli kaupstaðanna, vitað allt af hvað hinum líður o. s. frv. — Eyrir tilhugalífs- persónur er slíkt áhald sem málþráður þessi mesta þing, ef sín er á hvorum stað; fje- lagið mun ekki amast við því, að hafnfirzkir yngissveinar láti sjer lítast á reykvíkskar yngismeyjar, eða reykvíkskir piltar á hafn- firzkar heimasætur ; gæti meira að segja verið þjóðráð fyrir feimið fólk, að vekja bón- orðið gegnum málþráðinn, heldur en augliti til auglitis; málþráðurinn þegir alveg um það, þótt annaðhvort roðni, eða bæði ! Tugamál (metramál o. s. frv). Eastákveðið mál og vigt er svo þýðingar- mikið í viðskiptum manna og allri menningu heimsins yfir höfuð að tala, að svo má segja, að mikið af vísindum þessara tíma byggist á því. Eyr á tímum var hvorttveggja mjög á reiki og er enda enn þá í þeim löndum, þar sem skipulag þjóðfjelagsins snýst eins og á hverfanda hveli. Hefir þó ekki einungis mál og vigt verið mismunandi á ýmsum stöðum og ýmsum tfmum, heldur hefir lengd hins löggilda lengdarmáls og þyngd hinnar lög- gildu vigtar verið miðað við ónákvæman frumkvarða. En að slíkt þurfti að vera fast- akveðið, hafa forfeður vorir þegar sjeð, því sagt er, að þeir hafi markað lengd álnar þeirrar, er var löggild hjer nál. 1200, a stein á þingvelli, til þess lengdarmálið gæti ekki breytzt þannig í viðskiptum manna, að ekki væri hægt að lagfæra það. En lengdarmál það, er markað hefir verið á stein þenna, hefir þó ekki verið miðað við neinn óbreyti- legan mælikvarða. Eitt af málum þeim, sem þjóðþingið frakk- neska tók sjer fyrir hendur að koma umbót- um á í stjórnarbyltingunni miklu, var, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.