Ísafold - 22.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.10.1890, Blaðsíða 1
K.emur nt 4 miðvikudögum oe, laugardögum. Verð árgangsim {104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlfmánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin t ð iramót, ógild nema komin sjt til ntgefanda fyrir l.okt, Af- greiðslust. i Austurstræti 8. XVII 85 Reykjavik, míðvikudaginn 22. okt. 1890 Tollheimta og tollgreiðslufrestur. Bkki eru 20 ár síðan að engir tollar voru til hjer á landi, þ. e. ekki goldið eins eyris virði í landssjóð af aðfluttum vörum nje út- fluttum beinlínis. Óbeinlínis mátti kalla lestagjaldið gamla nokkurs konar verzlunar- toll; það lagðist auðvitað á verzlunina í heild sinni, allar eða flestar vörurnar, upp og niður. En lestagjaldið nam um þær rnundir að eins 30—40 þús. kr. I fyrra, 1889, síðasta árið, sem til er reikningur fyrir, námu tollar í landssjóð, þessir þrír, sem til voru þá og höfðu verið í mörg ár : fiskitollur, brennivínstollur og tó- bakstollur, um 160,000 kr., auk 6—7,000 kr. í nýjum tollum, kaffi- og sykurtolli, frá síð- ustu mánuðum ársins. Nú þetta ár, 1890, ¦er hinir nýju tollar leggjast á að fullu, kom- ast tollarnir líklega upp í 250,000 kr. eða þar um bil. Til fróðleiks og glöggvunar skal hjer sett yfirlit yfir tolltekjur landssjóðs frá upphafi : 1872....... 5,065 kr. 1873........ 34,447 — 1874........ 54,038 — 1875....... 61,346 — 1876........ 94,590 — 1877.........100,962 — 1878.........113,463 — 1879.........141,845 — 1880.........123,630 — 1881 ..........143,055kr. 1882...........203,482 — 1883...........240,163 — 1884..........208,075 — 1885...........161,134 — 1886...........118,934 — 1887...........110,903 — 1888...........134,360 — 1889...........166,073- Hver sem lítur á þetta yfirlit sjer undir eins, að það er engri svikamyllu að kenna eða neinum óskiljanlegum leyndardóm, þó að landssjóður kæmist í kröggur árin 1885—1889, •er tolltekjunum hrakaði svo scórkostlega nið- ur, og að hann neyddist til að taka trausta- taki nokkuð af geymslufje því, er ríkissjóður átti í jarðabókarsjóði, póstávísanafjenu, enda íekkst ríkissjóður ekki um það og tók enga 'vextt. það verður ekki rnikið úr &ða,l-skattinum, ábúðar- og lausafjárskattinum, í samanburði við þessa miklu tolla. Hann var semsje í fyrra tæpar 19,000kr. Og þó lætur almenningur hálfu ver við honumheldur en öllum tollunum. Á Jivert þing koma bænaskrár um að afnema hann. Tollana þar á móti hafa menn verið 'nokkurn veginn ánægðir með, eptir að þeir hafa verið á komnir; Ijetu ekki rjett vel við fiskitollinum, meðan var verið að lögleiða hann, nje kaffi- og sykurtollinum í fyrra ; en síðan hafa menn miklu minna orð á þeim en ^ábúðar- og lausafjárskattinum. Og Þ°. — þó verða tollarnir miklu útláta- meiri fyrir almenning í raun og veru heldur en skattarnir, vegna þess, að á tollana leggj- ast miklir vextir, mikil framfærsla hjá kaup- mönnum, auk innheimtulauna valdsmanna; en á skattana ekki neitt. Munurinn er sá, að tollunum svarar almenningur óbeinlínis, hálf-óafvitandi og án nauðungarvalds beinlínis, að því leyti sem menn geta sneitt hjá toll- gjaldi að meiru eða minna leyti með því að sneiða hjá þeim vörukaupum, er tollgjaldið íylgir. |>að er með öðrum orðum, að þjóðin kýs í raunmni heldur að greiða 200,000 kr. í tolla en 20,000 kr. í skatta. Eigi hún um að kjósa einfaldan skatt og tífaldan toll, þá kys hún heldur tífaldan tollinn. Sýnir það mjög svo áþreifanlega, hve afarlangt þjóðin & í land til þess, að þola þann gjaldmáta á lands- sjóðstillögum, er rjettlátur er í sjálfum sjer og útlátaminnstur, en það eru skattarnir, sje þeim rjettilega á jafnað. Vegna þroskaleysis þjóðarinnar neyðast löggjafar þessa lands sem niargra annara til að heimta tillögin saman með tollum heldur en sköttum. Nokkru hefir valdið hjer um örðugleikinn fyrir almenning á pen ingagreiðslum ; en mikið hefir það samt breyzt síðan hin mikla peningaverzlun hófst við Englendinga fyrir fjenað. fað er óneitanlega mikill byrðarauki fyr- ir verzlunarstjett landsins, þessir miklu tollar, er kaupmenn hafa orðið að svara út í pen- ingum jafnskjótt sem vörurnar berast þeim í j hendur, áður en nokkuð selzt af þeim,— nema að því leyti sem þeir hafa fengið fyrir náð gjaldheimtumanna eða á þeirra ábyrgð að ávísa fjenu til útborgunar í Khöfn nokkr- um mánuðum síðar, hafi þeir verið þess um- komnir. En auðvitað hefir sá byrðarauki lent á viðskiptamönnunum meira eða minna áður lauk, með hærra verði á vörunni þeirra hluta vegna. fað er langt síðan, 9—10 ár, að þingið fór að hugsa um að gjöra kaupmönnum einhvern ljettir eða ívilnun í þessu efni. En á því þóttu ýms vandkvæði, og komst fyrst svo langt á síðasta þingi, að lög næðu fram að ganga um það efni. Voru þau lög staðfest af kon- ungi 22. maí þ. á., og vðluðust gildí um land allt 19. f. m. Ljettirinn, sem lög þessi veita tollgreið- endum (kaupmönnunum), er sá, að þeir þurfa, ekki að greiða nema helming af tollin- um þegar í stað, en geta fengið allt að 3 mánaða frest með hinn helminginn, »með því að fa lögreglustjóra öll umráð yfir vörum þeim, er frestað er að greiða toll af. Vörur þessar eru veð fyrir eptirstöðvum tollsins, o» skal kaupmaður geyma þær í sinni ábyrgð á þann hátt, er lögreglustjóri álítur fulltryggj- andi, og má kaupmaður hvorki taka þær til afnota eða útsölu eða farga þeim á annan hátt«; sæti ella allt að 100 kr. sekt og greiði þrefaldan toll, og hafi fyrirgjört rjetti til frests á tollgreiðslu framvegis. |>urfi lögreglustjóri að takast ferð á hendur til að taka við umráðum yfir tollveðsettum vörum eða afhenda þær, skal kaupmaður greiða honum þann ferðakostnað eptir reikn- ingi. Til þess kemur að vísu óvíða nema í hinum smærri kaupstöðum, en þar dregur sá ábaggi talsvert ttr þessum hlunnindum, og hefði verið miklu rjettara og meiri jöfn- uður, að leggja þann kostnað á landssjóð. Sýslumenn geta að vísu notað umboðsmenn í kauptúnum til þeirra tollheimtu-afskipta sem annara; en skyldir eru þeir ekki til þeas. Svo mun vera til ætlazt, þótt eigi sje það tekið fram í lögunum, að kaupmenn geti eins eptir sem áður greitt tolla sína með ávísun- um til Kaupmannahafnar, ef gjaldheimtu- maður tekur gilt. Hlunnindi þau, er lög þessi ákveða, ná að eins til fastaverzlana hjer á landi. Um uppreist á æru. f>ótt hegningar borgaralegra laga sjeu yfir höfuð orðnar miklu mannúðlegri en tíðkast hefir á fyrri öldum, verður því ekki neitað, að enn eru ýmsar ákvarðanir til, sem geta ekki samþýðzt þeim sanngirniskröfum, sem bæði trúarbrögðin og aldarandinn heimta, og eru jafnvel meira að segja óeðlilegar. Hegning sú, sem þeir verða að þola, sem unnið hafa þau verk, er svívirðileg eru að almennings áliti, er auðvitað að eins lögð á í þeim tilgangi, að hinn brotlegi bæti ráð sitt á eptir, en ekki til þess að hann sje brennimerktur upp frá því á æru sinni, þeg- ar hann hefir þolað hegninguna, jafnvel þó svo sje fyrir mælt í »lögum um uppreist á æru«, að hinn brotlegi geti ekki fengið hana fyr en liðin sjeu 5 ár frá því hann hefir tekið út hegninguna, og verði bón hans ekki ásjá veitt, sem kann jafnvel helzt að koma af því, að hún hefir ekki komið fram í rjettu formi eða gengið alls kostar rjetta leið til hlutaðeigandi yfirvalds, verður um- sækjandinn að bíða enn í 2 ár áður en hann megi sækja um slíkt á ný. Hitt virðist eðli- legra, að hinn brotlegi öðlist öll borgaraleg rjettmdi, sem staða hans veitir honum að öðru leyti jafnskjótt sem hann hefir úttekið hegninguua, hvort sem brotið hefir verið meira eða minna. Hinum brotlega er nóg aukahegning í því, hve almenningsálitið hefir ýmugust á honum eptir að hann kemur úr betrunarhúsinu, þó ekki bætist ofan á það, að hann geti ekki aptur heimt æru sína fyr en eptir svo og svo mörg ár, enda hlýtur sú aukahegning að koma mjög misjafnt niður. Hinn greindari, sem framið hefir brot sitt meira af fyrirhuguðu ráði, er miklu líklegri til að fá fyr uppreist æru sinnar eptir nú- gildandi lögum heldur en hinn fávísi, sem ef til vill þekkir varla mismun á rjettu og röngu og hefir enga hugmynd um annað en að hann sje algjörlega útskúfaður frá öllum rjetti í borgaralegu fjelagi; því ekki þarf að telja alveg víst, að honum sje leiðbeint í því efni, ef hann hefir ekki vit á því sjálfur. J?að hlýtur hver heilvita maður að sjá, að æðimikil ósamkvæmni er í því, er jafnþung aukahegning, ærumissirinn, leggst á þann, sem dæmdur hefir verið til fangelsis við vatrí og brauð í 5 daga, og þann, sem hefir drýgt einbvern þann glæp, sem varðar 12—16 ára hegniugarvinnu, því engin trygging er fyrir því, að sá fyrnefndi fái uppreist æru sinnar eptir að hann hefir úttekið hegninguna, held- ur en hinn, hafi báðir hegðað sjer vel á eptir. I hæsta lagi ætti hinn brotlegi að missa æruna um tiltekinn tíma, og þegar sá tími

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.