Ísafold - 29.10.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.10.1890, Blaðsíða 1
iCemui öt á miðvikudögum oe. laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 örlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. XVII 87 í Reykjavík miðvikudaginn 29. okt. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramðt, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1890 Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 23. sept. 1890. Frá Norðurlöndum ekkert nýtt að hertna. Hægti menn í Khöfn ætla (30. þ. m.j, að því blöð þeirra gera ráð fyrir, að útskúfa þeim Krieger gamla og Ploug, úr landsþinginu; Krieger hefir aldrei orðið þeim leiðitainur. — Sem seinast var getið, telja frelsisvinir Svía sjer sigurinn vísan í Stokk- hólmi, en búast ekki við þeim atkvæða- yfir- burðum í annari dúld þingsins, að sjer tak- ist að vinna bug á tollverndarstefnu stjórn- arinnar, ef til sameinaðs þings kæmi í toll- málum, því í efri deildinni eru hinir það aflameiri. Englaud- Nýlega voru nokkrir af þing- mönnum íra settir í höpt og fleiri af þeirra forvígismönnum; er sakargiptin sú, að þeir hefðu hvatt leiguliða til að neita að gjalda eptir jarðir sínar. þingmennirnir voru Dillon og O’Brien, djarfir skörungar og mælsku- menn; en er seinast frjettist, var þeim sleppt út aptur gegn ábyrgð. Eu nu taka máls- sóknir við, og þetta brjálar ferð þeirra til Ameríku (Bandaríkjanna), en henui þangað heitið til fundahalds meðal manua af írsku kyni, þar sem fjár skyldi aflað fátæku fólki til bjargar í þeim ársbresti, sem síðast var getið um á Irlandi. í hraðfrjettum borið frá Ástralíu, að for- ingjar verkafallsmanna hefðu nefnt sjer menn til meðalgöngu, en ósýnt heldur talið, hvað hjer mundi hrífa. Þýzkaland. Nýlega hefir Vilhjálmur keisari haldið hernaðarleiki í Slesíu, og bauð til þeirra bróður sínum frá Austurríki og Saxakonungi. A samfundum keisarauna var sá bróðernisblær, sem lýst var í lofsyngj- andi orðtaki í þýzkum blöðum. Að skilnaði fór Austurríkiskeisari fögrum orðum um það, hverjum hróðurkostum hann ætti að fagna, er her sinn ætti sjer annað eins fóstbræðra- lið og þýzki herinn væri. Frakkland. þaðan eru líka hreifilegar sögur af hersýningum á ýmsum stöðum, þar sem þeir komu Carnot forseti og hermála- ráðherrann, Freycinet, en við voru staddir foringjar trr her Kússa. Við þá var sem mest haft í herforingjagildum, og við minnisdrykkj- ur var her Kússa kallaður bræðralið Frakka. I einvíginu næsta fjekk Mermeix þann á- verka, að hann mun lengi ófær af til hins þriðja. Tveir af vinum Boulangers á þinginu hafa gengið á hólm við blaðamenn, en urðu óvígir báðir. Franskur rithöfundur, Weisz að nafni, bókhlöðuvörður f Fontainebleau, tók svo fyrir skömmu í blaðgrein á æfintýri Boulangers, að það væri sorglegt aldarmark frönsku þjóðarinnar og vottaði svo andlegar aptur- farir, að furðu mætti gegna. HauD talar um hringlandann og ráðafumið — líkt á efri stigurn sem lægri —, og nefnir þar til sög- urnar spánýju um framlögur hertogaekkjunnar trúræknu og konunghollu og fleiri auðkýf- inga, um prinzana, sem komust í samsæris- benduna, um liða hennar hina blindu og samvizkulausu, og lýðinn brjálaða, sem fylgdi þeim hugsunarlaust. Svæsnast kemst hann að orði í niðurlagi greinarinnar, er hann segir, að það sje andleg blóðþurða, sem sæki þjóðina meir og meir. — I slíku kann margt satt að vera, en hjer mun þó brestum lýst í fleirum löudum á vorum tímum. SvÍSS- í Ticino hafa ýmsar snurður komið á málin, en nú sagt, að sambands- stjórnin hafi skorað á flokkana, að nefna sjer menn til samningaleitar í því, sem önd- verðast horfist á, áður en fólkið gengur til atkvæða um endurskoðun fylkisskránnar. Portúgal. Miklar lýðróstur fyrir skömmu i Lissabon og víðar út af samningnum við Englendinga, og varð vopnað lið að stöðva þær í höfuðborginni. Einnig er orð haft á meiri hreifingum meðal þjóðveldisvina en að undanförnu, og konungur hefir skipt um ráðaneyti. Frá Brasilíu. Kosningarnar til ríkis- lagaþingsins hafa gengið að fullu stjórninni í vil, og flestir af ráðherrunum eru kosnir. Ofarir á hafi. Tyrkjasoldan hafði sent eitt herskip sitt til Japans með stórgjafir til keisarans, en er það var skammt á heimleið komið, laust sá rokbylur á, að skipinu hvolfdi og fám einum varð bjargað af 5—6 hundruðum manna. Anrasjóðir. |>ví verður ekki neitað, að allmikið hefir verið gert í þá átt á hinum síðari árum, að koma upp sparisjóðum ’njer á landi, bæði til þess að kenna mönnum að spara saman það fje, er þeir geta haft afgangs nauðsynjum sínum, og svo jafnframt til þess, að koma saman höfuðstól, sem geti gert landsmönnum gagn með því, að veita þeim kost á lánum til oytsamra fyrirtækja. |>annig liafa nú smátt og smátt myndazt nokkrir sparisjóðir hingað og þangað í kauptúnum landsins, jafnvel þó koma mætti þeim á miklu víðar en enn er orðið. Jafnvel þó sparisjóðir þessir gjöri mjög mikið gagn, er sá annmarki á þeim, að þeir taka ekki á móti mjög litlum upphæðum, og því geta hinir fátækari ekki lagt í þá, sem í mesta lagi geta sparað saman 1 kr. í laug- au tíma, enda væri nærri ókleyft að halda uppi sparisjóð með þeim ákvæðum, að hann tæki á móti t. d. 5—10 aurum í einu, og reikna út vexti af því. En fyrst það er óeðlilegt, að hinir stærri sparisjóðir takisc slík verk á hendur, þá er augljóst, að oss vantar aðrar stofnanir, sem í því efni gæti komið í stað sparisjóðanna. J>að eru aurasjóðirnir. Jafnvel þó ekki sjeu líkindi til, að börn fýrir innan fermingu hafi almennt peninga til umráða svo nokkru nemi, svo það geti orðið nokkurt fjármagn til muna, sem þau gætu lagt í sparisjóð, berst þó börnum, einkutn í kaupstöðum og verzlunarstöðum, öðru hvoru eyrir og eyrir á ýmsan hátt, sem fiest þeirra hafa að eins til þess, að kaupa sjer sælgæti fyrir. Látum nú vera, að þetta yrði lítið, þó því yrði safnað saman á ein- um stað. Aðalatriðið er, að börnin læri að spara þegar á unga aldri, en venjist ekki á, að kasta burtu hverjum eyri, sem þeim á- skotnast. f>ví hafi þau vanizt á sparsemi á barnsaldri, má miklu fremur búast við, að þau kunni hana þegar þau eldast. En hafi þau aptur á móti vanizt á, að fleygja frá sjer hverjum eyri, er þau festa hendur á, fyrir sætindi eða glingur, þá er hætt við, að þetta verði að vana, þegar þau eru orðin full- tíða. Enda þótt líkindi sjeu til, að börn geti helzt haft gagn af aurasjóðum, er alls ekk- ert á móti því, að aðrir, t. d. vinnukonur og fátæklingar, sem sjaldan komast yfir nema mjög litla peninga í einu, og þurfa vanalega að eyða þeim jafnóðum til þess að kaupa fyrir eitthvað sjer til fata og matar, geti þó haft gagn af aurasjóð, þegar svo bæri til, að þeir hefði nokkra aura afgangs. Hfnn eini aurasjóður, sem stofnaður hefir verið hjer á landi, var »privat«-aurasjóður, sem komið var á fót á Eyrarbakka fyrir 2—3 árum, einungis handa börnum þeim, er voru í unglingastúku Good-Templara þar, og mun hann vera enn við lýði. Hinir full- orðnu 8tjórnendur unglingastúkunuar sömdu við foreldra barnanna, að taka á móti hverj- um þeim eyri, sem börnin afhentu sjer og gefa þeim kvittun fyrir í bók, sem hvert barn hafði undir hendi. Síðan var fje það, er þannig safuaðist saman, jafnóðum lagt ínQ í sparisjóðinn og ávaxtaðist þar. Hvert barn, sem lagði í sjóðinn, fjekk ekki sjer- staka vexti af innlögunum, en jafnóðum og hvert þeirra átti orðið 5 krónur í aurasjóðn- um, sem var minnsta upphæð sem spari- sjóður Arnessýslu tekur á móti í fyrsta sinDÍ, þá var innieign barnsins tekin úr aurasjóðn- um og það fekk sjerstaka sparisjóðsbók, en vextirnir af aurasjóðsfjenu gengu til þess að borga sparisjóðsbækurnar jafnóðum og þurfti með. J>au börn, er feugið höfðu sjerstaka sparisjóðsbók, geta þó haldið áfram að leggja í aurasjóðinn, ef innlagið nemur minnu held- ur en sparisjóðurinn tekur á móti minnst, en er þau eru 14 ára gömul eða hafa gengið úr unglingastúkunni, er ekki lengur tekið við innlagi frá þeim. Jpegar byrjað var á þessu, hjeldu flestir, að slíkt væri þýðingarlaust á Eyrarbakka, því þó börnin kæmu með hvern éyri, er þeim áskotnaðist, þá væri það sama sem ekki neitt í jafn-fátæku plássi; og surnir þeirra er studdu að því að koma þessu í verk voru jafnvel einnig sömu skoðunar, þó þeir væru fúsir á að reyna, hver árangurinn yrði. En eptir nálægt missiri voru komnar í aurasjóðinn talsvert á annað hundrað krónur, og hafði euginn gert sjer von um slíkt; og þó voru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.