Ísafold


Ísafold - 01.11.1890, Qupperneq 1

Ísafold - 01.11.1890, Qupperneq 1
tCemui út á miðvikudögum og, laugardögum. Verð árgangsin* (l04arka) 4 kr.; erlendÍ6 5 k» Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 88. Reykjavik, laugardagir.n 1. nóv. 1890 Um kennaramenntun. I>að er nærri því furða, hve lítið hingað tiil hefur verið gjört til þess að efla alþýðu- kennaramenntun hjer á landi. Annarstaðar er það þó talið grundvallar- •skilyrði fyrir því, að nokkurt verulegt gagn geti orðið að alþýðumenntunartilraunum, að fræðendurnir sjeu nokkurn veginn vaxnir starfi sínu ; og mjög mundi því fje þykja á glæ kastað, sem varið væri til þess að launa þeirn kennurum, sem engra eða því nær ■engra trygginga væri leitað fyrir að væru vaxnir starfi sínu. Um alla Norðurálfu eru sjerstakir skólar handa kennaraefnum, og heimtað, að kennarar gangi undir próf, áður en þeir fá að takast á hendur kennarastörf fyrir almannafje. |>að er meira að segja, að UæreyÍDgar hafa sinn kennaraskóla, þótt fá- mennir sjeu. Að vísu hefir verið lítils háttar rætt og rit- að um stofnun kennaraskóla hjer á landi, bæði á þingi og utan þings; en eigi hefur þótt tími til kominn að fara langt út í það mál. Bæði hefur verið borið við miklum kostnaði —enda gæti frá vissu sjónarmiði sú ástæða verið gild og góð, ef byrja ætti í stór- um stíl—, og þá hefur eigi síður því verið barið við, að það mundi einmitt verða til þess að aptra menntunarframförum hjá oss, að heimta af kennendum, að þeir hefðu gengið á kennaraskóla. Gæti og verið töluverð ástæða til að óttazt það, ef þegar í stað væri stranglega heimtað, að enginn mætti fást við unglingakennslu, nema sá, sem gengið hefði á kennaraskóla og tekið próf þar. En hklegt er, að finna mætti miðlunarveg ■og hagfelda byrjun, þar sem höfð væri hæfi- leg hliðsjón af þessum mótbárum hvorum- tveggju. það hefur þótt af miklu til kostað, að stofna uýjan skóla og ný embætti til þess að mennta alþýðukennarana; en það virðist ekki heldur allsendis nauðsynlegt. Færeyingar hafa kenn- araakóla, eins og áður er sagt, en þó hafa þeir ekki stofnað ný embætti hans vegna, heldur láta þeir gagnfræðaskólakennara sína kenna á kennaraskólanum seinni hluta dags, en stundum er lokið á gagnfræðaskólanum. A þann hátt spara þeir fje, þótt kennurun- um sje að vísu launað nokkru þessi auka- kennsla. Á líkan hátt virðist enginn ógjörningur að hafa kennarakennslu við gagnfræðaskóla vora ásamt gagnfræðakennslunni. En hætt er við að ofmikið þætti að heimta að kennaraefni gengju 2—3 ár á slíka skóla, eins og víðast tíðkast annarstaðar, og þó er einkum hætt við, að ekki þætti heimtandi, að þeir, sem þegar eru orðnir kennarar —og þeir eru þó æði margir— hættu svo vetrum skipti við kennarastörf og gengju á kennaraskóla. það mundi því hafa ýmsa kosti í för með sjer, að byrja að eins í smáum stíl, byrja á því, að hafa 2—3 mánaða kennslutíma á ári, eptir að barnaskólar eru almennt úti, t. d. frá byrjun aprílmánaðar. þótt tími þessi væri stuttur, ætti þeim, sem þegar eru orðn- ir kennarar, að geta gefizt kostur á að skýra fyrir sjer ýmsar spurningar, er hjá þeim hafa vaknað við kennsluna, og fræðast um ýmis- legt, sem þeim er þörf á að vita, betur en þeirn hefði áður gefizt kostur á, og kennara- efnum að afla sjer þekkingar á ýmsu, er starf þeirra snertir, svo að þau gætu haft skýrari sjón á starfsviði sínu en að öðrum kosti, og Ijósari meðvitund um, hvers vegna þau einmitt viðhelðu þá kennsluaðferð, sem þau hefðu, en aðra ekki. Kostnaður við nám þetta mundi ekki svo ýkja-mikill eða tilfinnaulegur, og það jafn vel eigi þótt um fleiri en eitt námstímabil væri að ræða, og varla mundi ísjárvert að gefa þeim sveitum öðrum fremur von um landsjóðsstyrk, er rjeðu til kennslu menn, er gengið hefðu á kennaraskóla, eða tekið kenn- arapróf, því að svo mætti um búa, að eigi væri þeim órjettur gjör, sem þegar eru orðn- ir kennarar. Á þennan hátt fengjum vjer upp vísi til kennaraskóla, áu þess að leggja mjög þunga byrði á landsjóð eða nemendur. Að vísu má búast við, að sagt verði, að þetta sje kák og hálfverk, sem engu sje kostandi til; og satt er það, að hálfverk yrði það. f>að yrði tilraun, en þó tilraun, sem öll líkindi eru til að tilvinnandi væri að verja nokkru fje til. f>essa stofnun mætti laga í hendi sjer; hun yrði viðfaugsbetri til breytinga en stórt skólabákn, og við breytingum má búast. Eitt atriði skal tekið fram, þótt það í sjálfu sjer muni varla þurfa. f>að er, að sjálfsagt virðast, að konum jafnt sem körl- um gefist kostur á að ganga á skóla þessa Uui það geca orðið skiptar skoðanir, hvað kenna skuli á skólum þessum; en varla get- ur þó verið takandi í mál kennsla í mjög mörgum greinum á jafnstuttum tíma og hjer er gjört ráð fyrir. Elestum mun koma saman um, að uppeld- isfræðin ætti að vera aðalnámsgrein á slík- um skóla, og kennsluæfingar á barnaskóla, er stæði í sambandi við hann. En að því búnu má búast við, að skoðanir færu meir að skiptast; þó er líklegt, að fæstir yrðu því mótfallnir, að þar yrðu jafnframt kenndar meir eða minna námsgreinir þær, sem lög- skipað er að kenna börnum. En, mun nokkurt lið í því að gagnfræða- skólakennarar takist þetta starf á liendur ? Að vísu mundi æskilegt að fá þá menn til þess, sem sjálfir hefðu gengið einmittt á kennaraskóla. En þó er líklegt, að nokkurt lið mundi að þeim. f>ar er llklegt, að þeir hafi meir eða minna kynnt sjer uppeldisfræði, og að tninnsta kosti er ætlazt til, að þeir hafi numið þær námsgreinir, er börnum skal kenna, og nokkra verklega æfingu hafa þeir þegar fengið í kennslu, og ættu því fremur að fá hana, ef þeir ynnu þetta verk sitfc með áhuga, svo að frágangssök mundi ekki að skipa þá til þessa. Mætti jafnvel búast við miklum árangri af þvf, ef þeir á annað . borð hafa kennarahæfileika til að bera. Að : minnsta kosti er varla um öunur vænlegri ; ráð að velja, þegar um slíkan tilraunaskóla er að ræða, sem hjer er farið fram á. Ef síðar yrði komizt að þeirri niðurstöðu, að stofna sjerstæðan kennaraskóla, þá mætti og leita annara ráða með kennara við hann. pingið og þjóðfjelagið. Naumast mun nokkur sá maður vera, að | hann hafi ekki löngun til að vera frjáls, og I að aðrir hafi sem minnst yfir sjer að segja. j Virðist tilhneiging þessi vera annars vegar jerfð frá fyrra ástandi mannkynsins, en I hins vegar vitnisburður um framsókn þess til meiri fullkomnunar og hærra þjóðlífs. Frelsislöngun þessi kemur fram í tvenns konar myndum, ýmist sem löngun til að lifa sjálfráðu lífi eins ■ og hjörð í haga, stjórnar- og skipulagslaust, eða sem löngun til að öðl- ast það frelsi, er veitir hverjum einstaklingi færi á, að auka hæfileika sína og koma þeim til meirí fullkomnunar, en þó innan þeirra takmarka, sem skyldur hins lögskipaða fje- lagslífs setja hverjum manni í hinum siðaða heimi. Sje nú þessi tvenns konar frelsislöngun bor- in saman við vora eigin þjóð, þá verður því naumast neitað, að þeir sjeu til og það ekki svo fáir, er álíti það vera frelsi, sem í raun irjettri er algjört stjórnleysi. j jþó má ekki skilja það svo, sem nokkur I mundi sá vera, er vildi hefjast handa til að brjóta af sjer bönd borgaralegs fjelags. Engan veginn ! Til þess vantar menn bæði kjark, og að öðru leyti eru skoðanir þeirra, sem hugsa í þessa átt, svo óákveðnar og á reiki, að margir þeirra vita í rauninni ekki hvað þeir vilja. Optast er þetta sprottið af þvt, að menn vilja gjarnan losast við allar skyldur og skatta, en hafa ekki íhugað, hvað þeir fá í aðra hönd. I þeim flokki munu þó, sem betur fer, örsjaldan vera þeir greindari, betri eða menntaðri menn í hverju hjeraði, því flestir þeirra munu einmitt aðhyllast það frelsi, sem kemur í ljós í meira eða minna ákveðinni ósk um frjálsara stjóruarfyrirkomulag. þó muu naumast verða á móti því borið; að að innan um þá, sem hneigjast að skynsem- islausu sjálfræði, hittist öðru og hvoru menn, sem sjeu alls ekki á afar-lágu stigi hvorki að gáfum nje þekkingu að sum leyti, en hugsa þó og tala í þá átt, af gremju yfir einhverju, er þeim hefir þótfc illa fara í þann og þann spipinn, án þess slíkt sje skoðun þeirra, þeg- ar þeir gæta betur að. En þó svo væri, að hjer væri ekki að ræða nema um menn með gáfum svona upp og ofan og nteð lítilli lífsreynslu og þekkingu á nauðsyn hins lögbundna fjelagsskapar, þá er samt sem áður nauðsyn að láta slíkar hug- myndir ekki afskiptalausar, heldur ber að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.