Ísafold - 01.11.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.11.1890, Blaðsíða 2
350 sýna þeim, sem þannig kunna að hugsa, hversu álit þeirra byggist á röngum grund- velli, því skilyrðið fyrir því, að framsóknar- frelsið geti náð fullum vexti og viðgangi er það, að allir, eða að minnsta kosti sem fíest- ir, sem eiga að neyta þess, kunni að beita því sem vopni gegn öllu röngu og ómann- legu, en ekki gegn sinni eigin farsæld. En til þess, að slíkt geti átt sjer stað, þarf al- menningsálitið að vera byggt á grundvelli skynsamlegrar íhugunar, sem kann að að- greina rjett frá röngu, byggt á sem víðtæk- astri þekkingu, athugunum og eptirtekt. í sjálfu sjer er það eðlilegt, að maðurinn vilji engum vera undirgefinn. En nú lifum vjer innan um aðra menn með sömu sjálf- ræðislöngun, sömu tilhneigingum og hvötum. f>egar þeir vilja nú allir mega gjöra hvað sem þá lystir í þann svipinn, þá rekur sig hver á annan og hlýtur af því að leiða ann- aðhvort, að hinir máttarminni lúti í Iægra haldi, eða hver verður að vægja fyrir öðrum. En ekki er við að búast, að slík tilhliðr- unarsemi komi fram af sjálfsdáðum. þess vegna þurfa einhverjir að vera til þess settir, að vera gjörðarmenn í misklíðum þeim, sem málsaðilarnir sjúlfir geta ekki sætzt á, og til þess að refsa þeim, sem trufla allsherjar-ró og frið, eða vilja svipta aðra eign sinni og öðrum rjettinduin leynt eða ljóst. þessi er uppruni dómara og lögreglustjóra. En dómar- arnir mega ekki dæma í hvert skipti eptir því sem tilfinningin býður þeim ; til þess að tryggja rjettlæti dómaranna, hefir orðið að setja reglur, er gætu átt sem víðast við. f>annig hafa lögin smátt og smátt myndazt. En auðsjáanlega er ekki hollt, að allir hefðu jafnt vald til að framfylgja lögunum, og því hefir rjetturinn ti! að beita þeim að eins verið í hiiridum fárrn. manna. Fyrst hafa yfirráð þessi og rjettargæzla myndazt á heim- ilinu ■—þar er húsráðandinn valdsmaður — og síðan hefir það smátt og smátt færzt út á við, eptir því sem fjelagsskipunin varð full- komnari. Upphaflega hefir ekkert sam'oand verið nema milli allra nánustu ættingja, en smámsaman hafa stærri ættir hafizt upp og gengið 1 fjelag til sóknar og varnar gegn uá- grönnum sínum, til þess að verða ekki sjálfar ofurliði bornar. f>etta er sveitarfjelagið í ó- fullkominni mynd. f>egar frjáls vinna hófst og vinnufólks- stjett tók að myndast, þurfti sjerstakar reglur íyrir því, hvað ætti að gjöra við vinnufólk það, sem armaðhvort vegna elli eða heilsuleysis var ekki lengur fært um að vinna fyrir sjer, og sömuleiðis hvernig hjálpa ætti heimilum þeim, sem komust á vonarvöl. f>annig hefir fátækrastjórnin myndazt. En þegar þessi fjelög voru stofnuð, hlaut hinn sameiginlegi viðskiptahringur að víkka og lenda saman við takmörk annara fjelaga í líkri mynd, og fjelög þessi hafa hlotið að eiga viðskipti saman. Hafa þau þá lent opt í ófriði hvert við annað ; því enginn var til að útkljá þrætu meðal þeirra. Stuudum hefir þá ófriðnum lokið þannig, að hinar voldugri ættir hafa lagt hinar máttarminni undir sig ; stundum þannig, að auðmennirnir hafa gengið í bandalag, en stundum allt staðið í líkum skorðum og áður var. Eptir því sem fjelög þessi stækkuðu, eptir því hafa fleiri getað gefið sig við friðsain- legum störfum; menning og auður hafa auk- izt og menn hafa tekið að skipta verkum með sjer eptir því, sem hver var hæfastur til, því þegar fjelagsskipunin tók að standa á traustari fótum, gátu menn miklu framar farið að verða óhultir um líf sitt og limu en áður. Friðsamleg störf, t. d. akuryrkja og iðnaður, hafa aukizt, og því sem hver hafði afgangs þörfum sínum af einni vöru- tegund,, gat hann skipt við aðra fyrir aðra vöru, sem hann þarfnaðist sjálfur. Húsbóndi fjelaga þessara, hvort sem þau hafa verið smærri eða stærri, hefir auðvitað opt stýrt þeim með harðstjórnarvaldi, sem undir hann voru gefnir; hann hefir verið foringi í styrjöldum og löggjafi og dótnari friðartímum. þó hefir snemma tekið að brydda á því, að þegnarnir hafa viljað taka þátt í löggjafarvaldinu, en ætlað konutigin- um einkum framkvæ.mdarvaldið og dórnsvald að meiru eða minna leyti. Stjórnarfyrir- komulagið hefir breytzt á ýmsa vegu, ríki hafa myndazt, blómgazt og horfið aptur, og önnur ný komið í þeirra stað, og eptir því, sem samgöngur hafa aukizt, virðist sem menn hafa hneigzt að því að hafa ríkin stærri ; enda er slíkt eðlilegt, því viðskipti manna eru nú margfalt víðáttumeiri og fjölbreyttari en þau hafa áður verið, og af því leiðir, að stærri landflæmi þurfa nú að vera bundin sömu lögum en áður var, eins og t. d. þegar Grikklandi var skipt í fjöldamörg smáríki. Slík ríkjaskipun gæti naumast staðizt nú á dögum, nema með því móti að ríkin væri öll í föstum bandalögum. En hvaða hagur er þá að því að lifa í lög- skipuðu þjóðfjelagi ? Og er tilvinnandi að kosta jafnmiklu fje til þess eins og gert er ? þessum spurningum þarf ekki að svara öðru en því, að líta á, hvernig ástand vort mundi vera án þess, eða ef því væri koll- varpað. J>áf er vonandi, að enginn þurfi lengi að velta því í huga sjer. Öll lög yrðu þá að engu og hver mætti gera það setn hann fýsti. Alls konar glæpir mundu ganga fjöllunum hærra. Óll viðskipti og verzlun hyrfu, því enginn nmndi lengur þora að trúa neinum fyrir neinu. Eignarrjetturinn yrði að engu. Hnefarjetturinn yrði hið eina alls- herjarvald. Vegir legðust niður. Póstgöngur hættu. Kristni og kennidómur legðist niður. Börn, gamalmenni og heilsulaust fólk mættu leggjast fyrir og deyja. Og Iíf sitt og limu yrðí enginn framar óhultur um. Mörgum kann að þykja þungt að gjalda hin lögboðnu gjöld, og má vera, að þau gætu verið minni í sumum stöðum ; en að afnema þau væri sama sem að gangast undir að láta allar eigur sínar og meira að segja líf og limu af hendi við hvern er hafa vildi. Mun nokkur vilja greiða slíkt þinggjald og sveitarútsvar ? Jeg hef heyrt jafnvel allvel greinda menn segja, að vjer ættum að afnema alþingi og láta sýslunefndirnar rjetta lögin. Eru þá mikil líkindi til, að sýslunefndirnar sje auð- ugri að þekkingu, gáfum, glöggsæi, vand- virkni og öðrum lagasmiða-hæfilegleikutn ? I sameiginlegum landsmálum má og til, hvað sem öðru líður, að hafa yfirþing fyrir allt landið. Að öðrum kosti mundu rætast orð þorgeirs Ljósvetningagoða forðum, að ef sundur skipt væri lö’gunum, þá mundi og sund- ur skipt friðinum. En þó ýmsum þyki sitt hvað að þinginu, þá ættu menn almennt að eigna nokkuð af því sjálfum sjer, þjóðinni í heild sinni, er kosið hefir þingmennina, sem kunna að hafa brugðizt vonum manna. Og þeir, sem aldrei sækja kjörfund og ekki skipta sjer neitt af neinu í almennum málum, nema kvarta og mögla eptir á, meira að segja : hver einasti einstaklingur getur verið valdur að því, sem þeim þykir í ólagi fara; því eitt einasta at- kvæði getur valdið því, að þessi þingmaður verði fyrir kjöri, en ekki hinn, og eitt einasta atkvœði þess sama þingmanns getur líka valdið því, að það og það lagafrumvarp sje annað- hvort fellt eða samþykkt. Ofullkomleikar þingsins eru því í raun rjettri ófullkomleikar þjóðarinnar eða kjós- endanna. það eru þeir, það erum vjer allir, sem þurfurn að taka oss fram. Y- Fiskiveiðar Fasreyinga- í síðasta bl. af »F0ringatíðindi«, október, segir svo : »Fiskiskipini eru nú afturkomin úr íslandi og hafa fiska jafnliga væl. Flest allir För- oyskir útróðramenn eru nú aftur komnir úr Islandi. Fángur teirra hevur verið ójavnir, summir ’nava fleiri hundra 'krónur og summir nærum einki til bestam. Enskur ferðapistill. Einn af Englend- ingum þeim, er var í Thordals-ferðatnauna- hópnum í sutnar, J. Beynolds, hefir ritað grein um ferð þeirra í tímarit, er út kemur í Lundúnum og heitir »Photografic Quarterly«, með mörgum myndum, góðum Ijósmyndum : af Austnrstræti í Beykjavík, af hrossaútskip- un við bæjarbryggjuna, af Krísuvíkurnámum, Eyrarbakka, Heklu, hverunum í Haukadal, Gullfossi, þingvöllura, Almannagjá, o. fl. þeir gengu upp á Heklu 11. júlí, 3 Englend- ingar og þorgrímur Gudmundsen hinn 4., voru 6 stundir upp en 4 niður, ljetu taka af sjer ljósmynd niðri í gíg einum f Heklu, og þykir frægðarverk. Beynolds lætur vel yfir ferðinni, enda fengu þeir bezta veður alla leið á landi. Segir svo að niðurlagi greinar sinnar : »Ef einhver er heilsubilaður og þarfn- ast algjörlegrar breytingar á lopti og láði og svalandi lopt3 með Ijómandi hreinviðri og að vera algjörlega laus við embættisáhyggjur eða viðskiptalífs stapp. kann jeg eigi annað betra heilrceði honum til handa en að fara skemmtiferð til íslands; höf. getur vottað það persónulega, að það meðal hrífur mikið vel og að kostnaðurinn er senmlegur«. Hann segir, að heldra fólk hjer á landi sje eins þrifið og hreinlátt og annarsstaðar, en almúgi óþrifinn. »þeir gláptu á okkur eins og tröll á heiðríkju«, segir hann, nþegar þeir sáu okk- ur vera að lauga okkur á morgnana upp úr einhverri krystal-tærri ánni eða vatninu. Mátti sjá á svip þeirra, að þeir hugsuðu með sjálfum sjer, að við hlytum að vera vitlausir«. Bókagjafir til landsbókasafnsins frá Noregi hafa komið töluverðar þetta ár og í fyrra frá einum helzta bóksalanum í Kristjaníu, 400 bindi, og frá prívatmanni þar, Th. 0. Boeck, sem kvað vera mesti bóka- vinur, um 1000 bindi, fyrir góða milligöngu forseta Bókmenntafjelagsin3 í Khöfn, hr. skrifstofustjóra Ólafs Halldórssonar. Hvalaveiðar. Um 200 hvali hafa þeir veitt í sumar Norðmennirnir þrennir, er hafa hvalaveiða-uppsátur á Yestfjörðum, og eru það engin smáræðis-gróða-uppgrip. Ekki er ófróðlegt að heyra það í þessu sambandi, að eptir því sem segir í norsku

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.