Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum óg. laugardögum. Verð árgangsins ¦(104 arka) 4 kr,; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v:ð áramót, ógild nema komin sje ttt útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstræti 8. XVII 89. il Reykjavík, míðvikudagínn 5. nóv. 1890 Hjeraðsfundur Húnavatnsprófasts- dæmis. |>ví hefir lengi verið við brugðið, hve hjer- aðsfundir væru þýðingarlitlir, og alniennt dauflega sóttir ; hafa stundum verið svo mik- il brögð að deyfð manna og hirðuleysi í því, að koma á þessa fundi, að í sumum prófasts- dæmum hefir jafnvel ekki verið auðið ár eptir ár að koma á fundi. Ekki verður því mótmælt, að þetta virð- ist bera sorglegan vott um áhugaleysi manna í safnaðarmálum, þó það auðvitað sje nokk- uð til málsbóta í þessu efni, að sá tími, sem bjeraðsfundirnir eru haldnir á samkvæmt fyrirmælum laga 27. febr. 1880, er einhver hinn allra-óhentugasti fyrir safnaðarfulltrú- ana, sem venjulega eru búandi menn. Um þær mundir eru búannir manna hvað mest- ar, og menn mjóg ófúsir a, að yfirgefa heim-; ili sín, enda getur það og viljað til, að bænd- ur, sem veita miklu búi forstöðu, biði tjón af því, að vera marga daga að heiman; og þá er þessi tími ekki síður bagalegur fyrir þá safnaðarfulltrúa, sem éru einyrkjar, eins og hverjum gefur að skilja. Fengist breyting á þessu með hjeraðsfundartímann, t. a. m. júnímánuðarákvæðinu í stað septembermán- aðar, er það ekkert vafamal, að fundirnir yrðu miklu betur sóttir, og gætu þar af leið- andi orðið harla þýðingarmiklir. Einnig yrðu menn þá miklu fúsari að sitja á fundum eptir því sem þörf væri á, og mál þau, sem til umræðu koma, yrðu ekki eins flausturslega af- greidd, eins og einmitt hefir átt sjer stað, og því síður mundi það bera við, að mál- um yrði frestað ár frá ári, beinlínis af þeirri orsök, að menn gefa sjer ekki tíma til að íhuga þau og ræða. Væru hjeraðsfundirnir vel sóttir, og menn :gæfu sjer tíma til að sitja á þeim svo sem tvo daga, mundi meira og ýtarlegar rætt um kristindómslíf safnaðanna en að undanförnu hefir verið gjört, og eru mikil líkindi til, að slíkar umræður gætu haft vekjandi og góð abrif. |>essi sannleiki, að vel sóttir hjeraðsfundir gætu haft rnikið að þýða fyrir safnaðarlífið, er sjálfsagt viðurkenndur af öllum þeim, sem nokkuð hugsa um málefni kirkjunnar, og er því vissulega vert fyrir presta og prófasta, að leitast við af ýtrasta megni, að gjöra þá sem þýðingarmesta, bæði með því að ræða þar sjálfir fundarmálefnin af alhuga, og hvetja safnaðarfulltrúana til að koma á fundi. Einn- ig ætti vel við að lesa upp stuttar ritgjörðir á slíkum fundum um eitthvert efni, sem þá jafnframt gæti verið umræðuefni fundarins. I Húnavatnsprófastsdæmi hefir þegar nokk- uð verið gjört í þessa átt. Prófasturinn síra Hjörleifur Einarsson, hefir áminnt menn rækilega í þessu tilliti, enda munu hjeraðs- fundir óvíða eins vel sóttir og í prófastsdæmi hans. Á hjeraðsfundinn 1888 komu nálega allir hjeraðsnefndarmenn, og á síðasta hjer- aðsfund voru allir prestar sýslunnar og 10 safnaðarfulltrúar. Fundur þessi var haldinn að |>ingeyrum 7. og 8. dag septembermánaðar. Hafði prófast- urinn í skriflegu fundarboði óskað eptir, að menn kæmu á fundarstaðinn eigi síðar en um hádegi þann 7. Ætlaðist bann til, að allir fundarmenn hlýddu messu og tækju síð- an til starfa. Fjöldi fólks var við kirkju þenna dag, enda veður hið blíðasta. Prófastur messaði, því að sóknarpresturinn var til altaris ásamt mörgu fólki úr prestakallinu. Organisti Böðvar |>or- láksson, bóndi á Hofi í Vatnsdal, ljek a or- gel í kirkjuuni, og fórst það að vanda ágæt- lega. 011 var guðsþjónustan mjög hátíðleg og áhrifamikil. Nokkru eptir messu gengu hjeraðsnefndar- menn á fund, og var þegar samþykkt, að fresta hjeraðsfundarmálum til næsta dags, en verja deginum til að hlusta á fyrirlestra hjá þeim síra St. M. Jónssyni á Auðkúlu og prófastinum, og hefja síðan umræður um efni þeirra. Fyrirlestur prófastsins var um »Vort kirkju- lega ástandn. Skýrði hanu fyrst greinilega frá dómum íslenzku prestanna í Ameríku um kirkjulífið hjer á landi, sem honum fundust ósanngjarnir og blandaðir öfgum og ýkjum, svo furðu gegndi. Síðan lýsti hann kirkju- lífinu eins og honum fannst það vera, og lauk fynrlestrinum með áskorun til prest- anna um að sameina krapta sína og leitast af alefli við, að ráða bót á meínsemd kirkj- unnar. Fyrirlestur síra Stefáns fór nokkuð í líka átt. Efni hans var að svara spurningunni: »Eru amerísku dómamir um prestana á ís- landi rjettira? Tók hann fram aðalákærur íslenzku prestanna í Vesturheimi gegn pre3ta- stjettinni hjer á landi og sýndi fram á með ljósutn rökum, að sumpart væru þær með óllu ósannar, en sumpart svo ýktar, að með rjettu mætti segja, að úlfaldi væri gjörður úr mýflugu. Að báðum fyrirlestrunum var gjörður góð- ur rómur, og hófust umræður um þá, er stóðu fram á kvöld. I umræðunum var það viðurkennt af óll- um, að kirkjulífið hjer á landi væri mjög dauft; en líkar kvartanir heyrðust einnig frá öðrum löndum. En dómar þeirra síra Jóns Bjarnasonar, síra Fr. Bergmanns og síra Hafsteins Pjeturssonar næðu engri áct, ljetu menn almennt í ljósí megna gremju yfir því, að þeir skyldu stöðugt halda áfram að ó- frægja stjettarbræður sína hjer á landi og yfir böfuð níða suma beztu menn þjóðarinn- ar, og helztu menntastofnanir landsins. fJessi framkoma þeirra fannst mönnum því hörmu- legri, aem engum blandast hugur um, að áð- urgreindir prestar í Ameríku mundu vera hæfileika- og lærdómsmenn, sem mikið mundu geta gagnað fósturjörðu sinni, ef þeir ekki rituðu í þessum hrokalega óvildaranda. Rætt var um, hvort ekki mundi rjett að svara Vesturheimuprestunum íslenzku. Álitu sumir frágangssök að eiga orðastað við menn sem ekki hirtu um að rökstyðja aðra eins á- kæru og þessa: »A íslandi eru bæði skynsem- istrúarprestar og Unitaraprestar. peir trúa ekki á guðdóm Krists, og þess vegna boða þeir ekki Jesúm Krist og hann krossfestann. Aðrir álitu, að menn málefnisins vegna mættu ekki þegja, og það væri lítilmannlegt af presta- stjettinni hjer á landi, að láta ár eptir ár rýra virðingu sína í augum safnaðanna með ýkjum og lognum sakargiptum, án þess að bera hönd fyrir höfuð sjer. Allir vissu þó, að í flokki hennar væri margur sá, er fær væri um þetta. Eptír langar umræður komust menn að þeirri niðurstóðu, að æskilegt væri, að meir væri rætt opinberlega um kristindóms- og kirkjumál þjóðar vorrar en hingað til hefði verið, en því að eins væri takandi í mál að ræða um þetta við íslenzku prestana vestra, að þeir gætu talað rólega um málefnið og með meiri sannleiksást, án þess að við hafa fáryrði og jafnvel meiðandi smáuarorð. Slík- ur ritháttur væri með öllu ósamboðinn hverj- um menntuðum manni, og þá ekki sízt mönn- um í prestlegri stjett. |>essu næst var rætt um orsakirnar til þess, að kirkjurœkni virtist fremur fara minnkandi hjer d landi. Síra Jón og síra Friðrik finna fljótt orsakirnar til þessa, sem eiga að vera andleysi og hirðuleysi prestanna og skortur á nægri þekkingu ; þeir gefi sig við allt öðru. í fá orðum eru þeir __ að þeirra dómi — ýmist ófærír til að gegna stöðu sinni eða svíkjast um það. Prestarnir skoruðu á safnaðarfulltrúana, að segja hreinskilnislega álit sitt um, að hve miklu leyti ákærur þessar muudu vera á rökum byggðar. Safnaðarfulltrúarnir voru allir úr flokki hinna skynsömustu og sjálf- stæðustu bænda sýslunnar, og mátti því fremur bera traust til orða þeirra. jpeir svöruðu í einu hljóði, að slíkar ákærur væri eins og önnur fjarstæða, sem ekki væri gegn- andi. Að visu mundu þeir prestar vera til, sem bæði væru lítt lærðir og ekki reglusamir, en að dæma alla presta hjer á landi eptir þessum örfáu mönnum, væri samvizkulaus aðferð. I umræðunum um þetta mál var það játað, að ábyrgðin fyrir hnignandi kirkjurækni gæti alls ekki hvílt á prestastjettinni. Orsökin til þess, að messuföll vilja opt til, sje hvorki sú, að prestarnir láti sig vanta, nje flytji andlausar, óuppbyggilegar og illa samdar ræður, heldur sjeu rnargar aðrar orsakir til þess, svo sem kirkjurnar, hvernig þær sjeu úr garði gjörðar: allsstaðar út um landið ofnlausar og illa byggðar, svo að hvað lítið sem er að veðri, er ekki lifandi í þeim fyrir kulda. Kirkjurnar standa þannig allt af í stað, þótt stöðug framför eigi sjer stað í bæjarbygging- ingum manna og hýbýlaháttum, og það er ekki óskiljanlegt, að eptir því, sem menn venjast betri og notalegri húsakynnum, hika menn sjer meira við að fara langa leið í vondu veðri til að setjast í kalda kirkju. Enn fremur er örðugleikinn á því, að halda uppi viðunanlegum söng í kirkjunum. |>ótt margt fólk sje við kirkju, er ef til vill ekki hægt að fá neinn mann til að byrja, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.