Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.11.1890, Blaðsíða 2
354 treysti prestur sjer ekki til að byrja sjálfur, má verða messufall. Og þegar mena verða þá að hverfa frá kirkjunni án þess að fá me3su, verða þeir ófúsir á að koma næsta sunnudag, þótt engri óánægju sje til að dreifa með prestinn. Ýmislegt fleira var nefnt sem örsök þess, að kirkjurækni væri dauf. |>ar á meðal var minnzt á, að það hlyti óneitanlega að hafa ill áhrif á prestskap kennimanna, hvernig staða þeirra er í þjóðfjelaginu. f>eir verða að fást við búskap til að geta lifað. |>eir verða að vera í hreppsnefndum og mjög opt hreppsnefndaroddvitar, og vita flestir, hve sú staða er góð og vinsæl. Hjeraðsfundurinn áleit mjög áríðandi, að ráða bót á söngleysinu í kirkjunum, og gjöra kirkjurnar þannig úr garði, að heilsu manna sje engin hætta búin að sitja í þeim, þótt eitthvað væri að veðri. I þessu skyni ættu prestar að leita ráða og bendinga hjá kirkju- stjórninni, og jafnframt fá í lið með sjer hina beztu menn f hverju prestakalli. Síðan var rætt um iippfrœðingu ungmenna og hve áríðandi væri að búa börnin sem allra bezt undir ferminguna, og spyrja þau vet- urinn eptir að þau eru staðfest. Sú skoðun kom fram, að hagfeldara mundi að ferma ekki börnin fyr en 15—16 ára gömul. J>á væru þau þroskaðri, og hefðu Ijósari hugmynd um, hve skuldbindandi fermingarheitið væri. Mánudaginn 8. september fyrir hádegi var hinn eiginlegi hjeraðsfundur settur, og stoð hann til kvölds. Lengi dags stóð yfir að rannsaka kirkjnreikningana og kirkjubygg- ingarreikninga, og voru þá kirkjubygging- arreikningarnir ekki úrskurðaðir vegna ófull- kominna og vantandi fylgiskjala. Alls voru voru rædd 12 mál, og voru þessi meðal þeirra: 1. Uppástunga frá hjeraðsprófastinum, urn að allir prestar í prófastsdæminu gangi í fje- lag, sem hafi það fyrir mark og mið, að glæða sem mest kirkjulífið. í því skyni afli þeir sjer sem flestra góðra liðsmanna í söfn- uðum sínum; skulu þeir á ferðum sínum um prestakallið og við önnur tækifæri brýna fyrir húsbændum og heimilisfólki nauðsyn á, að iðka lestur heilagrar ritningar, og hve ósam- boðið það sje kristnum mönnum, að vanrækja altarisgöngur ár frá ári, og hve illt eptirdæmi það gefi. Ennfremur skulu þeir hvetja menn til að iðka húelestra á vetrum, og taka sem optast þátt í opinberri guðsþjónustugjörð; sjeu samtaka í því, að brýna fyrir mönnum, hve ósamboðið það sje kristnum söfnuðum, að vanbrúka helgi- og hvíldardaginn eins og nú er orðið svo almennt. Hver prestur gefi prófasti fyrir hjeraðs- fund skriflega tilkynningu um, hvernig máli þessu verður framgengt í prestakalli hans. Mikill rómur var gjörður að þessu máli prófastsins, og lofsorði lokið á áhuga hans í því, að glæða kristilegt líf; fundu menn að vísu, að uppástungan inniheldur einungis það, sem prestar þegar áður hafa skuldbundið sig til og er beinlínis embættisskylda þeirra, en álitu samt rjett, að skuldbinda sig að nýju, og samþykktu uppástunguna í einu hljóði. Sömuleiðis lofuðu safnaðarfulltrúarn- ir því opinberlega á fundinum, að stuðla til þess af fremsta megni, að trúarlífið glæddist og kirkjurækni færi vaxandi í söfnuðunum. 2. Uppástunga um, að fá breytt 3. gr. laga 4. nóv. 1881 um breyting á 1. gr. í lögum 27. febr. 1880 um skipun prestakalla þannig, að orðin: «Frá brauði þessu (þ. e. Höskuldsstöðum) greiðist í landssjóð 200 kr.» falli burt. Var þetta samþykkt í einu hljóði. Einnig var talið mjög áríðandi, að fá þvl framgengt, ef auðið væri, að eptirlaun síra Eggerts Ó. Bríms, sem nú ber að greiða af preststekjum Höskuldsstaða og Holtsstaða- sókna, verði framvegis greidd úr landssjóði. Fáist þessu ekki framgengt, eru mjog lítil líkindi til, að sótt verði um brauðið. 3. Var samþykkt í einu hljóði, að æskilegt væri, að fá breytingu á 10. gr. laga 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála, þannig, að í stað orðanna: «1 septemberm.» komi «í júní- mánuði«, og 3. gr. sömu laga verði breytt þannig, að í stað orðanna «í júnímánuði ár hvert» komi «í maímánuði ár hvert». 4. Var samþykkt, að á hverjum hjeraðs- fundi skyldi ákveða, hvarnæsti fundur skyldi haldinn. Næsti fundur var ákveðinn á |>ing- eyrum; skyldi hann byrja á sunnudag eptir messu. Prófasturinn ákveður, hver prestanna prjedikar þann dag, og öllum þeim, sem kirkju sækja þennan dag, gefst kostur á að heyra fyrirlestra, sem ef til vill verða fluttir af einhverjum hjeraðsfundarmönnurn. Kl. 9 um kveldið var fuudi slitið. B. P. Frumfræðsla ungmenna. —o— Harla misjafnar eru skoðanir manna um það, hvort eða að hve miklu leyti landinu beri að takast á hendur kostnað þann, sem leið- ir af kennslu barna frain að fermingaraldri, að svo miklu leyti sem foreldrarnir sjálfir annast hana eigi. Sumir eru þeirrar skoðunar, að svo fram- arlega sem menntun og menning þjóðarinn- ar eigi að geta tekið reglulegum framförum, sje nauðsynlegt að fræðsla unglinga fari fram eptir föstum og samkvæmum reglum um land allt, að svo miklu leyti sem við verður kornið, og að landinu beri að standast kostnað þann, sem af því leiðir. Aðrir segja, að hvert sveitarfjelag eða í raun rjettri hver einstalc- ur maður eigi að vera sem sjálfráðastur í því efni og ekki beri að knýja neinn til að láta kenna börnum sínum annað eða meira en hann vill sjálfur. |>etta sje samkvæmt því, að láta hvert hjerað vera setn sjálfráðast í sínum eigin málum, og sje í raun rjettri einn af hyrningarstéinum sannarlegs þjóðfrelsis og mannfrelsis. Vegna þessara tvfskiptu skoðana meðal annars erum vjer enn óráðnir um fyrirkomu- lag á kennslumálum vorum. Ekki þarf því um að kenna, að rcáli þessu sje ekki hreyft bæði í ræðum og ritum, bæði á löggjafarþingi landsins og annarsstaðar. En meðan þessi tvídrægni ríkir, þarf ekki að búast við neinum verulegum framförum í þessu efni. Meðan verðum vjer að standa að kalla má í sömu sporum. Vjer krefjumst sífelt þess, að þjóðinni fari fram, að hún fái sem fullkomnast frelsi; en hvernig getum vjer vænzt þess, að frelsið komi að nægilegum notum eða að þjóðmenningin geti orðið nema kák, meðan ekki er stigið það stig, sem ó- umflýjanlegt er til þess að fá því framgengt, að veita öllum landsmönnum sömu frum- fræðslu og svo mikla sem hver þeirra getur á móti tekið? Ætti einn maður að stjórna oss með : ó- takmörkuðu einræðisvaldi, mundi oss ekki þykja það sjálfsagt, að hann stæði framar öllum öðrum að þekkingu, til þess vjer gætum átt von á, að hann hefði þó að minnsta kosti allvel vit á, hvað þjóðinni væri fyrir beztu? Er þá ekki samkvæmni í því, fyrst vjer eig- um þó að miklu leyti að stjórna oss sjálfir, að krefjast þess, að þjóðin í heild sinni hafi sem bezta þekkingu? Og er ekki fyrsta stig- ið til þess það, að tilvonandi eða uppvax- andi meðlimir þjóðfjelagsins nemi undirstöðu- atriði þeirra fræða, er hverjum manui eru nauðsynleg? En hvaða trygging er fyrir, að því verði framgengt, meðan hver einstakur húsráðandi má heita sjálfráður um nám og fræðslu barnanna, nema hvað kristindóminn snertir? því þrátt fyrir það, þótt prestum sje að lög- um gjört að skyldu að húsvitja hvert heim- íli í sóknum sínum tvisvar á ári, mun þykja gott, að sumir gjöri það að nafninu einu sinni, enda er ekki víst að það stoðaði mikið þó húsvitjunum presta fjölgaði, því þeir mundu i lengstu lög skirrast við að beita valdi til þess að koma endurbótum á nám barna, enda er það svo fátt og ofursmátt, sem börnunum er lögboðið að nema, að þjóðin er yfirhöfuð mjög fjarri því, að geta stjórnað sjer sjálf, þó hver og einn lærði slíkt a unga aldri, sjerstaklega ef hann týndi því öllu eða mestöllu niður aptur, áður en hann nær tví- ugs-aldri, sem hann hefir lært á unga aldri. Af hverju kemur slíkt öðru en því, að hætt er algjörlega við nám barna þegar um ferm- inguna, þ. e. einmitt á þeim árum, þegar hæfileikarnir til náms eru sem óðast að vakna? I Bandaríkjunum í Norður-Aatneríku, þar sem þjóðfrelsi, þjóðmenning og þó einkanlega alþýðumenntunin er komin einna lengst, á- lífcur þjóðfjelagið það skyldu sína, að hafa algjörlega á hendi alla umsjón og skipa fyrir um alla alþýðumenntun og kosta hana. Er líka nokkur samkvæmni í því, að landið kosti og skipi fyrir um nám þeirra, sem eiga að hafa embætti landsins á hendi, en þeir sein eiga að hafa á hendi öll hin smærri störf þjóðfjelagsins, sje að miklu leyti látnir af- skiptalausir? Menn geta ekki orðið prestar, læknar, sýslumet.n o. s. frv. nema með því móti að hafa numið tiltekin uiidirstöðuatriði áður en þeir tóku að stunda atvinnunám sitt; en hreppsnefndarmenn, hreppstjórar, sýslunefndarmenn, amtsráðsmenn, umboðs- menn og alþingismenn, sem eiga að búa lög- in í hendur dómaranna, og hafa fyrirhyggju fyrir þörfum þjóðarinnar, um þá er yfir höf- uð sárlítið hirt. Einar 5 þúsund krónur ganga til barna- kennslunnar, til þess að búa þjóðina í heild sinni undir lífið; en til hinnar æðri skóla- menntunar, sem svo er nefnd, er varið tug- um þúsunda handa fáeinum mönnum, og margir þeirra yfirgefa svo fósturjörð sína í miðju kafi, áður en þeirhafanáð embætti eða orðið landi sínu að neinu liði. Vjer erum svo smá þjóð, að engin líkindi eru til, að bókmenntir vorar geti orðið eins auðugar og bókagjörð jafn- kostnaðarlítil eina og meðal stórþjóða heimsins. Fyrir því hlýt- ur flestum einstaklingum að vera of vaxið efnanna vegna, að afla börnum sínum nægi- lograr fræðslu, En fyrst þekking er nauð- synleg hverjum meðlim þjóðfjelagsins til að hagnýta sjer borgaralegt frelsi, þá leiðir af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.