Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 1
K.emui út á miðvikudögum og. Iaugardögum. Verð árgangsina (104 arka) 4 kr.; erlendis S kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 90 Reykjavík, laugardaginn 8. nóv. 1890 Landshagsskýrslur vorar. —»«— J)VÍ hefir einatt verið viðbrugðið hjá oss, hve tiundarframtalið væri óáreiðanlegt, og hve mjög væri dregið undan, ér fjenaður væri talinn fram til tíundar, auðvitað í þeim tilgangi að losna ineð því við gjöld þau, sem byggð eru á tíundinni. Naumast mun hægt að hera á móti því, að umkvörtun þessi sje 4 rökum byggð; eu sje þjóðinni nokkuð að fara fram, þá ætti hún ekki hvað sízt að sýna framfrairir sínar í því, að skjóta sjer ekki með svikum undan því, að greiða lög- boðin gjöld til almennra þarfa. Slíkt er víta- verður ódrengskapur og í raun rjetti þjófn- •aður, þó margir muni kynoka sjer við að nefna það með sínu rjetta nafni, helzt ef þieir eiga sjálfir í hlut. En hverjum er slíkt að kenna? Auðvitað iausafjáreigendunum sjálfum, sem draga þann- ig þjóð sína á tálar. En lands3tjórnin og þjón- ar hennar og löggjöfin eru þar fyrir ekki sýkn saka: landsstjórnin að því leyti, að hafa ekki betra eptirlit með framtali manna heldur en almennt mun gert, og löggjöfin að því leyti að láta viðgangast að eiga framtalið þannig undir drengskap manna. Lögin eiga auðvit- að að vera til þess að knýja menn og leiða þá til siðvendni, en alls ekki til þess að freista þeirra til óráðvendni, eins og á sjer stað í þessu efni. þvf það má telja víst, að þjóðar- hneixli þessu ljetti ekki fyr að fullu og öllu ■en rannsakaðar eru eigur manna, í stað þess að láta þá telja þær fram sjálfa. Veri svo mikið sem vera vill prjedikað um siðbetrun mannkynsins — mennirnir munu lengst verða ekki eins góðir eins og þeir eiga að vera. — þ>að verður langt að biða eptir fullkomnun tíundar framtals þangað til þeir eru orðnir fullkomnir að dyggð og sannleiksást. þangað til ættu lög og landsstjórn að hafa dálítið hönd í bagga með. þ>að er eðlilegt þó tíundaskýrslur þær, sem hyggðar eru á framtali manna, sjeu ekki sem -áreiða-nlegastar, fyrst aðrar skýrslur, sem <engin útgjöld eru miður við, eru eins ófull- komnar eins og þær eru enn í dag. Tökum fyrst tii dæmis búnaðarskýrslurnar. Tala lifandi penings er byggð á framtalinu (tíundinni) og hefir verið minnzt á hana, hvað röng hún muni vera. Flestir munu telja heyafla þann, sem þeir fá á sinni eigin ábúðarjörð, en sumir fella 'Undan það, sem þeir fá að láni í slægjulandi annara, jafnvel þó sjálfsagt virðist vera, að þeir telji það með. Sama mun eiga sjer stað með mótöku og skógarhögg. Sumstaðar er algjörlega sleppt að minnast nokkuð á slíkt í skýrslum hrepp- stjóranna. það lítur jafnvel svo út, sem sumum þeirra standi á sama, hvort þær eru rjettar eða rangar. Móhestarnir munu víða taldir eptir ágizkun, en alls ekki eptir því, að slíkt hafi verið talið; og skógarhögg er sleppt að minnast á sumstaðar þar, sem kunnugt er, að skógur er höggvinn ár ept- ir ár. Kálgarðarnir eru ómældir nema eptir ágizk- un og eins er með túnin. Garðahleðsla, skurðagröptur og túnasljett- un er ef til vill rjettast, að minnsta kosti minnst dregið undan, ef til vill í þeirri von, að kunna að fá einhverja verðlaunamynd á sínum tíma fyrir vikið. Eramtalið á jarðarávexti er eins og annað byggt á ágizkun hjá öllum þorra manna. jpað mun veia skylda hréppstjóranna, að sjá um, að búnaðarskýrslurnar verði sem rjettastar að auðið er, en þó munu þess dæini, að tómt- húsmenn, sem hafa þó kúlgarða og láta taka mó o. s. frv., eru ekki kvaddir til framtals á haustm. Landsstjórnin hefir gert sjer far um, að verzlnnarskýrslurnar geti orðið sem áreiðan- legastar að auðið er, en þó er þeim ábóta- vant. |>ar mun falla talsvert undan af ýms- um vörum, sem koma til einstakra manna með póstskipunum, en ef vel ætti að vera þyrft-i það allt að teljast með. Elestar þjóðir hafa nákværnar skýrslur yfir fiskiveiðar sínar, en ekki hefir því enn þá verið hreyft af landsstjórnarinnar hálfu, að safna slíku saman hjer á landi, og er þó auðvitað að hún vildi gjarna geta komið því á. Á Eyrarbakka var fyrir nokkrum árum reyut að semja nákvæma fiskiveiðaskýrslu einn vet- ur í Árnessýslu, og var hún birt í Isafold, og sama vorið birti síra Oddur V. Gíslason fiski- veiðaskýrslu fyrir Grindavík. Arið sem leið safnaði maður á Eyrarbakka saman fiskiveiða- skýrslu í nokkrum verstöðum þar í grenndi en að öðru leyti þekkist ekki slík; því al- menn orðtæki um fiskiaflann eru lltils nýt. Manntalsskýrslurnar, sem byggðar eru á sóknaskýrslum prestanna, hljóta aptur á móti að vera yfir höfuð rjettar — að minnsta kosti eru gallarnir á þeim víst naumast teljandi í samanburði við hinar landshagsskýrslurnar. í snöggu áliti sýnist þýðingarlítið fyrir framtíð landsins, hvað landhagsskýrslunum líður; en sje betur aðgætt, verður auðsætt, að á þeim má og á að byggja endurbætur í ýmsum greinum, þegar fram líða stundir; því er auðsætt, að nauðsyn er, að vanda þær svo vel, sem auðið er. En slíkt er naum- ast hægt til hlítar, nema allur almenningur hjálpi landstjórninni í því efni. h. Thyra kemur ! Thyra kemur! jþetta fagnaðaróp ljet monsjör »Lýður« sái. hljóma um land allt (Eyjafjörð ?) í sumar um leið, þegar Thyru var von til landsins sína fyrstu ferð. Varla gat þetta fagnaðaróp verið yfir því, að það væri framar venju nokkuð óvanalegt gieðiefni, þó »Thyra« kæmi. Skipið var hið sama og áður hefur verið hjer í strand- ferðunum, og sem aldrei hefir áunnið sjer nokkurs manns hylli sem hentugt strand- ferðaskip, einkum hvað farþegarúm á skipinu snertir. Nei, þetta var heldur ekki meiniugin. f>að var ekki sjálft skipið »Thyra«, sem þetta fagnaðaróp átti við, heldur var það hinn nýi yfirmaður á skipinu, herra kapt. Hovgaard. það var hann, þessi frægi norðurfari, sem átti svo sem eins og að varpa nýjum og dýrðlegum blæ á allt ferðalag skipsins og vistina innanborðs, svo það yrði fagnaðarefni að ferðast og flytja muni með því. Að hve miklu leyti þetta hefir rætzt í sumar, veit eg ekki. En hitt er víst, að þessa síðustu ferð skipsins norður um landið, mun fæstum, sem með skipinu voru, hafa þótt æfin skemmtileg, og vil jeg stuttlega lýsa þei'm þægindum, sem farþegar hafa innanborðs á »Thyru«. Fyrsta káeta er eins og lög gjöra ráð fyrir all-skemmtileg og þægiieg, það sem hún tek- ur, en það er hvorttveggja, að þetta æðra rúm er ekki fyrir marga og ekki heidur fyrir fátækt fólk að kaupa það, þar sem því fylgir meðal annars sú kvöð, að kaupa þar fæði dýrum dómum hvort sem nokkurs er neytt eða ekki, og hvað lengi sem ferðiu stendur yfir. Aðhlynning mun vera mikið góð þar, og gjörir skipstjórinn sjer víst far um að sem flestum líði þar vel og allt sje sem fullkomn- ast, og að ekkert skorti hvorki, skemmtanir, vistir eða vín. f>á er önnur káeta, sem svo er nefnd, annað farþegarúmið. þar hagar nú dálítið öðru vísi til en í fyrstu káetu, enda er hún í framstafni skipsins og því all-utar- lega í sjóndeildarhring yfirmanna, enda að- hlynniug smá og eptirlit því miuna, að minni reynslu. Eeyndar á að vera þar einn þjónustusveinn, en í þessari síðustu ferð hafði hann aldrei að kalla tíma til að gefa þyrstum eða sjúkum vatnsdropa að drekka, hvað þá meira. Hann var optast önnum kafinn í fyrstu káetu, enda þótt þar væru 2 þjónustusveinar og þjónustu- stúlka að auki. Onnur káeta á að heita að vera hólfuð sundur í tvennt, þ. e. fyrir karla og konur. f>essi herbergi eru bæði þröng og loptlítil, í lögun líkust dimmum og löng- um fjósgöngum, sem í mesta lagi gæti rúmað 8—10 manns hvert, ef þrautlítið ætti að vera. Far í þessu öðru eða óæðra far- þegarúmi var nú selt því nær takmarkalaust sjálfsagt um 40 manns, án nokkurs tillits til þess, hvort rúm hafði eða ekki; svo treður fólkið sjer þarna niður eins og salt- kjöt í tunnu, því allir þykjast hafa og hafa líka jafnan aðgang, sem borgað hafa. Hver treðst ofan á annan, karlar og konur, þangað til loptleysið ætlar alveg að kæfa menn. f>á er ekki annað til ráða til að forða lffinu en að fara upp á þilfarið og hýma svo þar hverju sem viðrar, eða þá, ef menn fyrir einstaka náð fá að skríða ofan í eitthvert lestarúmið til þess fólks, sem þar býr, og sem líklega á nú að heita þriðja rúm á skipinu. En þriðja rúm á þessu skipi er nú reyndar ekkert til annað en þilfarið. Að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.