Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.11.1890, Blaðsíða 3
d61 MR 6 e. m. að Járngerðarstöðum. Markaður þessi vakti mikið hneixli, hjá ílestum nema þeim, sem að óreglu og hneixli styðja. Slíkt athæfi hefur of mikil og of skaðleg áhrif á kristilegt líf til þess, að eigi sje að því fundið. En hvar er vandlæting að finna ? Helgidagavinnan mun víðast hvar vera á svo háu stigi, að vart sje við bætandi; en það keyrir fram ór allri aðgæzlu, þegar menn úr öðrum byggðarlögum fara að gjöra sjer ferðir til að raska frið og helgi sunnu- dagsins annarsstaðar. þeim ætti að vera það nóg, að þeir sjálfir forsmá guð og hans hús og ættu að varast að hneixla smæl- ingjana. Stað 3. nóvember 1890.—Oddur V. Gíúason. Prá Islendingum í Vesturheimi. Með Magnetic í dag barst Lögberg 1., 8. og 15. f. m. f>ar eru sögð þessi mannalát meðal landa í Winnipeg : Asmundar þorgilssonar úr Gullhringusýslu, 58 ára, Guðmundar Jónsson- ar úr Reykjadal í þingeyjarsýslu, 72 ára, yng- isstúlku Júlíönu Bjarnadóttur, ekkjunnar Ja- kobínu Sigurðardóttur og Sigurbjarnar nokk- urs Stefánssonar úr Vopnafirði. Enn freinur í Selkirk Lárusar nokkurs Helgasonar.—Veðr- átta mjög hagstæð síða.ri hlut septembermán.: hveitinppskera í Manitobafylki með langmesta móti, en hveitið »fráleitt í meðallagi að gæð- um«. Hinn 13. október fór að snjóa í Winni- peg ; alhvítt þriðjudag 14. um miðjan dag í Winnipeg, en ekki frost til muna. Sljettu- eldar gért vart við sig í Dakota og gert nokk- urn skaða. Sunnudag 26. okt. skyldi að fyrirlagi for- seta kirkjufjelagsins íslenzka, síra Jóns Bjarnasonar, hátíðlega minnzt í stólsræðum presta þar útkomu nýja testamentisins á ís- lenzku fyrir 350 árum (þýðing Odds Gott- skálkssonar). Fjárkaupaskip Thordals, Príncess Alex- andra, komzt loks af stað hjeðan í gær til Englands, með 2500 fjár. í dag kom gufuskip Slimons, Magnetic, eptir hinum næst síðasta farmi af safni Coghills. Brauð veitt af landshöfðingja 6. þ. mán.: Hvammur í Dölum prestaskólakand. Kjartani Helgasyni, er á að vígjast á morgun, og Sauðafell aðstoðarpresti þar síra Jóhannesi L. Jóhannssyni, hvorttveggja samkvæmt kosningu safnaðanna. Mannalát- Fyrrum alþingismaður og umboðsmaður Stefdn Jónsson á Steinsstöðum hefir andazt 11. f. m., kominn talsvert á níræðisaldur. Hann var alþingismaður Ey- firðinga í nær 30 ár, öll ráðgjafarþingin, og þótti greindarmaður, tillögugóður og sam- vizkusamur. Búhöldur var hann allgóður, og sómamaður mikill í hvívetna. Kona hans hin síðari var Rannveig Hallgrímsdóttir prests jporsteinssonar, systir Jónasar skálds Hallgrímssonar. Hinn 5. þ. m. andaðist hjer í bænum á níræðisaldri (82) prestsekkja Anna Guðmunds- dóttir, frá Búðum, ekkja Jóns heit. Guð- mundssonar (prests Jónssonar á Staðarstað), prests á Helgafelli, 1 1844, en systir þeirra Guðmundur kaupsmanns Gnðmundssonar frá Búðum, er drukknaði á útsiglingu 1841, Pjeturs Guðmundssonar, verzlunarstjóra á Isafirði, er drukknaði þaðan 28. júní 1860 við 6. manri—sonu síná 2 og sýslum, þor- lák Blöndal m. fl,—, og Sveins kaupmanns Guðmundssonar, er andaðist hjer í Reykja' vík fyrir 2 árum. Anna sál. átti 2 syni með manni sínum, er á legg kæmist: Guð- mund verzlunarmann, er drukknaði milli Búða og Reykjavíkur fyrir rúmum 20 ár- um, og Arna, er var lyfsalasveinn í Kaup- mannahöfn, dáinn fyrir nokkrum árum. Snœfellsnesi, 28. okt. lnflúenzaveikin lagðist hjer talsvert mis- jafnt á menn; fengusumirað eins lítinn kvef- snert og eigi annað, en aðrir mikla hitasótt og annað fleira, sem henni var samfara, og lágu engir af þeim skemur en hálfa aðra viku rúmfastir, og voru eigi búnir að fá fullan bata fyr en eptir því nær 3 vikur. Orfáa bæi koin veikin alls eigi á. Margir fengu meiri og minni snert af lungnabólgu, en mjög fáir dóu þó beinlínis af þeim afleiðingum. All- mikla töf gjörði veikin frá heyvinnu. Yíðast ' kringum Jökulinn, í Breiðuvík, Neshreppum og enda Staðarsveit, munu menn eigi hafa i tafizt öllu skemur en hálfan mánuð að jafn- aði frá heyvinnu. Annars hefir verið heldur gott heilsufar hjer síðan veikinni ljetti, nema í Stykkishólmi hefir jafnan verið krankfelt nokkuð, enda hafa dáið þar nokkrir, helzfc gamalmenni. Heyafli hefir víðast eigi orðið nema í meðallagi (á einstöku stað í góðu meðallagi), og veldur því mest töfin, sem inflúenzan hafði í för með sjer, og óhagstæð veðurátt, mjög mikil votviðri seinni part sláttarins. Eæri því bet- ur, að menn settu skepnur sínar á með gætni. En nú munu menn setja á m,eð flesta móti í samauburði við undanfarin ár, því menn komu skepnum i flesta lagi fram í vor. I eðrafar var bið hentugasta fram eptir sumrinu, þurkar og blíðviðri, en seinni part sumarsina og allt til þessa tíma, hefir verið mjög andstæð veðráita, bæði til heyskapar og annara starfa. Yotviðri hafa verið rjetfc ómunalega mikil mestallan steptembermánuð og þennan mánuð. Hefir því margt það, er menn ætluðu sjer að starfa eptir rjettir, alls eigi orðið gjört sökum illviðra. Húsastörfum er enn eigi full-lokið. Jarðabætur, sem menn ætluðu sjer að gjöra frá rjettum og fram á veturnætur,, hafa mjög víða farizt fyrir af sömu ástæðum. Er þó mjög slæmt að hnekk- ir skuli verða á slíku, þar sem líkt stendurá og hjer, því nú var eins og surnir væru vakn- aðir til meðvitundar um að þess háttar störf væru nauðsynleg, og má að mestu eða öllu leyti þakka það stofnun »búnaðar- og fram- farafjelags«, sem alstaðar er komið á fót, ann- að hvort í orði eða verki, nema hjá Breið- víkingum ! (Jpað vantar aldrei framfaravið- leitnina hjá þeim!). Framfarir má telja það, að Miklhrepping- ar og Éyhreppingar höfðu á fundi í vor skot- ið saman talsverðu fje til barnaskólastofnun- ar. Samskotum þessum er þannig varið, að allir, sem tóku þátt í þeim, bundu sig við að gefa ákveðið tillag á ári (t. a. m. <í að voriagi, gemlinq að vorinu, larnb að haustinu o. s. frv.). sem stjórn búnaðar-og framf. fjel. skyldi veita móttöku og varðveita svo, að það geti ávaxtast sem fljótast og mest. 3am- skotin eiga að standa yfir í 5 ár. Mest kváðu samskot þessi vera að þakka ötulli forgöngu síra Arna Jpórarinssonar í Miklaholti og þórð- ar þórðarsonar á Rauðkollsstöðum. Verzlun var hjer í sumar í betra lagi. Verð á útlendum varningi heldur lágt, en innleod- um heldur hátt. Slíkt má víst óefað þakka því, að hjer var mikið meiri samkeppni £ verzlun en átt hefir sjer stað áður. Sem keppinautar Ólafsvíkurverzlunar, er jafnan hefir þótt ervið viðureignar, var í sumar Böðvar kaupm. Jporvaldssou á Akranesi, og Bjarm þorkelsson borgari á Sandi. En á hina hliðina var Thor J.ensen í Borgarnesi, er í sumar kom bæði á Búða- og Stapahöfn keppinautur bæði Stykkishólmskaupmanna og I Ólafsvíkurverzlunar. Reyndar var hjá honum Pridrik Vilhjálmur T Vilhelmina dóttir sinni, er hafði haft hrjef konungsefnis undir höndum. Hann hrakyrti j dóttur sína og misþyrmdi henni svo, að hún bar þess menjar alla æfi. Hugði hann nú að láta dæma son sinn til dauða. Ráðherr- arnir sögðu honum, að ríkiserfinginn væri friðhelgur. þá tók konungur það ráð, að hann skipaði menn í hermannadóm og stefndi syni sínum fyrir þann dóm, með því að hann hafði embætti i hernum. Var stefnan stíluð gegn »Eriðriki ofursta# og honum stefnt fyrir landráð. En hermannadómurinn dæmdi hann sýknan í einu hljóði. Konungur ript- aði þeim dómi og nefndi aðra menn í dóm á nýja leik. þeir voru konungi leiðitamari og dæmdu konungefni af lífi. f*á skárust nágrannakonungarnir í málið og báðu kon- ungsefni griða eðarjettara sagt mótmæltu af- tökunni á alla vegu. það var Svía konung- ur, Pólverja og Hollendinga. Keisarinn þýzki (í Austurríki) kvað konungefni vera í sínu verndarskjóli, þar sem hann væri aðalþjóð- höfðingi alls þýzkalands. Ætlaði þá konung- ur að láta flytja son sinn til Königsberg í Prússlandi, og láta taka hann þar af lífi, með því að Prússland var utan endimarka hins þýzka ríkis. þó kom þar að lokum, að konungur sefaðist og gaf syni sínum líf. Nú voru þeir eptir, fjelagar konungsefnis. Keit hafði ’forðað sjer til Hollands, en Katte var náð og varpað í fangelsi. Konungur reif af honum riddarakrossinn og barði hann til blóðs; og skipaði síðan hermannadóm- inum að dæma hann, þeim hinum sama er dæmt hafði konungsefni til dauða. Dæmdu þeir Katte cil kastalaþrælkunar, en konung- urinn strykaði yfir dóminn og skrifaði á spássíuna, að hann skyldi hálshöggva. Kon- ungur ljet framkvæma þanu dóm í Kiistrín rjett fyrir utan gluggana á fangelsi kon- ungsefnis, en ljetj fjóra hermenn halda honum út í glugganum meðan aftakan fór fram. Friðrik varð frá sjer numinn af harmi j og kvaðst mundi afsala sjer ríkiserfðum, ef Katté væri líf gefið, en þess var enginn kost- ur. Hrópaði hann þá á Katte og bað hann að fyrirgefa sjer. Katte varð vel við dauða sínum, kvaðst deyja glaður og gjarnan hafa viljað láta líf sitt þúsund sinnum fyrir kon- ungsefni. I því bili er böðullinn reiddi öxina til höggs, ætlaði Eriðrik að snúa sjer undan; en hermennirnir vörnuðu honum þess, og stungu klúfc fyrir munn houum, svo að eigi heyrðist óp hans. Hnje hann þá í ómegin. þó var enn bætfc gráu ofan á svart, með þv£ að láta líkið af Katte liggja inni hjá kon- ungsefni allan daginn! En er Friðrik vakn- aði við aptnr, hafði hann óráð og hitasótt. Jparna varð konungsefni að hýrast í átján mánuði og fjekk ekki nema tuctugu skildinga á dag sjer til viðurværis, en varð að vinna allan daginn með embættismönnum þeim, er höfðu umsjón yfir fasteignum ríkisins og að sitja þar í yzta sæti, en klukkan 9 varð hann að hátta á hverju kvöldi og var þá, óðara slökkt ljósið sem hann háttaði við. Friðrik Vilhjálmur eltist snemma. Ágirnd hans og ofsi virtust rjena nokkuð með ell- inni. Hann gaf sjúkrahúsinu í Berlin hundrað þúsund dali og og hermennirnir fengu gullpeninga í stað barsmíða í síðustu hersýningunni, er konungur var við staddur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.