Ísafold - 19.11.1890, Side 1

Ísafold - 19.11.1890, Side 1
lCemut út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árgangsins ■(104 arka) 4 kr,; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v;ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurntrœti 8. XVII 93. Reykjavík, miðvikudaginn 19. nóv. 1890 Fátækrastyrkurinn. Sveitarþyngslin eru, eins og kunnugt er, ■eitt af þeim þjóðarmeinum vorum, sem mest- ar og flestar bollaleggingar hafa verið gjörð- ar um, til þess að ljetta byrði þessari dálít- ið á almenningi. Hafa sumir jafnvel viljað fara svo langt, að afnema algjörlega allan fátækrastyrk. Aðrir hafa aptur á móti vilj- að auka frændsemis-framfærsluskylduna, en þótt ómannlegt að láta þá ásjárlausa, sem geta ekki sjálfir unnið fyrir sjer. |>ví verð- ur heldur ekki neitað, að jafnvel þó naum- ast verði borið á móti þvl, að sumir kunni að leggjast upp á hreppitm af leti og eyðslu- serni, þá væri viðsjárvert að ljetta þeirri byrði af sveitarfjelögunum, að sjá ómögum sínum farborða, því vissulega eru margir í tölu þeirra sannir þurfamenn. Yæru fátækralög vor afnumin og ekkert sett í staðinn, yrðu eðlilega margir aumingjar að deyja útaf í hungri, nema þar sem ein- stakir menn kynnu að rjetta þ'eim hjálpar- hönd; en misjafnlega mundi sú hjálp koma niður á þá sem ljetu hana af hendi. Ojafn- ari yrði hún en sveitarútsvörin. En það er skylda laganna eða löggjafarinnar, að láta sem jafnastan rjett koma yfir sem flesta að auðið er. Að fþyngja skyldmennum fátækl- inga með því að gjöra mönnum skylt að sjá fyrir frændum sínum fjarskyldari en nú er gæti orðið sumum óbærileg byrði. Hugsum t. d. fátækan bónda, sem ætti 5—6 börn, en hefir jafnan unnið baki brotnu og þannig ;getað forðað sjer frá sveit. Nú deyr bróðir hans, eina systkinið, sem hann átti, og lifa ■eptir hann 4 börn og ekki meiri eigur eptir hann til framfærslu þeim en í mesta lagi handa einu þeirra. Væri nú ekki ranglátt, að bróðurnum, sem eptir lifði, væri gjört að skyldu, að taka öll 3 börnin til sín endur- gjaldslaust? Og væri ekki nær að láta byrði þessa jafnast niður á sveitarfjelagið? En þó hvorttveggja yrði ísjárvert, bæði að afnema ómagastyrkinn algjörlega og eins að gjöra mönnum að skyldu, að annast fjær- skyldari menn sjer, en nú á sjer stað, þá virðist nauðsynlegt að finna einhver ráð til að ljetta þyngstu byrðinni á sveitarsjóðnum í þessu efni eða að gera einhverjar tilraunir í þá átt, að meiri hlutanum af fje þessu yrði ekki líkt og kastað í sjóinn. Jeg tala ekki hjer um ómagaframfærsluna að því leyti er kemur til munaðarlausra barna, örvasa gam- almenna eða heilsuleysingja, heldur sveitar- styrk þann, sem veittur er þeim, sem eru vel vinnufærir og hafa ekki of marga ómaga fyrir að sjá. það virðist vera ísjárvert, að veita þeim sveitarstyrk, sem að öilum ytri kringumstæð- um sýnasjt vera betur staddir en aðrir, sem komast af fyrir sig og sína. Getur það komið af ýmsum orsökum, sumpart af iðjuleysi, sumpart af drykkjuskap og óreglu húsbónd- ans, og sumpart af eyðslusemi konunnar, en það er ef til vill allra örðugast að ráða bót á þvf. f>að stendur nærri því á sama, hvað mikið bóndinn aflar til heimilisins; það hverf- ur éins og dropi í hafið, ef konan eyðir því þegar er heim kemur, af óspilun eða óþrifn- aði. Og það verður líka ódrjúgur afli bóud- ans, þó hann gangi berserksgang í skorpunni, en liggi annað veifið í drykkjuskap, og eyði tugum punda af tóbaki um árið. Jeg álít að sveitinni beri ekki að leggja fram einn eyri til jafn heimskulegs og skaðlegs mun- aðar þurfalinga, eins og áfengir drykkir eru eða tóbak. það virðist vera hart, að knýja gialdendurna til að hjálpa þeim mönnum, sem ekki vilja láta jafnlítið á móti sjer sem að neita sjer um slíkt. Sjeu þeir svo þráir, að vilji ekki leggja slíkt á sig, þá finnst mjer ekki of hart, þó þeir sje algjörlega látnir eiga sig, og meira að segja þó hegning lægi við, ef þeir láta börn síu svelta. Fátækratillög vor eru svo niðurdrepandi fyrir þjóðfjelag vort eins og þau eru, vegna þess, þau eru látin af hendi eins og gjöf, — mjer liggur við að segja eins og sjálfskylda, handa þeim, sem hafa gefið sig á náðir hreppsins eða kannske krafizt svo sem sjálf- skyldu að fá svona og svona mikið til að lifa á. Öll fátækratillög ættu þvert á móti að greið- ast eins og endurgjald fyrir vinnu, verði því með nokkru móti við komið, að láta þiggj- andandann vinna eitthvað það, sem getur orðið til gagns fyrir mannfjelagið á einhvern hátt. Hugsum oss, að hreppsnefndin skipaði bónda, sem beðizt hefði sveitarstyrks, að sljetta svo eða svo mikið í túninu sínu, hlaða svo eða svo langan vörzlugarð o. s. frv. og hjeti honum jafnframt ákveðnum styrk fyrir það, sem hann framkvæmdi af verkinu, mið- uðum við það, sem honum væri ætlandi að afkasta, án þess að vanrækja önnur nauð- synjaverk og með hliðsjón á þörf hans. Lát- um svo vera, þó að styrkurinn væri á stund- um eins mikill eins og ef verkið væri borgað tvöfalt eða þrefalt, þegar svo stæði á; en í hverju hlutfalli sem styrkurinn stæði við verkið, ætti það að vera föst regla, að greiða alls ekkert nema fyrir þann hluta verksins, sem unninn væri, og vildi einhver ekki vinna vegna þess hann teldi sig ófæran til þess sökum heilsubrests, ætti hjeraðslæknir að gefa honum vottorð, til þess afsökun hans yrði tekin til greina. þyrfti læknirinn ekki að gera sjer sjerstaka ferð til þess, heldur mætti fá það gjört, er hann færi um sveitina í öðr- um erindum. þeim sem læknirinn gæfi vott- orð um, að þeir gætu ekki unnið str-itvinnu, mætti kannske finna einhverja væga vinnu, sem þeir fengi endurgjald fyrir; en þeim sem ófærir væri til allra verka, ætti að hjálpa skilyrðislaust eins og hingað til hefir átt sjer stað, að svo miklu leyti sem hin nýju lög um »styrktarsjóð handa alþýðu« taka ekki ómak- ið af sveitarfjelögunum með tímanum. þeim aptur á móti, sem ekkert vildu vinna, til að afla sjer og sínum viðurværis, og gætu þó engar sönnur fært á neinn heilsubrest, ætti ekki að eins að neita um alla hjálpa, heldur jafnvel að knýja til vinnu eða refsa þeim fyr- ir að hafa gert tilraun til að svíkja undir sig eigur annara. Misjafnar skoðanir kunna að vera um,|að hve miklu leyti uppástungur þessar sjeu hag- feldar eða ekki; en aðalatriðið er, að sá ósið- ur lagist, að veita öllum þeim styrk endur- gjaldslaust, sein leggjast upp á hreppinn, og hyggilegra mundi að láta þá vinna fyrir því á einhvern hátt. Sumum kann að þykja miður viðfeldið, að véita endurgjald fyrir jafnvel þau verk, sem hreppurinn hefir ekki beinlínis not af; en jeg álít ekkert horfandi í það, komi verk það, sem endurgoldið er fyrir á einhvern hátt, þjóðfjelaginu að liði. Leiguliði hefir og sjálfur not af jarðabótum sínum sína tíð og getur nú þar að auki fengið sæmilegt endur- gjald fyrir þær, er hann fer frá jörðinni, (lög 12. jan. 1884, 20. gr.); verður það sveitar- fjelaginu þarmeð til hagsmuna óbeinlínis. Að skipa fátækum einyrkja aptur á móti t. d. í vegavinnu um langan tíma langt frá heimili sínu, getur verið aðgæzluvert. M. Hin nýja fiskiveiðasamþykkt við Faxaflóa. »Sjaldan er nema hálfsögð sagan, þegar einn segirs, segir máltækið, og eins varð nafna mín- um í Nesi á, þegar hann fór að rita um hina nýju fiskiveiðasamþykkt við Faxaflóa í 85. tölubl. ísaf. þ. á. Hann kveðst í upphafi greinar sinnar hafa heyrt, að suðurhrepparnir ætli nú að leggja fyrir sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu frumvarp til fiskiveiða á opnum bátum; en rjett á eptir segir hann: »þ>að er ekki í fyrsta sinn, að Vatnsleysustrandarmenn vilja gera ein- hverjar breytingar við fiskiveiðarnar«. Ef það eru ekki aðrir en Yatnsleysustrandarmenn, sem vilja gjöra breytingar við fiskiveiðaregl- ur þær, sem nú eru gildandi, þá var óþarfi að dreifa þar við öðrum suðurhreppum sýsl- unnar, og þá hefði verið óþarft fyrir Guðm. í Nesi að grípa pennann, því trauðla þarf hann að óttast að Strandarmenn einir hafa svo mikil áhrif á sýslunefndina og amtmann- inn, að ósk þeirra fái mikla áherzlu, ef allir aðrir hreppar sýslunnar eru henni andstæðir. En meiningin er sú, að nafni minn í Nesi hefir orðið skelkaður af því hann veit, að allir suðurhreppar Gullbringusýslu (að und- anteknum litlum hluta af Eosmhvalaneshreppi og má ske einstöku manni á Seltjarnarnesi) eru samdóma, að minnsta kosti um það, að nauðsynlegt sje að afnema alls ýsulóðarnotk- un um vetrarvertíð, svo framarlega sem menn vilja gjöra nokkra tilraun til að varðveita þorskveiðarnar í syðri og innri veiðistöðum Faxaflóa. þetta sýndi sig bezt þegar kjörnir menn úr öllum suðurhreppum sýslunnar mættu á einum aðalfundi, sem haldinn var á Tanga- búð hjer í hreppi í síðastl. septembermán., til að undirbúa þetta mál undir sýslufund. Eptir að allir fimm suðurhrepparnir: Eosm- hvalaness, Njarðvíkur, Vatnsleysustrandar, Garða og Bessastaðahreppar, höfðu haldið

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.