Ísafold - 19.11.1890, Page 2

Ísafold - 19.11.1890, Page 2
372 fundi hver heima hjá sjer til að ræða um þær reglur, sem hyggilegast mundi verða að setja, til þess að koma fiskiveiðum vorum í hagfelldara horf, sendi hver þessara hreppa 3 menn á einn aðalfund, sem höfðu umboð frá hreppsbúum sínum til að aðhyllast það, sem fundinum virtist heppilegast í þessu máli og undirbúa það til sýslufundar. Á þennan aðalfund vorn Seltirningar boð- aðir og beðnir að senda fulltrúa fyrir sinn hrepp, en enginn kom þaðan, og euginn hefir heldur síðan andmælt skoðunum suðurhrepp- anna í þessu máli úr því byggðarlagi, nema Guðm. í Nesi einn. Af öllum þeim, sem umboð höfðu til að mæta á Tangafundinum, voru það að eins fulltrúar Garðmanna, sem ekki vildu aðhyll- ast afnám lóðarinnar á vetrarvertíð; hinir allir samþykktu þá ákvörðun í einu hljóði, og sömuleiðis Kefiavíkurmenn, sem á fundinurn voru staddir. það getur verið, að Guðm. í Nesi sje kunn- ugt um vilja allra sinna hreppsbúa í þessu máli; en svo mikið er mjer kunnugt, að nokkrir þeirra hafa til skamms tíma verið á sömu skoðun og suðurhrepparnir, hvað snert- ir áhrif ýsulóðarinnar á fiskigöngurnar, enda hef jeg heyrt að sýslunefndarmaður þeirra hafi, samkvæmt fundarályktun þar, borið þá uppástungu fram á síðasta sýslufundi, að af- nema ýsulóðarbrúkun frá 14. marz til vetrar- vertíðarloka. Sje þessi fregn sönn, þá lítur út fyrir að einhverjutn Seltirningum hafi ekki þótt ýsulóð á vetrarvertíð eins nauðsynlegt veiðarfæri og Guðm. í Nesi víll telja lesend- um ísafoldar trú um. þegar menn athuga kosti þá, sem nafni minn í Nesi vill telja lóðinni til gildis, þá eru þeir svo lagaðir, að jeg efast um að nokkur fiskimaður vilji fall- ast á þá, að undanteknum hinum fyrst talda. Jeg vil ekki neita þvi, að á stuttum degi og stopulum gæftum sje afli fljótfengnari á lóð en færi; en þá eru líka allir hennar kost- ir fram yfir færin upptaldir, og þessi kostur er ekki eins mikils verður og sumir ætla, þegar menn af reynslunni þykjast orðnir viss- ir um, að lóðin hrekur fiskinn í burtu eptir fáa daga, svo að fæstir hafa veruleg not af honum, í stað þess að handfærin og sá nið- urburður, sem af þeim leiðir, stöðva hann og spekja. þ>að hef jeg engan fiskimann annan en Guðm. í Nesi heyrt telja lóðinni til gild- is, að hún stöðvaði fiskinn; annaðhvort hafa fleiri en Strandarmenn ekki sjeð þennan kost hennar, eða þeir hafa allir (aðrir en nafni minn) verið samtaka með að þegja yfir hon- um. Allt til þessa hafa fiskimenn hjer á Strönd- inni notað gotu til beitu á færin sín, þegar skortur hefir verið á annari beitu og fengið á hana margan vænan fisk ; og þegar menn á fyrri tímum ekki gátu athafnað sig við fasta stjóra vegna strauma í Garðsjónum, þá gafst mönnum vel að afla fiskjar við rek- stjóra á færi, eins og Garðmönnum á þeim tímum heppnaðist að fá fisk á bera öngla við andóf, þó aðrir gætu varla orðið varir við fisk á beitu. þessi veiðiaðferð er nú lögð niður, síðan lóðin var tekin upp, en hvort það er breyting til hins betra, tel jeg mjög vafasamt. Svo mikið er víst, að eldri vei ðiaðferðin hefir orðið kostnaðarminni fyrir útvegsbóndann og að líkindum affarasælli fyrir fiskiveiðarnar. Okosti lóðarinnar þarf jeg ekki að telja upp, því á þá hefur svo opt jáður verið minnzt í blöðunum, en þeir helztu eru : að hún eyðileggur ungviðið í uppvextinum, áðnr en fiskurinn nær þeim þroska, að hanu geti æxlazt; að húu venur fiskimenn á hægð og næði, svo að þeir hafa ekki eirð á að stunda færi sín nje leita að færafiski, og þar af leiðir, að góðir fiskimenn eru sjaldgæfari en áður meðal hinna yngri sjómanna vorra ; að hún er aðalundirrótin að þeim siðspillandi grip- deildum á afla og veiðarfærum, sem sjómenn vorra tíma hafa bakað sjer maklegt ámæli fyrir, einkanlega hjer í Faxaflóa; og hvað verst er : að það þykir sannreynt, að hún hafi truflað svo fiskigöngur, að þær hafi snúið aptur til hafs, áður en menn hafa nokkur veruleg not af þeim haft. Að miða Eyrarbakka við okkar fiskiver skil jeg ekki hvaða þýðingu hefur. þar er allt öðru vísi ástatt en hjer hjá oss. þar gengur fiskurinn upp úr opnu hafi; hjer gengur hann með löndum, þegar hann er kominn inn fyrir Garðsskaga. þ>ar stunda að minnsta kosti helmingi færri skip fiski- veíðar, á hjer um bil fjórfalt stærra sjávar- svæði en hjer er um að tala, því hjer er ekki verið að tala um lóð af fáum skipum, heldur af fleiri hundruðum skipa, sem öll sækja á þennan litla blett, Garðsjóinn, undir eins og þar verður fiskivart. það er, eins og svo opt áður hefur verið tekið fram, hin mikla lóðarmergð, sem lögð er í sjóinn dag eptir dag og nótt eptir nótt, þegar veður leyfir, sem orsakar tjónið á fiskigöngunum. |>ess er ekki getið, að Eyr- arbakkamenn stundi lóðarveiði nema á dag- inn, á nóttunni munu þeir halda kyrru fyrir í því efni. f>ó að Guðm. í Nesi vilji breyta eptir Eyrarbakkamönnum hvað lóðabrúkun snertir, þá lítur samt út fyrir að hann vilji ekki taka þá til fyrirmyndar í öllu, sem að fiski- veiðum lýtur. f>eir hafa sjálfir ekki álitið sig svo fullkomna, að þeir engar reglur þyrftu að setja fyrir fiskiveiðum sínum. f>að sýnir samþykkt sú, sem löggilt var fyrir Stokks- eyrarhrepp 10. júlí 1886; en Guðm. í Nesi vill engar fiskiveiðareglur hafa hjer hjá oss. Hann vill afnema þær fiskiveiðareglur, sem löggiltar hafa verið fyrir syðri hluta Faxa- flóa, án þess að koma með nokkuð nýtilegt lega eitt »kast« um fallaskipti; en hinir eru að sarga allan daginn og stundum langt fram á nótt. f>að er næsta ólíklegt, að flestallir fiskimenn í fimm suðurhreppum sýslunnar væru sjálfum sjer svo illviljaðir, að þeir bceði um það, sem þeir álitu að væri til að hnekkja atvinnuvegi sínum, eða gjörðu samtök til að afbiðja það veiðarfæri, sem þeim væri mikil ábatavon að, ef þeir ekki þættust sannfærðir um, að veiðarfærið að öllu samanlögðu gjörði meiri skaða en gagn; því engir eiga meira á hættu, ef illa fer, en fiskimenn og útvegsbændur, sem óska eptir að fiskiveiðasamþykktirnar nái lagagildi. þeir eru ekki langt hvor frá öðrum nafn- arnir, Guðm. í Nesi og Guðm. á Hól í Reykjavík. jþeir hafa báðir stundað sjó frá barndómi, bæði þeima hjá sjer og hjer syðra; en þó munu skoðanir þeirra á ýsulóðinni vera næsta ólíkar. Jeg get nú ekki að því gjört, að jeg álít skoðanir nafna míns á Hól í fiskiveiðamálum okkar hafa við miklu meiri rök að styðjast heldur en hins, því hann er miklu eldri og reyndari formaður. Auk þess er hann alþekktur að því að vera bæði hygg- ’’ inn og gætinn í tillögum sínum, þó um vandaminni mál sje að ræða en þetta. Hvað viðvíkur netalagnarsamþykktinni frá 9. júní 188ð, þá er það, eins og annað hjá nafna roínum í Nesi, röng tilgáta, að menn sjeu almennt óánægðir með hana, af því hún hafi gjört meira illt en gott. það eru margir hjer syðra, sem gildir einu, þó netasaniþykkt- in stæði enn óbreytt nokkur ár, því allir, sem nokkra eptirtekt hafa veitt fiskiveiðum vorum, hljóta að játa, að samþykktin hefur í tvennu tilliti gjört ómetanlegt gagn. Síðan hún var löggilt hefur énginn útvegs- bóndi, svo jeg viti, misst veiðarfæri sín af völdum ndttúrunnar; og síðan hefur ekki ann- að heyrzt en að netafiskurinn frá Faxaflóa hafi verið eins vel meðtekinn á Spáni og færafiskurinn, og er það án efa því að þakka, að menn hafa síðan alloptast getað náð fisk- inum óskemmdum úr netunum, í stað þess áður optastnær að fá hann í land morkinn og úldinn. það sem meun nú mest kvarta yfir við- víkjandi netalínunni, er í stuttu máli þrengsli, í staðinn, sem miðað geti fiskiveiðunum til framfara og verndunar ; hann vill rífa niður án þess að byggja upp aptur, og það þykir sjaldan mikið frægðarverk. Af því, að sýslunefndin varð þess vör, að Garðmenn mundu ekki vilja samþykkja af- nám ýsulóðarinnar, þó allir aðrir fjellust á það, gjörði hún þá breytingu við fundarsam- þykkt þá, sem samin var á Tangabúð, að leyfa Garðmönnum einum lóð hjá sjer á vissu sjávarsvæði, einnig um vetrarvertíð. þ>ó þetta sje talsverð breyting frá því sem hinn almenni fundur aðhylltist, þá er vonandi, að menn sjeu ekki svo smámunasamir, að sjá ofsjónum yfir þessu lítilsverða einkaleyfi, sem sýslunefndin vill veita Garðmönnum; því þess verður trauðlega langt að bíða, að þeir sjálfkrafa leggi niður lóðabrúkun um vertíðina, af því reynslan mun fljótt sýna þeim, að lóðaraflinn verður miklum mun rýrari en færa- og neta-aflinn. En þó að þessi fáu skip, sem fiskiveiðar stunda í Garðinum, brúki lóð, mun það trauð- lega reynast hættulegt fyrir fiskigöngurnar, því Garðmenn haga lóðarróðrum sínum allt öðru vísi en innan-menn. þeir leggja venju- sem koma af því, að allir rembast við að vera með net sín utast á línunni, í stað þess að leggja þau á víð og dreif um allt neta- svæðið ; af þrengslunum leiðir, að menn leggja netin hver ofan í annan og hver yfir annan, og þar af hljótast veiðarfœraspjöll af manna- völdum. Jeg man það mikið vel, að mótstöðumónn fiskiveiðasamþ. frá 9. júní 1885 álitu það villukenningu, sem meðhaldsmenn hennar hjeldu þá fram, sem sje það, að þorskaneta- mergð sú, sem þá var árlega lögð í Garð- sjóinn, stöðvaði fiskigöngurnar þar. En hvað hefur nú reynsla síðastliðinna 5 ára sýnt sjómönnum í því efni ? Hún hefur svo áþreifanlega staðfest þá skoðun okkar, að þorskanetastappa stöðvar að minnsta kosti netafisk og jafnvel færafisk líka. þessu mun enginn sjómaður nú lengur geta mótmælt. En þó það sje illt, að netin stöðva fiskinn, þar sem þau nú hafa verið lögð síðustu 5 ár, þá var það þó margfalt óhaganlegra og skaðlegra, að stöðva hann úfc á móts við Garðsskaga, eins og var áður en samþykktin var löggilt.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.