Ísafold - 19.11.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.11.1890, Blaðsíða 3
d73 |>ó að við Strandarmenn hefðum enga verulega ástæðu til að kvarta yfir því, að fiskurinn lagðist við netalínuna þar sem hún nú er, —því flestum veitti hægt að ná þar í hann hjeðan—, þa var eðlilegt, að innri veiðistöðvarnar væru óánægðar með það, og úfc af því kom sú uppástunga þaðan, að af- nema alla þorskanetaveiði um næstkomandi 5 ár. petta þótoi mörgum útvegsbændum of djarft í farið; en til þess að leitast við að sameina sem bezt þarfir og kröfur manna í innri og syðri veiðistöðum flóans, var sam- þykkt að seinka netalagnardeginum til 7. apríl. Með þessari breytingu á netasamþykktinni vona menn að fiskurinn gangi óhindraður þá leið, sem náttúruhvötin bendir honum, en verði netafiskur ekki genginn á grunn 7. apríJ, þá eru litlar líkur til, að hann gangi til grunns að mun þá vertíðina. Eptir þann tíma mun optast reynast hættulítið að leggja net á djúp, því bæði vita menn, að þá eru hörðustu straumar um garð gengnir, og líka þarf síður að óttast langvinn illviðri úr því svo er orðið á liðið. Vitaskuld er, að búast má við því, að sumar vertíðir verði engin net lögð í Bj'ó, af því farið verður að aflast á færi áður en leyfilegt er að leggja, og tel jeg það ekki stórvægilegan skaða. Guðm. í . Nesi segir, að við ætlum að geyma okkur fiskinn í 3 vikur; en það hefur enn ekki komið fyrir, að íiskur hafi verið genginn að netalínunni að nokkrum mun þann 14. marz síðustu 5 árin. »En verið getnr«, segir hann, »að fiskurinn þykist ekki hafa hentugleika til að bíða svo lengi, og sitji menn þá eptir með sárt ennið, fisklaus- ir«. Viti menn: fiskurinn kom inn að neta- línunni, seinast í fyrra, en »hafði ekki hent- ugleika« til að. bíða þar nema fáa daga, svo að þeir, sem ekki »höfðu hentugleika« til að ná honum þar, en biðu eptir því að hann kæmi grynnra og innar í flóann, —eins og tilfellið var með suma fiskimenn hjer og marga í iunri veiðistöðunum—, þeir »sátu eptir með sárt ennið, fisklausir«, af því fisk- inum þóknaðist ekki að fara til grunns, heldur til hafs, þegar hann hljóp úr Leiru- sjónum undan lóðunum og seglfestugrjótinu. Nafni minn í Nesi hyggur, að það verði tilfinnanlegt tjón fyrir útvegsbændur, að mega ekki leggja netin fyrri en 7. apríl. Hann heldur nefnil., að vertíðin styttist um 3 vik- ur. petta væri rjett skoðað af honum, ef allir sjómenn sætu 1 landi og enginn reyndi til að afla fiskjar á annau hátt en í net. En hvort skyldi reynast affarasælla, að stytta netaveiðitímann að framan eða aptan ? Hef- ur ekki netavertíðin undanfarin ár reynzt ærið endasleppt, þó húu að nafninu hafi byrjað 14. marz ? Hún hefur sjaldan staðið margar vikur. En það aflatjón, sem nafni hyggur að vjer munum verða fyrir við þessa breytingu, hefur ekki reynzt mjer eins til- finnanlegt og hann hyggur. það get jeg borið um. Á síðastliðnum 5 árum hefur á minn útveg fengizt hæstur hlutur í net [yrir 8. apríl 20 fiskar, segi og skrifa tuttugu fiskar; það var vertíðina 1888. I vetur er leið (fyrra vetur) hafði annað skipið 18, hitt 4 fiska hlut 1 net 8. apríl. par á móti get jeg frætt nafna minn 1 Nesi á því, að 1887 hyrjaði ágætur færaafli 23. marz, og þá var 9. apríl kominn hjer 150 fiska hlutur á færi. 1889 var nægur færafiskur kominn 28. marz, og þá var kominn hjer 200 hlutur á færi 8. apríl, en enginn fiskur í net; þó lögðu sumir menn net þá vertíð sjer til méstu ógæfu; 1886 var 4 fiska hlutur í net 8 apríl. pó að netaafli hja mjer hafi ekki heppn- azt betur en þetta framan af þeim vertíðum, er jeg hefi minnzt á, þá mun það samt ekki því að kenna, að formenn mínir hafi lagt net sín langt fyrir innan uetalínuna; en aldrei hef jeg getað komizt að því, að þeir hafi lagt þau svo utarlega, að þeir hafi þurft að skammast sín fyrir að finna þau aptar á sömu miðum og þeir skildu við þau, eða að þeir hafi þegjandi neyðzt til að eptirláta þau öðrum, án þess að þora að lýsa eignar- rjetti sínum á þeim. Að minnsta kosti má þó telja hinni nýju fiskiveiðasamþykkt pað til gildis, að eptir 7. apríl mega allir formennn óhræddir hirða net sín, hvar sem þeir hitoa þau, hvort það er heldur á sjó eða landi; og að líkmdum þarf sýslumaður að fara færri aukaferðir hingað suður á vetrarvertíðinni til að rann- saka fiskilagabrot sjómanna. Af hvaða »toga«, sem nafui minn í Nesi heldur að það sje spunnið fyrir okkur og öðrum, sem um þetta mál hugsa, að vilja leitast við að telja þær reglur, sem miða til að tryggja fiskiaflann í innri og syðri veiði- stöðum flóans, þá mun enginn sá maður, sem athugar hina nýju fiskiveiðasamþykkt hlutdrægnislaust, geta með sanni sagt, að á- kvarðanir hennar sjeu svo úr garði gjörðar, að Strandarmenn geti vænzt þess að hafa af henni meiri hagnað en aðrir, sem fiski- veiðar stunda við Faxaflóa. Hún veitir Strandarmönnum enga undanþágu nje for- rjettindi fram yfir aðra. f>að er óneitanlega fallega gjört, að halda uppi rjetti annara lítilsigldari, sje honum hallað, ef þeir geta það ekki sjálfir; en var- ast verður að gjöra það á þann hátt, að hag- ur almennings bíði stórkostlegt tjón af því. Allt það, sem aflaga fer í fiskiveiðum í suð- urhluta flóans; öll truflan og tálmun, sem fiskimenn í syðri veiðistöðunum gjöra fiski- göngunum með óhentugri og óhyggilegri veiðiaðferð, hlýtur að koma harðast niður á innri veiðistöðunum, því syðri veiðistöðurnar liggja betur við til að hafa lítils háttar not af fiskigöngunum þá fáu daga, sem þær staðnæmast, áður en þær eru hraktar burtu aptur. En þó að við Strandarmenn sjeum betur settir en þeir, sem innar búa, til að ná í afla í Leiru og Garðsjó, þegar hann er þar að fa, þá viljum við ekki gjörast aðstoðar- menn annara í því að spilla þar fiskiveiðum, því ef afli bregzt þar, þurfa menn sjaldan að vænta eptir góðri vertíð hjer. A hinum væntanlega hjeraðsfundi mun það bezt koma í ljós, hvort það eru ekki fleiri en Strandarmenn, sem óska að sam- þykktin, —eins og hún nú er úr garði gjör frá sýslunefndinni—, nái staðfestingu. Landakoti 14. nóvember 1890. Guðvi. Guðmundsson. Fjárkaupaskip Coghills, Newhailes, hið síðasta á þessu ári, fór hjeðan sunnudag 16. þ. m., með 3602 kinndur og nokkra hesta. Coghill sigldi og sjálfur með þessari ferð. Heyrnarlausi mafiuririn. Vjer — hermennirnir frönsku, byltinganna börn, tókum oss það ekki eins nærri, því Napó- leon var vor páfi, og syndalausnina tókum vjer fyr eða síðar á vígvellinum af höndum fjandmanna vorra. Jeg reyndi að gera sam- vízku hennar rólegri, og bað hana að halda ást okkar leyndri, og láta ekki nokkurn mann fá nokkurn grun um hana. Hún hjet því, og skildi við mig glaðari í bragði. En kvöldið eptir var hún orðin enn þung- búnari. »Kóbert«, mælti hún, og fleygði sjer í fangið á mjer, »faðir minn hefir ároiðanlega fengið einhverja vitneskju um ást okkar, og jeg er bæði hrædd og forviða íVfc af því, hvernig hann hagar sjer : Hann hefir láoið mig skilja á sjer, að honum væri ást okkar ekki svo mjög í móti skapi — jeg sem hef heyrt hann ótal sinnum formæla öllum löndum þlnum í sand og ösku. Eóbert, Kóbert ! Ó, að jeg hefði aldrei ajeð þig. Eitthvert ólán vofir yfir þjer, en jeg skal bera það með þjer, þótt jeg geti ekki afstýrt því«. Jeg þrýsti meynni að brjósti mjer, og reyndi að hugga hana með uppgerðar-rÓ3emi og mjer lánaðist það að nokkru leyti. TJm leið og hún kvaddi mig, bað hun mig að vera var um mig, því ekki væri á það að ætla, hverju grannar vorir byggju yfir. Jeg fór að ráðum hennar, og sömu nóttina sá jeg tvo menn, er mjer virtust mjög ískyggi- legir, laumast brott frá húsinu. Daginn eptir varð mjer reikað út í skóg- arjaðarinn, og hitti þar húsbóndann, skripta- föður hans og einhvern munk annan, sem jeg þekkti ekki. Jeg kom að þeim óvörum, en heyrði þó ekki samræður þeirra ; enda felldu þeir óðara talið, er þeir urðu mín varir. Munkarnir kvöddu hann, og hjeldu á brott inn í skóginn, en bóndi varð mjer samferða heim, og var hinn þægilegasti. Undir borðum um kvöldið lá óvenju-vel á honum; hann tæmdi hvert glasið á fætur öðru, og ýtti undir fjelaga mína til að gera slíkt hið sama. petta jók gruu minn um allan helming. Jeg gaf þeim bendingu um að gæta hófs, en annaðhvort var, að þeir skildu mig ekki eða vildu ekki skilja mig; þeir hjeldu áfram að drekka méð bónda. Jeg gætti þess, að drekka eigi frá mjer vitið, en fjelagar mínir urðu æ ölvaðri, og svo fóru þeir að syngja og þvaðra ýmsa vit- leysu. ;þeir hjeldu langar hrókaræður um væntanlega sameiningu Erakklands og Spánar, og — bóndi var samdóma þeim í öllu. Loks buðum við hver öðrum góða nótt, bóndinn með ískyggilegu brosi, fjelagar mínir með drafandi tungum, en jeg órór í skapi og með illan grun. |>egar jeg var kominn inn í herbergi mitt, fór jeg að hugsa um háttalag húsráðanda, og jeg styrktist æ betur í þeirri trú, að hjer byggi undir leynilegt samsæri. Jeg ásetti mjer, að fara þegar morguninn eptir til bæjar og vara yfirforingjann við; hafði hann verið áhyggjulaus og óhultur um sig og sveit sína. Jeg gat ekki sofnað ; jeg þóttist viss um einhverja yfirvofandi hættu. Hálf-ósjálfrátt greip jeg byssu mína, stakk skammbyssu í vasa minn, og laumaðist út í laufskálann. f>ar átti jeg von á að hitta Jósephu mína, en hún var ókomin enn. Jeg beið þar í hálfa stund, og hún kom ekki. pað var komið fram yfir miðnætti. Jeg var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.